Morgunblaðið - 23.04.2020, Side 4

Morgunblaðið - 23.04.2020, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2020 það byrjar allt með fjórum fræjum ENN HOLLARI OLÍA OMEGA 3 & 6 + D- & E-VÍTAMÍN Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Svokallaðir lénakaupmenn eru allt- af á fullu og þeir eru með alls konar kerfi og tól,“ segir Axel Tómasson, forritari hjá Isnic, sem sér um skrán- ingu léna á Íslandi. Nýlega voru birtir tveir úrskurðir úrskurðarnefndar Isnic þar sem tvö erlend stórfyrirtæki kvörtuðu yfir því að ótengdir aðilar hefðu keypt lén með nafni þeirra hér á landi og boðið þau til sölu. Annars vegar var um að ræða snyrtivörufyrirtækið Chanel og hins vegar þýska lyfja- fyrirtækið Bayer. Í báðum tilfellum var um að ræða erlenda lénakaup- menn og læsti Isnic lénunum meðan á meðferð málanna stóð. Úrskurðað var stórfyrirtækjunum í vil og lénin skulu umskráð á þau. Lénið boðið víðar til sölu Í úrskurði úrskurðarnefndar má lesa að í báðum þessum málum hafði lénakaupmaður samband við fyrir- tækin og bauð þeim lénin til kaups. Í tilfelli Bayer segir að lénið hafi verið notað í tengslum við vefsvæði sem hafði að geyma tilvísanir til fyrir- tækisins og vara þess. Þá var lénið Bayer.is einnig boðið til sölu á síðu sem miðli lénaskráningum, sedo- .com. Uppsett verð var 9.999 evrur eða ríflega ein og hálf milljón króna. Tók ekki til varna Axel segir í samtali við Morgun- blaðið að mismunandi sé í hvaða far- vegi mál sem þessi lendi. Áðurnefnd óháð úrskurðarnefnd taki mál til um- fjöllunar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, annar farvegur sé að Neytendastofa taki að sér deilumál um lén og að síðustu geta þau komið til kasta dómstóla. „Það sem var athyglisvert við þessi tvö mál var að rétthafinn tók ekkert til varna. Það var engum gögnum skilað inn,“ segir Axel en það þykir styrkja það sjónarmið að viðkomandi hafi aldrei ætlað sér annað en að láta reyna á sölu. Undir það er tekið í úrskurði: „Lögmætir hagsmunir kæranda sem eiganda vörumerkisins BAYER eru varðir af ákvæðinu og ganga framar tilkalli rétthafa til skráningar lénsins.“ Vildi 1,5 milljónir fyrir lén lyfjarisa  Lénakaupmenn tryggðu sér íslensk lén Bayer og Chanel og buðu þau til sölu AFP Umdeilt Þýski lyfjarisinn Bayer er umtalað og umdeilt fyrirtæki og einhver hugðist græða á léninu Bayer.is. Honum varð ekki kápan úr því klæðinu. Margrét Þóra Þórsdóttir maggath61@simnet.is „Hún er þrautseig baráttukona, mjög lífsglöð og já- kvæð. Ég held að það lundarfar hafi gert að verkum að hún hefur náð ótrúlegum bata á skömmum tíma,“ segir Dagný Davíðsdóttir, móðir Vilborgar Freyju Ás- mundsdóttur sem lenti í slæmu umferðarslysi við um- ferðarljós á Hörgárbraut 8. febrúar síðastliðinn. Hún slasaðist mikið en er nú komin á ról og nýlega byrjuð aftur í skólanum, í 1. bekk í Glerárskóla. Dagný segir að þær mæðgur hafi farið yfir Hörgár- braut fyrr í vikunni og það hafi verið stórt skref fyrir stúlkuna, en það var fyrsta ferðin yfir frá því að slysið varð. Hún heimsótti vinkonu en Dagný hélt aftur yfir. Þá tók hún eftir því að ungur maður kom akandi og fór yfir á rauðu ljósi þó að hún væri að stíga út á göt- una. Brýnir hún fyrir ökumönnum að fara varlega og fara eftir tilsettum reglum. Miklar umræður urðu um umferðaröryggi á Hörg- árbraut í kjölfar slyssins og voru úrbætur ræddar, án þess að nokkuð hafi gerst. „Ég hef fylgst vel með þessum ljósum út um eldhúsgluggann undanfarnar vikur og því miður sé ég allt of oft að fólk ekur yfir á rauðu. Sérstaklega þegar það telur gangandi vegfar- endur komna yfir, þá er tekið af stað án þess að græna ljósið hafi kviknað. Ég myndi vilja sjá skilti og fleiri en eitt, til að vekja athygli á gangbrautinni og að börn séu oft á leið þar yfir. Að minnsta kosti þar til ráðist verður í aðgerðir við götuna“ segir Dagný. „Við þurfum ekki fleiri slys þarna.“ Dagný segir að fjölskyldan hafi aldrei fundið til reiði í garð ökumannsins. „Við vorum hins vegar gríðarlega vonsvikin að ekkert væri búið að gera til þess að tryggja öryggi Vilborgar og annarra sem eiga leið yfir þessa götu þrátt fyrir mikla umræðu íbúa í nágrenninu síðustu árin. Í sakleysi okkar héldum við að þessi hræðilega upplifun yrði til þess að úrbætur við götuna yrðu gerðar að forgangsmáli, en það er allt í sama farinu og ekkert hefur breyst,“ segir hún. Laugardagsgrautur hjá langömmu Fjölskyldan, þau Dagný og Ásmundur Kristjánsson og börn þeirra þrjú, Vilborg Freyja sem verður sjö ára í ágúst og Þórunn Svala og Kristján Tumi, þriggja og eins árs, höfðu verið í graut hjá langömmu barnanna í hádegi á laugardegi. Hún býr við Skarðs- hlíð, en Hörgárbrautin er á milli heimilanna. Vilborg fékk að vera aðeins lengur í heimsókninni. Hún lenti í slysinu þegar hún var á leið heim, trítlandi yfir gang- brautina á grænum kalli. Ásmundur sá hvað hafði gerst út um eldhúsgluggann og náði að hlaupa til hennar áður en sjúkrabíllinn kom. Hún hlaut fjölda áverka, lærbrot, brot á mjaðmagrind og viðbein brotn- uðu auk þess sem kjálki þríbrotnaði og eins laskaðist sjón, heyrn og liðband á hálsi. „Þetta var gríðarlega erfitt fyrstu vikurnar og í raun gerðum við okkur enga grein fyrir því hvað við vorum að fara út í, við höfðum enga reynslu af sjúkrahúslegu né höfum við lent í slysum sjálf. Bara venjulegir hlutir eins og að borða voru heljarinnar verkefni fyrir Vilborgu fyrstu vik- urnar.“ Fjölskyldan var á sjúkrahúsi, bæði Barnaspítala Hringsins og á Sjúkrahúsinu á Akureyri, fram undir mánaðamót febrúar-mars. Og svo heima við þar til nú nýverið þegar heilsan var orðið það góð að óhætt var að fara út og skólaganga hófst á ný eftir langt hlé. Hún hefur farið reglulega í sjúkraþjálfun og fékk að halda henni áfram þrátt fyrir ástandið í samfélaginu, vegna þess hve brýnt erindi hennar var. Mikill stuðningur í samfélaginu Ásmundur er einnig byrjaður að vinna á nýjan leik en Dagný var í meistaranámi í þjóðfræði við Háskóla Íslands og gerði hún hlé á námi til að sinna dóttur sinni eftir slysið. „Við fundum fyrir miklum stuðningi frá samfélagi okkar, bæði héðan úr Eyjafirði og í Reykjavík þar sem við bjuggum lengi vel, og það kom okkur eiginlega í gegnum þennan skafl. Það fór af stað söfnun og við fengum mikinn stuðning sem bjargaði fjármálum fyrir okkur á meðan á þessu stóð. Við erum afskaplega þakklát fyrir hann og eins alla hjálp og stuðning hvarvetna, m.a. frá heilbrigðisstarfsfólki sem á sannarlega hrós skilið fyrir sín störf. Allir sem tóku á móti henni í sjúkraflutningi, á gjörgæslu, í aðgerðum og í innlögnum reyndust okkur mjög vel og ég mun aldrei getað þakkað þeim nógu vel fyrir,“ segir Dagný. Morgunblaðið/Margrét Þóra Undrakona Vilborg Freyja Ásmundsdóttir fagnar ótrúlegum bata við gangbrautina á Hörgárbrautinni. Lífsgleði og þraut- seigja flýtti fyrir bata  Vilborg Freyja lenti í slysi á Hörgárbraut á Akureyri Rekja má um tvö prósent af erfða- mengi hvers Íslendings til neander- dalsmanna. Ekki bera þó allir sömu bútana. Þetta sýnir ný rannsókn vísindamanna hjá Íslenskri erfða- greiningu og samstarfsmanna þeirra hjá Háskólanum í Árósum sem birtist í vísindaritinu Nature í gær. Í tilkynningu frá ÍE segir að reynst hafi mögulegt að púsla sam- an um helmingi af erfðamengi neanderdalsmanns úr þeim for- sögulegu erfðabútum sem finnist í núlifandi Íslendingum. Rannsóknin leiði í ljós að um helmingur erfðamengis neander- dalsmanna finnst í erfðamengi nú- lifandi Evrópubúa. „Þetta er langstærsta rannsóknin þar sem raðgreining erfðamengja er notuð til að varpa ljósi á kyn- blöndun milli neanderdalsmanna og homo sapiens fyrir 50 þúsund ár- um. Alls var skoðað erfðamengi 28 þúsund Íslendinga eða úr nærri 10 prósentum þjóðarinnar. Notuð var ný greiningaraðferð, sem var ekki takmörkuð við leit að litningabútum úr þeim þremur fornu mannverum sem hafa verið raðgreindir beint úr tugþúsund ára gömlum líkams- leifum,“ segir í tilkynningunni. Einnig hafi komið skýrt fram við rannsóknina að hægt sé að rekja búta úr erfðamengi Íslendinga til Denisovana, annarrar fornrar manntegundar sem að öllum lík- indum blandaðist neanderdals- mönnum áður en þeir blönduðust homo sapiens. Agnar Helga- son, einn höf- unda rannsókn- arinnar, segir að mikilvægi hennar felist ekki síst í umfanginu, sem gefi miklu betri mynd af þessari forsögulegu blönd- un og áhrifum hennar á líffræðileg- an fjölbreytileika núlifandi fólks. Haft er eftir Agnari að rannsóknin leiði í ljós að erfðaefnið frá þessum forsögulegu frændtegundum hafi sáralítil áhrif á sjúkdóma eða svip- gerð núlifandi fólks. „Einungis fundust fimm fornar erfðabreytur sem hafa áhrif á svipgerð, en þær hafa áhrif á hæð okkar, virkni blöðruhálskirtils, stærð og styrk blóðrauða og hraða blóðstorkn- unar.“ Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar og annar höfundur að rannsókninni, segir þessa vitneskju mikilvægt innlegg í leitinni að uppruna manneskjunnar. Þetta sé ættarsaga einnar greinar mannkynsins sem segi okkur að við erum ekki bara homo sapiens held- ur einnig afkomendur annarra for- sögulegra tegunda. Greina forsögu- lega blöndun  Íslendingar 2% neanderdalsmenn Neanderdalsmaður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.