Morgunblaðið - 23.04.2020, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 23.04.2020, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2020 Tjarnargata 4, 3. hæð | Sími 546 1100 | investis@investis.is | www.investis.is Umsjón með samningaviðræðum og gerð kaupsamninga. Við greinum fjárhag og rekstur fyrirtækja og önnumst fjármögnun og fjárhagslega endurskipulagningu þeirra. Haukur Þór Hauksson – haukur@investis.is – Gsm. 893 9855 Thomas Möller – thomas@investis.is – Gsm. 893 9370 Steinn Haukur Hauksson – steinn@investis.is – Gsm. 849 8360 Í-MAT ehf. JG ehf. Hér eru nokkur dæmi um verkefni þar sem Investis hefur annast ráðgjöf við sölu, sameiningar eða aðkomu fjárfesta á undanförnum árum: KAUP, SALA OG SAMEINING FYRIRTÆKJA aðeins þriðjungur hópsins skilaði sér þá, fjórtán menn. Nils segir að þeir vinni að því að koma efninu á Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þótt veturinn hafi verið erfiður til verklegra framkvæmda stendur lagning Kröflulínu 3 ágætlega. Kórónuveirufaraldurinn hefur ekki haft teljandi áhrif á vinnuna. Enn er stefnt að því að taka línuna í rekstur fyrir lok ársins. Þá er unnið að loka- undirbúningi framkvæmda við Hóla- sandslínu 3 og verið að bjóða út fyrstu verkþætti. Framkvæmdir hófust við Kröflu- línu 3 á síðasta ári en hún liggur frá Kröflu að Fljótsdalsstöð og er liður í endurnýjun byggðalínunnar á milli Norðurlands og Austurlands. Jarðvinna og undirstöður mastra voru boðin út í þrennu lagi og er því unnið á þremur framkvæmdasvæð- um. Vinnan er aðeins á eftir áætlun, að sögn Nils Gústavssonar, fram- kvæmdastjóra framkvæmda- og rekstrarsviðs Landsnets. Ástæðan er fyrst og fremst erfiður vetur. Mikil snjóalög og hörð veður voru í vetur og nú eru komnar vorleysing- ar. Þá var einn verktakinn með er- lenda starfsmenn sem þurftu að fara heim vegna kórónuveirufaraldurs- ins. Byrjað að reisa möstrin Bosníska fyrirtækið Elnos sem tók að sér að setja saman möstrin, reisa þau og strengja vírana, hóf sína vinnu í haust og reisti þá nokk- ur möstur. Fyrirtækið hugðist koma með mannskapinn um páskana en rétta staði og setja möstrin saman. Ekki sé þörf á fleirum núna en von sé á þrjátíu manns til viðbótar eftir mánaðamótin. Erlendu verkamenn- irnir fara í læknisskoðun og sóttkví, samkvæmt reglum yfirvalda. Þeir búa og starfa á afskekktum stöðum og fengu að ljúka sóttkví sinni á vinnustaðnum. Mikið verk er fram- undan hjá þessum hópi því 330 möstur eru í línunni. „Við stefnum enn að því að koma línunni í rekstur í lok árs,“ segir Nils. Vinna boðin út með fyrirvara Landsnet auglýsti um síðustu helgi útboð á jarðvinnu við lagningu Hólasandslínu 3 sem liggur frá Akureyri að tengivirki á Hólasandi. Nils segir að það sé gert með þeim fyrirvörum að öll leyfi fáist í tíma. Mikilvægt sé að hefja jarðvinnu í sumar ef takast eigi að ljúka lagn- ingu línunnar í lok næsta árs. Unnið er að hönnun línunnar, skipulags- og leyfismálum og samn- ingum við landeigendur. Segir Nils að öll þessi vinna gangi ágætlega enda almenn sátt um framkvæmd- ina. Fyrstu 10 kílómetrar línunnar verða í jarðstreng undir þveran Eyjafjörð. Byrjað er að undirbúa þá framkvæmd sem er nokkuð flókin, enda um 220 kílóvolta jarðstreng að ræða. Hver lína er með þrjá fasa og lagt er tvöfalt strengsett sem þýðir að Landsnet þarf að kaupa 60 km streng. Er verið að undirbúa út- boð á strengnum. Þá er fyrirtækið að flytja inn stál í undirstöður og semja um smíði á öðru efni til þess að ekki strandi á því ef hægt verður að hefjast handa í sumar eins og Landsnet stefnir að. Tafir vegna vetrarveðra  Lagningu Kröflulínu 3 miðar vel þrátt fyrir erfiðan vetur og kórónuveiru  Enn er stefnt að því að taka hana í notkun í lok ársins  Reynt að hefja framkvæmdir við Hólasandslínu 3 í sumar Ljósmynd/Aðsend Framkvæmdir Unnið við undirstöður tveggja háspennumastra við þjóðveginn um Víðidal, við Vegaskarð. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Óvissa ríkir um það hve margir kjósa að standa fyrir götu- og torgsölu í Reykjavík á komandi sumri. Aðstæður eru gjörbreyttar frá í fyrra. Takmark- anir hafa verið í gildi vegna kórónu- veirunnar og útlit fyrir stórfækkun er- lendra ferðamanna. Opnað var fyrir umsóknir fyrir götu- og torgsölu í febrúar. Sam- kvæmt upplýsingum Jóns Halldórs Jónassonar, upplýsingafulltrúa hjá Reykjavíkurborg, liggja fyrir 11 um- sóknir um tímabilið 1. maí til 1. júlí vegna markaðssölu einyrkja. Lág- markstími er tveir mánuðir. Allt árið í fyrra voru gefin út leyfi til 25 söluaðila. Yfirleitt er aukning umsókna yfir há- sumarið og fram á haust, að sögn Jóns Halldórs. Sölutjöldin í Austurstræti, sem eru hugsuð fyrir markaðssölu einyrkja, verða sett upp fljótlega eftir 4. maí og þá skapist betri aðstæður fyrir sölu- aðila í miðbænum. Umsóknir vegna dag- og nætur- sölu á matvælum eru nú níu talsins, en í ár er sótt um til tveggja mánaða að lágmarki í senn. Í fyrra var tímabilið lengra og fengu 12 söluaðilar ársleyfi. Þar af voru sex vagnar með leyfi til dagsölu og sex til nætursölu. Opið er fyrir umsóknir á reykjavik.is/torgsala. Fyrirkomulag á úthlutun leyfa hef- ur breyst samkvæmt nýjum reglum sem samþykktar voru í borgarráði fyrr á þessu ári. Nú ræðst ekki lengur eingöngu af því hvenær sótt er um heldur verður tekið tillit til nokkurra þátta sem eru: Fjölbreytni framboðs vöru og þjónustu, útlit á söluaðstöðu og að góð reynsla sé af sambærilegri starfsemi umsækjanda. Götusala er leyfisskyld og tekur til hvers kyns sölustarfsemi sem fer fram á almannafæri utanhúss svo sem á torgum, gangstéttum og í almennings- görðum. Minniháttar góðgerðarsölur, líkt og tombólur barna og ungmenna, eru ekki leyfisskyldar. Minnt er á að öll matsala er leyfisskyld hjá Heil- brigðiseftirliti Reykjavíkur. Ljósmynd/Reykjavíkurborg Miðbakki Matarvagnar voru starfandi við gömlu höfnina í fyrrasumar. Fyrstu sölutjöldin sett upp fljótlega  Óvissa um umfang götu- og torgsölu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.