Morgunblaðið - 23.04.2020, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 23.04.2020, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2020 ALVÖRU VERKFÆRI VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is 145 EITTRAFHLÖÐUKERFI YFIR VERKFÆRI vfs.is Guðni Einarsson gudni@mbl.is SARA er heitið á fisléttu og fyrir- ferðarlitlu hylki sem ætlað er til sjóbjörgunar og flutnings á sjúk- lingum með smitandi sjúkdóma. Framleiðandi er RØST Kayaks í Sandefjord í Noregi. Stofnandi og framkvæmdatjóri er Baldvin Krist- jánsson. Hann er frá Njarðvík en hefur einnig verið mikið á Ísafirði í gegnum tíðina. „SARA er björgunartæki sem norski herinn og norska sjóbjörg- unarfélagið (Redningselskapet) nota. Það er líka hægt að nota SÖRU til að flytja veirusmitað fólk á landi,“ segir Baldvin. Hann segir að SARA hafi verið hönnuð til notkunar við sjávarsíðuna að beiðni björgunarfélagsins. Síðan spurði herinn hvort ekki væri hægt að að- laga tækið að flutningum sjúkra og slasaðra á landi. Þannig væri hægt að flytja t.d. mun fleiri veirusmit- aða í einu með ýmsum farar- tækjum en með öðrum hylkjum vegna þess hvað SARA er létt og fyrirferðarlítil. Þá bað kanadískt björgunarfélag um að hylkið yrði lagað að fjallabjörgun og var það gert. Ofurdúkurinn Ballistic Skin Baldvin segir að hylkið sé svipað í laginu og grunnt baðkar með loki. Ytra byrðið er úr Ballistic Skin, sem er léttasti og sterkasti vatns- og loftþétti dúkur sem til er. Hann er úr sterkasta manngerða trefja- efni sem til er og var fundinn upp hjá RØST Kayaks árið 2006. Dúkinn er hægt að húða með mis- munandi efnum sem hafa mismun- andi eiginleika. Hægt er að lita og prenta á hann eftir þörfum. Dúkur- inn var upphaflega gerður til að smíða létta kajaka. Hann er einnig hægt að nota í eiturefnabúninga, geyma fyrir margs konar innihald og björgunarbakpoka fyrir heri og björgunarsveitir. Björgunarbakpok- ar úr Ballistic Skin eru 2 kg og koma í stað 6,4 kg poka. Sjúkrabörur eru hluti af burðar- virki SÖRU og eins innrabyrði hylkisins sem er úr gerviefni. SARA vegur um 5 kg. Þegar hylk- inu er pakkað saman er það minna en 10 sentimetra þykkt. Því er hægt að flytja 30-40 hylki í einu í venju- legum skutbíl og þyrla getur auð- veldlega flutt 100 hylki í einu út í olíuborpall eða skemmtiferðaskip. Hægt er að fleyta hylkinu yfir vatn eða sjó, setja það á hjólagrind til flutnings á þurru landi eða hífa og hengja upp. Loftþétt og vatnshelt hylki Loftþéttur rennilás lokar hylkinu svo það er alveg loftþétt. Baldvin segir að nóg loft sé í því um skamma stund, t.d. ef bjarga þarf manni af skeri eða ef fólk veikist á eyju þar sem ekki er hægt að lenda björgunarbáti eða þyrlu. Þá syndir björgunarmaður í land með hylkið og er einnig með vatnsheldan björg- unarbakpoka úr sama efni. Sjúk- lingurinn er settur á börurnar og þær dregnar yfir SÖRU sem dregin er upp á brúnir baranna og hylkinu lokað. Á lokinu er plastgluggi svo sá sem er í hylkinu sér út. Þurfi að flytja sjúkling eða slas- aðan um lengri veg er pláss fyrir súrefniskút í SÖRU. Unnið er að því í samvinnu við herinn að SARA verði búin barka fyrir utanáliggj- andi súrefnisgjöf og eins utanað- komandi æðalegg. Einnig að hægt verði að fá hylkið með „hönskum“ þannig að t.d. hjúkrunarfólk geti fengist við þann sjúka eða slasaða án þess að hylkið sé opnað. Þá er verið að útbúa hylki með festingum svo hægt sé að hífa það. „Það er spurning hvort SARA er eitthvað sem Íslendingar geta notað,“ segir Baldvin. Verksmiðjan ræður við að smíða tíu SÖRUR á dag. RØST Kayaks er nú að hefja framleiðslu á tveggja manna far- kosti fyrir norska herinn. Það er blanda af kajak og báti. Þessi far- kostur getur flutt tvo menn með mikinn búnað t.d. fimm kílómetra leið í land og kemur að gagni við sjúkraflutninga. Væntanlega verður báturinn einnig gerður fyrir al- mennan markað. Auk þess fram- leiðir fyrirtækið sjálfstýrða rann- sóknarbáta til hafrannsókna. Fyrirtækið var stofnað til að fram- leiða fislétta kajaka eftir græn- lenskri fyrirmynd. Grindin er úr ofurléttu koltrefjaefni og dúkurinn Ballistic Skin. Framleiddar eru nokkrar gerðir og vega kajakarnir aðeins 6-10 kg eftir gerð. Ævintýramaður og ræðari Baldvin fæddist 1970 og hefur lengi stundað kajakróður og er við- urkenndur leiðbeinandi í kajakróðri. Hann er ævintýramaður og hefur róið kajökum víða um heim, meðal annars við austurströnd Rússlands, Suðurskautslandið og Eldland. Hann fór til Grænlands, kynntist þar konu sinni og bjó í Qaqortoq í nokkur ár. Baldvin á að baki 55-60 leiðangra með ströndum Grænlands þar sem hann kynntist vel kostum norðurslóðakajaksins, lipurð hans og sjóhæfni. Fræg var ferð sem hann fór við annan mann sem fylgd- armaður tveggja blindra kajak- ræðara sumarið 2004 við Grænland. Baldvin fór að fikra sig áfram við kajaksmíði. Hann komst fljótt að því að finna þyrfti efni og aðferð til að geta smíðað báta sem hefðu sömu eiginleika og upprunalegu norðurslóðabátarnir hafa. Baldvin flutti til Noregs og setti upp RØST Kayaks-verksmiðjuna. Hann hefur nú búið þar í tíu ár. Sömu fjárfestar standa að baki RØST Kayaks og Jøtun-málningar- verksmiðjunum. Nú starfa sjö manns að framleiðslunni hjá RØST Kayaks auk skrifstofufólks. Verk- smiðjan var stækkuð nýlega, bætt við vélum og mannskap og fram- leiðslugetan tvöfölduð. „Þetta var ströggl í mörg ár en nú er þetta orðið mjög gaman,“ segir Baldvin. SARA Gott pláss er fyrir sjúka eða slasaða í björgunarhylkinu. Svo er hægt að fella það saman og þá tekur það lítið pláss. Gluggi Björgunarhylkinu er lokað með loft- og vatnsþéttum rennilás. Sá sem í hylkinu liggur getur séð út um plastglugga. Ljósmynd/RØST Kayaks Á floti SARA flýtur og er hægt að ferja með henni sjúka og slasaða t.d. úr skerjum þar sem ekki er hægt að lenda. SARA góð fyrir smitaða og slasaða  Baldvin Kristjánsson er stofnandi RØST Kayaks  Framleiða björgunarbúnað, báta og kajaka  Ballistic Skin-dúkurinn er vatnsþéttur, fisléttur og níðsterkur  Björgunarhylkið SARA er nýjung Ljósmynd/Jan-Erik de Lange Gullaksen Öflugur Baldvin Kristjánsson, stofnandi RØST Kayaks, og Heidi Grimnes sölustjóri prófa nýjan tveggja manna bát sem getur borið meira en 700 kg. Ljósmynd/RØST Kayaks Sjúkraflutningar Hylkið hentar t.d. til að flytja smitandi sjúklinga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.