Morgunblaðið - 23.04.2020, Qupperneq 28
28 FRFÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2020
Fallegar vörur
fyrir heimilið
Sendum
um
land allt
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
Nýja Tokyo línan
komin í sýningasal
23. apríl 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 145.05
Sterlingspund 179.03
Kanadadalur 101.99
Dönsk króna 21.078
Norsk króna 13.674
Sænsk króna 14.273
Svissn. franki 149.48
Japanskt jen 1.3504
SDR 197.55
Evra 157.2
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 186.7814
Hrávöruverð
Gull 1678.6 ($/únsa)
Ál 1451.5 ($/tonn) LME
Hráolía 26.33 ($/fatið) Brent
● Tryggingafélagið TM hefur gefið frá
sér afkomuviðvörun. Við frágang á
árshlutareikningi hefur komið í ljós að
afkoma félagsins verður töluvert verri
en áður útgefin spá hafði gert ráð fyr-
ir. Orsakanir eru sagðar sá efnahags-
samdráttur sem leitt hefur af út-
breiðslu kórónuveirunnar. Þannig gerir
félagið ráð fyrir að tap af starfsemi
TM verði einn milljarður á fjórð-
ungnum og 400 milljónir af starfsemi
Lykils sem TM keypti í fyrra. Á fyrsta
ársfjórðungi í fyrra nam hagnaður TM
tæpum 433 milljónum króna en þá er
ekki tillit tekið til afkomu Lykils á
sama tímabili.
Gert er ráð fyrir að ávöxtun af fjár-
festingarstarfsemi verði 0,6%. Þá
verði samsett hlutfall vátrygginga-
starfsemi 104% og afkoma allra
helstu vátryggingagreina óviðunandi,
einkum vegna veðurtengdra tjóna.
Áður útgefin afkomuspá gerði ráð
fyrri 62 milljóna króna hagnaði af
starfsemi TM. Í tilkynningu frá félag-
inu segir að gert sé ráð fyrir að áhrif
kórónufaraldursins muni að mestu
koma fram á fyrsta ársfjórðungi. Því
geri félagið ráð fyrir að TM og Lykill
muni skila hagnaði á næstu fjórð-
ungum ársins. Þrátt fyrir það hefur
rekstrarspá samstæðunnar verið felld
úr gildi.
Tap TM verður 1,4 millj-
arðar á fyrsta fjórðungi
STUTT
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Sérfræðingar Seðlabankans áætla að
rétt ríflega þúsund íbúðir á höfuð-
borgarsvæðinu hafi verið leigðar til
ferðamanna í febrúar 2019. Tölfræðin
vísar til íbúða sem eru eingöngu í
skammtímaleigu til ferðamanna.
Vegna óvissu um fjöldann telur
Seðlabankinn að íbúðirnar kunni að
hafa verið 900 til 1.200 talsins.
Á sama tíma áætlar bankinn að um
290 íbúðir hafi verið í útleigu utan
höfuðborgarsvæðisins með þessum
hætti. Þar sé álíka óvissubil.
Heldur fleiri en í fyrra
Til samanburðar var áætlað í síð-
ustu marsskýrslu HMS að 1.000-
1.300 íbúðir væru í skammtímaleigu á
höfuðborgarsvæðinu „sem líklegar
eru í einhverjum mæli til að rata inn á
fasteigna- eða almenna leigumarkað-
inn ef til mikils samdráttar kemur í
ferðaþjónustunni“. Íbúðirnar voru á
skrá í febrúar, eða áður en faraldur-
inn braust út og ferðabann lokaði
landinu. Þegar hefði mátt greina tölu-
verðan samdrátt á þessum markaði í
kjölfar gjaldþrots WOW air og tölu-
verða fjölgun þinglýstra leigusamn-
ingum eftir sumarið.
Hjá HMS fengust þær upplýsingar
að stofnunin hefði ekki gögn um
fjölda airbnb-íbúða á höfuðborgar-
svæðinu á sama tíma í fyrra. Þá væri
óvíst hversu margar airbnb-íbúðir
hefðu þegar ratað inn á markaðinn
vegna samdráttar í ferðaþjónustu.
Svar Seðlabankans bendir hins
vegar til að álíka margar airbnb-íbúð-
ir hafi verið í útleigu á höfuðborgar-
svæðinu í febrúar sl. og á sama tíma-
bili í fyrra. Vegna skekkjumarka er
þó erfitt að draga miklar ályktanir af
tölunum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Þingholtin Hátt hlutfall airbnb-
íbúðanna er í miðborg Reykjavíkur.
Airbnb-íbúðum
virtist fækka lítið
Þó er óvissa í
talningu og tölu-
vert óvissubil
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Þótt Seðlabanki Íslands taki nú að
kaupa ríkisskuldabréf á eftirmarkaði
og liðki þannig fyrir möguleikum
ríkissjóðs á að gefa út ný skuldabréf
telur Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
mikilvægt að minna á að með kaup-
unum sé Seðlabankinn ekki að losa
ríkissjóð undan ábyrgð á útgáfunni.
„Kaup Seðlabankans fela það ekki í
sér að nú geti ríkið bara farið að eyða
peningum án þess að huga að endur-
greiðslunni í fyllingu tímans,“ segir
seðlabankastjóri. Þannig taki bankinn
þessa útgáfu inn á efnahagsreikning
sinn og láti af hendi lausafé í staðinn.
Hins vegar komi sá tími að bankinn
annaðhvort selji bréfin eða að þau
komist á gjalddaga.
„Þá þurfa að koma til skatttekjur til
að standa skil á þeim.“
Seðlabankinn gaf út í gær hvernig
hann hygðist haga fyrstu skrefum við
kaup á ríkisskuldabréfum á eftir-
markaði. Peningastefnunefnd bank-
ans tók fyrir skemmstu ákvörðun um
að ráðast í kaup af því tagi til þess að
tryggja virka miðlun peningastefn-
unnar.
Inngripið, sem á hagfræðimáli er
nefnt magnbundin íhlutun (e. quan-
titative easing), mun nema að há-
marki 150 milljörðum króna. Á öðrum
ársfjórðungi hyggst Seðlabankinn
kaupa bréf fyrir allt að 20 milljarða
króna. Ásgeir Jónsson seðlabanka-
stjóri segir mikilvægt fyrir stofnunina
að stíga varlega til jarðar í fyrstu
skrefum og fá með því tilfinningu fyrir
því hvaða áhrif inngripin muni hafa á
skuldabréfamarkaðinn.
„Við viljum ekki trufla skuldabréfa-
markaðinn of mikið enda er hann í
sjálfu sér ekki mjög stór. Vaxtarófið
sem slíkt gefur mikilvægar upplýs-
ingar um væntingar, t.d. um verð-
bólgu, hagvöxt og framtíðarvexti. Það
er mikilvægt að verðmyndun á þess-
um markaði verði áfram eðlileg.
Markmiðið með aðgerðunum er nú
aðeins það að koma í veg fyrir að mik-
ið nýtt framboð í formi nýrrar útgáfu
ríkisskuldabréfa valdi hækkun lang-
tímavaxta.“
Í því sambandi viðurkennir Ásgeir
að það hafi valdið ákveðnum von-
brigðum í kjölfar vaxtalækkana í
mars að lengri endinn á vaxtarófinu
lækkaði ekki eins og væntingar stóðu
til. Það hafi m.a. ráðið ákvörðun pen-
ingastefnunefndar að ráðast í þessi
inngrip. „Stýrivextir eru enn jákvæð-
ir eða 1,75% og peningastefnunefndin
getur því enn lækkað stýrivexti ef hún
telur ástæðu til og jafnframt tryggt
að sú lækkun nái út á vaxtarófið.“
Mun aðlaga áætlanir sínar
Ásgeir segir að Seðlabankinn
áskilji sér því rétt til að auka eða
draga úr þessum kaupum eftir því
hvernig málum vindur fram.
„Meginvextirnir sem peninga-
stefnunefnd ákveður eru til sjö daga
og aðrir vextir eiga að taka mið af
þeim. Ríkissjóður gefur út fimm
markflokka í skuldabréfaútgáfu sinni
og lengsti endinn í dag nær til 2031.
Við teljum mikilvægt að vaxtalækk-
anirnar komi fram á þeim enda þar
sem lífeyrissjóðir og bankar eru að
lána fólki og fyrirtækjum til mun
lengri tíma en sjö daga.“
Ásgeir segir að Seðlabankinn geti
farið hægt í sakirnar, ekki síst þar
sem fjárþörf ríkissjóðs hafi enn ekki
aukist mikið.
„Ríkissjóður hefur getað aukið
talsvert við víxlaútgáfu og þá á einnig
eftir að koma í ljós með hvaða hætti
og á hvaða tímalengdum hann muni
fjármagna sig. Það mun skýrast bet-
ur þegar líður inn á árið hvernig því
verður háttað.“
Tvær leiðir við kaupin
Seðlabankinn hefur tvær leiðir til
þess að hefja kaup á ríkisskuldabréf-
um á eftirmarkaði. Annars vegar í
gegnum Kauphöll Íslands og hins
vegar í gegnum útboð.
„Við áskiljum okkur rétt til þess að
fara báðar leiðir. Fyrst í stað munum
við fara með þessi viðskipti í gegnum
viðskiptakerfi Kauphallarinnar, en
þar eru fjórir viðskiptavakar til stað-
ar sem viðhalda kaup- og sölutilboð-
um. Þar leggjum við einfaldlega fram
tilboð eins og hver annar. En við höf-
um líka þann möguleika að ráðast ein-
faldlega í útboð þar sem við köllum
eftir skuldabréfum.
Ef við gerum það verður það með
eins dags fyrirvara ásamt upplýsing-
um um þá flokka sem kaupin ná til og
áætlaða hámarksfjárhæð kaupanna.“
Ásgeir segir að vandinn við þá
krísu sem nú sé uppi sé að áhrif henn-
ar komi skarpt fram. Fjárþörf ríkis-
sjóðs hafi aukist til muna á skömmum
tíma, sem sé óvanalegt. Seðlabankinn
vilji með þessum aðgerðum gera rík-
issjóði kleift að sækja mikið fjármagn
á skömmum tíma án þess að það
hleypi vaxtastiginu upp og valdi miklu
ójafnvægi þar.
Bankinn leysir ríkissjóð
ekki undan skuldunum
Seðlabanki leggur línur með magnbundna íhlutun 20 milljarðar fyrsta kastið
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Stór viðfangsefni Mánuðirnir átta sem Ásgeir Jónsson hefur gegnt
embætti seðlabankastjóra hafa ekki reynst tími mikillar lognmollu.