Morgunblaðið - 23.04.2020, Síða 30

Morgunblaðið - 23.04.2020, Síða 30
30 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2020 Nýbýlavegur 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 úr silki LEIKFÖNG Enn „langt í land“ í baráttunni  WHO segir flest ríki enn vera á byrjunarstigi  Önnur „bylgja“ mögulega skæðari en sú fyrri Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, varaði við því í gær að enn væri langt í land í baráttunni gegn kórónuveir- unni, jafnvel þótt nokkur ríki í Evr- ópu séu þegar farin að létta á að- gerðum sínum gegn henni. „Ekki fara í neinar grafgötur: Það er enn langur vegur fram undan. Þessi veira verður meðal okkar í langan tíma,“ sagði Tedros Adha- nom Ghebreyesus, framkvæmda- stjóri WHO, á blaðamannafundi sín- um í gær. Tedros benti einnig á að faraldurinn væri rétt að byrja í Afr- íku og Suður-Ameríku, auk þess sem nokkur ríki sem töldu sig hafa náð stjórn á faraldrinum væru nú að sjá aukningu tilfella á ný. Rúmlega 2,6 milljónir manna hafa nú smitast af kórónuveirunni svo vit- að sé og meira en 180.000 manns dáið af völdum hennar. Ghebreyesus sagði á fundinum að hann teldi að WHO hefði brugðist nógu hratt við, en stofnunin lýsti yfir neyðarástandi 30. janúar. Vísaði Ghebreyesus því gagnrýni um hægagang stofnunar- innar á bug og hafnaði því að hann ætti að segja af sér, en stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa verið sérstak- lega gagnrýnin á stjórnarhætti Ghe- breyesus. Seinni bylgjan skæðari? Bandaríkin hafa orðið einna verst úti af ríkjum heimsins, en rúmlega 830.000 tilfelli hafa greinst þar og meira en 45.000 manns hafa dáið í Bandaríkjunum. Robert Redfield, framkvæmdastjóri bandarísku sótt- varnastofnunarinnar CDC, sagði í samtali við Washington Post í gær að Bandaríkjamenn þyrftu að búa sig undir að kórónuveiran myndi snúa aftur í haust. „Sá möguleiki er fyrir hendi að árás veirunnar á þjóð okkar næsta vetur verði jafnvel enn erfiðari en sú sem við vorum nú að ganga í gegnum,“ sagði Redfield, en hann óttast meðal annars hverjar afleið- ingar þess verði ef kórónuveirufar- aldur skelli á meðan aðrir öndunar- færasjúkdómar eins og inflúensa séu í hámarki. Missouri-ríki ákvað í gær að höfða skaðabótamál á hendur kínverskum stjórnvöldum þar sem þau hefðu vilj- andi reynt að villa um fyrir fólki og ekki gripið til nægilegra aðgerða til að koma í veg fyrir faraldurinn. Kín- versk stjórnvöld brugðust illa við og sögðu málshöfðunina „fáránlega“. AFP Grímur Tískuhönnuðurinn Wolfgang Schinke mátar „tískugrímu“ á gínu, en hann hyggst selja grímur sínar og ánafna 10% ágóða til góðgerðarmála. Bandaríkjastjórn hét því í gær að írönskum stjórnvöldum yrði refsað, eftir að byltingarverðirnir, úrvals- sveitir íranska hersins, tilkynntu að þeir hefðu skotið njósnahnetti á spor- baug um jörðu. Hossein Salami, yfir- maður byltingarvarðarins, sagði í gær að eldflaugaskotið markaði upp- haf Írans sem heimsveldis. Spennan milli Bandaríkjanna og Írans hafði svo aftur áhrif á olíuverð, sem hækkaði á ný eftir að hafa hrapað gríðarlega fyrri hluta vikunnar. Var ein ástæða hækkunarinnar rakin til þess að Donald Trump Bandaríkja- forseti heimilaði í gær bandaríska flotanum að sökkva írönskum hrað- bátum ef þeir kæmu of nálægt banda- rískum herskipum, en Bandaríkja- menn kvörtuðu í síðustu viku yfir því að hraðbátarnir væru að trufla störf flotans í og við Persaflóa. Sýni að ekki sé þörf á láni Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að eldflauga- skot Írana sannaði einungis að geim- ferðaáætlun þeirra væri ekki hugsuð í vísindalegum tilgangi, heldur væri henni ætlað að þróa langdrægar eld- flaugar sem meðal annars gætu borið kjarnorkuvopn. „Ég tel að Íranar verði að bera ábyrgð á gjörðum sínum,“ sagði Pompeo í gær. Hann bætti við að eld- flaugaskotið sýndi svo um munaði að Íranar hefðu ekki komið fram af heil- indum þegar þeir sóttu um neyðarlán til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins upp á fimm milljarða bandaríkjadala vegna kórónuveirufaraldursins. Um 86.000 manns hafa smitast af veirunni í Íran samkvæmt opinberum tölum og rúm- lega 5.400 látist, en talið er að stjórn- völd í Teheran hafi ekki greint frá öll- um tilfellum eða andlátum. „Ég vona að írönsk stjórnvöld hlusti á kröfur írönsku þjóðarinnar um að forgangsraða fjármunum sín- um rétt, fjármunum sem stjórnvöld ráða greinilega yfir.“ Hótanir hækka olíuverðið  Íranar skjóta njósnahnetti á loft og auka á spennu AFP Skot Eldflaugaskot Írana jók á spennuna við Persaflóa. Kórónuveirufaraldurinn hefur sett mikinn svip á flestar stórborgir heimsins í vor. Götur og torg sem áður iðuðu af lífi og mannfjölda standa nú auð og yfirgefin, og varla er hræðu að sjá. AFP-fréttastofan reiknaði út fyrr í mánuðinum að rúmlega helm- ingur mannkyns byggi nú við ein- hvers konar takmarkanir vegna kórónuveirunnar, hvort sem um væri að ræða strangt útgöngubann eða einföld tilmæli til fólks um að það héldi sig sem mest heima fyrir og forðaðist mannamót. Áhrifin eru hins vegar víðast hvar hin sömu. Það skiptir litlu hvort horft er til Lundúna, Moskvu, New York eða Parísar, alls staðar bíða strætin tóm, og líklega verður vorsins 2020 minnst sem vors hinna auðu stræta og torga. AFP London Nelson flotaforingi hefur sjaldan verið jafn einmana á Trafalgartorgi og í vor. AFP París Þessi feðgin voru meðal örfárra sem gengu um Trocadero-torgið í París á mánudaginn. AFP Istanbúl Þessi kisi vappaði einn um götur Istanbúl- borgar í vikunni þegar útgöngubann tók þar gildi. Vor hinna tómu stræta og torga AFP Róm Frans páfi messaði yfir og blessaði þá fáu sem lögðu leið sína á Péturstorgið í Róm á annan í páskum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.