Morgunblaðið - 23.04.2020, Qupperneq 33
33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2020
Laugavegur Í fjarveru ferðamannanna er mannlífið óneitanlega fábreyttara á aðalverslunargötu höfuðborgarinnar. Verslunareigendur fagna sérhverjum sem þangað leggur leið sína.
Árni Sæberg
Það er undarlegt að
senda Þjóðleikhúsinu
afmæliskveðju á und-
arlegum tímum. Þetta
er þó ekki í fyrsta
skipti að leikhúsum er
lokað vegna pestar-
innar og alltaf rís leik-
húsið upp aftur og
opnar sín gullnu hlið.
Í dag eru sjötíu ár
frá því að fyrsta leik-
konan stóð á sviðinu og sagði: Komi
þeir sem koma vilja.
En lengra er þó frá því að hug-
myndin fæddist; að koma hér upp
fastri senu til að efla vitundina um
að við værum Íslendingar og til að
mennta þjóðina með
göfugri list. Þar stóð
upp Sigurður Guð-
mundsson málari í
hópi félaga sinna í
menningarfélaginu
Kvöldfélaginu, sem lét
sér engin framfaramál
vera óviðkomandi.
Hann hafði vísað á
brautina með leiksýn-
ingum þar sem fyrstu
íslensku leikmynd-
irnar birtust.
Leikstarfsemin
efldist, ekki síst úti um allt land. Og
meðan aðeins örfáir spreyttu sig á
skáldsöguforminu, þá voru tugir
manna sem sömdu fyrir þá tíma
frambærilega sjónleiki, jafnvel fyr-
ir okkar tíma. Þannig leið öldin.
Snemma á tuttugustu öld kvaddi
sér hljóðs einn lærisveina mál-
arans, Indriði Einarsson. Sagði
kominn tíma á umrætt Þjóðleikhús
og benti á dæmi annarra siðmennt-
aðra þjóða. Er leið á annan áratug-
inn og íslensk skáld voru jafnvel
farin að skrifa fyrir leiksvið heims-
ins sögðu þeir sem um leikina fjöll-
uðu í blöðunum að nú væri listræn
geta íslenskra leikara komin á það
stig að þeim væru ekki bjóðandi
þær aðstæður sem þeir byggju við.
Aftur skrifaði Indriði og nú hlýddu
margir eftir þessari hugsun. Árið
1923 voru samþykkt lög á alþingi
um Þjóðleikhús. Allt tók sinn tíma
og til dæmis var mikil senna um
staðarval fyrir leikhúsið; ýmsum
þótti þröngt um það þarna á
Hverfisgötunni. Þó kom þar að
húsið var steypt upp, síðan kom
kreppan og þá fór byggingarféð í
annað, síðan kom stríð og her og
loks, 20. apríl á sumardaginn fyrsta
1950, stóð álfaborgin tilbúin og
hliðin voru opnuð.
Ég man þennan dag. Hann var
óvenju hreinn og bjartur. Ég var að
rísa úr langvarandi pest og í aftur-
batanum er maður minntur á hvað
dagurinn getur verið fagur. Ragnar
í Smára hentist inn úr dyrunum hjá
foreldrum mínum með áritað ein-
tak af Snæfríði Íslandssól. leik-
verkinu sem átti að sýna nokkrum
dögum síðar og hefur fylgt leikhús-
inu allar götur í þessi sjötíu ár.
En um kvöldið voru það álfarnir
hans Indriða Einarssonar, álfarnir
sem eru draumar okkar mannanna.
Ég sat efst í tröppunum á efstu
svölum, einhverjir búálfar hússins
höfðu laumað mér þangað inn.
Komi þeir sem koma vilja, fari þeir
sem fara vilja, mér og mínum að
meinalausu, sagði álfkonan og
breiddi mót okkur faðminn.
Og það hafa margir komið. Við
bíðum í ofvæni að koma aftur.
Eftir Svein
Einarsson »Komi þeir sem koma
vilja, fari þeir sem
fara vilja, mér og mín-
um að meinalausu, sagði
álfkonan og breiddi mót
okkur faðminn.
Sveinn Einarsson
Höfundur er fv. Þjóðleikhússtjóri.
Afmæliskveðja til Þjóðleikhússins
Aðgerðir til að
hemja COVID-19
kosta samfélagið mik-
ið. Atvinnuleysi vex
hratt. Um allan heim.
Aðgerðir til að hemja
kreppuna kosta líka.
En það er dýrara að
gera of lítið. Öllu skipt-
ir að efla viðspyrnuna.
Ná tökum á veirunni
og fara upp á ný. Öflug
uppsveifla eftir djúpa niðursveiflu er
ekki sjálfgefin. Án aðgerða er hætta
á að kreppan verði óþarflega löng.
Ákvarðanir í dag munu án efa hafa
áhrif næstu tíu árin.
Ríkið hefur kynnt
aðgerðapakka í tvígang
og hefur verið leiðandi
í að verja störfin í
gegnum djúpan dalinn.
Það skiptir miklu máli.
Sveitarfélögin hafa
jafnframt miklu hlut-
verki að gegna. Ekki
síst Reykjavíkurborg.
Háar álögur borgar-
innar voru íþyngjandi
þegar vel áraði. Þær
eru núna sem myllu-
steinn um háls hjá mörgum. Borgin
nýtti ekki góðærið til að lækka
skuldir sínar. Því miður hafa þær
hækkað um meira en milljarð á
mánuði þrátt fyrir mettekjur í góð-
æri.
Tekjugrunnur borgarinnar er
fólginn í atvinnulífinu. Störfin skapa
verðmæti og skila sér sem útsvars-
tekjur til borgarinnar. Það er því
grundvallaratriði hjá borginni að
beita sér fyrir því að störfin tapist
ekki. Samhliða þarf að nútímavæða
starfsemi borgarinnar. Hagræða.
Nota tæknina betur. Selja eignir
sem eru ekki hluti af kjarna-
starfsemi borgarinnar. Þetta höfum
við allt lagt til. Nú síðast í borgar-
stjórn á þriðjudag þar sem við lögð-
um til að nettæknin yrði innleidd
markvisst á öllum sviðum borgar-
innar sem mun spara tíma, ferðir og
peninga.
Við þurfum nýtt upphaf. Nýja
uppsveiflu. Hagvöxtur síðustu tíu
ára kom fyrst og fremst með ferða-
þjónustunni. Aukinn kaupmáttur
byggist á ferðamönnum. Innviðir
ferðaþjónustunnar eru enn óskadd-
aðir, enda erum við að fást við
manngerða lokun. Landið er víð-
feðmt og strjálbýlt. Hreint og
öruggt. Ætti að vera fyrsti valkostur
fyrir marga þegar ferðir hefjast á
ný. Það eru því allar forsendur fyrir
því að uppbyggingin geti verið öflug
ef við stöndum áfram saman. Um-
svifin geta aukist á ný án nýrra fjár-
festinga. Það byggist á því að við
séum tilbúin að byrja af krafti upp á
nýtt hvort sem það verður í sumar
eða í vetur.
Á sama hátt og við stóðum saman
í að uppræta veiruna eigum við að
standa saman í að uppræta atvinnu-
leysið sem nú hefur breiðst út á ör-
skömmum tíma. Um það eigum við
að standa öll saman.
Eftir Eyþór
Arnalds » Það eru því allar
forsendur fyrir
því að uppbyggingin
geti verið öflug ef við
stöndum áfram saman.
Eyþór Arnalds
Höfundur er oddviti
sjálfstæðismanna í borgarstjórn.
Upp á ný