Morgunblaðið - 23.04.2020, Page 34

Morgunblaðið - 23.04.2020, Page 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2020 G leðilegt sumar. Verið ávallt glöð í Drottni. Ég segi aft- ur: Verið glöð. Ljúflyndi ykkar verði kunnugt öllum mönnum. Drottinn er í nánd.“ Fil. 4:4-5 Ég var alltaf vön að fá sumargjöf sem barn. Oftar en ekki var það eitthvað sem ég gat leikið mér með eða notað yfir sumarmánuðina. Sumargjöfin vakti alltaf eftirvænt- ingu og gleði. Það var dýrmætt að finna fyrir árstíðaskiptunum þó oft hafi enn verið stinningskaldi úti fyr- ir. Já, þótt í minning- unni hafi ávallt verið kalt í skrúðgöngunni á sumardeginum fyrsta er bjart yfir deginum. Þetta er vonarríkur dagur í lok apríl, dag- ur þar sem við fögnum komandi sumri og ber- um á milli okkar þessa fallegu kveðju sem við eigum, gleðilegt sum- ar. Í Biblíunni erum við víða hvött til þess að gleðjast og fagna. Í Filippíbréfinu erum við ítrekað hvött til þess að vera glöð, vera ávallt glöð í Drottni. Það er auðvelt að fallast hreinlega hendur gagnvart slíkri hvatningu þegar erfiðleikar, ótti, sorg og áhyggjur fylla rúmhelgi dagsins. En hvatningin um gleðina stendur hins vegar ekki ein og sér í Biblí- unni, það er ekki verið að leggja enn eina skylduna á okkur eða enn eitt boðorðið sem við eigum að fylgja óháð öllu öðru. Gleðin sem Biblían hvetur okkur til þess að leita og finna er gleðin sem við eignumst í samfélagi við Jesú Krist. „Verið ávallt glöð í Drottni“ því „Drottinn er í nánd“, það er hjá honum og með honum sem við finnum þá gleði sem geymir annað og meira en skemmt- un stundarinnar. Gleðin sem Guð gefur birtist mitt á meðal okkar í því samfélagi sem við eigum og njótum. Það var erfitt á for- dæmalausum tímum að fagna pásk- um án þess dýrmæta samfélags sem við eigum í kirkjunni. En jafn mikilvægt var þá að minna sig á þann samnefnara sem við eigum og tengir okkur saman í páskagleðinni og nær svo langt út fyrir rými kirkjuhússins. Gleði upprisunnar, sem við njótum nú saman á gleði- dögum kirkjunnar, kemur í kjölfar þjáningarinnar, sorg breyttist í gleði, ótti og örvænting viku fyrir undri upprisunnar. Þau sem komu að gröf frelsarans höfðu gengið í gegnum miklar þjáningar og lifað þunga sorgardaga. Gleðin sem eng- illinn boðaði þeim við sólarupprás hinn fyrsta dag vikunnar þurrkaði ekki út daga sorgarinnar sem sett höfðu mark sitt á þau. Eins lítur gleði okkar í dag ekki framhjá þjáningunni og þeim miklu erf- iðleikum sem und- anfarnar vikur skilja eftir. En gleðin stend- ur þó ávallt fyrir sínu. Hún mætir okkur í þeirri trú að Guði er ekkert um megn, hann sem reisti son sinn upp frá dauðum gefur okkur dag hvern að finna þá gleði sem býr í kær- leika hans og mis- kunnsemi og þeirri náð sem er ný á hverjum morgni. Gleðin er ein af Guðs góðu gjöf- um, en á stundum gleymum við bæði að þakka hana og þiggja. Oft kann okkur að finnast að gleðin hljóti að búa fyrst og fremst í okk- ar eigin mætti þar sem hún býr jú innra með okkur og dyr hennar opnist mun betur inn- an frá en utan. En dyr gleðinnar sem opna okkar leið mót birtu blessunarinnar standa í rými trúarinnar, þar sem Guð hefur fundið sitt rými innra með okkur og þar sem kær- leikur hans vex og dafnar. Þetta sjáum við og finnum einna best í þeirri staðreynd að hvort tveggja, gleðin og kærleik- urinn, berast svo auðveldlega og eðlilega á milli okkar. Um leið og við opnum fyrir kærleika Guðs í lífi okkar hleypum við gleðinni að sem gefur af sér þá náð og blessun sem við njótum í lífi okkar. Hátíðis- dagar okkar eiga allir ósk sína og bæn um gleði rétt eins og við ósk- um nú hvert öðru gleðilegs sum- ars. Aldrei er sú ósk dýrmætari og sterkari en einmitt á óvissutímum eða þegar á reynir. Því um leið og við óskum hvert öðru gleði á tíma- mótum og hátíðardögum erum við að bera fram þá vongleði sem við trúum á. Að hvernig sem dagarnir muni reynast okkur, hvernig sem sumarið kann að verða, þá verður aldrei gleðin tekin frá okkur. Ekki sú gleði sem samfylgd með Guði gefur og fagnaðarerindið færir okkur. Við þörfnumst gleði um- fram svo margt annað sem lífið ber með sér. Og við þörfnumst þeirra gjafa sem gleðin veitir okkur og þeirrar blessunar sem hún leiðir fram í lífi okkar. Aldrei þurfum við jafn mikið á góðri sumargjöf að halda og einmitt eftir þungan og erfiðan vetur eins og við kveðjum nú og falleg er sú sumargjöf sem bíður okkar allra með bæði hækk- andi sól og hitastigi. Krókusarnir gefa okkur til dæmis sína gjöf er þeir teygja sig upp úr moldinni og tjaldurinn sömuleiðis sem tign- arlegur heilsar okkur og tekur undir ósk okkar um gleðilegt sum- ar. Megi Guð gefa okkur öllum gleði sína og blessun á komandi sumri. Kirkjan til fólksins Morgunblaðið/Ómar Sumar Gleðin vex með hækkandi sól. Gleðilegt sumar Hugvekja Bryndís Malla Elídóttir Höfundur er prestur Seljakirkju í Reykjavík. Bryndís Malla Elídóttir Gleðin er ein af Guðs góðu gjöfum, en á stundum gleym- um við bæði að þakka hana og þiggja. En gleð- in stendur þó ávallt fyrir sínu. BERGLIND SVAVARSDÓTTIR Sýning í Gallerí Fold 25. apríl – 8. maí. MIMESIS Beint streymi verður frá opnuninni á Facebook-síðu Gallerís Foldar laugardaginn 25. apríl kl. 14. Í ljósi varúðarráðstafanna vegna Covid-19 faraldursins verður ekki eiginleg opnun. Opið virka daga 10–18, lokað um helgar vegna Covid-19 Eftir aðeins fjóra mánuði af nýja árinu hefur tekið við ger- breytt heimsbyggð. Allt frá stríðslokum 1945 höfðu nær sífelld átök víðsvegar um heiminn þó ekki hleypt af heimsstyrjöld með gereyðingu kjarna- vopna. Það var því varla nema von að þjóðir allar og þeirra ríkisstjórnir þyrftu nokkurn tíma til að meðtaka að eyðilegging til jafns við sprengju- árásir hefði nú birst í COVID- faraldrinum Í byrjun var það skiljanleg von ís- lenskra stjórnvalda að víðtækar að- gerðir strax boðaðar til stuðnings við lífvænleg fyrirtæki og atvinnu- leysisbætur kæmu fljótt til gagns. Með öðrum víðtækum aðgerða- pakka styrkja og fjármálaaðgerða tækist Íslandi vonandi að veðra af sér þennan mikla mótbyr vegna skerðingar framleiðslu, samgangna og viðskipta. Vísað var til þess að í góðæri undanfarinna ára hefði stefna stjórnvalda skilað sterkri stöðu ríkisbúskapar og varaforða gjaldeyris. En á nokkrum vikum hafa allar forsendur fyrir hagspám hins vegar orðið ótryggari og mis- vísandi. Faraldurinn nær nú til allra viðskipta- og samskiptalanda okkar með mannfalli í hundruðum þús- unda, lömun atvinnulífs og stór- felldu atvinnuleysi við neikvæða þjóðarframleiðslu. Hvarvetna leiðir þetta til félagslegra útgjalda hins opinbera af áður óþekktum stærð- um. Hvað nú með þá grundvall- arforsendu þess mikla hagvaxtar sem verið hefur, að samstaða sé meðal iðnríkja um frjálst flæði fjár- magns og frjáls viðskipti með vörur og þjónustu? Velferð okkar Íslend- inga ekki síður, ef ekki fremur, en margra annarra hvílir á að svo verði. Í ársbyrjun hefði heimsbyggðin sýnilega getað hafið undirbúning sameiginlegs, samræmds átaks til að forða okkur öllum frá gríð- arlegum mannskaða og efnahags- legri eyðileggingu af COVID-19- faraldri, sem gosið hafði upp í Wuh- an í Kína. Öflugt alþjóðasamstarf gat verið fyrir hendi í Alþjóðaheilbrigð- isstofnun SÞ – WTO – stofnuð 1947 og gjör- kunn íslenskum heil- brigðisyfirvöldum. Reyndar var skaðvald- urinn, kórónavírusinn, óþekkt fyrirbæri en varla sú uppspretta sýkinga, sem er vegna óþrifa í meðferð mat- væla í Kína. Ekki stóð á útbreiðslu faraldurs- ins, m.a. til Norður- Ítalíu og þaðan hingað til Íslands með skíðafólki. Íslendingar stóðu nú hinsvegar strax ótrúlega vel að vígi. Heilbrigð- isyfirvöld okkar hófu þá þegar í jan- úar að afla útbúnaðar fyrir sjúkra- hús, lyfja og annars vegna hættu á farsótt og að æfa viðbragðsáætlun fyrir landið. Þá kom í ljós að geta Ís- lenskrar erfðagreiningar að greina með skimun útbreiðslu og rekjan- leika faraldursins skipti sköpum um að hefta útbreiðsluna og dauðsföll; í apríl eru þau með lægsta móti miðað við önnur Evrópulönd og Ameríku. Dagleg sjónvarpskynning verður strax á þessu mikla verkefni heilsu- gæslunnar af þríeyki þeirra Víðis, Þórólfs og Ölmu, auk forsvars- manna fjölmargra stofnana, að ógleymdum Kára Stefánssyni. Þetta átak og váleg tíðindi frá Ítalíu, Bret- landi Bandaríkjunum og víðar, hefur skilað sér í óvenjulega sterkri þjóðarsamstöðu. Enn er það þó á huldu hvort Ísland nái svo að bæla faraldurinn niður og til hvað ráð- stafana verði gripið á árinu. Verða tilslakanir sem nái til ferðafrelsis, undirstöðu blómlegs ferðaiðnaðar sem hefur vænst hingaðkomu 2-3 milljóna túrista? Það virðist sjálfgefið að án mjög aukinnar alþjóðasamvinnu verður ekki stefnt stigu við COVID né öðr- um slíkum drepsóttum. Þá mætti vera ljóst að æskileg breyting á starfslagi WTO nær því aðeins fram að ganga að Evrópulönd og Banda- ríkin standi þétt saman. Nýfengin reynsla af harðri samkeppni Frakka og Þjóðverja við Bandaríkjamenn í kaupum á torfengnum hjúkrunar- gögnum, hlýtur að vera til lærdóms um nauðsyn samstarfsvettvangs um öflugar birgðastöðvar og viðbragðs- áætlanir. Forseti framkvæmda- stjórnar ESB, Ursula von Leyen, hefur beðið Ítali afsökunar á slæleg- um viðbrögðum í þeirra þágu í neyð. Slík samvinna, öllum aðilum að- gengileg, ætti að blasa við sem for- gangsmál ESB. Slík svæðisbundin samvinna væri eðlilegur þáttur í að styrkja WHO, sem er eina athvarf þróunarlanda, en baráttan við smit- faraldur eins og COVID snertir all- an heiminn. Það hlýtur að vera eina verkefni þeirrar þróunaraðstoðar sem Íslendingar kunna að veita. Er það ekki nú eða aldrei að litið sé til Evrópusamvinnunnar?Auk stærðar ESB er um að ræða ávöxt áratuga átaks í sameiginlegri stefnu um margþætt markmið en hæst ber þar glæstan árangur af sameig- inlegum innnri markaði, líftaug Ís- lands eftir að EES-samningurinn hefur þróast til fríverslunar með sjávarafurðir. Ekki eru þó allir þegnar ESB-ríkja á eitt sáttir um ágæti þess samstarfs, sem nú ætti að ganga í endurnýjun lífdaga með nýrri evrópskri Marshallaðstoð og hvar á Ísland betur heima en í slíku átaki? En það eru aðrar ástæður fyrir því að Ísland skilgreinist sem Evr- ópuríki. Löngum höfum við vísað til Snorra Sturlusonar og þeirrar miklu menningarvarðveislu sem er fólgin í Eddukvæðunum, sögu Noregskon- unga eða fornsögum okkar til að sýna heiminum stöðu Íslendinga sem Evrópuþjóðar. Það hefur dofn- að yfir þeirri hefðbundnu sögusýn, sem sóttur var í áhugi og stolt á tím- um erfiðleika eða nýrra tækifæra. Þaðan kom krafturinn sem forysta okkar í frelsisbaráttu 19. aldar naut og skáldin bundu í ljóð. Er ekki ein- mitt nú þörf sömu hvatningar? Við annað virðist það bætast að í barátt- unni við Covid-19 standi Ísland öðr- um framar. Fyrr og síðar Eftir Einar Benediktsson » Við annað virðist þaðbætast að í barátt- unni við COVID-19 standi Ísland öðrum framar. Einar Benediktsson Höfundur er fyrrverandi sendiherra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.