Morgunblaðið - 23.04.2020, Page 35

Morgunblaðið - 23.04.2020, Page 35
UMRÆÐAN 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2020 Fögnum sumri! 20% afsláttur af sólgleraugum Þann 17. apríl sl. sendi stjórn Eyþings/ SSNE frá sér yfirlýs- ingu í tilefni af viðtali við mig sem birtist í Morgunblaðinu daginn áður og varð að frétta- efni í öðrum miðlum. Grunnurinn að þessari umfjöllun er mál sem ég höfðaði gegn Ey- þingi, mál nr. E-59/2019 við Héraðsdóm Norðurlands eystra. Í málinu var gerð dómsátt að loknum vitnaleiðslum við aðalmeðferð málsins 27. janúar sl. Með dómsáttinni var rekstri málsins fyrir dómi lokið og mér greiddar 14,8 m.kr. í bætur (skaðabætur, miskabætur og máls- kostnaður). Það er grundvallaratriði málsins. Ástæða þess að ég opnaði á umræðu um málið með bréfi til sveit- arstjórna 9. mars sl. og með viðtali í Morgunblaðinu 16. apríl var sú þögg- un sem var um málið eftir að niður- staða dómsáttar lá fyrir. Þetta er mál um mistök í stjórnsýslu sem mik- ilvægt er að draga lærdóm af. Það verður ekki gert með þögninni. Stjórnin setur í yfirlýsingu sinni fram athugasemdir í sjö liðum sem að miklu leyti eru órökstuddar ávirð- ingar á hendur undirrituðum. Óhjá- kvæmilegt er að ég geri alvarlegar at- hugasemdir við þá fullyrðingu að stjórn Eyþings hafi aldrei sakað mig um kynferðislega áreitni á vinnustað og orðið kynferðisleg áreitni sé frá mér sjálfum komið. Hverjum í ósköp- unum dettur það í hug að ég hafi fund- ið það upp hjá sjálfum mér að halda því fram að ég hafi verið sakaður um kynferðislega áreitni? Það er mesti viðbjóður sem á mig hefur verið bor- inn. Stjórnin í heild ber ábyrgð á þeim orðum sem formaður og varaformaður láta falla í umboði stjórnar. Það sem fram kom í áðurnefndu viðtali bygg- ist á því sem kom fram í opnu réttarhaldi fyrir Héraðsdómi Norður- lands eystra þann 27. janúar sl. Vitnaleiðsla er mikilvægur hluti af rétt- arkerfi í lýðræðissam- félagi. Dómari áminnir vitnið um að segja satt og rétt frá og draga ekk- ert undan sem máli skiptir. Rangur framburður fyrir dómi er mjög alvar- legur hlutur og tekið hart á slíku ef upp kemst. Meðal þess sem kom fram í framburði vitna var að formaður og varaformaður stjórnar Eyþings hefðu haldið því fram að þær ásakanir sem á mig voru bornar fælu í sér kynferðis- lega áreitni og alvarlegt MeToo-mál. Um þetta vitnaði ég einnig sjálfur. Einnig kom fram í vitnaleiðslu að önnur af tveimur samstarfskonum mínum var beðin um að senda stjórn- inni skriflega kvörtun vegna sam- skipta við mig svo stjórnin hefði eitt- hvað til að koma mér frá. Fyrir liggur að hún varð við þessari beiðni en lík- lega reyndist umbunin rýrari en vænst hafði verið. Hvað felst í undirskriftum þess fólks sem skrifar undir yfirlýsingu stjórnar? Hvað er það að staðfesta? Aðeins hluta af þessu fólki hef ég kynnst og við suma aldrei átt samtal. Aðeins formaður og varaformaður voru á þeim fundi þar sem mér og trúnaðarmanni mínum voru kynntar ávirðingar á hendur mér. Aðeins Hilda Jana Gísladóttir formaður var við að- almeðferð málsins fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra, auk þess sem varaformaður og fyrri formaður voru leiddir fram sem vitni af hálfu Ey- þings. Þetta er sérkennilegt. Að mínu viti felur undirskrift í sér mikla ábyrgð og það hjá opinberu stjórn- valdi. Vegna þess sem fram kemur í yfir- lýsingu stjórnar um að ekki hafi tek- ist að gera við mig starfslokasamning vil ég taka fram að samningar strönd- uðu ekki á peningum. Samningar strönduðu á kröfu minni um afsök- unarbeiðni vegna þeirra ávirðinga sem á mig höfðu verið bornar. Æran er mér dýrmæt. Með því að setja fram að Eyþing hafi lengi glímt við stjórnunar- og rekstrarvanda er væntanlega verið að láta í það skína að sá vandi hafi verið af mínum völdum. Þetta atriði hefur þó ekkert með lögmæti upp- sagnar og málsmeðferð að gera í máli mínu. Sama á því við um dómsáttina. Þær aðdróttanir sem felast í þessari athugasemd stjórnar eru í raun efni í ítarlega úttekt og greiningu. Þá er ég að tala um viðameiri úttekt en spjall við stjórnarmenn. Stjórn Eyþings ætti að fara sér varlega í að álykta að niðurstaða af slíkri úttekt yrði öll henni í hag. Þetta mál sem snýr að mér og hef- ur verið til umfjöllunar er í heildina efni í heila bók. Eðlilegt er að fólk spyrji fyrir hvað stjórn Eyþings er að greiða fyrrverandi framkvæmda- stjóra bætur? Æran er mér dýrmæt Eftir Pétur Þór Jónasson » Þetta er mál um mis- tök í stjórnsýslu sem mikilvægt er að draga lærdóm af. Það verður ekki gert með þögninni. Pétur Þór Jónasson Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri Eyþings – sambands sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Bænin gerir okkur meðvitaðri um okkur sjálf, samferðafólk okk- ar og umhverfi. Hún fær okkur til að átta okkur á hver við erum og hvert við raunveru- lega viljum stefna. Um leið og bænin skerpir á núvitund fær- ir hún okkur von og ei- lífa lífssýn. Málið er nefnilega að lifa í núinu en njóta þess í ljósi eilífðarinnar. Bæn til Guðs er ekki einhver veru- leikafirring. Bænin er að koma hugð- arefnum sínum, áhyggjum og van- mætti út úr sjálfum sér og leggja það sem á okkur hvílir hverju sinni á herðar Jesú Krists, frelsara okkar, samkvæmt hans tilboði. Hans sem léttir byrðar og gefur frið sem fæst hvorki keyptur né seldur en er raunverulegur hjartafriður æðri öll- um mannlegum skilningi. Með bæninni gerum við okkur betur grein fyrir ástandi okkar. Komum orð- um að því og fáum sjálfan höfund og fullkomnara lífsins, kærleikans og frið- arins í lið með okkur. Hann sem elskar okkur út af lífinu. Bænin er dýrmætur og dásamlegur lykill að friði og jafnvægi í huga og hjarta. Því að læra að njóta í þakklæti. Hún er bæði kvíðastillandi og streitu- losandi. Máttur bænarinnar Bænin kallar eftir og eflir samstöðu. Reynslan sýnir að það verður allt eitt- hvað svo miklu betra með bæninni. Bænin er nefnilega magnað undra- tæki sem vekur einhvern óskiljanlegan undrakraft sem líknar og læknar með ófyrirséðum hætti, þrátt fyrir allt. Og gefur himneskan frið í hjarta þegar allt virðist jafnvel ætla að fara á verri veg. Biðjum fyrir: Þeim sem nýlega eða einhvern tíma hafa misst og vita því af eigin raun hvað það er að syrgja og sakna. Biðjum einnig fyrir þeim sem orðið hafa fyrir hvers kyns vonbrigðum eða hafa upplifað áföll og gengið í gegn- um erfiða tíma. Biðjum Guð að vera þeim nálægur, umvefja þau, uppörva og styrkja. Biðjum fyrir samstarfsfólki okkar og samferðafólki almennt. Heimsbyggð- inni allri og ástandinu í heiminum og þeim sem við þurfum að eiga samskipti við. Gleymum svo ekki að biðja daglega fyrir okkar nánustu fjölskyldu og vin- um og hvað þá okkur sjálfum. Biðjum ekki síst fyrir þeim sem dag- lega ganga til sinna hversdagslegu verka, jafnvel í breyttu ástandi, og heyja þannig sína stöðugu lífsbaráttu. Já, biðjum fyrir öllum þeim sem elska lífið, þrá að höndla það, fá að vera með, halda í það og njóta þess með ein- hverjum ásættanlegum hætti án þess að missa sig í eitthvað. Með kærleiks-, samstöðu- og frið- arkveðju. – Lifi lífið! Bænin eflir samstöðu Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson » Bænin er bæði kvíðastillandi og streitulosandi. Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.