Morgunblaðið - 23.04.2020, Page 36

Morgunblaðið - 23.04.2020, Page 36
36 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2020 Samningurinn um Evrópska efnahags- svæðið var undirrit- aður af sjö EFTA- ríkjum í maí 1992 og tók gildi 1. janúar 1994 með fimm EFTA-ríki sem samn- ingsaðila. Frá 1995 hafa Ísland, Liechten- stein og Noregur ver- ið EFTA-stoð samn- ingsins. Að ríkin séu svo fá þarf ekki að vera vandamál í sjálfu sér. Stærðarmunurinn á Noregi annars vegar, sem er öflugt ríki, og hins vegar Íslandi og smáríkinu Liecht- enstein skapar þó áskoranir. Svigrúm til mats fyrir Noreg Undir lok fyrsta áratugar þess- arar aldar var sett fram í Ósló stefna sem kölluð hefur verið „Svigrúm til mats“ (e. room for manoeuvre, RFM) og fól í sér að styðja með virkum hætti við hags- muni Noregs á öllum sviðum eins og framast væri unnt. RFM er heildstæð stefna sem hefur ekki einungis áhrif á túlkun EES-reglna af hálfu norskra stjórnvalda og dómstóla. Lögmætir hagsmunir borgara og fyrirtækja mæta af- gangi; meintir þjóðarhagsmunir norska ríkisins eru framar öllu. RFM hefur einnig haft áhrif á samsetningu Eftirlitsstofnunar EFTA og EFTA-dómstólsins, auk samskipta Norðmanna við þessar tvær stofnanir. Miklu máli skiptir að geta náð samkomulagi um deilu- efni án afskipta Eftirlitsstofnunar EFTA og EFTA-dómstólsins. Eft- irlitsstofnunin fylgir þessu þar sem hún hefur í mesta lagi einu sinni á ári höfðað mál gegn einhverju af EES/EFTA-ríkjunum þremur. EFTA-dómstóllinn hefur jafnframt verið sniðgenginn með því að óska eftir að norskir dómstólar haldi þeim málum innanlands sem tengj- ast EES, þ.e. að þeir leiti ekki ráð- gefandi álits frá EFTA-dóm- stólnum. Þessi stefna ásamt öðru leiddi til sniðgöngu af hálfu Hæsta- réttar Noregs við að afla ráðgef- andi álits frá dómstólnum sem stóð yfir í tólf og hálft ár (frá 2002 til 2014). Ef máli er engu að síðar vís- að til EFTA-dómstólsins og rík- islögmaður Noregs er ekki sáttur við niðurstöðuna mun hann, af hvaða átyllu sem er, mælast til þessi að norski dómstóllinn fari ekki eftir ráðgefandi áliti EFTA- dómstólsins. Með því færir rík- islögmaður sér í nyt þá staðreynd að norskir dómarar, ólíkt kollegum sínum á Íslandi og í Liechtenstein, eiga erfitt með að samþykkja með- alhófsreglu Evrópuréttar. Hið hefðbundna norska viðhorf er að nægjanlegt sé fyrir inngripi ríkisins í grundvallarréttindi og -frelsi að það sé „eðli- legt“ en í því felst ekki krafa um að það sé „nauðsynlegt“. Ofangreind stefna norska ríkislögmanns- ins hefur borið árang- ur í umtalsverðum fjölda mála. Noregur hefur af þeirri ástæðu getað viðhaldið höml- um á grundvallarrétt- indum og -frelsi og samkeppni sem hefur verið aflétt í öðrum EES- ríkjum. Hlutfallslega margir norsk- ir dómarar störfuðu áður innan stjórnkerfisins og hafa margir þeirra mótast af langri þjónustu við ríkislögmanninn eða aðrar ein- ingar ríkisvaldsins. Þeir kunna þess vegna að hafa tilhneigingu til að fylgja pólitískum leiðarmerkj- um, eins og einn helsti sérfræð- ingur Noregs í alþjóðarétti og Evr- ópurétti, prófessor Mads Andenæs í Ósló, kemst að orði. Eftirlits- stofnun EFTA hefur aðeins með einni undantekningu verið of mátt- laust til að bregðast við þessum brotum á EES-rétti. Þar sem dóm- stólar á Íslandi og í Liechtenstein hneigjast til þess að hlíta nið- urstöðum EFTA-dómstólsins er ójafnvægi innan EFTA-ríkjanna þriggja, sem kemur niður á þeim tveimur smærri. Helsti gerandi í RFM-stefn- unnar, hinn valdamikli ríkis- lögmaður Noregs, sem hefur það starf að ráðleggja ríkisstjórninni í öllum málum sem tengjast EES- rétti og einnig að reka mál fyrir hönd ríkisins fyrir norskum dóm- stólum og EFTA-dómstólnum. Á þeim fimm árum sem liðin eru síð- an núverandi ríkislögmaður, Fred- rik Sejersted, tók við embætti hef- ur nánast tvöfaldast fjöldi þeirra lögmanna sem starfa hjá embætti hans. Hópur prófessora sem tengj- ast RFM-stefnunni, einkum frá Háskólanum í Ósló, er ríkislög- manninum til halds og trausts. Tengsl milli Rannsóknarstofnunar í Evrópurétti við Háskólann í Ósló og embættis ríkislögmanns eru ná- in; Sejersted stýrði Rannsóknar- stofnuninni fyrr á árum og núver- andi framkvæmdastjóri hennar, Finn Arnesen prófessor, er helsta málpípa Sejersteds innan háskóla- samfélagsins. Lögmenn færa sig einnig títt á milli þessara stofnana. EES-réttur er ekki stór hluti af námsefni norskra háskóla. Anna Nylund, prófessor við Háskólann í Tromsø, hefur haldið því fram að í Noregi séu of fáir fyrirlestrar um Evrópurétt; einungis átta eða tíu einingar eru í boði í Evrópurétti af þeim 300 einingum sem þarf til að öðlast lögfræðipróf. Þá hafi flestir prófessorar litla þekkingu í Evr- ópurétti. Við Háskólann í Ósló, þar sem kennsla og rannsóknir eru að mestu í höndum fólks sem tengist RFM-stefnunni, hefur meira að segja verið mælst til virkrar and- stöðu við EES-rétt, sem er talinn utanaðkomandi, og við stofnanir EFTA-stoðarinnar, Eftirlitsstofnun EFTA og EFTA-dómstólinn. Í kennslubók sem var skyldulesning í mörg ár var kallað eftir því að EFTA-dómstóllinn yrði lagður nið- ur og í stað hans kæmi eins konar gerðardómur þar sem dómarar frá ríkjunum skiptust á að taka sæti í dómi. Hinn öflugi rannsóknar- styrkur þýska orkurisans Ruhrgas féll einnig í hendur andstæðinga EES í Ósló. Í útgefnum ritum á vegum rannsóknarstyrksins var eftir mætti reynt að halda EES- rétti eins langt frá norskum rétti og mögulegt var. Árið 2018 var birt á vegum Ruhrgas-samstarfsins gríðarmikil skýringarrit um EES- rétt. Pólitísk úrslitaatriði á borð við grundvallarréttindi, einsleitni, gagnkvæmni og tengsl milli EFTA-dómstólsins og Dómstóls Evrópusambandsins voru sett í hendur þekktra aðildarmanna RFM-stefnunnar. Skýringarritið og ritstjórar þess, sem allir eru RFM- fólk, er grímulaust beint að norsk- um lesendahópi en gegn ritum þar sem öðru er haldið fram. Á Íslandi og í Liechtenstein hefur miklu meira verið lagt af mörkum til þró- unar EES-réttar með mun minni tilkostnaði. NAV-hneykslið Í lok október 2019 kom í ljós að Atvinnumála- og velferðarstofnun Noregs (NAV) hefði frá upphafi mistúlkað EES-reglur um ferða- frelsi. Gert var að skilyrði fyrir greiðslum frá stofnuninni að þiggj- endur þeirra væru staddir á norskri grund. Þeir sem höfðu ferðast til útlanda án leyfis voru saksóttir og margir saklausir dæmdir í fangelsi. Jafnvel Hæsti- réttur Noregs varð sér til skamm- ar með því að staðfesta ranga dóma á lægri dómstigum. Þegar þetta hneyksli varð og almenn- ingur brást ókvæða við grétu and- stæðingar EES innan stjórnkerf- isins og háskólanna krókódílatárum og kvörtuðu sáran undan skorti á grundvallarþekkingu á EES-rétti innan stjórnkerfisins og dómstól- anna. Sumir þeirra voru hinir sömu og höfðu áður hrósað Hæsta- rétti Noregs fyrir „fullveld- istilburði“ þegar hann braut gegn EES-rétti með því að neita að fylgja niðurstöðum EFTA- dómstólsins. Sömu einstaklingar höfðu einnig tryggt að embætt- ismenn og dómarar fengju ekki fullnægjandi þjálfun í EES-rétti. Að mati greinarhöfundar verður að skoða NAV-hneykslið í samhengi við almenna stórveldistilburði norskra ríkisstarfsmanna og eink- um RFM-stefnunnar. Hvert er hlutverk Eftirlitsstofnunar EFTA og EFTA-dómstólsins? Eftirlitsstofnun EFTA hefur takmarkaða getu til að andmæla RFM-stefnu norskra stjórnvalda. Frá 1. janúar 1994 hefur Noregur einokað formennsku í Eftirlits- stofnuninni fyrir utan 17 mánuði sem hinn eftirminnilegi Íslend- ingur Hannes Hafstein gegndi stöðunni. Í gegnum allt NAV- hneykslið, sem hefur staðið yfir í 26 ár, hefur Eftirlitsstofnun EFTA haldið að sér höndum á þeirri for- sendu að hún hafi ekki fengið kvörtun um málið. EFTA-dómstóllinn hefur fyrir sitt leyti vissulega staðið gegn RFM-stefnunni á liðnum árum. Á hinn bóginn hefur hann á síðustu tveimur árum lagt sitt af mörkum við endurskoðun til að fá hnekkt þeim niðurstöðum EFTA- dómstólsins sem eru ríkislögmanni Noregs ekki að skapi. Þetta hefur verið gert með þeim hætti að í ljósi breyttrar skipunar EFTA- dómstólsins hefur ríkislögmaður beðið Hæstarétt Noregs um að leggja aftur fyrir EFTA-dómstól- inn lagalega spurningu sem dóm- stóllinn hefur þegar tekið afstöðu til. Í tveimur málum – svonefndu Fosen-máli sem varðar opinber innkaup og Jabbi/Campbell-máli varðandi rétt einstaklinga án at- vinnuþátttöku til búsetu – hefur Hæstiréttur fylgt þessum til- mælum undir því yfirskini að „skýringar“ væri þörf. RFM- prófessorar hafa veitt þessu stuðn- ing með greinum sem standast ekki fræðilegar kröfur. Ég nefni í þessu samhengi að Hæstiréttur Ís- lands staðfesti án nokkurra vand- kvæða nálgun EFTA-dómstólsins varðandi rétt einstaklings án at- vinnuþátttöku til búsetu í máli Atla Gunnarssonar. Það dapurlega er að einstaka dómarar við EFTA-dómstólinn hafa tekið virkan þátt í þessum skrípaleik. Í einu máli, þ.e. Fosen, laut EFTA-dómstóllinn í lægra haldi fyrir norska ríkislögmann- inum. Annað mál, Jabbi/Campbell, er enn óútkljáð. Hinn 2. apríl 2020 kvað Yfirdeild Evrópudómstólsins hins vegar upp dóm sem gerir EFTA-dómstólnum nánast ómögu- legt að víkja frá fyrra fordæmi sínu í Jabbi-málinu. I.N., sem áður var rússneskur ríkisborgari, hafði fengið hæli á Íslandi og verið veitt- ur íslenskur ríkisborgararéttur. Þegar hann reyndi að ferðast til Króatíu var hann handtekinn á grundvelli rússneskrar framsals- beiðni. Dómur Yfirdeildar Evr- ópudómstólsins lagði að jöfnu rétt ríkisborgara EES/EFTA-landa (Ís- lands í þessu tilfelli) við rétt rík- isborgara ESB-landa varðandi slíka beiðni. Evrópudómstóllinn svaraði ekki einu sinni þeirri stað- hæfingu norska ríkislögmannsins að dómur EFTA-dómstólsins í Jabbi-málinu væri rangur. Lög- sögumaðurinn (e. Advocate Gene- ral) hafði hafnað þessu. Ríkis- lögmaður Noregs hélt einnig fram öðrum atriðum sem voru Íslandi í óhag. Honum gekk það greinilega til að skapa svigrúm til mats eða það sem nefnt hefur verið RFM. Dómurinn í máli I.N. er mikill sig- ur fyrir Ísland og EES. Getur sá sem borgar pantað? Að mati greinarhöfundar hafa Norðmenn hingað til komist upp með RFM-stefnu sína, sem er framkvæmd grímulaust og af ákafa, vegna þess að Noregur er ekki aðeins öflugt ríki heldur borg- ar það líka brúsann. Á tímabilinu 2014-2021 hefur norska ríkið skuld- bundið sig til að leggja 2,8 millj- arða evra af mörkum til verkefna Evrópusambandsins, eða 97,7% af öllu fjármagni frá EES. Þetta er líklega ástæða þess að ESB hefur hingað til haldið sig til hlés. Sú staðreynd að framkvæmdastjórn ESB hefur aldrei rætt neitun Nor- egs í Sameiginlegu EES-nefndinni um að koma á fót hæfnisnefnd til að meta umsækjendur um dómara- embætti við EFTA-dómstólinn verður aðeins skýrð í þessu ljósi. Þegar mesti æsingurinn yfir NAV-hneykslinu var um garð genginn fóru stjórnmál og stjórn- sýsla í Noregi skjótt aftur í fyrri farveg. Loforð Ernu Solberg for- sætisráðherra um að afhjúpa öll mistök varðandi EES-rétt og þá ekki aðeins í tengslum við NAV- hneykslið, reyndist orðin tóm. Rík- isstjórnin setti á laggirnar sjö manna nefnd til að rannsaka NAV- hneykslið undir forystu Finn Arne- sen, sem er líklega næstmikilvæg- asti fulltrúi RFM-stefnunnar. Í nefndinni er annar áberandi tals- maður RFM-stefnunnar, lögmað- urinn dr. Karin Fløistad. Þannig er ljóst að margir norskir lögfræð- ingar, jafnvel þeir sem eru vel þekktir, skilja ekki hugtökin hags- munaárekstur og hlutdrægni. Svo lengi sem (ætlaðir) hagsmunir rík- isins eru í húfi eru nánast öll með- ul réttlætanleg. Umboð nefnd- arinnar er takmarkað við NAV-málið og enn er óvíst hvort hún hefur styrk til að varpa ljósi á ástæður þess hörmungarmáls og þátts ríkislögmannsins í því. Aðgerða er þörf RFM-stefna Noregs, sem er mesta ógnin við að EES virki sem skyldi, stangast á við hagsmuni Ís- lands (og Liechtenstein). Eins og segir í þekktu orðatiltæki opnar maðurinn frá Hamborg regnhlíf sína þegar það byrjar að rigna í London. Íslendingar verða því að gæta sín ef Noregur lendir í krísu gagnvart EES. Það er hafið yfir vafa að norska RFM-stefnan er ósamrýmanleg grundvallarreglum EES-réttar – sem eru einsleitni, gagnkvæmni, tryggð og meðalhóf. Þess vegna verður að hverfa frá þessari stefnu. Sú spurning vaknar hins vegar einnig hvort Eftirlits- stofnun EFTA og EFTA- dómstóllinn séu nægilega öflug til að gegna því hlutverki sem þeim er ætlað samkvæmt EES-samn- ingnum. Fyrrverandi forseti Eft- irlitsstofnunarinnar, Sven Sved- man, hefur réttilega sagt að þar sem hvert aðildarríki hafi þrjá full- trúa séu Eftirlitsstofnunin og EFTA-dómstóllinn ekki veikburða þótt stofnanirnar séu viðkvæmar. Að mati greinarhöfundar ætti hvor stofnun að hafa fimm fastafulltrúa og þar af komi nýjir tveir óháðir fulltrúar frá löndum utan EES/ EFTA-ríkjanna. Í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA og í EFTA-dómstólnum verða að vera einstaklingar sem eru hafnir yfir vafa, ekki aðeins hvað varðar hæfni, heldur einnig hvað varðar sjálfstæði og óhlutdrægni. Í ESB er skipun framkvæmdastjóra ferli sem vekur mikla athygli fjölmiðla. Í EFTA-ríkjunum gerist þetta án þess að almenningur verði þess var, í eins konar reykfylltu bakher- bergi. Við skipun dómara í EFTA- dómstólinn er engin yfirþjóðleg nefnd til að kanna hæfni, sjálfstæði og óhlutdrægni þeirra sem ríkin leggja til að hljóti starfið. EFTA- dómstóllinn óskaði þegar árið 2011, þegar Skúli Magnússon var skrif- stofustjóri dómstólsins, eftir því að slík nefnd yrði sett á fót og hafa stjórnvöld á Íslandi og í Liechten- stein tekið vel í þá tillögu. Noregur hefur hins vegar staðið í vegi fyrir þessu til að kleift sé að koma að fólki sem búast má við að standi vörð um hagsmuni þess í dóms- störfum. Þetta verður að breytast. Í ljósi stærðar (eða smæðar) EFTA er það ekki heldur við- unandi lengur að einstök ríki sam- þykki gagnrýnislaust þá sem eru tilnefndir eða endurtilnefndir af öðrum ríkum til setu í stjórn Eft- irlitsstofnunar EFTA og í EFTA- dómstólnum. Þess í stað verða öll aðildarríkin að skoða allar tilnefn- ingar vandlega – í þágu eigin hags- muna. EES í kreppu Eftir Carl Baudenbacher » Samningurinn um Evrópska efnahags- svæðið (EES) varð 26 ára daginn sem árið 2020 gekk í garð. Hing- að til hefur hann reynst mun betur en flestir töldu þegar hann tók gildi á nýársdag 1994. Að mati flestra sem hafa tjáð sig um reynsluna af samningnum er hún góð en hins vegar eru vandamálin töluverð þegar að er gáð. Carl Baudenbacher Höfundur er sérfræðingur hjá lög- fræðistofunni Monckton Chambers, Lundúnum, og gestaprófessor hjá London School of Economics. Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Fékk bíllinn ekki skoðun? Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl Sameinuð gæði BJB-Mótorstilling þjónustar flesta þætti endurskoðunar anngjörnu verði og að ki förum við með bílinn n í endurskoðun, þér kostnaðarlausu. á s au þin að

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.