Morgunblaðið - 23.04.2020, Qupperneq 39
Símamynd/Nordfoto
Margrét Þórhildur Danadrottning, Vigdís Finnbogadóttir forseti Íslands og Hinrik
prins veifa til fólks af svölum Amaliuborgar í veislu drottningar 25. febrúar 1981.
Að morgni fimmtudagsins 16.
apríl 2020 var fjallað um Mar-
gréti Þórhildi Danadrottningu í
morgunþætti Rásar 1 og 2 í til-
efni af 80 ára afmæli hennar.
Bogi Ágústsson var til spjalls
um drottninguna af því tilefni
og rifjaði upp viðtal sitt við
hana frá árinu 1986 þar sem
m.a. Þórhildarnafnið bar á
góma. Það er kunnara en frá
þurfi að segja að Margrét II er
dóttir Friðriks IX Danakonungs
(1899-1972) og Ingiríðar drottn-
ingar (1910-2000). Í viðtalinu
greinir Margrét Þórhildur frá
því að Ingiríður móðir hennar
hafi verið mjög hrifin af Íslandi
og Íslendingum eftir heimsókn
til Íslands skömmu fyrir stríð.
Nánar tiltekið var það um mitt
sumar 1938. Þá var Friðrik
krónprins ekki tekinn við
dönsku krúnunni. Þau höfðu
haldið brúðkaup sitt þremur ár-
um fyrr, vorið 1935, í Stokk-
hólmi en Ingiríður var sænsk
prinsessa. Sízt skal dreginn í
efa Íslandsáhugi Ingiríðar og
áhuga fyrir því að gefa frumburði sínum ís-
lenzkt nafn. Sjálf hét hún einum fimm nöfn-
um eða Ingrid Victoria Sofia Louise Marg-
areta fullu nafni. Það tíðkaðist mjög hjá
konungbornum í den. Friðrik IX varð kon-
ungur árið 1947 við fráfall Kristjáns X föður
hans og ríkti til ársins 1972.
Fullu nafni heitir Danadrottn-
ing Margrethe Alexandrine Þór-
hildur Ingrid. En hvernig bar
það til, að valið var íslenzka
nafnið Þórhildur? Tæpast trúi
ég að flett hafi verið upp í Njálu
si sona, enda kvaðst Margrét
sjálf hafa grafið upp þann fróð-
leik síðar sem þar er að finna
um Þórhildarnafnið og vitnað
var til í viðtalinu við Boga. Það
sem skrásetjari hefur fyrir satt
er að afi Margrétar, Kristján X,
hafi haft milligöngu í því efni;
hann hafi sett sig í samband við
Jón Helgason biskup og leitað
ráða hans um sér-íslenzkt nafn
til að gefa sínu fyrsta barna-
barni. Og hvernig bregðast
menn við slíkri bón? Jú, liggur
ekki beinast við að nefna nafn
móður sinnar? Móðir Jóns bisk-
ups hét einmitt Þórhildur og var
Tómasdóttir Sæmundssonar
(1807-1841) Fjölnismanns. Mað-
ur hennar var sr. Helgi Hálf-
danarson (1826-1894) sálma-
skáld. Þórhildur Tómasdóttir
(1835-1923) bar í einu nafni nöfn
móðurforeldra sinna Þórðar
Björnssonar og Bóthildar Guð-
brandsdóttur (Drauga-Brands).
Kristján X (1870-1947), afi Margrétar Þór-
hildar, kom til ríkis 1912 og ríkti til dánar-
dægurs árið 1947. Á hans tíma varð Ísland
sjálfstætt fullvalda konungsríki 1918 eins og
allir vita eða eiga að vita. Jón Helgason
(1866-1942) biskup var enn á lífi árið 1940 en
hafði látið af embætti tveimur árum fyrr eft-
ir 22 ára þjónustu (1916-1938). Þeir voru
samtímamenn og „ríktu“ samtímis hvor á
sínum pósti; kóngur þó lengur. Ég efa að
Kristján X hafi verið öðrum Íslendingi kunn-
ugri en Jóni Helgasyni biskupi. Ýmislegt
styður það. Stjórnmálamenn komu og fóru
en voru vissulega, eðli máls samkvæmt, í
sambandi konung sinn, hver á sínum tíma.
En Jón biskup var alltaf til staðar, t.d. þegar
konungur heimsótti Ísland sem hann gerði
fjórum sinnum á þriðja og fjórða áratug
síðustu aldar. Einnig þegar Friðrik prins og
Ingiríður heimsóttu Ísland árið 1938. Þá er
þess að geta að kona Jóns biskups, Marta
María Helgason, f. Licht, var dönsk, borin
þar og barnfædd.
Nú má velta fyrir sér hvort Kristján X
konungur Íslands og Danmerkur hafi ekki
bara verið harla ánægður með þá hugmynd
tengdadóttur sinnar að eitt nafna frum-
burðar hennar væri sér-íslenzkt; hvort það
væri ekki einmitt vel til þess fallið að styrkja
konungssambandið við Ísland? Réttri viku
fyrir fæðingu Margrétar Þórhildar voru
Þjóðverjar búnir að hertaka Danmörku og
Noreg. Kannski sá Kristján konungur það
fyrir að Íslendingar myndu mögulega nota
tækifærið og smokra sér úr konungs-
sambandinu? Hver veit. En sem sagt, sam-
kvæmt þessari frásögn af Þórhildarnafninu
og orðum Margrétar sjálfrar má ætla að það
hafi verið sameiginlegur vilji tengdafeðgin-
anna Ingiríðar prinsessu og Kristjáns X kon-
ungs að afabarnið bæri sér-íslenzkt nafn.
Þórhildur, móðursystir þess sem þetta skrif-
ar, hélt því hins vegar fram fullum fetum að
Margrét Þórhildur væri skírð eftir sér. En
Hilda frænka var nú spaugsöm.
Með þessum línum er svo að lokum tæki-
færið nýtt og þeim stöllum, Margréti Þór-
hildi Danadrottningu og Vigdísi Finnboga-
dóttur, fyrrverandi forseta Íslands, færðar
einlægar árnaðaróskir, huglæg faðmlög og
aðdáunarkveðjur. Heill og þökk sé ykkur
báðum. Gleðilegt sumar.
Þórhildur Tómasdóttir og Margrét Þórhildur
Danadrottning, að gefnu tilefni
Eftir Jón G. Guðbjörnsson
» Og hvernig
bregðast
menn við slíkri
bón? Jú, liggur
ekki beinast við
að nefna nafn
móður sinnar?
Móðir Jóns
biskups hét ein-
mitt Þórhildur.
Jón G. Guðbjörnsson
Höfundur er dóttursonur dr. Jóns Helgasonar
biskups.
jongudbj@gmail.com
Ljósmyndari/Óþekktur
Kristján X. og Jón Helgason á spjalli, líklega árið 1930.
Ljósmyndari/óþekktur
Jón Helgason biskup og Martha María Helgason um
1940 með sonardóttur Elísabethu Pálsdóttur 20 mánaða.
Ljósmyndari/ókunnur
Þórhildur Tómasdóttir móðir Jóns biskups.
UMRÆÐAN 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2020
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma