Morgunblaðið - 23.04.2020, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 23.04.2020, Qupperneq 40
Það má þykja að bera í bakkafullan lækinn á dögum Covid-19-faraldurs að fjalla um mannskæða farsótt sem lagði fjórðung þjóðarinnar í valinn í upphafi 18. aldar.1) En það kann að vera áhugavert fyrir marga að heyra af þessum faraldri sem var miklu verri en sá sem við glímum við nú. Þá voru aðstæður allt aðrar og annað þekkingarstig. Þá voru ekki fag- menntaðir læknar og hjúkrunarfræð- ingar, enginn landlæknir, engin sjúkrahús, engar almannavarnir, engin véltækni, hvað þá tölvu- og miðlunartækni okkar daga. Bólusótt (á ensku smallpox) var af- ar mannskæður sjúkdómur á fyrri öldum og hefur lagt hundruð milljóna manna í gröfina. Sjúkdóminn orsakaði veira sem kölluð hefur verið variola. Af henni voru tvö afbrigði; variola major og var- iola minor. Variola major var skæðara af- brigðið sem olli dánar- tíðni milli 25 og 30% og jafnvel hærri. Bólusótt smitaðist loftveg milli fólks en gat einnig smitast með klæðum sem bólusjúkir höfðu notað. Eftir smit liðu 10-14 dagar þar til sá smitaði fékk háan hita og í kjölfarið höfuðverk og síðar bóluútbrot víða um líkamann. Fólk gat dáið örfáum dögum eftir að einkennin komu fram en stundum dó fólk eftir tvær til þrjár vikur. Þeir sem lifðu sjúkdóminn af fengu jafnan ör eftir bólurnar, sumir misstu sjón. Flestir þeirra sem lifðu sjúkdóminn urðu ónæmir fyrir lífstíð (Elín H., 11, 27. Jón Steff., s. 307). Stórabóla líklega versti bólufaraldurinn Hér á landi var bólusótt ekki land- læg. Hún barst með skipum frá meg- inlandi Evrópu og geisaði hér í tvö til þrjú ár með mismiklum afleiðingum í hvert sinn og dó svo út þegar hún náði ekki að smita fleiri (hinum smit- næmu fækkaði). Bólusótt hefur lík- lega borist hingað um það bil 20 sinn- um á tímabilinu 1240-1840. Sá far- aldur sem best er þekktur og valdið hefur mestum skaða, eftir því sem heimildir greina, er kallaður stóra- bóla og gekk hér á landi með hræði- legum afleiðingum árin 1707 og 1708 en lauk fyrst endanlega 1711. Um stórubólu 1707-1709 eru til meiri og betri heimildir en um aðra bólufaraldra hérlendis vegna þess að yfirvöld létu skrá mannfallið. Sumt af þessum upplýsingum rataði inn í ann- ála og margvíslegar frásagnir er að finna í samtímaskjölum embættis- manna, þó hefur ýmislegt glatast. Þá vill svo til að tekið var heildarmanntal hér á landi árið 1703 (það fyrsta í heimi) þannig að auðvelt er að meta mannfallið með samanburði við fólks- fjöldatölur manntalsins og þar með reikna út dánarhlutfallið í bólunni. Fámennt og frumstætt bændasamfélag um 1700 Samkvæmt manntalinu 1703 voru landsmenn um 50.000. Samfélagið var dæmigert landbúnaðarsamfélag þar sem hvert býli var heimili og vinnu- staður. Heimili voru um 8.000 og bjuggu að meðaltali 6,5 manns á heimili. Eiginlegt þéttbýli var ekki til en fiskipláss voru þó vísir að því. Þau fjölmennustu voru á Snæfellsnesi og á Reykjanesi. Hér var því fámennt og dreifbýlt bændasamfélag sem byggð- ist á sjálfsþurftarbúskap. Flestir bændur voru leiguliðar sem leigðu jörðina með kvikfé (leigukúgildi). Engin samskipti við útlönd á veturna Á þessum tíma voru samgöngur milli Íslands og annarra landa aðal- lega við Danmörku. Ísland var hluti Danaveldis og einungis danskir kaup- menn höfðu rétt til verslunar á Ís- landi (einokunarverslunin). Höfuð- borgin Kaupmannahöfn var miðstöð stjórnsýslu og verslunar. Siglingum milli Íslands og Danmerkur var þannig háttað að lagt var upp frá Kaupmannhöfn snemma sumars með fullhlaðin skip af varningi til þess að selja á Íslandi. Skip sigldu svo aftur til Danmerkur að hausti með íslenska vöru, farþega og póst. Með þessum skipaferðum fóru bréf á milli yfir- stjórnar landsins í Höfn og embættis- manna hér á landi. Á veturna var Ís- land því sambandslaust við yfirstjórn landsins. Hin innlenda embættis- mannastétt varð þá að standa á eigin fótum. Smit barst með fötum sumarið 1707 Í byrjun júní árið 1707 kastaði verslunarskip frá Kaupmannahöfn akkerum á legunni við Eyrarbakka. Eyrarbakki var eini verslunarstað- urinn í stærsta verslunarumdæmi landsins, Árnes-, Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu. Á því svæði bjuggu rúmlega 11.000 manns af þeim 50.000 sem í landinu voru. Kauptíð, sá tími sem fólk keypti nauðsynjavöru í verslunum einok- unarkaupmanna, var sumarið. Á veturna voru verslanir lokaðar. Öll heimili áttu erindi a.m.k. einu sinni í kaupstað. Það var því mikið um mannaferðir á Eyrabakka sumarið 1707. Með skipinu kom farangur Gísla nokkurs Bjarnasonar frá Ási í Holt- um á Rangárvöllum. Gísli forðaði sér heimleiðis undan bólusótt sem var í Kaupmannahöfn en dó úr sóttinni á leiðinni og var grafinn í Noregi. Farangur hans var sendur áfram til Íslands og með honum barst bólan hingað. (Ann. II, 368. Jón Steff., 298.) Flestallir smitnæmir 1707 Bólusótt barst til landsins um það bil fjórum til fimm sinnum á öld. Þeg- ar bólusótt kom upp hér árin 1670- 1672 höfðu liðið 12 ár (1655-58) frá því að hún var hér síðast. Vegna þess hve skammt var liðið frá síðasta faraldri hafa margir verið ónæmir. Þá náði sóttin 1670-1672 ekki um allt land (Ann. III, 535). Fáir smituðust og fáir dóu. Það er því auðskilið hvers vegna sá faraldur fékk nafnið litlabóla (Jón Steff., 290-291). Þeim mun lengra sem leið milli bólufaraldra þeim mun fjöl- mennari var hinn næmi hluti þjóð- arinnar, þ.e. þeir sem fæddust milli faraldra. Samkvæmt manntalinu 1703 voru um 63% þjóðarinnar fædd á þeim 35-37 árum sem liðin voru frá bólunni 1670-1672. Þeim smitnæmu fjölgar svo með þeim fjórum árgöng- um sem fæðast eftir manntal fram að bólu. Auk þess voru margir sem ekki sýktust í litlubólu og gátu því verið næmir. Að teknu tilliti til alls þessa er það leikmanns niðurstaða að líklega hafi um 75-80% þjóðarinnar verið næm fyrir bólusótt árið 1707. Ónæmi var einkum hjá eldri hluta þjóðar- innar og því varð yngri hlutinn, sá sem var vinnufær, helst fyrir barðinu á bólunni. Hröð útbreiðsla Sagt er að systir Gísla hafi tekið föt hans úr kistu hans og smitast þá af bólunni. Líklegt er að bólan hafi strax skotið sér niður á Eyrarbakka, að kistan hafi t.d. verið bæði opnuð þar og í Holtunum heima hjá foreldrum Gísla. Páll Vídalín lögmaður, sam- tímamaður þessara atburða, segir í annál sínum: „Segja svo menn, að dóttir Bjarna hafi fyrst upplokið klæðakistunni, og strax þá sjúk orðið og lagzt í sæng í bólusótt. Það er víst, að strax sem kistan var upplokin, kom bólusóttin í landið, geysilega sterk, og dreifðist þegar í allar áttir strax um alþing, og dó fólk hrönnum niður, fyrst á Eyrarbakka og um Árness og Rangárþing alt. Þar var bólan mann- skæðust.“ (Ann. I, s. 708.) Fjölmennir og fjölsóttir staðir eru kjörlendi smitsjúkdóma. Það auðveld- aði útbreiðslu bólunnar að hún barst hingað að sumri til þegar umferð fólks um landið var mikil (m.a. verslunar- ferðir) og stærsta samkoma landsins haldin, þ.e. alþingi á Þingvöllum. Árið 1707 starfaði þingið frá 8. til 23. júlí. Til alþingis kom fólk úr öllum landshorn- um. Þar voru flestir veraldlegir og andlegir embættismenn landsins og þeirra föruneyti (svo sem sýslumenn, lögréttumenn, lögmennirnir tveir, biskupar og prestar). Frá samkom- unni á alþingi barst sóttin um allt land. Meginhluti lands á sex mánuðum Frá byrjun júnímánaðar til loka árs breiddist bólan um mestallt land frá Eyrarbakka og nærliggjandi byggð- um sem sýktust fyrst. Á Suðurnesjum komu fyrstu bólutilvikin upp síðla í júlí og var bólan þar fram í desem- ber. Á sama tíma barst sóttin vestur til Snæfellsness, í Dali og um mest- alla Vestfirði og um Norðurland. Í desember, á sex mánuðum, hafði ból- an sem sagt breiðst út um mestallt land og komin að Austurlandi. Á þessu svæði bjó mikill meiri hluti landsmanna eða um 46.000 manns. Ljóst er að mesta mannfallið og mestu hörmungarnar áttu sér stað á þessu tímabili. Frá ágústmánuði og fram að jólum var allt meira og minna í kaldakoli. Árið eftir, 1708, fór bólan um austurhluta landsins, en ekki af eins miklum krafti og fyrr. Kom úr suðri yfir Lónsheiði og frá Þingeyjar- sýslum í norðri. Árið 1709 gekk hún í nokkrum afskekktum byggðum. Af- mörkuð tilvik eru um bólutilfelli á Norðurlandi 1710 og 1711. Sjúkdómurinn og áhrif hans Hvernig var þessi sótt? Hvernig bitnaði hún á fólki? Um það bera orð þeirra sem lifðu tímana órækast vitni. Lýsing Fitjaannáls er nokkuð glögg og segir m.a.: Stórabóla 1707-1709 Eftir Eirík G. Guðmundsson » Það er áhugavert að kynnast áhyggj- um fólks sem upplifði sjúkdómsálagið sem var þegar bólusóttin geisaði með sem mestum krafti og sá að þeir veiku fengu ekki þá aðhlynningu sem þeir hefðu þurft. Heimild: Ministerialbók Möðruvallaklausturs 1694–1784. Heimild: Ministerialbók Möðruvallaklausturs 1694–1784. Heimild: Ministerialbók Möðruvallaklausturs 1694–1784. Eiríkur G. Guðmundsson 40 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2020
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.