Morgunblaðið - 23.04.2020, Síða 45

Morgunblaðið - 23.04.2020, Síða 45
Dóra Júlía dorajulia@k100.is Á tímum sem þessum getur verið upp- byggilegt að grípa í speki frá vitrum ein- staklingum í þeim tilgangi að láta hana hjálpa sér í gegnum erfiðleika. Erfiðleikarnir geta þroskað okkur svakalega, dýpkað okkur sem einstaklinga og fengið okkur til þess að kunna betur að meta allt það sem í kringum okkur er. Í gær hitti ég besta vin minn í göngutúr og ég hef ekki séð hann í tæpan mánuð, en áður en allt skall á hittumst við á hverjum einasta degi. Það var svo ótrúlega skemmtilegt að hitta hann og ræða um lífið og tilveruna og eitthvað sem áður var hvers- dagslegt, eins og að hitta besta vin sinn, varð að algjörum forréttindum og að einhverju sem mér þykir alveg ómetanlega verðmætt. Við ræddum meðal annars um það hvað litlu hlutirnir séu allt í einu orðnir magnaðir, og að þeir hafi líklega alltaf verið frekar magnaðir en við gáfum okkur kannski aldrei almennilega tíma til þess að staldra við og átta okkur á þeim. Ég læri svo ótrúlega mikið af fólki í kringum mig og það mótar mig svo ofboðslega mikið sem einstakling. Mig langar að deila með ykkur smá tilvitnun í engan annan en Dalai Lama, en ég rakst á hana á Facebook um daginn. Þar skrifar hann að tilgangur lífsins sé að vera hamingjusamur og að það sé það sem allar manneskjur eigi sameiginlegt, óskin um að lifa hamingjusömu lífi. Margir telja að hamingjuna sé að finna utan við okkur ein- staklingana í veraldlegum hlutum en að mati Dalai Lama er hún í raun eitthvað sem kem- ur að innan, frá hjartahlýju og umhyggju í garð annarra. Þannig að heilræði mitt, eða í raun heilræði Dalai Lama, fyrir daginn í dag er að leita ekki langt yfir skammt, gefum okkur smátíma til þess að finna fyrir hamingjunni innan frá og leyfum henni að gera daginn okkar betri. Annars óska ég ykkur gleðilegs sumars, farið vel með ykkur, knúsið ykkur sjálf þar sem þið megið ekki knúsa aðra og munið að vonin er alltaf með okkur! Ljósi punkturinn með Dj Dóru Júlíu Litlu hlutirnir verða stærri AFP Hamingja Dalai Lama segir tilgang lífsins vera að lifa hamingjusömu lífi og að það að vera hamingjusamur sé sameiginleg ósk alls mannkyns. Dj Dóra Júlía finnur ljósa punkt- inn í tilverunni og flytur góðar fréttir reglulega yfir daginn í útvarpinu og á vefnum. Fylgstu með á K100 og á k100.is. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2020 Lækjargata 34a / 220 Hafnarfjörður - Við erum hér til að aðstoða þig! - • Sérsmíðaðir skór • Skóbreytingar • Göngugreiningar • Innleggjasmíði • Skóviðgerðir Erum með samning við sjúkratryggingar Íslands Tímapantanir í síma 533 1314 Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Einar Bárðarson er einn skipuleggjenda stóra plokkdagsins sem verður haldinn á laugardaginn kemur en hann segist sér- staklega hafa leitað ráða hjá þríeykinu; Ölmu Möller landlækni, Víði Reynissyni yf- irlögregluþjóni og Þórólfi Guðnasyni sótt- varnalækni, um það hvort ráðlegt væri að halda slíkan dag í núverandi ástandi. Hann staðfestir að margir hafi verið hikandi yfir því hvort verkefnið væri brot á samkomu- banni sem er í gildi hér á landi. Fékk samþykki þríeykisins „Ég endaði bara á því að hringja í Víði og bað hann um að bera þetta undir þremenningana og taka þetta inn á fund. Við feng- um þau svör að svo lengi sem fólk virðir 20 manna regluna og tveggja metra bilið þá væri þetta ekkert mál,“ sagði Einar í samtali við Ísland vaknar á dög- unum. Vildi hann hvetja sem flesta til að taka þátt í deginum. Sagði Einar að plokkarar fyndu töluverð- an mun eftir að löggjöf var sett hér á landi í fyrra sem bannar afhendingu plastpoka í verslunum án endurgjalds. „Fullt af fólki talaði um að þetta væri hreinlega frelsissvipting og mannréttinda- brot að hafa afskipti af því hvaða poka fólk ætti að nota. En bara á einni nóttu fóru allir að nota fjölnota poka,“ sagði Einar. „Feg- urðin er fólgin í því að þetta rusl og þessir pokar eru bara farnir og það er stórkost- legt,“ sagði hann. Hægt er að nálgast allar upplýsingar um stóra plokkdaginn á Facebook-hópnum „Plokk á Íslandi“. Fegurðin er fólgin í brotthvarfi plastpokanna Ljósmynd: Samsett Arnold Bj Plokkari Einar Bárðarson er einn skipuleggjenda stóra plokkdagsins sem haldinn verður á laugardaginn. Stóri plokkdagurinn verður haldinn næstkomandi laugardag, 25. apríl, á degi umhverfisins og munu þá plokkarar landsins taka sig saman og tína rusl af götum landsins, en þó með tveggja metra millibili.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.