Morgunblaðið - 23.04.2020, Síða 49
MINNINGAR 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2020
✝ Katrín Markús-dóttir fæddist í
Hafnarfirði 4. des-
ember 1949. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 1. apríl
2020.
Foreldrar henn-
ar voru Helena
Rakel Magnús-
dóttir húsmóðir og
Markús B. Þor-
geirsson skipstjóri. Katrín átti
eina systur, Maríu Hafdísi Mark-
úsdóttur og einn bróður sam-
feðra sem hún kynntist síðar á
ævinni, Ólaf Magnússon.
Katrín giftist Pétri Th.
Péturssyni, f. 16. júní 1948. For-
eldrar hans eru Guðbjörg Hall-
dórsdóttir og Pétur Elías
Pétursson (d. 2.8. 1993). Börn
Katrínar og Péturs eru 1)
Katrín fæddist á Vitastíg 6 í
Hafnarfirði. Hún fór ung að
passa börn og vann við fisk-
vinnslu á unglingsárunum. Eftir
útskrift í Flensborgarskólanum
af verslunardeild vann hún í
Samvinnubankanum í Hafnar-
firði og hélt síðan í Kennara-
skólann þar sem hún útskrif-
aðist af handavinnudeild 1973.
Hún kenndi handavinnu við Víð-
istaðaskóla, Lækjarskóla og í
Flensborgarskólanum en síðan
tók við starf í Garnbúðinni
Tinnu þar sem hún starfaði
lengi vel með Auði frænku sinni.
Katrín og Pétur gengu í
hjónaband 4. desember 1971 og
hófu sinn búskap í Hafnarfirði
þar sem þau bjuggu lengst af á
Hverfisgötu 7 og ólu þar upp
börnin sín. Við andlát föður
Katrínar 1984 tóku þau við þró-
un Markúsarnetsins og unnu við
framleiðslu á netunum ásamt
öðrum störfum en síðustu ævi-
árin starfaði Katrín hjá Sýslu-
manninum í Reykjavík eða til
ársins 2016.
Útför Katrínar fór fram 8.
apríl 2020.
Markús Elvar, f.
14.1. 1974, giftur
Helenu Línud.
Kristbjörnsd., þau
eiga 3 börn, Guð-
mund Ísak, f. 6.3.
1995, Hjört Má, f.
16.11. 1998 og Töru
Ósk, f. 12.12. 2003,
2) Guðbjörg Huld, f.
28.7. 1976, í sam-
búð með Robert
German, þau eiga 2
börn, Finlay Bóas, f. 26.9. 2009
og Emily Alba, f. 22.2. 2013, og
3) Rakel Ýr, gift Þorvaldi
Sveinssyni, börn hennar og fyrr-
verandi maka, Sigurgeirs Krist-
jánssonar, eru Katrín Theodóra,
f. 15.7. 2006 og Kristján, f.
23.11. 2008, stjúpdóttir er Hall-
dóra Erla, f. 19.4. 2012 og með
Þorvaldi á hún Elísu Rut, f.
26.10. 2017.
Elsku mamma mín, hversu
sárt það er að kveðja þig sem
kenndir mér svo margt í lífinu.
Þú varst sterkasta kona sem ég
hef þekkt og þrátt fyrir lang-
vinn veikindi gafstu aldrei upp á
lífinu. Veikindin voru bara verk-
efni í þínum huga, verkefni sem
þú vannst vel eins og allt sem
þú tókst þér fyrir hendur.
Þú varst líka afskaplega
minnug og það var auðvelt að
leita til þín þegar ég þurfti að
rifja upp atburði eða tengsl við
annað fólk því þú vissir allt að
mér fannst.
Þú mundir lengi vel eftir því
þegar þú varst viðstödd fæðingu
Kristjáns og hlóst mikið að því
hversu spennt þú varst að sjá
hann koma út, eins og þú værir
markmaður í handbolta horfði
ég á þig í miðjum rembingnum
hoppa fram og til baka á bak
við ljósmóðurina sem lét for-
vitnina þína ekkert trufla sig.
Þegar minninu fór að hraka
færðust svona minningar aftar í
hugann en stundum var hægt
að grafa þær upp og hlæja að
góðu stundunum eins og
þessum.
Að lokum langar mig að
þakka þér fyrir að vera mamma
mín, svo einlæg, góðhjörtuð og
dugleg. Takk mamma fyrir alla
hjálpina við handavinnuna, án
þinnar aðstoðar hefði ég ekki
náð að klára helminginn af því
sem ég byrjaði á í skólanum.
Útskriftardressið mitt úr Flens-
borg varð til með þinni þekk-
ingu og það mátti ekki verða
minna en fullkomlega frágengið
fyrir útskriftardaginn.
Takk fyrir að leyfa mér að
baka þegar ég vildi og kenna
mér að búa til hveitikökurnar
sem verða bakaðar á jólunum
um ókomin ár. Takk fyrir að
vera frábær fyrirmynd í einu og
öllu.
Á Hverfisgötunni fórum við
saman með bænina okkar á
kvöldin áður en þú kysstir mig
góða nótt og því fannst mér
eiga vel við að kveðja þig með
þessum orðum.
Góða nótt.
Sofðu rótt
í alla nótt.
Guð geymi þig
og takk fyrir daginn.
Rakel Ýr.
Nú er Katrín frænka mín og
vinkona farin á braut þá sem
okkur öllum er ætluð. Mig lang-
ar til að minnast hennar, því
ávallt mun hún eiga samastað í
hjarta mínu sakir kærleika,
mildi, bjartsýni og kjarks.
Við Katrín kynntumst ekki
mikið fyrr en á fullorðinsárum
því við vorum uppaldar hvor á
sínum landsfjórðungnum og
ferðalög milli þessara lands-
hluta voru þá afskaplega fátíð.
Þó man ég eftir einni ferð,
sveipaðri ævintýraljóma en þá
gisti ég á Sunnuveginum í
Hafnarfirði hjá Maríu Magnús-
dóttur ömmu Katrínar og
móðursystur minni er þar bjó
ásamt Inga Kristjánssyni. Hjá
þeim fékk sveitastelpan mikla
hlýju og gott atlæti. Í sama húsi
bjó líka dóttir Maríu, Helena
Rakel, með manni sínum Mark-
úsi og dætrunum Katrínu og
Maríu Hafdísi.
Þar hófust fyrstu kynni mín
við þessa ættingja mína sem
síðar áttu eftir að verða nánari
er við Katrín bundust sterkum
böndum. Við áttum sameigin-
legan áhuga á hannyrðum, unn-
um báðar sem kennarar á því
sviði og síðar samstarfskonur í
Tinnu um árabil.
Það var ómetanlegt að fá
Katrínu til liðs við sig og átti
hún stóran þátt í að fyrirtækið
dafnaði og óx með árunum.
Saman sinntum við smásölu-
verslun, heildsölu og útgáfu á
Prjónablaðinu Ýr.
Katrín var ekki aðeins frá-
bær fagmaður heldur kunni
hún skil á, vil ég segja, öllu sem
snéri að prjóni, hekli, og hönn-
un á uppskriftum og en þar
þurfti íslenskan að vera tær og
nákvæm.
Hún hafði líka sérstaka hæfi-
leika til að umgangast allt fólk
með virðingu og umhyggjusemi
og þolinmóð var Katrín. Já,
aldrei urðu árekstrar en hlegið
og gantast þó verkefnin/kennsl-
an hjá henni gætu verið á
stundum mjög krefjandi og
seinunnin.
Já, þetta var í fyrirtækinu
Tinnu í Hafnarfirði á þeim tíma
þar sem hraðinn var ekki látinn
steypa ánægjunni af stalli. Veit
ég að margar konur í Hafnar-
firði og víðar minnast Katrínar
með þakklæti og virðingu.
Á þessum árum varð ég líka
nátengd fjölskyldu Katrínar,
þ.e. móðurömmu, móður og
systur.
Það var ekki erfitt að sjá að
þær væru ekki aðeins skyldar
heldur duldist engum það
sterka kærleiksþel sem ríkti á
milli þeirra. Að heimsækja þær
var eins og að ganga inn í allt-
umvefjandi andrúmsloft þar
sem flæðið sem gerir fólk ham-
ingjusamt varð nánast áþreifan-
legt.
Svona ætti líf fjölskyldna að
vera hugsaði ég oft, traust,
gamansamt, kærleiksríkt og
frekar hljóðlátt … allar raddir
heyrast.
Katrín fékk krabbamein fyrir
30 árum. Þetta er verkefni
sagði hún ákveðin og hafði allt-
af vonina og trúna að leiðar-
ljósi.
Það ljós náði að halda loga
og gefa birtu öll þessi ár. En nú
er lífsljósið slokknað og eftir
stendur söknuður en jafnframt
þakklæti fyrir allt það góða sem
hún gaf okkur með lífi sínu.
Kæri Pétur Th., þér börn-
unum ykkar og barnabörnum,
einnig Maríu og fjölskyldu
hennar, sendi ég mína dýpstu
samúð við fráfall elsku Dadíar.
Guð blessi ykkur öll.
Auður Kristinsdóttir.
Katrín
Markúsdóttir
Þegar þú ert sorg-
mæddur, skoðaðu þá
aftur huga þinn, og
þú munt sjá, að þú
grætur vegna þess, sem var gleði
þín.
(Kahlil Gibran)
Með sorg í hjarta kveð ég
elskulegan tengdapabba minn
sem hefur lagt af stað í sína
hinstu för. Simma tengdapabba
kynntist ég fyrir heilum 22
árum.
Allt frá fyrstu kynnum hefur
mér þótt afskaplega vænt um
hann enda einstakt ljúfmenni
með góða nærveru og hlýtt
hjarta. Góðmennska, hjálpsemi
og heiðarleiki eru mér efst í
huga þegar ég hugsa um
tengdapabba. Hann var ávallt
til staðar og reiðubúinn að rétta
hjálparhönd ef eitthvað bjátaði
á. Þau voru ófá samtölin okkar
um lífið og tilveruna, þaðan sem
ég hef tekið með mér góð ráð
og geymi mér til halds og
Sigmar Halldór
Óskarsson
✝ Sigmar Hall-dór Óskarsson
fæddist 17. desem-
ber 1952. Hann lést
6. apríl 2020.
Sigmar Halldór
var jarðsettur 20.
apríl 2020.
trausts í framtíð-
inni. Tengdapabbi
var barnabörnum
sínum yndislegur afi
og hefur dóttir mín
notið góðs af dýr-
mætri samveru,
mikilli hlýju og skil-
yrðislausri ást í
afafaðmi. Hún mun
búa að því um
ókomna tíð og fyrir
það verð ég ævin-
lega þakklát.
Þær hafa verið margar áskor-
anirnar sem tengdapabbi mætti
á lífsleiðinni og tókst hann á við
hverja og eina þeirra af yfirveg-
un og æðruleysi. Þrátt fyrir
veikindin var ávallt stutt í brosið,
lundin létt og glettnin skein úr
augunum. Heill og trúr sjálfum
sér og sínum allt til enda.
Góða ferð í sumarlandið elsku
Simmi, þín verður sárt saknað.
Fallegar minningar munu lifa í
hjörtum okkar og Kristrún Edda
á tvær skærustu stjörnurnar á
himni, engla afana sína tvo.
Leiði þig í hæstu heima
höndin drottins kærleiks blíð.
Ég vil biðja Guð að geyma
góða sál um alla tíð.
Öðrum stærra áttir hjarta
æ þín stjarna á himni skín.
Myndin geymir brosið bjarta
blessuð veri minning þín.
(Friðrik Steingrímsson)
Takk fyrir allt og allt,
Belinda.
Þegar horft er til baka er
margs að minnast en leiðir okk-
ar Simma lágu fyrst saman er
ég hóf störf á Ritsímaverkstæði
Landssíma Íslands í júní 1974.
Við Simmi vorum oft tveir í
teymi í viðgerðum á fjarritum,
skrifstofuvélum og ýmsum tækj-
um og var hann einstakur læri-
meistari og kenndi mér mikið af
því sem ég bý að enn í dag. Fór-
um við allmargar ferðir út á
land, meðal annars til Kefla-
víkur að þjónusta Veðurstofuna
og flugumsjón. Einnig voru
margar ferðir í Gufunes fjar-
skiptastöðina sem eiginlega var
þá úti í sveit. Í einni slíkri ferð
til Egilsstaða, þar sem við átt-
um að setja upp Telex fyrir rit-
símaafgreiðslu, þurftum við að
millilenda á Akureyri, vegna
þess hægri hreyfillinn drap á
sér, heimsóttum við þá vinnu-
félaga á Akureyri og var okkur
flogið til Egilsstaða um kvöld-
mat. Skömmu áður en ég lét af
störfum á Ritsímaverkstæðinu
höfðu verið umræður um ýmiss
konar bræðrareglur og án þess
að vita hvor af áformum annars,
fórum við hvor á eftir öðrum inn
á skrifstofu deildarstjóra okkar,
Baldvins, og fórum þess á leit
við hann að vera meðmælandi
okkar í Frímúrararegluna.
Fannst honum þetta kyndugt að
við skyldum koma nánast á
sömu mínútunni án nokkurs
samráðs og gerðist hann með-
mælandi okkar. Er við síðar
gengum í regluna var ég farinn
til annarra starfa og hélst vin-
skapur okkar áfram og vorum
við mjög samstiga í starfinu þar.
Simmi hafði átt við veikindi að
stríða sem kallaði eftir aðstoð
og meðan við störfuðum á Rit-
símaverkstæðinu kom það oft í
minn hlut að aka honum heim,
síðar greindist hann með syk-
ursýki og varð veill fyrir hjarta.
Á einum hátíðarfundi bar svo
við að hann hrundi niður og
þurfti ég að kalla eftir sjúkrabíl.
Var okkur öllum mjög brugðið
en sem betur fer braggaðist
strákur og lífið hélt áfram. Þrátt
fyrir mikla vináttu og gott sam-
lyndi okkar á milli þá lágu leiðir
okkar ekki á sama hátt og áður,
þar sem við vorum í ólíkum
störfum og var ég að gegna
vaktavinnu sem ekki er mjög
fjölskyldu- og vinavæn. Um
tíma vann ég í eigin fyrirtæki og
var þá stundum lausara um tíma
til að hittast. Undanfarin ár eða
frá hruni 2008 hef ég ekki getað
sinnt vinskap okkar eins og ég
hefði viljað hafa, auk þess sem
veikindi hans voru farin að
ágerast og ekki alltaf heppilegt
að stunda heimsóknir, hvað þá
nú á síðustu vikum í samkomub-
anni, auk þess sem oftast vissi
ég ekkert af áföllum hans fyrr
en löngu seinna. Ég kveð nú
þennan mæta vin minn með
söknuði og þakklæti fyrir hans
einlægu vináttu og vona ég að
hann fyrirgefi mér vanrækslu
mína á vinskap okkar síðustu
missiri og hefði ég viljað heyra
oftar frá honum. Hvíl í friði,
kæri vinur, og farnist þér vel á
ferð þinni til austursins eilífa.
Vænsti vinur horfinn er
um eilífs friðar veginn.
Lífsins ganga var erfið þér
við öll erum harmi sleginn
(JS 2020)
Þinn vinur,
Jón Svavarsson.
Og hún er þögul og ávallt ein
og á ekki samleið með neinum.
Því hún er sorgin, sem sefar
hvert mein,
Og sífellt leitar að einum.
(Tómas Guðmundsson)
Við kynntumst Simma þegar
við hófum störf í hugbúnaðar-
geiranum árið 1999. Hann tók
okkur undir sinn verndarvæng
og fyrir það verðum við ávallt
þakklátar, þvílík lukka að hafa
haft Simma sem sinn lærimeist-
ara. Annað eins jafnaðargeð og
Simmi hafði er vandfundið,
hann haggaðist aldrei í sam-
skiptum sínum við okkur ný-
græðingana.
Þó að samverustundum okk-
ar hafi farið fækkandi eftir því
sem árin liðu þá hittumst við
alltaf öðru hvoru og fylgdumst
með hvert öðru þó ekki væri
nema með rafrænum hætti en
þegar við hittumst þá var alltaf
gleðin ríkjandi.
Vandræðalegar þagnir voru
ekki til á þessum stundum, allt-
af nóg að spjalla um. Fjölskyld-
ur okkar, vinnuna, sameiginlega
kunningja og allt milli himins og
jarðar.
Það sem okkur þótti vænt um
að hann skyldi endalaust nenna
að hafa fyrir því að koma með
okkur í hádegismat hvar og hve-
nær sem okkur datt í hug. Eftir
á að hyggja allt of sjaldan
reyndar, það er nefnilega oftast
svoleiðis að maður notar tímann
aldrei nógu vel.
Þegar við hugsum til baka þá
er svo margt sem kemur upp í
huga okkar, pípulyktin, glettnin
í augunum og þegar hann var að
leiðbeina okkar með því að
byrja á því að segja: „Væri ekki
betra að …“.
Simmi var einstaklega næm-
ur á tilfinningar annarra. Ef
eitthvað bjátaði á var ekki hægt
að fela neitt fyrir honum. Upp-
fullur af góðum ráðleggingum
og miðlaði af reynslu.
Simma verður sárt saknað,
hann var alveg einstakur öðling-
ur, hjartahlýr og mun ávallt
eiga sérstakan stað í hjörtum
okkar. Okkur þótti endalaust
vænt um þennan góða mann.
Hugir okkar eru hjá ástvinum
Simma og sendum við þeim okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Sérstakar kveðjur viljum við þó
senda Ellý, það sem þau voru
heppin með hvort annað Simmi
og Ellý, einstök hjón.
Takk Simmi fyrir allt og allt.
Alma Birna
og Úlfhildur (Úlla).
Elskulegur faðir okkar,
VILHJÁLMUR VILMUNDARSON,
fv. tollvörður,
Barðastöðum 7,
lést á heimili sínu mánudaginn 30. mars.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að hans ósk.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð.
Aðalheiður Vilhjálmsdóttir
Vilmundur Vilhjálmsson
Sigurgeir Vilhjálmsson
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
GUÐRÍÐUR JÓNSDÓTTIR,
Garðatorgi 17, Garðabæ,
lést á pálmasunnudag 5. apríl.
Útför Guðríðar fór fram í kyrrþey
föstudaginn 17. apríl. Þökkum hlýhug og auðsýnda samúð.
Erling Ásgeirsson Erla Þorláksdóttir
Anna Ásgeirsdóttir
Ingibjörg Edda Ásgeirsdóttir Hallgrímur Jónasson
Ásgeir Ásgeirsson Unnur Steinsson
barnabörn, langömmubörn og langalangömmubarn
Minningarvefur á mbl.is
Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að
andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-,
útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að-
gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur
lesið minningargreinar á vefnum.
þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber
ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina.
www.mbl.is/andlát
Minningar
og andlát