Morgunblaðið - 23.04.2020, Síða 50

Morgunblaðið - 23.04.2020, Síða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2020 Atvinnuauglýsingar 569 1100 Hæfniskröfur • Kennsluréttindi á grunnskólastigi. • Hæfni í mannlegum samskiptum. • Faglegur metnaður. • Áhugi á að vinna með börnum og unglingum. Í Grenivíkurskóla eru 54 nemendur í 1. – 10. bekk. Í skólanum er góður starfsandi þar sem leitast er við að haga skólastarfinu í sem fyllsta samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska hvers og eins. Meðal þess sem við leggjum ríka áherslu á er góður skólabragur, lýðheilsa og umhverfismennt. Umsóknarfrestur er til 5. maí 2020. Umsóknum skal skilað í tölvupósti á netfangið grenivikurskoli@grenivikurskoli.is eða á skrifstofu skólastjóra. Nánari upplýsingar gefur Ásta F. Flosadóttir, skólastjóri, í síma 863 5471 eða í tölvupósti asta@grenivikurskoli.is Nánari upplýsingar um skólann má finna á www.grenivikurskoli.is Laus er til umsóknar 100% staða grunnskólakennara við Grenivíkurskóla. Starfið felur í sér umsjón á miðstigi og almenna bekkjarkennslu. Grenivíkurskóli auglýsir eftir kennara Faxaflóahafnir sf. auglýsa laust til umsóknar starf hafnarstjóra. Hafnarstjóri er framkvæmdastjóri Faxaflóahafna, ber ábyrgð á daglegum rekstri og leiðir starfsemi Faxaflóahafna í samráði við stjórn. Hlutverk hans er að stuðla að stöðugum umbótum í takt við framsækna og nútímalega hafnarþjónustu. Leitað er að leiðtoga með gott orðspor, getu til að takast á við margvíslegar aðstæður og brennandi áhuga á verkefnum Faxaflóahafna. HAFNARSTJÓRI Ábyrgðarsvið hafnarstjóra • Daglegur rekstur félagsins í umboði hafnarstjórnar • Yfirmaður allra starfsmanna Faxaflóahafna • Ábyrgð á að fjárhags- og fjárfestingaáætlun sé fylgt og ábyrgð á fjárreiðum félagsins • Samskipti og upplýsingagjöf til hafnarstjórnar • Samskipti við eigendur, sveitarstjórnir, ríkisvaldið og atvinnulífið • Vinnur störf sín að öðru leyti í samræmi við ákvæði hafnalaga og hafnarreglugerða og samþykktir hafnarstjórnar Menntunar- og hæfnikröfur • Víðtæk reynsla af stjórnun og rekstri, þar með talið breytingastjórnun • Reynsla af stjórnun viðamikilla verkefna og áætlana • Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi • Þekking á opinberri stjórnsýslu, hafnamálum, skipulags- og umhverfismálum æskileg • Frumkvæði, drifkraftur og metnaður til að ná árangri • Leiðtogahæfni og færni til að hvetja aðra til samstarfs og samvinnu • Lipurð og færni í mannlegum samskiptum • Hæfni til að tjá sig skipulega í ræðu og riti á íslensku og ensku. Kunnátta í öðrum tungumálum er kostur Faxaflóahafnir sf. eru sameignarfélag í eigu fimm sveitarfélaga, Reykjavíkurborgar sem er stærsti eigandinn, Akraneskaupstaðar, Hvalfjarðarsveitar, Borgarbyggðar og Skorradalshrepps. Faxaflóahafnir sf. eiga og reka fjórar hafnir, Reykjavíkurhöfn, Grundartangahöfn, Akraneshöfn og Borgarneshöfn. Hjá fyrirtækinu vinna um 70 manns en Faxaflóahafnir sf. annast almenna hafnarþjónustu við skip og eiga m.a. fjóra dráttarbáta. Allar nánari upplýsingar má finna á www.faxafloahafnir.is Umsóknarfrestur er til og með 29. apríl nk. Einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um starfið. Umsóknir með ítarlegri ferilskrá og kynningarbréfi óskast fylltar út á hagvangur.is. Laus er til umsóknar staða framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi endurhæfingarmiðstöð SÍBS. Leitað er að öflugum leiðtoga til að taka þátt í innleiðingu á endurnýjuðu stjórnskipulagi og endurskipulagningu á meðferðarstarfi Reykjalundar. Um er að ræða 100% starf og ráðið er í það til fimm ára frá 1. júní nk. Möguleiki er á að sinna klínískri vinnu samhliða stjórnunarstörfum. Reykjalundur er heilbrigðisstofnun í eigu Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS) og vinnur samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Á Reykjalundi fer fram alhliða endurhæfing með það að markmiði að bæta lífsgæði, færni og sjálfsbjargargetu þeirra sem þangað leita. Um þjónustuna gildir þjónustu- samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Reykjalundar. Þá annast stofnunin starfsnám í heilbrigðisgreinum og starfar í tengslum við háskóla á sviði kennslu og heilbrigðisstétta og rannsókna í heilbrigðisvísindum. Framkvæmdastjóri lækninga heyrir undir forstjóra og situr í framkvæmdastjórn. Hlutverk og ábyrgðarsvið. Framkvæmdastjóri lækninga er sviðstjóri á meðferðarsviði 1 og ber ábyrgð á starfsemi og rekstri sviðsins og meðferðarteyma sem því tilheyra. Framkvæmdastjóri lækninga er faglegur yfirmaður lækninga og ber ábyrgð á allri læknisfræðilegri meðferð og að hún sé í samræmi við lög um heilbrigðisþjónustu, lög um réttindi sjúklinga og lög um heilbrigðisstarfsmenn. Framkvæmdastjóri lækninga ber ábyrgð á að færsla og varðveisla sjúkraskrár sé samkvæmt lögum og reglu- gerðum. Framkvæmdastjóri lækninga ber ábyrgð á að skapa aðstæður fyrir klínískt nám læknanema, ásamt fram- kvæmd sérnáms í endurhæfingarlækningum á Reykjalundi og er tengiliður Reykjalundar við háskóla. Menntunar- og hæfniskröfur. • Íslenskt sérfræðileyfi í endurhæfingarlækningum og reynsla á sviði endurhæfingarlækninga • Þekking og reynsla af þverfaglegri teymisvinnu • Leiðtogahæfileikar og stjórnunarreynsla • Þekking og reynsla af mannauðsmálum • Jákvætt viðmót og góð hæfni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði og metnaður í starfi Umsókn skal fylgja staðfestar upplýsingar um nám, fyrri störf, vísindavinnu og reynslu af stjórnunarstörfum. Umsóknarfrestur er til 9. maí 2020. Allar umsóknir eru sendar til stöðunefndar lækna hjá Landlæknisembættinu. Umsókn skal skilað á sérstöku eyðublaði, sem aðgengilegt er á vef Landlæknis, til Önnu Stefánsdóttur starfandi forstjóra anna@reykjalundur.is, sem einnig veitir nánari upplýsingar um starfið eða Guðbjargar Gunnarsdóttur mannauðsstjóra gudbjorg@reykjalundur.is. Framkvæmdastjóri lækninga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.