Morgunblaðið - 23.04.2020, Page 56
56 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2020
Klippt og beygt
fyrirminni og
stærri verk
ÍSHELLU 1 | HAFNARFIRÐI | S. 534 1500 | KAMBSTAL.IS
Iðunn Guðmundsdóttir fæddist á Suður-
eyri við Súgandafjörð 23. apríl 1940.
Sóknarpresturinn á staðnum, sr. Halldór
Kolbeins, skírði hana og prestsfrúin hélt
henni undir skírn og orti til hennar lítið
ljóð eftir athöfnina:
Iðunn litla með ljósan vanga.
Lifðu í æskuglöðum geim.
Ljómandi verði lífs þíns ganga.
Lífguð af sælum Guðaheim.
Foreldrar Iðunnar eru Sigríður Arinbjarn-
ardóttir, fædd 2. mars 1919 í Vestur-
hópshólum í Vestur-Húnavatnssýslu, og
Guðmundur Daníelsson, fæddur 4. októ-
ber 1910 í Guttormshaga í Holtum.
Systkini Iðunnar eru Heimir, fæddur
1944, búsettur í Árborg, og Arnheiður,
fædd 1949, búsett í Kópavogi.
Börn Iðunnar eru Sigríður Marta, fædd
1961, Kolbeinn, fæddur 1962, og Auður,
fædd 1964. Barnabörnin eru sjö og lang-
ömmubörnin tíu.
Frá Suðureyri fluttist fjölskyldan til
Eyrarbakka þar sem Guðmundur var um
langt árabil skólastjóri við Barnaskólann
og starfaði einnig við ritstörf. Hann var
þjóðþekktur fyrir ritstörf og eftir hann
liggur fjöldi ritverka. Eftir að Iðunn hafði
lokið landsprófi á Selfossi lá leiðin að
Laugarvatni þar sem hún lauk stúdents-
prófi 1959. Þaðan lá leiðin í Kennara-
skóla Íslands.
Auk samskipta við fjölskyldu og vini hef-
ur Iðunn haft mikinn áhuga á ferðalögum
og dansi. Hún kynntist núverandi manni
sínum, Ólafi Gränz, á dansleik hjá Komið
og dansið í Templarahöllinni og hafa þau
saman verið félagar í mörgum dans-
félögum og notið þess að fara á stórar
danshátíðir í öðrum löndum. Rock and
roll-hátíðir hafa heillað mest. Á tæplega
30 ára samleið þeirra hafa þau farið í
meira en 60 utanlandsferðir saman.
Brúðkaupsferðin var til Suður-Afríku, þar
var farin Blómaleiðin.
Með húsmóðurhlutverkinu var ævistarfið
jafnan tengt kennslustörfum. Kennara-
ferillinn hófst í Laugalækjarskóla og það-
an í Laugarnesskóla, en lengst af starfaði
hún við Breiðholtsskóla, eða um 35 ár. Á
kennaraferlinum lá leið hennar tvö skóla-
ár í Brattvåg í Noregi þar sem hún
kenndi við unglingaskóla. Iðunn hefur
lengst af verið búsett í Reykjavík.
Hjónin Iðunn Gumundsdóttir og
Ólafur Gränz dansa í gegnum lífið.
Iðunn Guðmundsdóttir 80 ára
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú hefur mikinn sjálfsaga og gerir
stundum of miklar kröfur til sjálfs þín.
Ígrundaðu á hvern hátt þú getur bætt
samskipti þín við ættingja og fjölskyldu.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú stendur fast á skoðunum þínum í
dag og því er hætt við að þú lendir í deil-
um. Þér finnst eins og einhver sé að leggja
stein í götu þína.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Njóttu þess að vera í faðmi fjöl-
skyldunnar og byrjaðu svo á nýju verkefni.
Það er hollt að vera jafnan við öllu búinn
og geta þá notið velgengni og tekist á við
mótlætið.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Ef þú hefur undanfarið átt erfitt
með að sjá fyrir þér þína björtu framtíð,
þá birtir núna til. Mundu að tala skýrt og
skorinort svo allir skilji.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Einhver gæti reynt að hafa áhrif á
fjárhagsáætlun þína. Settu þér einhver
markmið í lífinu og settu niður fyrir þér
hvernig þú ætlar að ná þeim.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Nú er gott að vera djarfur. Gerðu
samt ekkert, nema athuga málavexti fyrst.
Láttu ástvini þína vita hversu mikils þú
metur þá.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú kannt að meta ólík viðhorf sem
umlykja þig, því þau virðast öll geta kennt
þér eitthvað. Staðfesta og ráðsnilld til
skiptis eru leiðin til þess að losa sig við
vandamálin.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Stundum er best að láta aðra
alfarið um sín mál því okkur er ekki ætlað
að lifa lífinu fyrir aðra.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú hefur sterka þörf fyrir að
bæta sjálfa/n þig á einhvern hátt. Nýjar
upplýsingar eru alltaf að berast og við
þeim þarf að bregðast.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Fylgdu hugboði þínu og þér
tekst hugsanlega að koma þér í þá stöðu
að fá tilboð sem þú getur svarað játandi.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Gerðu ekki meiri kröfur til
sjálfs þín en þú ert fær um að standast.
Enginn bíður af því meiri hnekki en þú
sjálfur ef þú reynir að olnboga þig áfram.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Vertu ekki of ákafur í að koma máli
þínu á framfæri því það gæti farið illa í
menn ef þú beitir þrýstingi.
Hólmfríðar. „Hann var með gróður-
hús og hún kom aðallega til að vinna
þar. Svo giftu þau sig hjá sýslumann-
inum 6. ágúst,“ segir hún.
Ófeigur og Lieselotte létu sér hins
Hólmfríður er hálfþýsk, átti þýska
móður, Lieselotte Heucke, sem kom
til Íslands með Esju í hópi 180 Þjóð-
verja árið 1949 til að sinna landbún-
aðarstörfum á Reykjaborg, bæ föður
H
ólmfríður Ófeigsdóttir,
bóndi á Búastöðum á
Vopnafirði, er fædd á
Sauðárkróki en ólst
upp á Reykjaborg í
Lýtingsstaðahreppi og gekk í Steins-
staðaskóla. Hún var við nám við Hús-
mæðraskólann á Löngumýri vetur-
inn 1964–1965 og lauk húsmæðra-
skólaprófi. Hún starfaði í Steins-
staðaskóla 1966–1967 og á Hótel
Reykjahlíð sumarið 1967 þar sem
hún var í eldhúsinu. Haustið 1967 fór
Hólmfríður til Sviss og starfaði á
meðferðarstofnuninni Heilstatte
Ellikon an der Thur til nóvember-
loka 1968. Sinnti hún þar ýmsum
störfum, var meðal annars í sauma-
stofunni. Árið 1969 starfaði hún um
tíma í frystihúsi Skjaldar á Sauðá-
króki en hélt svo til Lübeck í Þýska-
landi og vann þar til 1972. Hún var
sauðfjárbóndi á Búastöðum 1977–
2019 og samhliða því í Handverks-
hópnum á Vopnafirði sem rak Hand-
verkshúsið Nema hvað 1997–2012.
Hefur Hólmfríður verið þátttakandi í
Burstafellsdegi frá upphafi árið 1992,
eins konar safnadegi þar sem forn
vinnubrögð eru til sýnis, auk þess að
taka þátt í ótal sýningum, en hún hef-
ur prjónað úr hreindýraleðri í 15 ár.
Af félagsstörfum má nefna Lifandi
landbúnað, Kvenfélagið Lindina og
Heimilisiðnaðarfélagið.
Hólmfríður er mikil áhugamann-
eskja um hvers kyns handverk og
stundaði það samhliða búskapnum.
Lærði meðal annars gegnum síma að
klippa hreindýraleður.
„Ég hef líka prjónað frá unga aldri
og saumað út, eiginlega lagt stund á
flestar hannyrðir auk þess að jurta-
lita,“ segir Hólmfríður frá.
„Ég nota aðallega jurtir sem ég
þoli ekki,“ segir hún og hlær. „Það
eru lúpína, njóli og kerfill, hvort
tveggja spánarkerfill og skógar-
kerfill, ég hef mikið litað með hon-
um,“ bætir hannyrðakonan við. Hún
kveðst einnig mikil áhugamanneskja
um ættfræði og nánast allt gamalt.
Þau Sigþór Þorgrímsson maður
hennar ráku hvort sitt búið á búskap-
arárum sínum. „Það var bara vegna
þess að við vorum ekki gift, þá vorum
við bara með hvort sitt búið,“ út-
skýrir hún.
vegar ekki nægja að ganga einu sinni
í það heilaga heldur fóru til Lübeck í
Þýskalandi um haustið og giftu sig
aftur þar með viðhöfn. Móðir Hólm-
fríðar varð fyrst þeirra þýsku
stúlkna, sem fluttu til Íslands í at-
vinnuskyni árið 1949, til að giftast ís-
lenskum manni.
Greindi staðarblaðið Lübecker
Nachrichten frá þessu íslensk-þýska
brúðkaupi og var fjallað um það í
kjölfarið á Íslandi, meðal annars í
Tímanum 8. nóvember 1949:
„Hefir þessi hjónavígsla sýnilega
vakið athygli í Lübeck. Lýsir blaðið,
sem fer vingjarnlegum orðum um Ís-
lendinga, því er brúðurin fór til Ís-
lands með Esju í vor ásamt 180 öðr-
um Þjóðverjum, og komu hennar í
byggðarlagið, þar sem nú verður
framtíðarheimkynni hennar, og
fyrstu kynninum af eiginmanninum,
er kom í bíl til þess að sækja hana.
[...] Hjón þessi eru Ófeigur Egill
Helgason, bóndi á Reykjaborg í
Skagafirði, og kona hans, Lieselotte
Heucke frá Lübeck.“
„Ég hef bara ekki hugmynd um
það,“ svarar Hólmfríður ákveðin
Hólmfríður Ófeigsdóttir bóndi – 70 ára
Fjölskyldan Hólmfríður og Sigþór með afkomendum á Akureyri á kosningadaginn 2016.
Nota jurtir sem ég þoli ekki
Topphreindýr Hólmfríður sýnir prjónaða hreindýratoppa á sýningunni
Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur árið 2006.
Til hamingju með daginn