Morgunblaðið - 23.04.2020, Síða 58

Morgunblaðið - 23.04.2020, Síða 58
58 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2020 23. apríl 1977 Guðmundur Sigurðsson og Gústaf Agnarsson verða Norðurlanda- meistarar full- orðinna í ólymp- ískum lyfting- um, fyrstir Íslendinga, á Norðurlanda- mótinu í Laugardalshöll. Guðmundur sigrar í 100 kg flokki og Gúst- af í 110 kg flokki en meðal annarra sem komast á verð- launapall er kúluvarparinn Hreinn Halldórsson sem krækir í bronsverðlaun í þyngsta flokknum. 23. apríl 1978 Ísland tryggir sér brons- verðlaunin á Norðurlanda- móti karla í körfuknattleik með því að sigra Norðmenn, 96:84, í úrslitaleik í Laugar- dalshöllinni. Pétur Guð- mundsson skorar 20 stig fyrir Ísland og er bæði stigahæsti maður mótsins og tekur flest fráköst. Kristján Ágústsson skorar 18 stig og Jón Sigurðs- son 14. 23. apríl 1982 Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik vinnur auð- veldan sigur á Austurríkis- mönnum, 107:76, í vináttu- landsleik í Grindavík. Teitur Örlygsson er atkvæðamestur í íslenska liðinu með 18 stig og Páll Kolbeinsson skorar 16. 23. apríl 1988 Fjóla Ólafsdóttir er fyrst Ís- lendinga til að vinna gull- verðlaun á Norðurlandamóti í fimleikum. Hún sigrar í keppni á tvíslá á mótinu sem fram fer í Finnlandi. 23. apríl 1994 Evrópumeistarinn í þolfimi, Magnús Scheving, fær silfur- verðlaunin í greininni á heimsmeistara- mótinu í Japan, eftir mikið ein- vígi við heima- manninn Keni- chiro Momura. Magnús fær hæstu einkunn allra í undankeppninni en Japaninn nær að skáka hon- um í úrslitunum. Magnús var í kjölfarið á þessum árangri á EM og HM útnefndur íþrótta- maður ársins 1994. 23. apríl 2007 „Ég er smám saman að komast í mitt besta form en það sem skiptir mestu máli er að liðið hefur farið vel af stað, við erum með níu stig af níu mögulegum og liðið hefur bætt sig talvert síðan í fyrra,“ segir Ásthildur Helgadóttir við Morgunblaðið en hún er markahæst í sænsku úrvals- deildinni í knattspyrnu með fimm mörk fyrir Malmö í fyrstu þremur umferðunum. 23. apríl 2014 Morgunblaðið fjallar ítarlega um Ólaf H. Kristjánsson sem hefur verið ráðinn þjálfari Nordsjælland í Danmörku og verður þar með fyrstur Ís- lendinga til að stjórna liði í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Ólafur kveður Breiðablik í júnímánuði til að taka við danska liðinu, eftir að hafa stjórnað Kópavogs- liðinu í tæp níu ár. Á ÞESSUM DEGI KÖRFUBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Óvíst er hvaða verkefni bíða kvenna- landsliðsins í körfuknattleik í sumar. Segja má að þar sé landslið þar sem dagskráin virðist ætla að raskast lítið vegna kórónuveirunnar. Er þá átt við að næstu mótsleikir íslenska liðsins eiga ekki að vera fyrr en í nóvember. Morgunblaðið spurði landsliðsþjálf- arann, Benedikt Guðmundsson, út í þetta og hvort til hefði staðið að nota sumarið til að undirbúa liðið. „Til stóð að spila einhverja vináttulandsleiki. Áður en sam- komubannið var sett á þá var möguleiki að spila við danska landsliðið um mán- aðamótin maí/júní eða á svipuðum árstíma og Smáþjóðaleikarnir eru annað hvert ár. Ég vildi frekar spila síðsumars eða um haustið vegna þess að slík tímasetning er mun nær móts- leikjunum í nóvember. Ég taldi að það myndi nýtast betur en við höfð- um ekki útilokað hinn möguleikann. Þegar allt var sett á ís vegna veir- unnar þá var farið í að vinna í að skoða þann möguleika að spila til dæmis seint í ágúst. En svo hafa hlut- irnir þróast eins og þeir hafa gert. Fyrir vikið er í raun ekki hægt að gera neinar áætlanir varðandi sum- arið vegna ástandsins. Alla vega ekki varðandi það að skipuleggja lands- leiki,“ sagði Benedikt þegar Morgun- blaðið spjallaði við hann. Þurfum leiki gegn sterkum þjóðum Til stóð hins vegar að sögn Bene- dikts að nýta sumarið til æfinga og hann vonast til þess að það verði hægt. „Nú liggur fyrir að börn mega æfa eftir 4. maí og því standa vonir til þess að fullorðnir geti æft körfubolta í sumar. Ég býst ekki við landsliðs- æfingum í júní en vonandi verður hægt að taka einhverja æfingatörn í sumar. Vonandi verður einnig hægt að ferðast og spila þegar líður á sum- arið því okkur vantar fleiri leiki gegn töluvert sterkum þjóðum eins og þeim sem við mætum í Evrópu- keppni til að aðlagast þeim gæða- flokki. Veiran hefur hins vegar sett strik í reikninginn hjá ansi mörgum. Þegar maður er nýbyrjaður í starf- inu og er að reyna að koma sínum áherslum inn þá er sá tími mikil- vægur. Landsliðsþjálfari hefur ekki mikinn tíma með hópnum öfugt við félagsliðin. Það tekur tíma að koma sínum áherslum að. Í síðasta lands- leikjaglugga voru þetta ekki nema þrjár til fjórar æfingar sem við feng- um sem dæmi en ég fékk meiri tíma í kringum Smáþjóðaleikana. Leik- menn æfa þess á milli önnur kerfi með sínum félagsliðum og því þarf að rifja upp hluti þegar landsliðið kemur saman. Maður er alltaf að læra betur inn á þetta.“ Fyrstu tveir leikirnir í reynslubankann Landsliðið á eftir að spila fjóra leiki í undankeppninni. Liðið tapaði fyrstu tveimur síðasta vetur gegn Búlgaríu heima og Grikklandi ytra. Í nóvember og febrúar á liðið eftir að mæta Búlgaríu úti, Slóveníu heima, Grikklandi heima og Slóveníu úti. „Það er alltaf hægt að tína eitthvað jákvætt til. Þessir fyrstu tveir leikir fóru alla vega í reynslubankann. Sjálfur lærði ég betur inn á liðið og leikmennina. Væntanlega lærðu þær einnig inn á mig. Auðvitað var nei- kvætt að tapa báðum leikjunum enda snýst þetta um að vinna leiki. Við stefnum á að gera betur í næsta glugga en vitum að það verður ekki auðvelt enda eru bæði Grikkland og Slóvenía topplið í Evrópu. Frammi- staðan gegn Grikkjum þarf alla vega að vera betri en hún var síðast.“ Kynslóðaskiptin eru hafin Systurnar Berglind og Gunnhildur Gunnarsdætur voru báðar í landslið- inu hjá Benedikt en nú nýtur þeirra ekki við. Berglind slasaðist í bílslysi eins og fram hefur komið og Gunn- hildur ákvað að leggja skóna á hill- una. „Berglind var með á Smáþjóða- leikunum í fyrra en fór í axlaraðgerð nánast strax eftir að við komum til landsins. Hún var því inni í öllum plönum hjá mér. Ég myndi segja að það séu hafin kynslóðaskipti í lands- liðinu. Meðalaldurinn lækkar nánast í hvert skipti sem liðið kemur saman. Maður sá ekki alveg fyrir að Gunn- hildur væri að hætta því hún er enn það góður leikmaður. Þetta er því skellur fyrir landsliðið en ég virði hennar ákvörðun og skil hana eftir að hafa rætt við Gunnhildi. Karfan er bara einn hluti af stóru myndinni í líf- inu.“ Daniella í landsliðið? Varðandi endurnýjun í landsliðinu horfir Benedikt einnig til þess að leikmaður eins og Danielle Victoria Rodriguez geti orðið lögleg með landsliðinu en hún hefur verið einn albesti leikmaður deildarinnar hér heima síðustu árin. „Ég væri til í að sjá leikmann eins og Daniellu fá ríkisfang. Hún býr hérna allan ársins hring, sækir ís- lenskunámskeið, er að þjálfa hérna og borgar skatta. Hún er nánast orð- in Íslendingur eftir fjögur ár á land- inu. Hún er frábær persóna og ekki annað fyrirsjáanlegt en að hún verði hérna. Hana langar til þess að verða íslenskur ríkisborgari veit ég. Hún er að vinna í því að sækja um ríkis- borgararéttinn eftir því sem ég best veit. Kristen McCarthy í Stykkishólmi er önnur sem hefur verið hérna lengi og talar við mann á íslensku. Er einn- ig mjög snjall leikmaður en hún fékk höfuðáverka og spilaði ekki á nýaf- stöðnu tímabili af þeim sökum. Framhaldið hjá henni er væntanlega óljóst. Þarna eru tvö dæmi um leik- menn sem myndu styrkja liðið en eru einnig sterkir persónuleikar. Er þetta allt annað dæmi en hjá sumum bandarískum leikmönnum í karlaflokki sem hafa fengið ríkis- borgararétt og flutt í kjölfarið annað í Evrópu,“ sagði Benedikt Guð- mundsson ennfremur. Vonast eftir æfingatörn í sumar  Benedikt er með kvennalandsliðið í körfubolta í miðri undankeppni EM Morgunblaðið/Hari EM 2021 Hallveig Jónsdóttir sækir að körfu Búlgara í fyrsta heimaleik Íslands í undankeppninni sem fram fór í Laugardalshöll í nóvember. Gróttumenn halda áfram að safna liði fyrir keppnina í úrvalsdeild karla í handknattleik næsta vetur, þar sem þeir verða nýliðar, og hafa nú fengið til sín markvörðinn Stef- án Huldar Stefánsson frá Haukum. Stefán sem er þrítugur kemur sem lánsmaður frá Hafnarfjarðarliðinu en hann kom þangað í vor frá HK eftir að hafa leikið með Kópavogs- liðinu í úrvalsdeildinni í vetur. Stefán kannast við sig á Seltjarn- arnesi en hann lék áður með Gróttu 2014-15 og tók þá þátt í að koma liðinu upp í úrvalsdeildina. Grótta krækir í markvörð Ljósmynd/Grótta Markvörður Stefán Huldar Stefáns- son lék með HK í vetur. Kristín Þorleifsdóttir, landsliðs- kona Svía í handknattleik, mun færa sig um set í sumar og leika með Randers í Danmörku. Kristín er 22 ára gömul og yfirgefur her- búðir sænska meistaraliðsins H 65 Höör. Hún var í sænska landsliðs- hópnum á HM í Japan fyrir hálfu ári. Kristín á íslenska foreldra en er hins vegar fædd í Svíþjóð og hefur búið þar alla tíð. Hún æfði á sínum tíma með yngri landsliðum Íslands. Randers hafnaði í 8. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar í vetur og varð danskur meistari árið 2012. Kristín fer til Danmerkur Ljósmynd/aðsend Sænsk Kristín Þorleifsdóttir leikur með sænska landsliðinu.  Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta er í undankeppni EM 2021 en lokakeppnina á að leika í Frakklandi og á Spáni í júní 2021.  Ísland er í A-riðli ásamt Slóveníu, Grikklandi og Búlgaríu.  Ísland tapaði 69:84 fyrir Búlgaríu á heimavelli og 54:89 fyrir Grikk- landi á útivelli í fyrstu tveimur leikjunum í nóvember 2019.  Liðið leikur við Slóveníu á heimavelli og Búlgaríu á útivelli í nóvember 2020.  Ísland lýkur undankeppninni með heimaleik gegn Grikklandi og útileik gegn Slóveníu í febrúar 2021.  Eftir tvær umferðir er Slóvenía í efsta sæti riðilsins með tvo sigurleiki, gegn Grikklandi, 70:64, og Búlgaríu, 72:64.  Sigurlið riðilsins kemst á EM og þá fara fimm lið af níu sem enda í öðru sæti undanriðlanna í lokakeppnina. Næstu leikir eru í nóvember UNDANKEPPNI EM KVENNA Í KÖRFUKNATTLEIK Benedikt Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.