Morgunblaðið - 23.04.2020, Síða 59

Morgunblaðið - 23.04.2020, Síða 59
ÍÞRÓTTIR 59 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2020 Heimsbyggðin eins og við þekkjum hana hefur ekki áður staðið frammi fyrir því verkefni að endurræsa sig að lokinni far- sótt og það er kannski engin furða að hvert land geri það eftir sínu nefi. Alls staðar er nú glímt við þá þraut að reyna að ýta keppni í íþróttum af stað á ný og óhætt er að segja að engin ein formúla sé í gangi. Hvít-Rússar hafa hingað til gefið veirunni langt nef. Þeir spila enn fótbolta með áhorf- endum og eru með frekar lága útbreiðslu- og dánartíðni. Hversu rétt sem það svo er og hvernig sem það fer að lokum. Hollendingar eru á hinum endanum og hafa hreinlega bannað allar íþróttir í landinu til 1. september. Ítalía, Spánn og England hafa farið einna verst út úr við- skiptum sínum við veiruna en leggja samt allt kapp á að koma sínum fótbolta af stað snemma í sumar. Bandaríkjamenn eru illa staddir eins og er en leita leiða til að halda áfram með NBA- körfuboltann. Aðrir sigla einhvers staðar þarna á milli. Hér á landi er von- ast til þess að íslenski fótboltinn komist af stað í byrjun júní, kylf- ingar ætla af stað í maí og í frjálsíþróttum er bjartsýni á að hægt verði að æfa og keppa inn- an tíðar. Fyrir okkur verður forvitni- legt að fylgjast með Færeyingum og hvernig þeim gengur. Ef ein- hverjir hafa tæklað veiruna betur en við Íslendingar til þessa þá eru það frændur vorir í suðaustri og þeir ætla að hefja sitt fót- boltatímabil 9. maí. En allt stendur þetta tæpt. Heilsa almennings er í forgangi og lítið má út af bregða til að all- ar þessar góðu áætlanir fari fyrir lítið. Eitt hópsmit getur sett allt í uppnám og aftur á byrjunarreit. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is í Evrópumótaröðinni til þess að koma inn í landið. Það hefði vel getað gengið eftir en þá var það komið í umræðuna að setja upp ákveðnar ferðatakmark- anir. Það var því spurningarmerki hvort við myndum komast aftur út úr landinu og þar sem ekki var hægt að ábyrgjast það var bara ákveðið að fresta mótinu. Það var vissulega svekkjandi því auðvitað hefði maður viljað halda áfram að spila eftir gott gengi á síðasta móti.“ Giskar á ágúst Kylfingurinn segir alls kostar óvíst hvenær Evrópumótaröðin, sem er sú næststerkasta í heimi á eftir þeirri bandarísku, muni hefjast að nýju. Valdís ítrekar að ákveðið óvissuástand ríki í golfheiminum eins og í öðrum íþróttum og hún reynir bara að vera tilbúin þegar kallið kemur. „Eins og staðan er núna erum við ekki að fara keppa neitt í maí né júní. Ég veit ekki hvernig þetta verður með júlí en mér finnst nokk- uð líklegt að þetta fari aftur af stað þá. Mitt gisk er samt sem áður það að við munum byrja að spila aftur í ágúst. Það fer hins vegar algjörlega eftir því hver staðan á faraldrinum verður á Bretlandi á þessum tíma þar sem mótin eiga að fara fram þar. Það er lítið annað að gera en að bíða bara þolinmóður eftir fréttum og ég reyni bara að vera tilbúin þeg- ar kallið kemur. Ég á von á því að við munum fá fjórar til sex vikur til þess að undirbúa okkur fyrir næsta mót, og ég myndi þá nýta þann tíma með þjálfaranum mínum. Það er lít- ið um skipulagðar æfingar vegna takmarkana sem hér ríkja en það breytist vonandi eitthvað í júní.“ Þakklát fyrir stuðninginn Valdís hefur sett stefnuna á Ól- ympíuleikana í Tókýó 2021 en hún er sem stendur í 536. sæti á heims- listanum. Valdís þarf að fara upp um sirka hundrað sæti til þess að vinna sér inn þáttökurétt á Ólympíu- leikunum en hennar besta staða á listanum er 299. sæti sem hún náði í mars 2018. „Markmiðið hjá mér er að sjálf- sögðu að komast á Ólympíuleikana 2021 og ég er mjög bjartsýn á að það takist. Ég er einhverjum hundrað sætum frá því að komast inn á leik- ana eins og staðan er í dag. Þetta er vel gerlegt að mínu mati, sérstak- lega ef við tökum mið af síðustu tveimur mótum hjá mér þar sem ég fór upp um einhver hundrað sæti. Ef ég næ stöðugleika í spila- mennskunni ásamt því að vera nokkuð ofarlega á þeim mótum sem fram undan eru á ég mjög góða möguleika held ég. Utanaðkomandi þættir hafa hins vegar líka áhrif og það er hart í ári hjá mörgum fyrir- tækjum vegna efnahagsáhrifa veir- unnar. Mörg fyrirtæki berjast í bökkum og það er erfiðara að fá styrki í dag. Á sama tíma ber ég mikla virðingu fyrir öllum þeim stuðningi sem ég hef fengið í gegn- um tíðina og ég er gríðarlega þakk- lát fyrir hann, enda ekki sjálf- sagður,“ bætti Valdís Þóra við. Æfir púttin í stofunni  Valdís Þóra Jónsdóttir er búin með þrjú mót á Evrópumótaröðinni en bíður og æfir heima á Akranesi  Ólympíuleikarnir eru stórt takmark fyrir árið 2021 Ljósmynd/LET Höfðaborg Valdís Þóra Jónsdóttir á níundu holu á Westlake-golfvellinum í Höfðaborg í Suður-Afríku, en þar keppti hún 12.-14. mars og hafnaði í sjöunda sæti. Síðan var keppni frestað fram eftir sumri vegna kórónuveirunnar. GOLF Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir hefur sett stefnuna á Ól- ympíuleikana í Tókýó 2021 en hún er stödd hér á landi þessa dagana vegna kórónuveirunnar sem nú herjar á heimsbyggðina. Hin þrítuga Valdís viðurkennir að það geti verið krefjandi að æfa þessa dagana með þjálfara sínum þar sem samkomubann ríkir hérlendis og gæta þarf að því að alltaf séu tveir metrar á milli manna. Hún er hins vegar dugleg að æfa lengdarstjórnun í fjörunni við Langasand í heimabæ sínum Akra- nesi og viðurkennir að hún sé spennt fyrir því að hefja leik að nýju á Evr- ópumótaröðinni sem hún er með þátttökurétt á. „Hvað æfingar varðar þá hefur þetta bara gengið ágætlega myndi ég segja,“ sagði Valdís í samtali við Morgunblaðið. „Ég reyni að nýta góðu dagana til þess að fara út og æfa og slá. Ég reyni svo að vera dugleg að hreyfa mig og stunda lík- amsrækt ef svo má segja. Ég hef ekkert farið út á golfvöll enn sem komið er og í sannleika sagt finnst mér ekkert sérstaklega gaman að spila á vetrargrínum. Þau eru allt öðruvísi en grínin sem ég er vön að spila á. Ég hef mest verið að ein- beita mér að lengdarstjórnun; pútta á golfmottunni inn í stofu og svo slá uppi í golfskýli þegar vindáttin er hagstæð. Það erfiðasta í þessu öllu saman er eflaust að halda svefnrútínunni. Maður dettur kannski í bók á kvöld- in og svo er klukkan allt í einu orðin tvö að nóttu til. Ég fylgi ekki neinni ákveðinni æfingaáætlun heldur reyni ég að einbeita mér að því sem hægt er að gera hverju sinni og því sem mér finnst gaman að gera. Ég er þakklát fyrir það að gera æft uppi á Skaga enda mun minna af fólki hér en í bænum og aðstaðan hér, bæði í og við bæinn, er mjög góð.“ Var að hitna Valdís var á frábærum skriði á Evrópumótaröðinni áður en öllu mótahaldi var frestað um óákveðinn tíma vegna kórónuveirunnar. Hún hafnaði í sjöunda sæti á South Afric- an Women’s Open-golfmótinu í Höfðaborg í Suður-Afríku um miðj- an mars og var á leið til Sádi-Arabíu þegar allt var blásið af. „Ég er nokkuð sátt með frammi- stöðuna í Suður-Afríku og ég fann það þar að ég var að hitna og það var kominn góður gangur í golfið hjá mér á þessum tímapunkti. Við áttum svo að fara til Sádi-Arabíu frá Suður-Afríku og keppa þar. Það var í raun allt reynt til þess að koma okkur þangað og í fyrstu var reynt að fá undanþágu fyrir þátttakendur Auknar líkur eru taldar á því að Meistaradeildirnar í knattspyrnu verði spilaðar í ágúst, sem og Evrópudeildin. BBC hefur heimildir fyrir því að lagt sé upp með að öllum deilda- keppnum verði lokið fyrir 31. júlí og í ágúst taki Evrópukeppnir við. Fram kemur jafnframt að ekki hafi verið teknar ákvarðanir um þetta en auknar líkur séu á því að UEFA vilji reyna að fara þessa leið. Í gær fengu aðildarlönd UEFA skilaboð um að þessi mót gætu ver- ið í sumar. Meistaradeildin á fullu í ágúst? AFP 0:3 Bæjarar voru öflugir rétt áður en keppninni var frestað. Phil Neville er sagður ætla að hætta störfum sem þjálfari enska kvennalandsliðsins í knattspyrnu sumarið 2021 og munu því ekki stýra því í Evrópukeppninni á heimavelli á Englandi, en henni verður frestað til sumarsins 2022. The Times segir að samkvæmt heimildum sínum muni enska knatt- spyrnusambandið tilkynna þetta í dag og samkomulag hafi verið gert við hann um að taka þátt í að finna eftirmann sinn. England hafnaði í 4. sæti á HM 2019 undir stjórn Nevilles. Verður Neville ekki á EM? AFP Landsliðsþjálfari Phil Neville tók við enska liðinu í fyrra. Veiktust leik- menn ítalska knattspyrnuliðs- ins Inter Mílanó flestallir af kór- ónuveirunni áður en vart hafði orð- ið við hana í Evr- ópu? Romelu Lu- kaku, belgíski framherjinn hjá Inter, telur lík- legt að svo hafi verið, mánuði áður en opinberlega var tilkynnt um smit í landinu. „Við vorum í vikufríi í desember, mættum svo aftur til vinnu og ég sver að 23 leikmenn af 25 voru veikir. Ég er ekki að grínast. Við lékum gegn Cagliari 26. janúar. Allir voru hóstandi og með hita. Þegar ég hitaði upp fyrir leikinn var ég heitari en vanalega. Ég hafði ekki fengið hita í mörg ár. Eftir leikinn átti ég að fara í kvöldverð með gestum en ég kvaddi þá og fór beint í rúmið. Við fórum aldrei í skimun fyrir kór- ónuveirunni á þessum tíma svo við munum aldrei vita hvað þetta var,“ sagði Lukaku við belgísku sjón- varpsstöðina VIER. Veiktust þeir á undan öll- um öðrum? Romelu Lukaku Valdís Þóra Jónsdóttir hefur verið með á öllum þremur mótum Evrópumótaraðarinnar 2020.  Hún hafnaði í 137. sæti á fyrsta mótinu í Bonville í Ástr- alíu.  Hún hafnaði í 21. sæti á öðru mótinu í Nýja-Suður-Wales í Ástr- alíu.  Hún hafnaði í 7. sæti á þriðja mótinu í Höfðaborg í Suður- Afríku.  Valdís er samtals í 37. sæti á stigalista mótaraðarinnar eftir þessi þrjú mót.  Næsta mót á að fara fram í Terramar á Spáni 16.-19. júlí.  Verðlaunafé hennar á mótaröð- inni á árinu er 7.353 evrur, eða rúmlega 1.160 þúsund krónur.  Samtals hefur Valdís keppt á 42 mótum á mótaröðinnni og fjórum sinnum hafnað í einu af tíu efstu sætunum. Valdís Þóra er í 37. sæti EVRÓPUMÓTARÖÐIN 2020

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.