Fréttablaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 8
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Börnin fá æsku sína aðeins einu sinni, ólíkt flugfélögum og ráðherrum sem mega gera sömu vitleysuna aftur og aftur. Þetta er þekkt aðferð hjá Sjálf- stæðisflokkn- um og hans bakhjörlum; að grafa undan, smætta og jaðarsetja þá sem setja þeim eðlileg mörk. Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur @frettabladid.is Faxafeni 11 • Sími 534 0534 Finndu okkur á Fermingarskraut í úrvali! ■ Myndaveggir ■ Nammibarir ■ Kortakassar ■ Servíettur ■ Borðrenningar ■ Blöðrur (fyrir loft/helíum) ■ Blöðrubogar/lengjur/hringir (fyrir loft) ■ Súkkulaðiegg í þemalitum veislunnar ■ Kerti ■ Og margt fleira ■ Veggborðar þar sem hægt er að raða bókstöfum saman í hvaða orð sem er, t.d. nafn fermingarbarns, „Ferming“, „Myndaveggur”, „Kort”, „Nammibar” Vöruúrvalið er að finna á facebook síðu Partýbúðarinnar Skýrsla – blað – skjal Margir vörpuðu öndinni léttar þegar í gær kom í ljós að þríblöð ungur Verðlagsstofu kom í leitirnar og er kominn í hendur Samherja. Það er ekki heiglum hent að segja hvað þríblöðung ur inn er. RÚV segir skýrsla, Sam herji segir að þetta sé hluti af excel-skjali, en f lestir eru sammála um að þetta sé blað, eða blöð. Það verður engin samstaða milli RÚV og Sam- herja um hvað barnið á að heita. Til er leikur sem heitir skæri, blað, steinn. Hann má nota til að komast að nið ur stöðu um f lókn- ustu mál, jafn vel þetta. Það væri gott sjónvarp yrði þetta útkljáð þannig í beinni. Sambærilegu málin Allt ætlaði um koll að keyra, aft ur, þegar upp komst að dóms mála ráð herra hefði feng ið „skutl“ með þyrlu Land helg is- gæsl unnar til að kom ast á fund. Aðrir ráðherrar eru uggandi um að fjall að verði um sambærileg mál hjá sér og sínum undir- stofnunum. Félagsmálaráðherra þarf ekki að bíða í röð til að kom ast í viðtal hjá félagsráð- gjafa. Þá er utanríkisráðherra með fríverslunarsamning við AliExpress. Fjármálaráðherra er alltaf fyrsti í hverjum mán uði til að fá greiddar barnabæt ur og samgöngu ráðherra fær heim- reið ina mokaða daglega. Svo er bakgarður umhverfisráðherra þjóðgarður. Tæpt ár er síðan ég spurði Eyþór Arnalds hvort afskriftir Samherja hafi verið gjöf eða eftirgjöf skuldar til hans, kjörins fulltrúa, og um leið hvort hann sé í vasanum á Samherja. Ég kallaði eftir því að hann gerði heiðarlega grein fyrir sínu sambandi og samskiptum við Samherja, sérstaklega eftir að sýnt var fram á að Eyþór hafi tengsl við fyrirtæki sem Sam- herji notar til að múta stjórnmálafólki um allan heim. Einfaldar spurningar sem hann hefur aldrei svarað til fulls. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í stærsta sveitar- félagi landsins hefur hingað til komist upp með að fá gefnar hundruð milljóna frá Samherja. Í stað þess að svara ákvað Eyþór að draga mig fyrir forsætisnefnd og saka mig um brot á siðareglum. Þetta er þekkt aðferð hjá Sjálfstæðisflokknum og hans bak- hjörlum; að grafa undan, smætta og jaðarsetja þá sem setja þeim eðlileg mörk. Aðför Samherja að fjölmiðla- frelsinu þar sem fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan er tekinn fyrir er ágætis dæmi um aðferðirnar. Í því máli liggja þræðir beinustu leið til Valhallar. Síðasta útspil Samherja í leit sinni að tilfallandi afvegaleiðingu snýst um hvort gagnið sem gagn- rýni fjölmiðlamannsins byggist á kallist „skýrsla“ eða „vinnuskjal“. Þetta er bjánalegur útúrsnúningur. Merkjum okkur að staðfest hefur verið að plaggið er til sem þýðir að upphafleg vörn Samherja um að gagn- rýnin byggi á uppspuna hélt ekki vatni. Fyrrum stjórnarformaður Samherja, náinn vinur forstjórans og ákafur styrkþegi frá fyrirtækinu, er enn sjávarútvegsráðherra þrátt fyrir að staðfest sé að hann var notaður sem leikmunur á hákarlafundi. Þorsteinn Már kynnti Kristján sem „sinn mann“ í ríkisstjórn. Enn sleppur oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík við að svara fyrir himinháar upphæðir frá Samherja í gegnum Kýpurfyrirtæki sem notað er til að múta stjórnmálamönnum víða um heim. Enn stundar fyrir- tækið linnulausa áróðursherferð gegn siðferðisvitund okkar allra í stað þess að koma heiðarlega fram. Þeir standa jú alltaf saman, samherjarnir. Samherjar Sjálfstæðisflokksins Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík Fæstir Íslendingar hafa upplifað aðra eins skerðingu á mannréttindum og við búum nú við. Persónulegt frelsi okkar hefur verið skert verulega. Við megum ekki faðmast og hægt er að svipta okkur frelsi fyrir það eitt að hafa verið á röngum stað á röngum tíma og þau okkar sem eru í útlöndum mega ekki koma heim nema undirgangast mjög íþyngjandi sótt- varnaráðstafanir fyrst, að viðlögðum sektum. Við höfum minna rætt þau mannréttindi sem viðbúið er að verði verulega skert í þeirri efnahags- kreppu sem nú er skollin á. Alþingi kemur saman á morgun til að ræða ráð- stafanir í ríkisfjármálum og leggja línur fyrir erfiða tíma fram undan. Ljóst er að hallarekstur verður á ríkissjóði vegna tekjuhruns í ferðaþjónustu og ráðstafana ríkisstjórnarinnar til að bjarga því sem bjargað verður í atvinnulífi landsins. Ekki er hægt að segja með vissu hve lengi erfiðleik- arnir og áhrif þeirra á þjóðarbúið muni vara en fyrir þá einstaklinga sem misst hafa vinnuna er hins vegar veruleg hætta á langtímaáhrifum. Afkomubrestur getur haft veruleg áhrif til langs tíma fyrir einstakl- inga og fjölskyldur þeirra, jafnvel þótt atvinnuleysið standi ekki lengi yfir. Ungt fjölskyldufólk sem er að koma sér upp þaki yfir höfuðið og koma börnum á legg þolir ekki slíkan afkomubrest, jafnvel þótt hann standi aðeins um skamma hríð. Réttur til félagslegs öryggis er tryggður í stjórnar- skránni. Hann felur í sér jákvæðar skyldur ríkisins til að reka velferðarkerfi sem tryggir þeim sem þess þurfa mannsæmandi framfærslu. Fjármálaráðherra hefur hafnað kröfu ASÍ um hækkun atvinnuleysisbóta. Hann óttast að því fólki sem byggt hefur upp öflugustu atvinnugrein lands- ins fari að líða of vel á bótum verði fjárhæðir til þeirra togaðar upp fyrir fátæktarmörk. Fjöldi fólks sem misst hefur vinnuna að undan- förnu hefur enn engar bætur fengið en Vinnumála- stofnun ræður ekki við mikinn fjölda umsókna sem streyma til stofnunarinnar. Forstjórinn mælist til þess að hin atvinnulausu borgi fyrir þessar annir stofnunarinnar með yfirdrætti hjá fjármálastofn- unum og hefur þannig sjálf slegið tóninn fyrir lang- tímafjárhagsvanda fjölda fjölskyldna. Börn fólks sem misst hefur vinnuna verða vonandi efst í huga alþingismanna og ráðherra sem koma saman á morgun til að ræða ríkisfjármálin, eftir að hafa þurft að biðjast afsökunar á lúxuslífi sínu. Vonandi muna þau að faraldurinn hefur nú þegar haft mikil áhrif á lífsgæði barna. Þótt sóttvarnaráð- stafanir í skólum séu tímabundnar er óvíst að áhrif þeirra verði tímabundin, enda á hvert barn bara eina æsku. Enginn fer oftar en einu sinni í þriðja bekk. Skerðum ekki lífsgæði barna meira en ítrasta nauð- syn krefur og festum þau ekki í fátæktargildru með foreldrum sínum. Börnin fá æsku sína aðeins einu sinni, ólíkt f lugfélögum og ráðherrum sem mega gera sömu vitleysuna aftur og aftur. Pössum börnin 2 6 . Á G Ú S T 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.