Fréttablaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 13
KYNNINGARBLAÐ Framhald á síðu 2 ➛ Heilsa M IÐ V IK U D A G U R 2 6. Á G Ú ST 2 02 0 Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is DAG HVERN LESA 93.000 ÍSLENDINGAR FRÉTTABLAÐIÐ AÐ MEÐALTALI HEIMILD: PRENTMIðLAMÆLING GALLUP OKT-DES 2019, 12-80 ÁRA, ALLT LANDIð HAGSTOFA ÍSLANDS, MANNFJÖLDATÖLUR, 2019 Ófeimin að opinbera og ræða sína geðveiki Myndskáldið Halla Birgisdóttir var á leið til Spánar þegar hún fékk geðrof og fannst hún stödd mitt í eigin raunveruleikasjónvarpsþætti. Hún lauk nýlega við að skrifa og myndskreyta sjálfsævisögulega bók um lífsreynslu sína. Ég veiktist í byrjun árs 2011. Þá var ég á leið til Spánar með kærastanum mínum og tveggja og hálfs árs dóttur. Við þurftum að millilenda í London en komumst ekki lengra á ferðalaginu því þegar þangað var komið fannst mér ég vera stödd í raunveru- leikasjónvarpsþætti þar sem allt sem ég sá, heyrði og upplifði hafði mikilfenglega merkingu sem leiddi mig áfram. Flugvélar flugu vegna þess að ég gekk undir þeim, sem og dúfurnar sem flugu yfir höfði mér og voru sendar þangað af stjórn- endum leiksins. Í raun hélt ég að öll borgin snerist bara í kringum mig,“ segir myndlistarkonan Halla Birgisdóttir um reynslu sína af geð- rofi sem náði hámarki á flugvelli í Lundúnum. „Kærastinn minn áttaði sig engan veginn á því hvað væri að gerast né að um geðrof væri að ræða, ekki fyrr en ég var komin það langt frá raunveruleikanum að hann vissi að það væri eitt- hvað mikið að og að það þyrfti að hjálpa mér,“ segir Halla sem var með skyndi lögð inn á geðdeild í London þar sem hún var í nokkrar vikur og fljótlega eftir að hún kom heim til Íslands var hún aftur lögð inn á geðdeild Landspítalans. „Ég sjálf skynjaði ekki veikindin því á meðan maður er í geðrofi er allt sem maður upplifir manns eigin sannleikur og raunveruleiki. Ég var því heppin að vera ekki ein þegar geðrofið helltist yfir mig í London og það getur skipt sköpum í svona aðstæðum. Lengi vel vissi ég ekki hvernig ég ætti að takast á við þetta en í dag er ég ekki lengur hrædd. Ég hef fundið minn rétta takt þó svo að maður viti aldrei hvað getur komið upp á. Að heiman kom líka til okkar fólk til að vera hjá manninum mínum og dóttur svo við vorum aldrei ein,“ segir Halla. Léttir að vita ástæðuna Veikindi Höllu höfðu byggst upp smám saman þótt hún hafi ekki gert sér grein fyrir því þá. „Ég var 22 ára þegar ég lenti í geð- rofi en hafði þá allt frá unglingsár- unum upplifað vanlíðan, vott af þunglyndi og kvíða. Eftir geðrofið, og í framhaldi þegar að ég greindist með geðhvörf, var því ákveðinn Halla Birgisdóttir hefur nú opinberað lífsreynslu sína af geðrofi í bók og vonast til að bókin geti orðið öðrum til hjálpar. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.