Fréttablaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 28
Margir vinir mínir
sem fjárfesta í
nýsköpun gera gys að mér og
segja að ég sé of áhættu-
fælinn. Ég segi að það sé af
og frá, ég vil bara ekki
fjárfesta í sprotafyrirtæki
sem mun ekki ganga upp.
Hingað til hef ég
ekki tapað á að
fjárfesta í sprotafyrirtækj-
um sem ég hef unnið með, og
vona að það breytist ekki.
Helgi Vífill
Júlíusson
helgivifill@frettabladid.is
Bala Kamallakharan, sem rekur fjárfestinga-félagið Iceland Venture Studio, vinnur að því að safna í stærri vísisjóð til að fjárfesta í nýsköp-
unarfyrirtækjum sem eru komin
lengra á veg en þau sem hann fjár-
festir í nú þegar. Hann á í viðræðum
við lífeyrissjóði og stærri fjárfesta
um þátttöku í framtakssjóðnum.
Fjárfestingafélagið hóf göngu
sína í lok árs 2018 og hefur Iceland
Venture Studio safnað 3,6 millj-
ónum dala frá fjárfestum, jafnvirði
tæplega fimm hundruð milljóna
króna, í tveimur atrennum, í því
skyni að fjárfesta í upphafsstigum
fyrirtækja. Félagið hefur hingað til
einungis fjárfest í fyrirtækjum þar
sem verkefnin eru komin stutt á leið
og fámennur hópur hefur komið
auga á tækifærin í þeim lausnum og
vörum sem verið er að þróa. Félagið
hefur fjárfest í sex sprotum en ekki
er um að ræða vísisjóð með tiltekinn
líftíma heldur fjárfestingafélag.
Fjögur af sex fyrirtækjum í eigna-
safninu eru íslensk og af hinum
tveimur er annað indverskt (en Bala
er þaðan) og hitt ísraelskt. „Við tak-
mörkum ekki fjárfestingar okkar
við landfræðilega staðsetningu
enda fjárfestum við í tækni sem
leysir tiltekinn vanda á heimsvísu.
Viðskiptavinir eru um heim allan,“
segir hann.
Erlendir fjárfestar
Að sögn Bala hafa nokkrir erlendir
fjárfestar lagt Iceland Venture Stud-
io til fé, þar á meðal Bre Pettis, sem
situr í fjárfestingaráði fjárfestinga-
félagsins ásamt Ara Jónssyni, rektor
Háskólans í Reykjavík, Magnúsi
Bjarnasyni, stofnanda Mar Advis-
ors, og Ingrid Vanderveldt fjárfesti.
„Bree Pettis stofnaði MakerBot
Industries, sem framleiðir þrí-
víddarprentara og f lutti erindi á
ráðstefnu á vegum Startup Iceland
sem ég stóð að,“ segir hann.
Bala lagði einnig eigin fjármuni
undir. „Ég fjárfesti í Iceland Venture
Studio. Það er mikilvægt að leggja
eigið fé undir til að hvatar fjárfest-
ingafélagsins séu réttir (e. skin in the
game).“
Fjárfestu lífeyrissjóðir í Iceland
Venture Studio?
„Nei, þeir vilja ekki fjárfesta fyrir
jafn lágar fjárhæðir og gert er á upp-
hafsstigum fyrirtækja. Ég er hins
vegar að vinna að því að koma á fót
stærri sjóði í samstarfi við lífeyris-
sjóði sem myndi starfa eftir sömu
fjárfestingastefnu og nú er unnið
eftir, nema fjárfesta í sprotum sem
eru komnir lengra á veg. Margir
frumkvöðlar hafa leitað til mín
en ég hef ekki séð mér fært að fjár-
festa í fyrirtækjum þeirra því þau
voru komin of langt á veg, þau voru
komin með gott teymi og að stækka
á heimsvísu. Ég hef vegna þessa því
miður þurft að hafna góðum fjár-
festingartækifærum.“
Bala segir að fjárfestingastefnan
sé leiðarljós í fjárfestingum hans.
Hún hverfist um að algóritmar, gögn
og framleiðsluferli séu ekki lengur
miðstýrð. „Það er ef til vill best að
útskýra þetta með dæmi. Við fjár-
festum í RetinaRisk. Fyrirtækið
þróaði algóritma sem venjulega er í
heilbrigðiskerfinu en við bjuggum
til einfalt forrit í síma svo að hver sá
sem þjáist af sykursýki geti fræðst
um hverjar líkurnar séu á að hann
verði blindur. Þetta er gott dæmi
um algóritma sem er ekki lengur
miðstýrt.“
Einn af stofnendum fyrirtækis-
ins er Einar Stefánsson, prófess-
or í augnlækningum við Háskóla
Íslands. Hann stofnaði sömuleiðis
nýsköpunar f yrirtækið Oculis,
sem þróar augnlyf fyrir sjúkdóm
sem herjar á sykursjúka. Það hefur
vaxið hratt á undanförnum árum.
Thor Aspelund, prófessor í líftöl-
fræði, sem fer fyrir þróun á spálík-
ani heilbrigðisyfirvalda um þróun
COVID-19 smita, hannaði spálíkan
RetinaRisk.
„Við fjárfestum í RetinaRisk árið
2018 og um hálf milljón manna
hefur sótt forritið um heim allan.
Fyrirtækið vex hratt. Næsti áfangi
er að fá notendur til að greiða fyrir
þjónustuna,“ segir Bala.
Í hverju felst þín vinna við að
aðstoða fyrirtækin?
„Ég ver miklum tíma með teym-
unum. Við veltum fyrir okkur
hvernig hægt sé að fjölga notendum/
viðskiptavinum og hvaða leiðir séu
færar í markaðs- og sölumálum.
Ég starfa jafnframt náið með vöru-
teymum og við ræðum upplifun
notenda og hvaða þörfum við erum
Safnar í vísisjóð fyrir stærri sprota
Þótt Bala Kamallakharan fjárfesti í sprotum er fjárfestingafélag Warrens Buffett fyrirmynd hans. Hann segir að það geti verið byrði
á fyrirtækjum á klakstigi að ráða óvant starfsfólk. Hefur ekki tapað fé á því að fjárfesta í sprotum sem hann hefur unnið náið með.
„ Frumkvöðlar, sem vilja selja fyrirtæki sín fljótt, eru að byggja upp léleg fyrirtæki. Það byggir enginn framúrskarandi fyrirtæki og er með hugann við að selja það,“ segir Bala Kamallakharan. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
2 6 . Á G Ú S T 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R10 MARKAÐURINN