Fréttablaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 29
Ef ég hefði beðið eftir að safna í sjóð sem stendur undir laun- unum mínum væri ég enn að bíða. Þannig vil ég ekki haga lífi mínu heldur byggja upp fyrirtæki og fjárfesta í frumkvöðlum. Að mínu mati eru þeir frumkvöðlar sem vilja selja fyrirtæki sín hratt, að byggja upp léleg fyrirtæki. „ Frumkvöðlar, sem vilja selja fyrirtæki sín fljótt, eru að byggja upp léleg fyrirtæki. Það byggir enginn framúrskarandi fyrirtæki og er með hugann við að selja það,“ segir Bala Kamallakharan. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI að mæta, hvað notendur vilja upp- lifa og hvernig við getum farið fram úr væntingum þeirra. Með hjálp víð- feðms tengslanets kem ég einnig að því að ráða starfsfólk og aðstoða við að fyrirtækið stígi rétt skref fram á við.“ Byrjar á 3–7 milljónum Hvað fjárfestir Iceland Venture Studio venjulega fyrir mikið í hverju fyrirtæki? „Okkar leið er ólík flestum öðrum fjárfestum í nýsköpun. Við byrjum á að fjárfesta fyrir lága fjárhæð, 25–50 þúsund dollara, jafnvirði 3–7 millj- óna króna, og leggjum fyrirtækj- unum svo til meira fé ef vel gengur. Við höfum til dæmis fjárfest fyrir hálfa milljón dollara í RetinaRisk.“ Hvað ertu reiðubúinn að fjárfesta fyrir mikið í einu fyrirtæki? „Það er ekki fjallað um það í samþykktum félagsins. Miðað er við að leggja ekki meira en 20 pró- sent af fjárfestingarfé okkar í hvert fyrirtæki til að áhættan verði ekki of mikil af einu fyrirtæki í eignasafn- inu. Það væri kannski ekki stórmál ef umfang eins yrði meira, en við viljum stýra áhættunni.“ Hvað heldurðu að mörg fyrirtæki í eignasafninu muni slá í gegn og hve mörg ganga ekki upp? „Iceland Venture Studio hefur fjárfest í sex fyrirtækjum og þeim vegnar öllum vel. Ég nálgast fjár- festingarnar ekki með þessu hugar- fari. Ég bý að því að hafa starfað með öguðum hætti í viðskiptalífinu og trúi því ekki á líkur hvað þetta varð- ar. Ef heimurinn þarfnast tiltekinnar þjónustu er hægt að leita uppi fólk sem þarf á henni að halda, og rukka notendur um meira en sem nemur kostnaði fyrirtækisins. Það að fjárfesta í nýsköpun er ekki eins og að leggja undir í spila- víti. Frumkvöðull sem ég hef trú á, leggur allt sitt í sprotafyrirtækið, hvers vegna ætti ég að halda að það muni ekki ganga upp hjá honum? Ég stend með frumkvöðlunum. Mín hugmyndafræði er að það njóti allir góðs af því ef frumkvöðlinum tekst ætlunarverkið. Með þeim hætti byggi ég upp Iceland Venture Studio. Margir vinir mínir sem fjárfesta í nýsköpun gera gys að mér og segja að ég sé of áhættufælinn. Ég segi að það sé af og frá, ég vil bara ekki fjár- festa í sprotafyrirtæki sem mun ekki ganga upp. Ég hef hagað mér með þessum hætti í meira en áratug og ekki tapað eyri á að fjárfesta í sprota- fyrirtækjum.“ Ekki tapað á sprotum Það getur ekki verið, þú hlýtur að hafa tapað á einhverju? „Hingað til hef ég ekki tapað á að fjárfesta í sprotafyrirtækjum, sem ég hef unnið með, og vona að það breytist ekki.“ Hvað hefurðu fjárfest í mörgum? „Ég hef fjárfest í kringum 30 fyrirtækjum. Mörg þeirra voru sem „engill“ þar sem ég var ekki í beinum samskiptum við teymin og um var að ræða mjög lágar upphæðir. Teymi sem ég hef unnið beint með og tekið virkan þátt í viðganginum hafa gert mjög góða hluti. Fyrst fjár- festi ég í Clara, því næst Greenqloud, þriðja var Buuteeq og fjórða var Guide to Iceland.“ Fyrstu þrjú fyrirtækin voru keypt af fyrirtækjum sem skráð eru á Nas- daq-hlutabréfamarkaðinn í Banda- ríkjunum. Hvað reiknarðu með að eiga fyrir- tækin í eignasafninu lengi? „Við getum ekki ráðið því hvað það tekur langan tíma að selja fyrir- tækin. En við getum stýrt því hvað það tekur langan tíma að rekstur þeirra verði sjálfbær, í því skyni að þau brenni ekki peningum. Í Kísildalnum er hugmynda- fræðin sú að fyrirtækin brenni eins miklu af peningum og þeim er unnt svo þau geti aflað eins margra not- enda og kostur er. Uber er dæmi um það. Að mínu mati er það hræðileg hugmynd. Rekstur fyrirtækja þarf að standa undir sér.“ Hversu erfitt verður að selja fyrir- tækin í eignasafninu eftir einhver ár? „Stofnendur fyrirtækjanna ráða þeirri vegferð. Ég segi þeim ekki hvað þeir eigi að gera hvað það varð- ar. Alla jafna eigum við lítinn hlut í fyrirtækjunum en höfum vissulega áhrif. Að mínu mati eru þeir frum- kvöðlar, sem vilja selja fyrirtæki sín fljótt, að byggja upp léleg fyrirtæki. Það byggir enginn framúrskarandi fyrirtæki og er með hugann við að selja það. Mark Zuckerberg hefði getað selt Facebook eftir þrjú ár og efnast vel en þá hefði hann ekki byggt upp stórveldið sem það er í dag.“ Vanþroskað sprotaumhverfi Bala segir að vandinn við sprotaum- hverfið hérlendis sé hve vanþroskað það er. „Við erum ekki með frum- kvöðla sem geta fjárfest ríkulega í sprotafyrirtækjum eftir að hafa selt nýsköpunarfyrirtækið sitt, eins og tíðkast til dæmis í Kísildalnum. Það mun taka tíma, en þegar landslagið verður með þeim hætti mun okkur vegna betur. Að mínu mati er ekki fjárfest nóg í sprotafyrirtækjum á Íslandi. Í stað þess að fjárfesta fyrir eina milljón dala í einu fyrirtæki ætti að fjárfesta í tíu fyrirtækjum fyrir 100 þúsund dali. Það væri betri hvati fyrir frum- kvöðla. Það er nefnilega erfitt að fá fyrstu fjárfestana til liðs við sig, það er mun auðveldara að fá eina millj- ón dala í fjármögnun en hundruð þúsund því í þeim tilvikum er búið að eyða miklu af áhættunni, sem er þegar frumkvöðlar stíga sín fyrstu skref. Þegar fyrirtækin geta safnað hærri fjárhæðum eru þau oft búin að sanna gildi sitt og nota fjármagnið til að vaxa.“ Hann segir að 100 þúsund dalir nýtist nú mun betur en fyrir áratug. COVID-19 hafi sýnt það að fyrir- tækin séu ekki bundin af því að ráða íslenska hugbúnaðarverkfræðinga heldur geti leitað hvar sem er. Skýja- þjónusta geri það sömuleiðis að verkum að rekstur fyrirtækjanna sé ódýrari en áður. Forritarar eru ódýrari víða erlend- is. „Þetta snýst ekki einvörðungu um kostnað heldur líka að þeir séu á lausu. Flestir góðu hugbúnaðar- verkfræðingarnir á Íslandi eru nú þegar í vinnu. Fólkið sem er á lausu er ekki með starfsreynslu. Það getur verið byrði fyrir fyrirtæki á klak- stigi að ráða óreyndan starfsmann því það þarf að kenna honum allt og það getur verið erfitt að byggja upp fyrirtæki við þær aðstæður. Á klakstigi er því gott að geta ráðið starfsfólk hvaðanæva að úr heiminum sem kemur inn með mikla reynslu og þekkingu og getur aðstoðað fyrirtækið við að byggja upp tækni sína fljótt og örugglega. En ég segi alltaf að staðsetning skipti ekki máli í rekstri hugbún- aðarfyrirtækja. Fólk frá yfir 100 löndum hefur sótt hugbúnað frá íslenska fyrirtækinu RetinaRisk.“ Bala bendir einnig á að það þurfi að hafa yfir að ráða vissri kunnáttu þegar ráða á hugbúnaðarverkfræð- inga, því þeir séu misfærir. Hann segir að sama skapi að við á Íslandi verðum að þora að hugsa stærra. „Við getum leyst vandamál á heimsvísu. Stórfyrirtæki voru ekki stór þegar þeim var ýtt úr vör heldur voru þau lítil fyrirtæki að leysa stórt vandamál,“ segir Bala. Warren Buffett er fyrirmynd Áttu þér fyrirmynd í rekstri Iceland Venture Studio? „Ég er fjárfestir og horfi til þess hvernig Warren Buffett hefur byggt upp Berkshire Hathaway. Við viljum byggja upp stöndug, verðmæt fyrir- tæki sem við fáum greiddan arð frá, fara á markað eða sameinast öðrum fyrirtækjum.“ - Er Iceland Venture Studio nógu stór til að standa straum af launum og fleiru í þá veru? „Ég hugsa ekki um mín laun fyrst heldur hvaða vanda ég get tekið þátt í að leysa. Ef það gengur upp hjá okkur mun ávöxtunin standa undir launum mínum og miklu meira en það. Ég fæ lítils háttar þóknun fyrir mína vinnu í dag, en hún er ekki há miðað við fólk með minn bakgrunn og mína reynslu,“ segir hann. Bala er með þrjár meistaragráður og hefur unnið sem stjórnunarráðgjafi og í banka. „Ef ég hefði beðið eftir að safna í sjóð sem stendur undir laununum mínum væri ég enn að bíða. Þann- ig vil ég ekki haga lífi mínu heldur byggja upp fyrirtæki og fjárfesta í frumkvöðlum. Það mun borga sig til lengri tíma litið.“ Innflytjendur leggja meira á sig Innflytjendur þurfa að leggja harðar að sér til að ná langt í nýju landi, segir Bala. „Ég er alltaf reiðubúinn að fjárfesta í öðrum innflytjendum og hef gert það tvisvar, hluti stofnenda Guide to Iceland er af erlendu bergi brotinn og Breti er á meðal stofnenda Greenvolt.“ Lykillinn margborgar sig á Kvikk stöðvunum* Þú nálgast lykilinn í verslunum Kvikk eða á Orkan.is Pylsupartí Pylsa + ½ lítri af gosi að eigin vali frá Ölgerðinni 499 kr. Red Bull Orkudrykkir 199 kr. Frítt á könnunni Ókeypis kaffi og kakó Sbarro tilboð á Vesturlandsvegi Sneið + drykkur 690 kr. OPIÐ 24/7 Kvikk: Dalvegi, Suðurfelli, Vesturlandsvegi og Fitjum *G ild ir e in g ö ng u g eg n fr am ví su n O rk ul yk ils /- ko rt s. T ilb o ð in g ild a til 3 1. á g ús t 2 02 0. MARKAÐURINN 11M I Ð V I K U D A G U R 2 6 . Á G Ú S T 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.