Fréttablaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 16
MARKAÐURINN
ÚTGÁFUFÉLAG Torg., Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000
Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir
Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is
6,2
milljörðum nemur markaðs-
virði Icelandair í dag og
hefur lækkað um meira
en 80 prósent frá upphafi
kórónaveirufaraldursins
GÍRAR - FÆRIBÖND - RAFMÓTORAR - LEGUR
588 80 40
www.scanver.is
RAFMÓTORAR
Stjórnendur fasteignafélagsins Reita höfðu kannað hvort áhugi á þátttöku í fyrirhuguðu
hlutafjárútboði væri fyrir hendi í
hluthafahópi félagsins. Reitir eru
með eignir í sigtinu og hyggjast
nýta hlutaféð til að styrkja efnahag
félagsins og grípa þau tækifæri sem
skapast á markaðinum.
„Við hefðum getað tekist á við
þessar aðstæður að öllu óbreyttu
en við viljum gera meira en það,“
segir Guðjón Auðunsson, forstjóri
Reita fasteignafélags, í samtali við
Markaðinn.
Reitir hyggjast auka hlutafé um
200 milljónir hluta, sem jafngildir
um 30 prósenta aukningu, en boðað
hefur verið til hluthafafundar 22.
september næstkomandi, þar sem
tillagan um hlutafjáraukninguna
verður lögð fram. Miðað við gengi
hlutabréfa félagsins þegar tilkynn
ing þess efnis var send út á mánu
dag, nemur upphæðin 9 milljörðum
króna. Hlutabréf Reita lækkuðu um
tæplega 6,5 prósent í gær eftir að til
kynnt var um hlutafjárútboðið.
„Við erum með eignir í sigtinu og
ef tillagan verður samþykkt munum
við fara í þetta ferli hratt og örugg
lega,“ segir Guðjón. Lagt er upp með
að útboðið fari fram mánaðamótin
september og október ef aðstæður
leyfa. Aðspurður segir Guðjón að
ekki hafi verið rætt um hvort veita
eigi töluverðan afslátt miðað við
núverandi markaðsgengi í útboðinu.
Stærstu hluthafar Reita eru Gildi
lífeyrissjóður með 16,8 prósenta
hlut, Lífeyrissjóður verzlunarmanna
með 13,5 prósenta hlut og Lífeyris
sjóður starfsmanna ríkisins með 10,9
prósenta hlut. Aðspurður segir Guð
jón að stjórnendur Reita hafi þreifað
fyrir áhuga hluthafa á mögulegri
þátttöku í útboðinu.
„Menn renna kannski ekki alveg
blint í sjóinn með það hvort það sé
áhugi fyrir þessu. Einhver símtöl og
einhver samtöl hafa átt sér stað en
þau voru með óformlegum hætti og
án skuldbindinga,“ segir Guðjón.
Bæði stjórn og stjórnendur félags
ins telja horfur í efnahagslífi slíkar
að skynsamlegt sé að styðja eigin
fjárstöðu félagsins. Eiginfjárhlutfall
félagsins var 29,4 prósent við lok
annars fjórðungs, samanborið við
31,4 prósent um síðustu áramót. Þá
kveða lánaskilmálar félagsins á um
að lánaþekja (e. loan to value) fari
ekki yfir 70 prósent en um mitt ár
stóð hún í 62,9 prósentum.
„Við drögum enga fjöður yfir það.
Við viljum styrkja efnahaginn með
því að bæta við okkur verðmætum
eignum og góðum leigusamningum
án þess að skuldsetja þann gjörning
of mikið. Þannig náum við til dæmis
að lækka lánaþekjuna,“ segir Guð
jón.
„Okkar sýn er að í öllum kreppum
skapist tækifæri og við viljum geta
nýtt þau án þess að það reyni á efna
hagsreikninginn eða þær kvaðir sem
félagið hefur gengist undir.“
Spurður hvort hlutafjárútboðið
veiti Reitum samkeppnisforskot
gagnvart öðrum fasteignafélögum
segist Guðjón telja svo vera. Hins
vegar hafi hin skráðu félögin alla
burði til að stíga sambærileg skref ef
svo ber undir.
„Meginástæðan fyrir því að skrá
félag á hlutabréfamarkað er að hafa
greiðan aðgang að fjármagni til þess
að unnt sé að nýta aðstæður sem
skapast. Persónulega finnst mér of
lítið gert af því að skráð félög fari
þessa leið.“ – þfh
Renna ekki blint í sjóinn
Við erum með
eignir í sigtinu og ef
tillagan verður samþykkt
munum við fara í þetta ferli
hratt og örugglega.
Guðjón Auðuns-
son, forstjóri
Reita fasteigna-
félags
Hlutafjárútboð Icelandair Group mun fara fram dagana 14. og 15. september næstkomandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Íslensk stjórnvöld settu það sem skilyrði fyrir því að veita Icelandair Group ríkisábyrgð á allt að 16,5 milljarða lánalínu að gengið yrði sem lengst í að þynna út eignarhlut
núverandi hluthafa þegar ráðist
yrði í útboð f lugfélagsins þar sem
sækja á 20 milljarða í nýtt hlutafé.
Til að koma til móts við þau
sjónarmið stjórnvalda, sem lögðu á
það áherslu að aðkoma ríkisins væri
alls ekki hugsuð til að bjarga hlut
höfum, var meðal annars ákveðið
að fjárfestum í útboðinu myndi
bjóðast áskriftarréttindi sem sam
svari allt að fjórðung af hinum nýju
útgefnu hlutum, samkvæmt heim
ildum Markaðarins. Sú ráðstöfun
er til þess fallin að rýra enn frekar
virði hlutafjár núverandi hluthafa.
Þá var einnig ákvarðað að útboðs
gengið yrði aðeins ein króna á
hlut, sem var um 40 prósent lægra
en markaðsgengi bréfanna stóð
í þegar tilkynnt var um útboðið
í byrjun síðustu viku, en það er
nokkuð lægra gengi en stjórnendur
Icelandair Group höfðu horft til að
miða ætti við í hlutafjárútboðinu.
Gengi Icelandair Group stóð
í um 8,5 krónum á hlut þegar
kórónaveiru faraldurinn hófst í lok
febrúar en hlutabréfaverð félags
ins hefur síðan fallið um meira en
áttatíu prósent. Markaðsvirði f lug
félagsins er í dag um 6,2 milljarðar
króna.
Komi til umframeftirspurnar í
hlutafjárútboði Icelandair, sem á
að fara fram um miðjan september,
mun stjórn félagsins hafa heimild
til að auka hlutafé enn frekar um
allt að 3 milljarða, þannig að stærð
útboðsins yrði að hámarki 23
milljarðar króna. Útgefið hlutafé
Icelandair mun þynnast niður í
um 19 til 21 prósent gangi útboðið
eftir eins og áformað er, en ef nýir
fjárfestar að félaginu nýta sér þau
áskriftarréttindi sem fylgja með
bréfunum, sem hægt verður að
gera í einu lagi eða skrefum til allt
að tveggja ára, þynnist eignarhlutur
hluthafa niður í allt að 16 prósent.
Sé tekið tillit til virðis áskriftar
réttindanna með hinum nýju hlut
um í Icelandair, sem bera 15 prósent
árlega vexti, má áætla, samkvæmt
útreikningum Markaðarins, að
fjárfestum bjóðist bréf í félaginu á
liðlega tíu prósenta afslætti miðað
við útboðsgengið sem verður sem
fyrr segir ein króna á hlut. Gengið
í hlutafjárútboðinu sé því í reynd
nær því að vera um 0,9 krónur á
hlut.
Fjárfestafundir hafnir
Viðræður milli Icelandair og
íslenskra stjórnvalda um ríkis
ábyrgð á lánalínu höfðu staðið yfir
um nokkurt skeið áður en tilkynnt
var um að samkomulag hefði náðst
þriðjudaginn 18. ágúst síðastliðinn.
Lánalínan, sem er veitt af Íslands
banka og Landsbankanum, er til
tveggja ára og nær ríkisábyrgðin
yfir 90 prósent af láninu. Vextir
lánsins eru reiknaðir sem álag ofan
á LIBORvexti og fara stighækkandi
eftir því sem meira er dregið á lána
línuna. Skilmálar lánsins eru þeir að
eigið fé Icelandair haldist yfir 2 pró
sentum og þá verður sett hámark á
mánaðarlegan ádrátt á línuna að
fjárhæð 20 milljónir Bandaríkja
dala. Óheimilt verður að draga á
lánalínuna nema aðrir kostir verði
fullreyndir.
„Hugsunin með lánalínuna er að
þurfa ekki að draga á hana. Þetta er
lánalína til þrautavara. Ef ástandið
varir hins vegar lengur en fram á
næsta vor, þá gætum við þurft að
nýta hana,“ sagði Bogi Nils Bogason,
forstjóri Icelandair Group, í samtali
við Fréttablaðið í síðustu viku.
Samkvæmt því sem fram kemur í
fjárfestakynningu, sem félagið birti
í Kauphöllinni vegna fyrirhugaðs
hlutafjárútboðs, áætlar Icelandair
að með sveigjanlegri kjarasamn
ingum og auknu vinnuframlagi
áhafna, ásamt öðrum hagræðingar
aðgerðum, muni kostnaður á hvern
sætiskílómetra (CASK) lækka um
samtals 10 prósent til ársins 2024.
Launakostnaður verður 28 prósent
af tekjum, samanborið við 30 pró
sent árið 2018.
Áætlanir Icelandair gera meðal
annars ráð fyrir að f lugframboð
félagsins aukist jafnt og þétt. Árið
2024 verði framboðið komið í sama
horf og það var árið 2018. Þá er gert
ráð fyrir að tekjur félagsins hafi
hækkað upp í 1,6 milljarða dala árið
2024 og verði þannig um 3 prósent
um hærri en þær voru í fyrra. EBIT,
rekstrarhagnaður fyrir fjármagns
liði og skatta, tekur síðan við sér og
verður 175 milljónir dala árið 2024.
Þá er til skoðunar hjá Icelandair
að ná samkomulagi við Íslands
banka og Landsbankann, sem eru
lánveitendur félagsins og umsjón
araðilar hlutafjárútboðsins, um að
sölutryggja útboðið. Með sölutrygg
ingu er átt við samning milli fjár
málafyrirtækis og útgefanda verð
bréfa þar sem fjármálafyrirtækið
skuldbindur sig til þess að kaupa
þann hluta verðbréfa sem áskrift
næst ekki fyrir í almennu útboði.
Það ætti að skýrast í vikunni hvort
bankarnir muni sölutryggja útboð
ið og þá að hversu miklu marki.
Fundir Icelandair með fjárfestum
hófust á mánudag, sem voru meðal
annars sóttir af verðbréfasjóðum,
og þá fóru fram fundir með lífeyris
sjóðum og ráðgjöfum þeirra í gær en
ljóst þykir að þátttaka þeirra skiptir
sköpum eigi hlutafjárútboðið að
heppnast. Stærstu hluthafar Ice
landair eru sjóðir í stýringu Stefnis,
Lífeyrissjóður verslunarmanna,
LSR, Gildi og Birta. Þá er banda
ríska fjárfestingafélagið Par Invest
ment, sem kom inn í hluthafahóp
Icelandair í fyrra og hefur smám
saman verið að minnka hlut sinn að
undanförnu, á meðal stærstu hlut
hafa, en útilokað er talið að félagið
muni taka þátt í útboðinu.
hordur@frettabladid.is
Vildu þynna hluthafa
Icelandair sem mest út
Stjórnvöld töldu mikilvægt að ganga lengra í að rýra virði hluthafa svo hægt
yrði að veita félaginu ríkisábyrgð. Komið til móts við þau sjónarmið með því
að veita nýjum fjárfestum áskriftarréttindi og að útboðsgengið yrði ein króna.
2 6 . Á G Ú S T 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R2 MARKAÐURINN