Fréttablaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 24
Útgefandi: Torg ehf. Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654 Intellecta er sjálfstætt þekk-ingarfyrirtæki sem stofnað var árið 2000 af Þórði S. Óskarssyni, Ph.D. í vinnu- og skipulagssál- fræði. Þórður er framkvæmda- stjóri fyrirtækisins og leiðir jafn- framt ráðgjöf í mannauðsmálum. „Í dag starfa þrettán reynslumiklir ráðgjafar hjá Intellecta og eru kynjahlutföllin nánast jöfn. Við störfum á fjórum sviðum: ráð- gjöf, ráðningum, rannsóknum og fræðslu,“ skýrir Þórður frá. „Ég hef starfað sem stjórn- endaráðgjafi og sérfræðingur í ráðningum hjá Intellecta í tæp þrjú ár og hefur verið skemmtilegt að fylgjast með þeim breytingum sem hafa orðið hjá fyrirtækinu á þessum tíma,“ segir Thelma. „Það hefur orðið skemmtileg þróun hjá fyrirtækinu t.d. með tilkomu nýrra ráðgjafa sem hafa einbeitt sér að ráðgjöf í stafrænni umbreyt- ingu og stafrænni fræðslu. Það hefur verið mikil eftirspurn eftir slíkri ráðgjöf, enda hefur COVID nánast neytt fyrirtæki og stofnanir til þess að nýta stafrænar lausnir í auknum mæli.“ Dýrmætt orðspor og reynsla Þórður segir velgengni fyrirtækis- ins stafa af verðmætu orðspori og umfangsmikilli og fjölbreyttri reynslu starfsfólks . „Fyrirtækið hefur náð góðri fótfestu og byggir starfsemina á góðu orðspori og árangri af starfi með viðskipta- vinum okkar. Okkar vinna hefur skilað virðisauka fyrir fyrirtæki og stofnanir,“ segir hann. „Intellecta er ein af öflugustu ráðningarstofum landsins og er sá árangur ráðgjöfum okkar að þakka, en þeir búa bæði yfir faglegri þekkingu hvað varðar ráðningar og mannauðsmál og hafa einnig víðtæka reynslu sem stjórnendur úr atvinnulífinu. Við höfum sérhæft okkur í ráðningum sérfræðinga og stjórnenda, en þó tökum við að sjálfsögðu að okkur allar ráðningar, t.d. skrifstofu- og bókhaldsstörf og fleira.“ Þórður nefnir þá tengslanetið sem hafi mikla þýðingu þegar fyrirtæki leiti að einstaklingum í stjórnunarstöður. „Ráðgjafar okkar hafa öflugt tengslanet í atvinnulífinu en slík tengsl nýtast vel þegar við höfum verið fengin til að annast beina leit (e. headhunt- ing) að stjórnendum. Þessi aðferð er meðal annars notuð af stjórnum og æðstu stjórnendum fyrirtækja sem eru að leita að lykilstjórn- endum en hafa ekki hug á því að auglýsa. Við erum líka í sambandi við öfluga einstaklinga sem hafa látið vita af sér án þess þó að vera í beinni atvinnuleit,“ útskýrir Þórður. Vönduð og fagleg vinnubrögð Thelma segir fagleg vinnubrögð og áreiðanleika einkenna alla starfsemi Intellecta. „Hjá Intell- ecta er mikil uppsöfnuð reynsla sem nýtist viðskiptavinum í öllum málum sem snúa að ráðningum og öðrum þáttum sem tengjast mannauði fyrirtækja. Mikil áhersla er lögð á faglegt hæfnis- mat á einstaklingum. Við höfum í auknum mæli verið að sjá um ráðningarferlið í heild sinni fyrir opinbera aðila, en þar eru málin flóknari og mikilvægt að þekkja vel til þeirra laga sem þarf að fylgja svo að upplifun okkar viðskipta- vina og umsækjenda sé sú að verið sé að vinna faglega og á eins gagn- sæjan hátt og kostur er.“ Þórður tekur í sama streng. „Okkur er fyrir mestu að skapa virðisauka fyrir viðskiptavini okkar. Það er aukin og vaxandi krafa um að fagmennska í valferli sé tryggð og miðast allt okkar starf við að uppfylla ströngustu kröfur í þeim efnum. Við viljum tryggja að þeir umsækjendur sem koma í gegnum ráðningarferli okkar séu það vel valdir að það muni um þá í þeim starfsmannahópi sem þeir koma til með að starfa í. Við tryggjum það með eins góðum hætti og mögulegt er með því að vanda til verka í ráðningarferlinu og styttum okkur aldrei leið.“ Thelma segir áríðandi að efla tengsl við viðskiptavini ásamt því að afla upplýsinga sem veiti henni aukna innsýn í starfsemi fyrirtækja. „Við höfum haft það að leiðarljósi að kynnast vel þeim stjórnendum sem við störfum með, t.d. hvernig einstaklingar og stjórnendur þeir eru, hvernig menning einkennir vinnustaðinn, hvernig samsetning starfsmanna er og þess háttar. Þá höfum við lagt okkur fram við að kynnast starf- seminni vel. Með því að rækta gott samband við viðskiptavini skapast traust og við skiljum þarfir þeirra betur. Ráðgjöf okkar er þeirra ávinningur og mikilvægt að geta verið heiðarlegur og sagt hlutina eins og þeir eru.“ Áskoranir í nýju landslagi Þá hafi ýmislegt breyst í kjöl- far faraldursins. „Í upphafi árs sáum við fram á miklar áskoranir vegna COVID-faraldursins og mikið atvinnuleysi varð til þess að umsækjendum um hvert starf fjölgaði töluvert. Samkeppnin um störf er því meiri og mikil- vægt að umsækjendur hafi það í huga þegar þeir útbúa umsóknar- gögnin sín. Mikilvægt er að ferilskráin innihaldi upplýsingar um menntun og reynslu og upplýsi lesandann vel, þannig að hann sitji ekki uppi með nein spurningar- merki. Þá er kynningarbréfið einn- ig lykilatriði. Við höfum ráðlagt umsækjendum að skoða vel helstu verkefni og hæfniskröfur þess starfs sem þeir eru að sækja um og máta sig inn í starfið með kynn- ingarbréfinu,“ upplýsir Thelma. Þórður segir mikið í húfi hvað ráðningar snertir. „Hver einstök ráðning er mikilvæg fjárfesting og er það hagur viðkomandi fyrir- tækis og einstaklings að vel takist til. Flestir eru sammála um að mannauðurinn sé ein mikilvæg- asta auðlind fyrirtækja. Árangurs- ríkar ráðningar byggjast á fag- legum vinnubrögðum, skilningi á mannlegri hegðun og notkun viðurkenndra aðferða. Vinnu- sparnaðurinn fyrir stjórnendur er gífurlegur.“ Þórður S. Óskarsson og Thelma Kristín Kvaran hjá Intellecta segja fyrirtækið leggja áherslu á gott orðspor, vönduð vinnubrögð og árangur. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR Okkur er fyrir mestu að skapa virðisauka fyrir við- skiptavini okkar. Það er aukin og vaxandi krafa um að fagmennska í valferli sé tryggð og miðast allt okkar starf við að uppfylla ströng- ustu kröfur í þeim efnum. Með því að rækta gott samband við viðskiptavini skapast traust og við skiljum þarfir þeirra betur. Ráðgjöf okkar er þeirra ávinningur og mikilvægt að geta verið heiðarlegur og sagt hlutina eins og þeir eru. 2 KYNNINGARBLAÐ 2 6 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 M I ÐV I KU DAG U RVINNUMIÐLUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.