Fréttablaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 4
Ríkisstjórnina skortir einnig alla sýn um fjárfestingu og sköpun starfa. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar ALÞINGI „Við erum að vinna í því að koma út nefndaráliti. Ég býst við því að málið verði afgreitt út úr nefnd­ inni öðru hvorum megin við helgi,“ segir Halla Signý Kristjánsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í vel­ ferðarnefnd, um frumvarp félags­ málaráðherra um hlutdeildarlán. Málið er eitt af þeim sem verða á dagskrá Alþingis á þingstubbnum svokallaða, sem hefst næstkomandi fimmtudag. Halla Signý, sem er framsögumaður málsins í velferð­ arnefnd, segir meirihluta nefndar­ innar vera að fara yfir umsagnir um boðaðar breytingartillögur. Þrátt fyrir að meirihlutinn hafi í breytingartillögum sínum tekið tillit til fjölda athugasemda, sem gerðar voru við frumvarpið á fyrri stigum, standa enn ýmis atriði út af. Þannig leggja ASÍ og VR enn mikla áherslu á að tekjuviðmið einstakl­ inga sem eiga rétt á hlutdeildar­ lánum verði felld brott. Hlutdeildarlán, sem voru hluti aðgerða stjórnvalda í tengslum við lífskjarasamninginn, eru hugsuð fyrir ungt fólk og tekjulága. Þau myndu þá nýtast sem útborgun við íbúðarkaup og bera enga vexti. Aðeins er lánað fyrir nýju eða nýlegu hagkvæmu húsnæði. Þó er gert ráð fyrir undanþágum frá því skilyrði á landsbyggðinni. Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök iðnaðarins leggjast gegn breytingartillögu um að 20 prósent lánanna skuli veitt utan höfuðborg­ arsvæðisins og vaxtarsvæða. Telja þessir aðilar æskilegra að hlutfallið verði sveigjanlegt þannig að hægt sé að byggja upp þar sem skortur er hverju sinni. – sar Hlutdeildarlán klár úr nefnd öðru hvorum megin við helgi FÉLAGSMÁL Mikill munur er á hæstu og lægstu gjöldum fyrir skólamál­ tíðir grunnskólabarna. Seltjarnar­ nesbær tilkynnti nýverið um hækk­ anir á skólamáltíðum sem kosta nú 655 krónur hver í áskrift. Mikil hag­ ræðing hefur verið á Seltjarnarnesi og halli verið á rekstrinum undan­ farin ár. Seltjarnarnes er með samning við Skólamat sem sinnir máltíðum fyrir ýmis sveitarfélög og niður­ greiðslurnar eru misháar. Gjaldið er þó langhæst á Seltjarnarnesi en þar á eftir kemur Kópavogur með 493 krónur, Garðabær með 485 og Hafnarfjörður 475 krónur. Skólamatur sinnir einnig Suður­ nesjunum og er verðið þar umtals­ vert lægra, 413 kónur í Grindavík, 408 í Reykjanesbæ og 310 krónur í Suðurnesjabæ. Í Reykjavík greiða foreldrar 10.050 króna jafnaðargjald. Sem dæmi þýðir það að hver máltíð í september kostar 528 krónur, en verð á hverri máltíð rokkar þó milli mánaða. Stikkprufa Fréttablaðsins af ýmsum sveitarfélögum á lands­ byggðinni sýnir að þar eru skóla­ máltíðir umtalsvert ódýrari fyrir foreldra. Á Akranesi kosta þær 379 krónur, 315 á Hornafirði og aðeins 150 krónur í Fjarðabyggð. Sums staðar eru þær algerlega gjaldfrjáls­ ar, til dæmis í Rangárþingi ytra. Akureyri er þó með svipað verð og á höfuðborgarsvæðinu, eða 446 krónur. – khg Munurinn á skólamáltíðum er margfaldur Skólamáltíðir eru mun ódýrari á landsbyggðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Það sem þátttakendur uppskera: • Aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd og trú á eigin getu • Hugrekki til að rétta upp hönd og taka þátt í umræðum • Leiðir til að kynnast nýju fólki, bæta samskipti og styrkja sambönd • Þor til að koma hugmyndum sínum á framfæri og hafa áhrif • Betra skipulag og skýrari markmið • Jákvætt viðhorf og kvíða/streitustjórnun Námskeið hefjast: 10 til 12 ára 26. sept. 10.00-13.00 8 skipti með viku millibili 13 til 15 ára 22. sept. 17.00-20.30 8 skipti með viku millibili 13 til 15 ára 12. okt. 17.00-20.30 8 skipti með viku millibili 16 til 19 ára 23. sept. 18.00-22.00 8 skipti með viku millibili 16 til 19 ára LIVE ONLINE 1. okt kl 18.00-21.00 8 skipti með viku millibili 20 til 25 ára 24. sept. 18.00-22.00 8 skipti með viku millibili 20 til 25 ára LIVE ONLINE 8. okt. Kl 18.00-21.00 2x í viku í 4 vikur 18 til 25 ára 9.-11.okt. HELGARNÁMSKEIÐ kl 8.30-16.30 „Ég finn að ég get allt sem mig langar“ Kynntu þér málið á dale.is eða í síma 5557080. Þú getur skráð þig á ókeypis kynningartíma á dale.is/ungtfolk ALÞINGI Megináhersla endurskoð­ aðrar fjármálastefnu sem fjármála­ og efnahagsráðherra mun leggja fram í þingsályktun til Alþingis, er að auka viðnámsþrótt heimila og fyrirtækja í landinu. Um er að ræða breytingu á gildandi fjármálastefnu fyrir árin 2018­2022. Markmiðið er að bregðast við þeirri efnahags­ kreppu sem skapast hefur vegna kórónaveiru faraldursins með því að verja og skapa verðmæt störf um land allt á komandi misserum. Sett eru markmið um að halli á heildarjöfnuði A­hluta hins opin­ bera verði að hámarki 14,5 prósent af vergri landsframleiðslu [VLF] árið 2020, 13 árið 2021 og 10,5 árið 2022, að meðtöldu óvissusvigrúmi. Í markmiðum stefnunnar er sett fram óvissusvigrúm í varfærnis­ skyni ef efnahagsforsendur verða markvert frábrugðnar núverandi þjóðhagsspá. Umfang svigrúmsins getur numið allt að 2 prósentum árið 2020 og 3 árin 2021 og 2022. Því er spáð að fram undan sé mesti skellur í afkomu­ og skulda­ þróun hins opinbera frá stofnun lýðveldisins, ef frá eru taldar af leiðingar bankahrunsins 2008. Fjármála­ og efnahagsráðuneytið segir sterka stöðu ríkissjóðs gera það að verkum að mögulegt sé að veita sterka viðspyrnu gegn þeim tekjubresti. Skuldir ríkissjóðs verði svo auknar til þess að létta byrðar heimila og fyrirtækja. Aðhaldsráð­ stafanir verða látnar bíða. Farið verður í öflugt átak í fram­ kvæmdum og arðbærum fjárfest­ ingum í menntun, rannsóknum, nýsköpun, grænum lausnum og stafrænni, opinberri þjónustu. Við núverandi aðstæður í þjóðar­ búskapnum er ekki gert ráð fyrir skörpu gengisfalli eða verðbólgu. Útlit er fyrir að veiking gengis krónunnar verði ekki jafn mikil og í bankahruninu og af þeim sökum mun hallarekstur ríkissjóðs við núverandi aðstæður ekki leiða til aukinnar verðbólgu. Í endurskoðaðri stefnu nú eru lagðar til breytingar á af kom­ umarkmiðum fyrir árin 2020­2022. Gert er ráð fyrir að halli á afkomu ríkissjóðs verði ekki meiri en 11 prósent árið 2020. Eftir það er gert ráð fyrir að afkoman fari batnandi og að hallinn verði ekki meiri en 9 prósent 2021 og 7 árið 2022. Í endurskoðaðri stefnu nú eru lagðar til breytingar á skuldamark­ miðum fyrir árin 2020­2022. Þannig er gert ráð fyrir að skuldir ríkissjóðs verði ekki hærri en 38 prósent af VLF árið 2020. Eftir það er gert ráð fyrir að hægi á skuldaaukningunni og að skuldir verði ekki hærri en 47 prósent árið 2021 og 56 árið 2022. Þá eru sett markmið um að skuldir A­ hluta sveitarfélaga verði ekki meiri en 7 prósent árið 2020 og 8 árin 2021–2022. Breytingar á afkomu­ og skulda­ markmiðum fela í sér að markmið fjármálastefnu munu ekki uppfylla töluleg skilyrði 7. greinar laga um opinber fjármál árin 2020–2022. Í því felst að halli hins opinbera verður umfram það 2,5 prósenta viðmið sem gert er ráð fyrir í lögun­ um, heildarjöfnuður verður ekki á gildistíma stefnunnar, skuldir hins opinbera fara talsvert yfir 30 pró­ sent viðmið laganna 2020–2022 og útlit er fyrir að skuldahlutfallið fari hækkandi. Í greinargerð með til­ lögunni segir að óráðlegt sé eins og sakir standa að hið opinbera magni upp óumflýjanleg samdráttaráhrif sem hlytust af því að uppfylla mark­ mið um af komu og skuldastöðu í gildandi fjármálastefnu. „Hin nýja stefna staðfestir að eitt stærsta áhyggjuefnið er aukið atvinnuleysi og því er nöturlegt að stjórnarflokkarnir hafi fellt tillögur Samfylkingarinnar um að hækka hinar lágu atvinnuleysisbætur,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, full­ trúi Samfylkingarinnar í fjárlaga­ nefnd í samtali við Fréttablaðið. „Ríkisstjórnina skortir einnig alla sýn um fjárfestingu og sköpun starfa. Fjármálastefnan sýnir að hin pólitíska barátta vetrarins snýst um að hlífa þeim sem reiða sig á opin­ bera þjónustu, það eru aldraðir, námsmenn, öryrkjar, sjúklingar eða fátækt fólk. Það kemur ekki til greina að þetta fólk verði láta taka höggið.“ hjorvaro@frettabladid.is Beita ríkissjóði til viðspyrnu Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram þingsályktunartillögu um breytingu á gildandi fjármála- stefnu. Þar koma fram viðbrögð við efnahagskreppu sem orðið hefur vegna kórónaveirufaraldursins. Bjarni Benediktsson hefur lagt fram breytingar á gildandi fjármálastefnu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Hlutdeildarlán sem voru hluti aðgerða stjórnvalda í tengslum við lífskjarasamn- inginn eru hugsuð fyrir ungt fólk og tekjulága. 2 6 . Á G Ú S T 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.