Fréttablaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 39
MAÐUR VERÐUR AÐ
VITA HVENÆR MAÐUR
Á AÐ HÆTTA OG ÞAÐ GETUR
VERIÐ MJÖG ERFITT ÞVÍ ÞAÐ ER
ALLTAF HÆGT AÐ BÆTA AÐEINS
VIÐ.
Holtagörðum, Reykjavík
Smáratorgi, Kópavogi
Dalsbraut 1, Akureyri
Skeiði 1, Ísafirði
Hverri Everley og Oakley heilsudýnu
fylgir vandað Aspen fjallahjól
að verðmæti 59.000 kr.*
OAKLEY
heilsudýnan frá Primo er með vönduð u
poka gormakerfi sem veitir mikinn og
góðan stuðning. Yfirdýnan er gerð úr
mismunandi svamp lögum sem og visco
lagi sem aðlagast að líkama þínum
og heldur honum í réttri stellingu út
nóttina. Oakley heilsudýnan er með
kantstyrkingum sem eykur svefnsvæði
hennar og end ingu. Oakley er millistíf/ stíf
og hentar því breiðum hópi.
Ótrúlegt ... en satt!
Ti
lv
al
in
fe
rm
in
ga
rg
jö
f
Oakley og Everley heilsu dýnur (með Aspen fjalla hjóli).
Fáanlegar 120, 140, 160 og 180 x 200 cm.
Verðdæmi: OAKLEY (30 cm þykk) 120x200 cm
Stök dýna 139.900 kr. Verð m/ Classic botni 175.900 kr.
Verðdæmi: EVERLEY (35 cm þykk) 120x200 cm
Stök dýna 149.900 kr. Verð m/ Classic botni 185.900 kr.
EVERLEY
heilsudýnan frá Primo er gerð úr
13 gr. pokagormum sem veita hinn
fullkomna stuðning. Stífir kantar auka
svefnsvæði dýnunnar. Yfirdýnan er
þykk og þægileg og gerð úr nokkrum
mismunandi svamplögum. Viscolag
gefur líkamanum þann stuðn ing sem
hann þarf. Dýnan er mýkri á axlar- og
mjaðmasvæði til að líkami þinn fái
eins náttúru lega sveigju og mögulegt
er. Everley er millistíf/ mjúk og ein
vinsælasta dýna Primo.
59.000 kr.
fylgir með Oakley &
Everley heilsu-
dýnum
ASPEN
fjallahjól að verðmæti
* á meðan birgðir endast – athugið skilaskilmála.
ASPEN 26" FJALLAHJÓL
• 26"
• 21 gír
• demparar
á framöxli
• diskabremsur að
framan og aftan
• standari
• glitaugu
www.dorma.is
SENDUM
FRÍTT
Davíð Örn Halldórsson sýnir verk á sýningunni Ókei, Au pair sem nú stendur yfir í Hverfisgalleríi. Davíð Örn útskrif
aðist af myndlistadeild Listaháskóla
Íslands árið 2002 og hefur síðan þá
mestmegnis unnið við málverk.
Hann hefur haldið fjölda einkasýn
inga og tekið þátt í samsýningum
hér á landi og erlendis. Hann hlaut
árið 2014 Carnegie Art Award styrk
í f lokki ungra listamanna.
Eins konar heilagleiki
Davíð Örn hefur unnið með óhefð
bundnar málunaraðferðir; málað og
spreyjað með mismunandi máln
ingu á fundna hluti, eins og viðar
plötur, póstkort og húsgögn.
Um verkin á þessari sýningu
segir hann: „Við gerð þeirra notaði
ég iðnaðarlakk og spreymálningu
sem ég málaði á viðarplötur sem ég
fann úti á víðavangi. Ég hef verið að
prófa nýtt efni, f ljótandi plastefni
sem ég kynntist í Þýskalandi. Með
notkun á því get ég breytt þessum
grófu fundnu hlutum í eitthvað
aðeins fínna. Það skapast eins konar
heilagleiki þegar búið er að hjúpa
grófar hilluviðareiningar gegn
særri kvoðu. Allt svo fallegt þegar
það glansar og gljáir.“
Litir og tækni
Verkin eru af mismunandi stærðum
og afar litrík. „Það hefur alltaf verið
viss litagleði í verkum mínum. Á
þessari sýningu er ég að vissu leyti
að flagga minni fagurfræði. Ég er að
prófa mig áfram með liti og tækni
sem ég hef þróað í gegnum árin.
Litirnir eiga að sýna að í verkunum
eru margar hugmyndir í gangi í einu
og ótal aðgerðir.
Það er ákveðin hætta á að ofvinna
myndirnar. Maður verður að vita
hvenær maður á að hætta og það
getur verið mjög erfitt því það er
alltaf hægt að bæta aðeins við. Þrí
hyrningur er einfaldasta formið
sem heldur jafnvægi. Þess vegna
birtast oft þríhyrnd form í nýjustu
verkunum eins og til að minna mig
á jafnvægið í verkunum og hvenær
sé best að ganga frá þeim.“
Davíð Örn hefur búið í Stuttgart
í tvö og hálft ár. „Ég var mjög hepp
inn. Ég er í samfloti með öðru lista
fólki sem deilir með mér gamalli
lögreglustöð sem við breyttum
í vinnustofu. Þetta er fólk á mis
munandi aldri og í gegnum það er
ég að kynnast listalífinu í Stuttgart.
Eftir þessa sýningu ætla ég að setja
meira púður í að setja mig inn í lista
lífið þar og gerast þátttakandi í því.“
Margar hugmyndir og ótal
aðgerðir í gangi í einu
Davíð Örn Halldórsson sýnir verk sín í Hverfisgalleríi. Notar
iðnaðarlakk og spreymálningu á viðarplötur. Litagleði ein-
kennir verkin. Segist vera að flagga fagurfræði sinni.
Ég er að prófa mig áfram með liti og tækni, segir Davíð Örn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Þann 29. og 30. ágúst næstkomandi mun hið alþjóðlega leikfélag Reykjavik Ensemble
sýna nýja samsköpunarverkið Ég
kem alltaf aftur. Viðburðurinn er
leikhúsgjörningur tileinkaður minn
ingu og leikhúsarfleifð pólska leik
húshöfundarins Tadeusz Kantor, en
hann var gestur Listahátíðar fyrir
30 árum með framúrstefnuleikhópi
sínum Cricot2, þar sem þau sýndu Ég
kem aldrei aftur.
Verkefnið er samsköpunarverk
í vinnslu eftir Pálínu Jónsdóttur
leikstjóra í samvinnu við pólska
listamenn á Íslandi. Efniviður
inn er unninn upp úr rannsókn á
áfallasögu pólskra einstaklinga
og pólsku þjóðarinnar undir yfir
skriftinni: Að heiman í annan
(íslenskan) heim.
Gjör ning ur inn mun leika á
mærum leikhúss, gjörninga, mynd
listar og tónlistar sem eru sömu
leikhúslögmál er einkenndu verk
Kantors.
Ég kem alltaf aftur
Pálína Jónsdóttir leikstjóri.
Ég kem alltaf aftur
Leikhúsgjörningurinn fer fram
í Klúbbi Listahátíðar í Reykjavík
(Iðnó):
Lau. 29. ágúst kl. 16.00
Lau. 29. ágúst kl. 18.00
Sun. 30. ágúst kl. 16.00
Sun. 30. ágúst kl. 18.00
Aðgangur er ókeypis
Fimmtudaginn 27. ágúst verða fluttar óperuaríur úr óperum Verdis á hádegistónleikum í
Fríkirkjunní Reykjavík. Flytjendur
eru Guðbjörg Tryggvadóttir sópran
og Antonia Hevesí píanóleikari.
Tónleikarnir hefjast kl. 12 og taka
um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir er 1.500 kr. Ekki er
tekið við greiðslukortum.
Verdi í Fríkirkjunni
FIMMTUDAGINN 27. ÁGÚST
VERÐA FLUTTAR ÓPERUARÍUR
ÚR ÓPERUM VERDIS. Giuseppe Verdi.
M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 15M I Ð V I K U D A G U R 2 6 . Á G Ú S T 2 0 2 0