Fréttablaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 22
Það kemur hvert
höggið á fætur öðru.
Þráinn Lárusson, stjórnarformaður
701 hotels sem meðal annars á
Hótel Hallormsstað
Helgi Vífill
Júlíusson
helgivifill@frettabladid.is
Margir veitinga-menn á lands-b y g g ð i n n i munu „leggjast í híði“ í vetur eftir að ríkis-
stjórnin ákvað að skrúfa fyrir komu
ferðamanna til að stemma stigu við
útbreiðslu COVID-19 hérlendis. Á
sama tíma og tekjur dragast saman
glíma veitingamenn við það að laun
hafa hækkað „langt umfram laun í
öðrum geirum“ frá árinu 2015, eins
og einn kemst að orði.
Aðgerðin, sem kynnt var 14. ágúst,
felst í því að öllum sem ferðast til
landsins er gert að sæta fimm til
sex daga sóttkví og fara í tvöfalda
skimun fyrir veirunni. Það stendur
einnig til boða að sleppa skimun og
vera í fjórtán daga sóttkví.
Daníel Jakobsson, sem rekur
hótel og veitingastað á Ísafirði, segir
að fyrirtækið muni ekki lifa vetur-
inn af án aðstoðar. Hann horfir til
þess að hlutabótaleiðinni verði
aftur komið á og hann hyggst ræða
við lánardrottna sína um stuðning.
Byggja á ferðamönnum
Jakob Einar Jakobsson, stjórnar-
maður í Samtökum ferðaþjónust-
unnar og eigandi Jómfrúarinnar,
segir að Ísland sé hluti af alþjóða-
samfélaginu. „Mörg fyrirtæki, eins
og veitingastaðir, byggja tilveru sína
á að hingað komi erlendir ferða-
menn. Það eru erfiðir tímar í vænd-
um í veitingageiranum. Sérstaklega
á landsbyggðinni,“ segir hann.
Þráinn Lárusson, sem rekur fimm
veitingastaði á Austurlandi og tvö
hótel, segir að áður en ferðatak-
markanirnar tóku gildi nýverið
hafi hann átt von á að viðskiptin
yrðu með ágætum í september.
Hann hafi hins vegar ekki verið
bjartsýnn á að reksturinn í október
yrði góður, því að ferðamennirnir
sem sóttu landið heim í sumar hafi
einkum komið frá Skandinavíu og
Þýskalandi. Þeir venji alla jafna ekki
komur sínar langt út á land eftir
september.
Anda með nefinu
„Ríkisstjórnin hefði mátt anda með
nefinu og bíða í tvær til þrjár vikur,
því mögulega hefði þá fjarað undan
eftirspurninni,“ segir hann.
Þráinn rekur Hótel Hallormsstað
og Hótel Valaskjálf. Veitingastað-
irnir sem um ræðir á Egilsstöðum
eru Salt Café Bistró, Skálinn Diner
og Glóð. Jafnframt starfrækir hann
einnig Kol og Lauf á Hallormsstað.
Hann horfir til þess að reka tvo veit-
ingastaði í vetur.
Að hans sögn eru íslenskir ferða-
menn að fara frá svæðinu um þessar
mundir og þá hafi bókanir gefið
til kynna að erlendir ferðamenn
myndu taka við kef linu fram að
október. Aðgerðir ríkisstjórnar-
innar hafi komið í veg fyrir að það
gerist.
„Við sem erum á landsbyggðinni,
sérstaklega það sem kalla mætti
landsbyggðin fjær, eins og Aust-
firðir, höfum almennt verið í við-
varandi taprekstri frá nóvember til
og með febrúar.
Verra en í mars
Þráinn segir að höggið nú fyrir sinn
rekstur sé verra en í fyrri bylgju
COVID-19 í mars. Þá hafi fáir
erlendir ferðamenn verið á ferli á
hans athafnasvæði. Hann hafi því í
mars einungis haft minna hótel sitt
opið. Nú hins vegar hafi hann verið
með stærra hótelið opið og bókanir
„þurrkuðust út“ þegar sóttvarnar-
reglum var breytt nýverið.
„Það kemur hvert höggið á fætur
öðru,“ segir hann og nefnir að rétt
fyrir verslunarmannahelgi hafi
tveggja metra reglunni verið komið
á aftur. Það hafi stefnt í frábært
veður á Austurlandi og því mátti
búast við fjölda ferðamanna á svæð-
inu. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar
hafi því stórskaðað fyrirtækið.
Ferðamenn héldu uppi mörgum
veitingastöðum á landsbyggðinni
Margir veitingastaðir treysta á erlenda ferðamenn. Erfiðir tímar eru fram undan sérstaklega hjá veitingastöðum á landsbyggðinni.
Ýmsir munu bregða á það ráð að fara í híði. Tekjur veitingastaða lækkuðu verulega við tveggja metra regluna. Veitingamenn í mið-
borginni bera sig vel. Laun í veitingageiranum hafa hækkað skarpt frá árinu 2015 en nú munu tekjur veitingahúsa dragast saman.
Íslendingar flykkjast á veitingastaði í miðbænum í blíðskaparveðri. Veitingamaður segir að hver dagur þurfi að vera óþægilegur ef reksturinn eigi að ganga upp. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
2 6 . Á G Ú S T 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R8 MARKAÐURINN