Fréttablaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 32
Stórmerkileg geta Tim Cook og félaga til að skila hagnaði er loks athyglisverð svo ekki sé meira sagt. Hér á landi berst orkuiðnaður fyrir tilvist sinni, hvort sem horft er til álvera, kísilvera eða gagnavera. Í gamalli dæmisögu úr Gyðing-dómi eru rabbínar tveir beðnir um að þylja upp allt innihald trúarritanna Tóra, standandi á öðrum fæti. Annar þeirra bregst hinn versti við en hinn segir slíkt þó lítið mál: „Ekki gera öðrum neitt sem þú fyrirlítur sjálfur. Þannig er Tóra í heild sinni, allt annað eru athugasemdir.“ Þar til nýlega hefði mátt beita svipaðri nálgun á rekstur tækni- risans Apple. Þrátt fyrir allar tölv- urnar, úrin, heyrnartólin, tónlistina og þar fram eftir götunum mátti segja að Apple væri iPhone, allt annað væri til skrauts. Tekjur og arðsemi fyrirtækisins mátti rekja til þessarar arðbærustu neytenda- vöru sögunnar og erfiðlega gekk að útvíkka tekjustofna. Það heyrði því heldur betur til tíðinda þegar fréttir bárust af því í liðinni viku að frá því í mars hafi hlutabréfaverð Apple tvö- faldast og markaðsvirðið væri nú skriðið upp fyrir 2.000 milljarða dala. Það er níutíuföld landsfram- leiðsla Íslands. Þrjátíufalt heildar- fasteignamat landsins. 45 sinnum meira en áætlaðar eignir Jóakims Aðalandar. Það er erfitt að átta sig á hvernig réttlæta megi slíkt verðmat en vissulega hefur fjármagn sótt í ætlað skjól stórra tæknifyrirtækja að undanförnu og nýlegt uppgjör fyrirtækisins var óvenjugott. Tvennt mætti þó nefna til við- bótar sem stutt gæti þá stemningu sem nú virðist vera meðal fjárfesta. Ég nefndi að þar til nýlega hafi Apple staðið og fallið með iPhone. Síminn er vissulega enn f laggskip fyrirtækisins og skilar stórum hluta hagnaðar og hátt í helmingi tekna í kassann, en hlutfallið var 70% fyrir einungis tveimur árum. Skýjalausnir og ýmis þjónusta hefur vaxið hratt og svo virðist sem loks hafi tekist að fjölga tekjustofnum nægjanlega og þetta gríðarstóra fyrirtæki geti þrátt fyrir allt enn vaxið. Stórmerkileg geta Tim Cook og félaga til að skila hagnaði er loks athyglisverð svo ekki sé meira sagt. Arðsemin hefur nær aldrei verið meiri og hagnaður það sem af er ári nemur um 45 milljörðum dala, eða yfir 6.000 milljörðum íslenskra króna. Á tímum sem þessum þar f kannski ekki að koma á óvart að fjárfestar renni hýru auga til fyrir- tækja sem sannað hafa getu sýna til arðbærs og stöðugs rekstrar. En hversu langt eru þeir tilbúnir að ganga? Í það minnsta nógu langt til að tvöfalda hlutabréfaverðið á hálfu ári og gera félagið hið verðmætasta á skráðum mörkuðum. Hvers vegna er Apple svona verðmætt? Eins og alþjóð veit er regluverk Evrópusam-bandsins svo f lókið að langan tíma getur tekið að fá botn í það og stundum er botninn suður í Borgarfirði. Það átta sig fæstir á því að þegar orkuverð hér á landi er borið saman við orkuverð á meginlandinu, þá verður að taka með í reikninginn ýmsar ívilnanir og hagræði sem stóriðja býr þar við. Munar þar mestu um stórfelldar endurgreiðsl- ur stjórnvalda til stórnotenda í ríkjum á borð við Noreg, Frakk- land og Þýskaland, en þar er öflugur orkuiðnaður sem siglt hefur þessum ríkjum út úr margri kreppunni. Orkuframleiðendur í Evrópu, sem brenna jarðefnaeldsneyti á borð við kol og gas, þurfa nefnilega að greiða fyrir losunarheimildir innan ETS-kerfisins. Eins og nærri má geta er sá reikningur himinhár í tilfelli orkuvera sem ganga fyrir kolum eða gasi, enda losunin marg- falt meiri en frá endurnýjanlegum orkugjöfum á borð við vatnsafl eða jarðvarma. Það hefur aftur áhrif til hækkunar orkuverðs á megin- landinu. Til þess að orkusækinn iðnaður í Evrópu haldist samkeppnishæfur er stjórnvöldum í ríkjum ESB heimilt að greiða niður orkuverðið beint til þeirra. Flest iðnríki Evrópu nýta sér það, enda er þeim umhugað um að standa vörð um samkeppnishæfni orkusækins iðnaðar. Það liggur í hlutarins eðli að ef orkan er ekki á samkeppnishæfu verði, þá eru for- sendur brostnar fyrir rekstri slíkra fyrirtækja. Slíkar ETS-niðurgreiðslur eru reiknaðar eftir sérstökum stuðli sem miðast við hlutfall jarðefna- eldsneytis í orkumynstri ríkja á sameiginlegum orkumarkaði ESB og geta greiðslur til stóriðjufyrir- tækja numið á annan tuga evra á megavattstund. Þegar haft er í huga að meðalverð Landsvirkjunar til stórnotenda hér á landi var um 28 dollarar á  megavattstund árið 2018, og var þá flutningur að hluta innifalinn, sést hversu mikið slíkar niðurgreiðslur skekkja stöðuna. Ljóst er að þetta kerfi verður áfram við lýði og vinnur fram- kvæmdastjórn ESB að útfærslu á því til ársins 2030. En þar sem Ísland tengist ekki sameiginlegum orku- markaði ESB eiga stjórnvöld hér ekki kost á að taka upp slíkar nið- urgreiðslur, jafnvel þó að áhuginn væri fyrir hendi. Þó ganga álverin hér fyrir endurnýjanlegri orku eins og í Noregi. Það skrítna er, að ETS- kerfið skerðir samkeppnisstöðu íslenskra álvera, en á sama tíma er losunin hvergi minni en hér, sam- kvæmt tölum Norsk Hydro. Ekki er kyn að keraldið leki, gæti ein- hverjum ratast á munn. Ofan á það bætist að f lutnings- kostnaður hér á landi, í þessu strjál- býla og fámenna landi, er margfalt hærri en til að mynda í Noregi. Á það einkum við um stórnotendur, þar sem þeir njóta sérstakra íviln- ana í Noregi, meðal annars  vegna þess að þeir eru oft staðsettir á afskekktum svæðum nærri upp- sprettu orkunnar og fá að njóta þess í afsláttum af f lutningskostnaði. Þá þarf að hafa í huga að stjórn- völd víða í Evrópu styðja myndar- lega við f járfestingarverkefni í orkuiðnaði, ekki síst hjá frændum okkar Norðmönnum. ENOVA-sjóð- urinn stóð til að mynda straum af stórum hluta kostnaðarins við upp- byggingu á nýrri kerlínu í álverinu í Karmoy, þar sem horft var til bættr- ar orkunýtingar, og komu íslenskar verkfræðistofur að því verkefni. Norsk stjórnvöld kappkosta því miklu til að sækja fram og viðhalda þannig samkeppnishæfni orkuiðn- aðar í Noregi. Ljóst er að stjórnvöld víða um heim halda vöku sinni og vilja standa vörð um iðnaðinn heima fyrir. Í áliðnaði er skollið á tollastríð milli Bandaríkjanna og Kína ann- ars vegar og Kanada hins vegar. Þá hefur framkvæmdastjórn ESB tekið til skoðunar undirboð á kínversku áli og mótvægisaðgerðir gegn því. Hér á landi berst orkuiðnaður fyrir tilvist sinni, hvort sem horft er til álvera, kísilvera eða gagnavera. Mikilvægt er að stjórnvöld marki stefnu sem tryggir orkuiðnaði sjálf- bærar rekstrarforsendur til fram- tíðar, þannig að iðnaðurinn geti haldið áfram að skapa verðmæti, dýrmæt störf og stuðlað að bættum lífskjörum. Það þarf að slá botninn í tunnuna. Ekki er kyn þó keraldið leki Pétur Blöndal framkvæmda- stjóri Samál Björn Berg Gunnarsson deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Ís- landsbanka. Vonarneisti fer um þýskt efnahagslíf Angela Merkel, kanslari Þýskalands, gat andað ögn léttar í gær. Efnahagshorfur landsins bötnuðu í gær. Væntingavísitalan hækkaði fjórða mánuð- inn í röð og samdrátturinn í efnahagslífinu var minni en áður var talið. „Þýska hagkerfið er á batavegi,“ segir Clemens Fuest, sem fer fyrir Ifo-stofn- uninni. Hagstofan ytra segir að hagkerfið hafi dregist saman um 9,7 prósent á öðrum fjórðungi en ekki 10,1 prósent eins og talið var. MYND/EPA Skotsilfur Djarft teflt Smári McCarthy, fulltrúi Pírata í efnahags- og viðskiptanefnd, færði undarleg rök fyrir því að ríkið ætti fremur að fjárfesta í hluta- bréfum Icelandair Group í stað þess að veita ríkisábyrgðir á lánum. Hann sagði ríkisábyrgðina auka áhættu ríkisins sem fengið lítið fyrir sinn snúð. Æskilegra væri að kaupa hlutabréf flugfélagsins. Það er hárrétt hjá þingmanninum að ríkisábyrgð á lánum til rótgróins flugfélags á tímum COVID-19 er vissulega hættuspil. Hlutabréfa- kaup væru þó enn áhættusamari. Það er mun áhættuminna að fá greitt fyrir að veita ríkisábyrgð gegn því að Icelandair safni ríkulegu hlutafé en að veðja á hlutabréfa- verð flugfélagsins næstu árin. Til að bæta gráu ofan á svart reynist oft erfitt að selja ríkiseignir. Liðsmaður Rósa Björk Brynjólfs- dóttir fór einna hörðustum orðum allra þingmanna um þyrluævin- týri Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur á dögunum sem leið. Rósa Björk, sem er þingmaður VG, var jafnan titluð stjórnarþingmaður í allri umfjöllun um málið. Rósa Björk er hins vegar af sumum talin líkleg til að venda kvæði sínu í kross fyrir næstu kosningar og hugsanlega fara fram fyrir Samfylkinguna, enda verður seint sagt að hún hafi verið sterkur liðsmaður ríkisstjórnarinnar á yfir- standandi kjörtímabili. Nú berast svo fregnir af því að Lionel Messi vilji yfirgefa Barcelona. Hugsanlega er nú ár stórra félagaskipta fram undan. Henný að hætta Henný Hinz, sem hefur stýrt hag- deild Alþýðusam- bands Íslands (ASÍ) á undan- förnum árum, er að láta af störfum hjá ASÍ eftir að hafa starfað þar um langt árabil. Henný, sem er hagfræðingur að mennt, hefur starfað á hagdeild Alþýðusambandsins frá árinu 2004, meðal annars sem verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ og sérfræðing- ur á sviði velferðar-, húsnæðis- og lífeyrismála. 2 6 . Á G Ú S T 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R14 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.