Fréttablaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 25
Að auglýsa eftir starfsfólki á Job er eins hagstætt og þægilegt og hugsast getur, og forsvarsmenn fyrirtækja sjá sjálfir um ráðningu draumastarfsmannsins á sínum hraða. Fjöldi skráninga hjá Job hefur aldrei verið meiri og í dag eru rétt undir 80 þúsund skráðir notendur á vefnum,“ segir Sig- ríður, sem hefur í nógu að snúast þessa dagana hjá Job. Það er enda góður og hag- kvæmur kostur að auglýsa hjá Job því verðskráin er einföld og ódýr: aðeins 14.900 krónur auk virðis- aukaskatts og engin falin gjöld. „Forsvarsmönnum fyrir- tækja vex oft í augum að auglýsa eftir starfsfólki og að vinna úr umsóknum en með Job er það leikur einn. Við aðstoðum fyrir- tæki líka með textasmíð ef á þarf að halda,“ segir Sigríður, sæl í sínu starfi, og viðskiptavinir Job eru afar sáttir og ánægðir með hennar þjónustu. „Margir auglýsa endurtekið hjá Job og má þar helst nefna Land- spítalann, Ginger, Ísafjarðarbæ, Hafið, Fiskbúðina Sundlaugar- vegi, Smart Boutique, Veiðiportið, Sveinsbakarí, 20&Sjö, Mathúsið og f leiri,“ upplýsir Sigríður. Job deilir öllum atvinnuauglýs- ingum á samfélagsmiðla og kostar birtingar á samfélagsmiðlum án aukakostnaðar fyrir fyrirtæki sem velja að auglýsa hjá Job. „Þetta er eins hagstætt og þægi- legt og hugsast getur, og forsvars- menn fyrirtækja sjá svo sjálfir um ráðningu draumastarfsmannsins á sínum hraða,“ segir Sigríður. Draumastarfsfólkið er á Job Sigríður Sigmarsdóttir, eigandi Job, er jákvæð þrátt fyrir undarlega tíma. Aldrei hafa jafnmargir notað Job til leitar að starfsfólki eða nýju starfi. Sigríður lumar líka á ýmsum góðum ráðum. Sigríður Sigmarsdóttir er eigandi Job og Netheims. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Job er í takt við nýja tíma Job hefur nú gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og fengið and- litslyftingu. „Að segja alltaf „punktur.is“ var svolítið í anda tíunda áratugarins og vitaskuld klassík á sínum tíma en í dag erum við bara Job,“ útskýrir eigandinn Sigríður, sem er ein fjögurra kvenna sem standa að vefnum, en Þórdís Aikman er forritari og hönnuður. „Nýgengin til liðs við okkur er Hildur Björg Gunnarsdóttir. Hún er sérlegur UI/UX-forritari og ætlar að taka notendaupplifun vefsins í gegn. Svo rekur Jenný Guðmundsdóttir lestina og sér um að innsetning starfa sé sem best,“ upplýsir Sigríður. „Við leggjum mikið upp úr því að ferlið sé sem sjálfvirkast en veitum engu að síður persónulega og góða þjónustu ef einstaklingar eða fyrirtæki kjósa svo. Þá erum við í miklu og góðu samstarfi við Fréttablaðið enda erum við net- miðill þess,“ segir Sigríður. Fá sérsniðin störf send til sín Einstaklingar sem skrá sig í atvinnuleit á Job geta stillt vaktina sína og fá þannig störf send til sín sem eru sérsniðin að þeirra áhuga- sviði. Það einfaldar atvinnuleitar- ferlið til muna því þá þarf ekki að liggja yfir listanum heilu dagana. Sigríður er beðin um sín bestu ráð þegar kemur að umsóknum og atvinnuauglýsingum. „Mitt ráð til atvinnuleitenda er þetta: Hafið greinargóða ferilskrá og gott kynningarbréf sem er sniðið að auglýstum starfskrafti. Haldið fókus og því sem starfið krefst og hvernig þið getið mátað ykkur inn í starfið,“ segir Sigríður. Ráð hennar til atvinnurekenda er eftirfarandi: „Gerið nákvæma starfslýsingu: Hvað á starfskrafturinn að gera? Hvað þarf hann að kunna og geta? Flokkið svo umsóknir eftir því hvernig viðkomandi uppfyllir kröfur ykkar.“ Allar nánari upplýsingar á job.is KYNNINGARBLAÐ 3 M I ÐV I KU DAG U R 2 6 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 VINNUMIÐLUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.