Fréttablaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 27
Við erum búin að
fækka starfsfólki
mikið og verðum í einhvers
konar híði í vetur.
Daníel Jakobsson, framkvæmda-
stjóri Hótel Ísafjarðar
Frá árinu 2010 hafa
erlendir ferðamenn
skilað um 25-30 prósentum
af tekjunum.
Jakob Einar Jakobsson, fram-
kvæmdastjóri Jómfrúarinnar
Heimild: Samtök ferðaþjónustunnar, byggt á gögnum frá Hagstofunni
25%
30%
35%
40%
Fjöldi launþega í veitingasölu
2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018
10.000
8.000
6.000
4.000
2.000
0 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018
✿ Laun í hlutfalli af tekjum
Laun og launatengd gjöld í veitingasölu sem hlutfall af tekjum
Íslendingar flykkjast á veitingastaði í miðbænum í blíðskaparveðri. Veitingamaður segir að hver dagur þurfi að vera óþægilegur ef reksturinn eigi að ganga upp. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Launahækkanir veitingastaða „allt of brattar“
Veitingamaður segir að það muni
koma sér „verulega á óvart“ ef
lífskjarasamningarnir verði ekki
„aðalmálið í haust.“ Laun hækk-
uðu í maí og munu hækka aftur
ári síðar. „Hvernig á að hækka
laun þegar risastór atvinnugrein
hefur nánast engar tekjur?“
Eyþór Mar Halldórsson, sem
á meðal annars Public House,
segir að laun í veitingageiranum
hafi hækkað mikið frá árinu 2015.
„Langt umfram laun í öðrum
geirum,“ segir hann og spyr sig
hve há laun atvinnugreinin beri.
Mögulega muni launahækkanir
leiða til þess að sjálfsafgreiðslu-
lausnir verði nýttar í meira mæli,
fólk panti og greiði fyrir mat með
snjallsíma.
Daníel Jakobsson, sem er
með rekstur á Ísafirði, segir að
launahækkanir hafi verið „allt
of brattar“. Starfsfólk hans sem
starfi eftir kjarasamningum og
sé á lágum launum, hafi fengið
mestar hækkanir. „Laun sem
hlutfall af veltu hafa á nokkrum
árum farið úr 40 prósentum í
50 prósent. Til viðbótar hafi
mótframlag atvinnurekenda í
lífeyrissjóði hækkað og virðis-
aukaskattur á gistingu hækkaði
úr sjö prósentum í ellefu prósent.
„Veitinga- og hótelrekstur er ekki
fasteignir heldur þjónustan sem
við erum að selja og til að veita
hana þarf starfsfólk. Hótel á
landsbyggðinni stóðu ekki undir
þessum launahækkunum. Það er
alveg klárt,“ segir hann.
Þráinn Lárusson, sem er með
rekstur á Austurlandi, segir að
veitingarekstur hafi „breyst
gríðarlega“ síðustu fjögur ár. „Það
er nánast ekkert orðið eftir,“ segir
Þráinn. Laun hafi hækkað mikið
en verð veitinga lítið. „Í dag er
ekkert spennandi að vera í veit-
ingarekstri. Hótelin hafa haldið
manni gangandi. Það á þó ekki við
um sumarið í ár því verðin voru
mjög lág.“ Hann segir að verðið
hafi getað verið svo lágt vegna
þess að lán voru fryst.
Íris Ann Sigurðardóttir, sem
rekur The Coocoo‘s Nest, segir
að hún finni meira fyrir trygg-
ingagjaldinu og öðrum sköttum
í sínum rekstri en samnings-
bundnum launahækkunum í
kjarasamningum.
Jakob Einar Jakobsson,
framkvæmdastjóri Jómfrúar-
innar, vitnar í ummæli góðs vinar
úr faginu. „Þetta er orðið þannig
í þessum bransa að vegna hás
rekstrarkostnaðar þá þarf hver
dagur að vera smá „óþægilegur“
ef þú ætlar að vera í þessum
rekstri. Þetta þarf að vera hlaup
og allir á milljón og engin yfir-
bygging, þá hefst þetta,“ segir
hann.
Í dag er ekkert spenn-
andi að vera í veitinga-
rekstri.
Þráinn Lárusson, atvinnurekandi á
Austurlandi
Leggjast í híði
„Flestir veitingamenn í kringum
mig eru að fara að loka og leggjast
í híði,“ segir hann. Þarsíðustu helgi
varð hann segja upp „óhemjumiklu
af starfsfólki,“ segir hann. Saman-
lagt næstum 60 manns sem störf-
uðu við hótelin og veitingastaðina.
Alla jafna hefðu f lestir þeirra haft
atvinnu fram í október. „Reksturinn
í september verður eins og venju-
lega í nóvember og desember.“
Þráinn segir að í venjulegu árferði
væru um 56 manns með vinnu út
árið en í október verði 18-19 starfs-
menn hjá samstæðunni.
Þráinn segir að framlengja þurfi
hlutabótaleiðina. „Það er fólk hjá
okkur sem sér ekki fram á annað
en atvinnuleysi. Ef það héldi ráðn-
ingarsambandinu myndi það halda
í vonina,“ segir hann.
Að hans mati eigi ekki að líta á
hlutabótaleiðina sem ríkisstyrk. Í
stað þess að starfsmaður sé á fullum
atvinnuleysisbótum sé hann á 25
prósenta launum frá atvinnulífinu.
„Viðkomandi hefði ella lent á fullum
atvinnuleysisbótum og fyrir vikið
væri lægri atvinnusköpun.“
Daníel, sem rekur Hótel Ísafjörð
og veitingastaðinn Við Pollinn,
segir að rekstur sinn sé alla jafna
árstíðabundinn og að september
og október hafi almennt verið góðir.
Það verði ekki í ár eftir að skrúfað
var fyrir komu ferðamanna til
landsins. Um 95 prósent viðskipta-
vina veitingastaðarins séu erlendir
ferðamenn. Hann reki einnig mötu-
neyti fyrir vinnustaði í bænum en
telji það ekki til hefðbundins veit-
ingahúsarekstrar.
Fyrirtækin hafi ekki náð að safna
í sjóði í sumar fyrir veturinn, eins og
venja sé, og því þurfi að fá aðstoð
frá lánveitanda. „Við erum búin að
fækka starfsfólki mikið og verðum
í einhvers konar híði í vetur,“ segir
hann.
Það hafi unnið 16 starfsmenn á
ársgrundvelli á veitingastaðnum
en þeir verði átta í september. „Við
þurfum að lifa með heimamönnum
sem er miklu minni markaður.“
Venjulega á sumrin starfi um 50-60
manns hjá fyrirtækjunum en í
sumar höfðu þau um 20 manns í
vinnu.
Jakob Einar, framkvæmdastjóri
Jómfrúarinnar, segir að miklum
fjármunum hafi verið varið í að
markaðssetja og byggja upp Ísland
sem áfangastað árið um kring. Það
hafi tekist vel, nú séu góðir veitinga-
staðir og kaffihús víða um land. Nú
megi hins vegar gera ráð fyrir því að
í nánustu framtíð verði ferðamanna-
tímabilið einungis þrír til fjórir
mánuðir líkt og fyrir áratug eða
meira. „Það er sorglegt ef öll upp-
bygging undangenginna ára verður
að engu. Það á ekki tala niður þetta
mikla uppbyggingarstarf eins og
sumir hafa gert,“ segir hann.
Að hans mati þurfi ríkisstjórnin
að blása til aðgerða til að aðstoða
ferðaþjónustuna. „Það er verið að
gera lítið úr heilli atvinnugrein, fjár-
festingunni, þekkingunni og upp-
byggingunni, ef einungis er horft
til þess sem sumir segja, að lágar
aðgangshindranir séu til staðar og
því þurfi ekki að rétta henni hjálp-
arhönd, hún muni bara spretta upp
af sjálfu sér á ný.“
Lítil áhrif á Jómfrúna
Jakob Einar segir þó að lokun lands-
ins hafi lítil áhrif á rekstur Jóm-
frúarinnar. Lokunin geri það að
verkum að íslenskir viðskiptavinir
muni ekki fara í helgarferðir í haust
og því muni Íslendingar vega upp
tekjutapið af færri ferðamönnum.
„Frá árinu 2010 hafa erlendir
ferðamenn skilað um 25-30 pró-
sentum af tekjunum. Hlutfallið
er hærra um hásumartímann því
Íslendingar bóka nær öll borðin í
tengslum við jólahald í nóvember
og desember. Í sumar, fram að sam-
komutakmörkunum í ágúst, hafa
Íslendingar vegið upp tekjutapið af
erlendum ferðamönnum. Ég get því
ekki kvartað yfir stöðunni í mínum
rekstri,“ segir hann.
Jakob Einar telur að hann hafi
orðið af um 15 milljónum í tekjur
í ágúst því samkomutakmarkanir
hafi gert það að verkum að Menn-
ingarnótt og Reykjavík pride var
slegið af og Jómfrúin gat ekki staðið
fyrir árlegri sumardjasshátíð. „Það
munar um minna. Ágúst er þriðji
stærsti mánuðurinn í okkar rekstri.
Sumar og jól eru bestu mánuðirnir
sem vega upp á móti tapi sem er
alltaf fyrstu þrjá mánuði ársins,“
segir hann.
Margir íslenskir viðskiptavinir
Eyþór Mar Halldórsson, sem á þrjá
veitingastaði í miðborginni, gerir
ráð fyrir því að veitingastaðirnir
verði reknir með hagnaði í vetur,
þótt afkoman verði lakari en áður.
„Við reynum að komast í gegnum
þetta. Viðskiptavinir eru mikið til
Íslendingar. Á meðan þeir koma
verður þetta ekki stórmál.“
Hann segir að búið hafi verið
að gera ýmsar ráðstafanir áður en
upplýst var um hertar sóttvarna-
aðgerðir í mánuðinum, eins og að
breyta opnunartíma á Public House
og Brewdog. Lokað sé í hádeginu á
Public House nema föstudaga til
sunnudaga þegar boðið sé upp á
botnlausan dögurð (e. bottom-
less brunch). Brewdog sé opið frá
hádegi, nema mánudaga og þriðju-
daga.
Að sögn Eyþórs Mar er lítið upp
úr því að hafa að selja hádegismat.
Fólk hafi lítinn tíma og vilji ekki
eyða of miklu. Hann tekur undir
það að verðið sé oft lágt í hádeginu,
enda bjóði margir veitingastaðir
upp á tveir fyrir einn tilboð.
Eyþór Mar er hluthafi í veitinga-
staðnum Duck & Rose sem býður
upp á hádegismat. „Það er öðruvísi
staður en Public House og Brewdog.
Hann er mun stærri og hádegislegri,
þar er hægt að fá sér pítsu eða fisk
dagsins.“
Færra starfsfólk
Aðspurður hvort breyttur opnunar-
tími hafi kallað á færra starfsfólk
segir hann að starfsfólki hafi fækk-
að frá mars með því að ráða ekki
nýja starfsmenn þegar einhverjir
hafi hætt. Starfsmannafjöldinn nú
sé 60-70 prósent af því sem hann var
í ágúst fyrir ári.
Eyþór Mar segir að ef það rigni
á mánudegi í september sé líklegt
að fáir Íslendingar fari út að borða.
Í venjulegu árferði hefðu erlendir
ferðamenn komið til skjalanna við
þær aðstæður og vegið upp á móti
því þeir verði að fara út að borða
nánast öll kvöld.
Hann hefur orð á því að aðgerðir
til að stemma stigu við COVID-
19 séu ófyrirsjáanlegar. Hann
sýnir því ríkan skilning enda séu
aðstæður með þeim hætti að óviss-
an í baráttunni við veiruna sé mikil.
Aðspurður með hvaða hætti hann
myndi haga veitingarekstrinum
öðruvísi ef aðgerðirnar væru fyrir-
sjáanlegri nefnir hann að ef vitað
væri að tveggja metra reglan ætti að
gilda lengi, væri ráð að fjárfesta í því
að stúka niður veitingastaði. Aftur á
móti ef reglan muni vara stutt, væri
óskynsamlegt að leggja háar fjár-
hæðir í slíkar framkvæmdir.
Koma sjaldnar en áður
Íris Ann Sigurðardóttir, sem á og
rekur The Coocoo‘s Nest ásamt eig-
inmanni sínum, segir að viðskipta-
vinir þeirra séu einkum fastagestir
„sem haldi með okkur. Við höfum
aldrei stólað mikið á ferðamenn.“
Hún segir um 90 prósent viðskipta-
vina búa á Íslandi. Þau finni þó fyrir
því að viðskiptavinir séu að passa
sig á COVID-19 og komi því ekki
eins oft og áður.
Aðspurð hvaða áhrif tveggja
metra reglan hafi á reksturinn
segir hún að það hafi orðið „veru-
legt tekjutap“ við það að missa borð.
Rekstur fyrirtækisins njóti góðs af
því að hafa stækkað fyrir skemmstu
með opnun Luna Flórens í sama
húsi.
„Við höfum líka hvatt viðskipta-
vini til að taka mat með heim og
höfum notið góðs af því að hægt
hefur verið að sitja úti,“ segir hún.
Þráinn segir að „fótunum hafi
verið kippt undan okkur“ með
tveggja metra reglunni. Salan hafi
hrunið um 30 prósent á veitinga-
stöðunum. „Það er erfitt að reka
veitingastaði með tveggja metra
reglunni. Fyrir suma er það nánast
útilokað,“ segir hann.
Jakob Einar segir að tveggja metra
reglan geri það að verkum að veit-
ingastaðurinn er að hámarki í 70
prósenta af köstum. „Við getum
tekið inn 50-70 manns, eftir því
hvernig raðast á borðin, í stað 100
manns,“ segir hann og nefnir að
góðviðrisdagar geri það að verkum
að fólk vilji sitja úti. „Þannig náum
við f lottum dögum inn á milli,
veltulega séð.“
Þráinn segir að mikill meirihluti
veitingastaða muni skaðast af færri
ferðamönnum. „Það gefur auga leið,“
segir hann. Að hans sögn munu þó
sum veitingahús, sem þjóni einkum
Íslendingum, njóta góðs af ferða-
takmörkunum ef þær leiði af sér að
tveggja metra reglan verði afnumin
því þá muni vera hægt að reka þau
með eðlilegum fjölda borða.
Næsti Eyjafjallajökull
Daníel segir að þó það „svíði til
skamms tíma“ að hafa lokað land-
inu fyrir ferðamönnum séu tæki-
færi í því til langs tíma að halda vel
á málum varðandi COVID-19. „Við
vorum að fá nýja hópa í sumar sem
komu vegna þess hve vel við stóð-
um okkur gagnvart veirunni. Við
værum að fórna minni hagsmun-
um fyrir meiri með því að klúðra
COVID. Þetta gæti orðið verðmæt
umfjöllun eins og þegar Eyjafjalla-
jökull gaus,“ segir hann.
Til að komast í gegnum skaflinn,
að hans mati, þurfi allir að standa
saman: ríkið leggi sitt af mörkum,
fyrirtækjaeigendur sömuleiðis, sem
og stéttarfélögin og bankarnir. „Ef
allir gera eitthvað smá eigum við að
geta komist í gegnum þetta,“ segir
Daníel.
MARKAÐURINN 9M I Ð V I K U D A G U R 2 6 . Á G Ú S T 2 0 2 0