Fréttablaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 10
Við höfum lagt áherslu á að fá áhorfendur leyfða. Yfirvöld leyfðu áhorfendur í byrjun móts en nú virðist vera meiri varkárni almennt. Guðni Bergsson, formaður KSÍ Aðalfundur Ferðafélagsins Útivistar verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019 kl. 20. Fundurinn verður haldinn í sal Ferðaklúbbsins 4x4 að Síðumúla 31. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar. Ferðafélagið Útivist AÐALFUNDUR Laugavegi 178 • Sími 562 1000 • www.utivist.is FÓTBOLTI Gareth Southgate, lands- liðsþjálfari Englands, opinberaði í gær landsliðshóp sinn sem leikur við Ísland í Þjóðadeildinni laugar- daginn 5. september. Harry Magu- ire, fyrirliði Manchester United, verður ekki í hópnum þar sem hann var fundinn sekur um líkamsárás, mótspyrnu við handtöku og tilraun til þess að múta lögreglumönnum fyrir grískum dómstólum í gær. Þrír nýliðar eru í hópnum. Phil Foden, Mason Greenwood og Kalv- in Phillips frá Leeds. Þá eru tveir frá South ampton, Danny Ings og James Ward-Prowse. Enginn vinstri bak- vörður er í hópnum, enginn Jack Grealish og enginn Dele Alli. Harry Kane er á sínum stað þrátt fyrir að hafa þurft að fara í sóttkví eftir frí sem hann fór í á Bahama- eyjum. Raheem Sterling er einnig í hópnum en hann reyndist neikvæð- ur af COVID-19 þótt hann hafi verið í gleðskap með Usain Bolt, sem er kominn í sjálfskipaða sóttkví. Maguire kemur ekki með til Íslands Gareth Southgate, valdi í gær lands- liðshópinn sinn. MYND/GETTY HANDBOLTI Stjórn handknattleiks- deildar Vals hefur ákveðið að draga karlaliðið sitt úr Evrópukeppni í handbolta vegna ferðatakmarkana og sóttvarnaákvæða af völdum kórónaveirufaraldursins. Samk væmt tilk y nning u frá stjórn deildarinnar segir að hún telji þetta það eina ábyrga sem hægt er að gera í stöðunni eins og hún er í dag. „Stjórnin vill ekki setja leikmennina, f jölskyldur þeirra eða nok kurn annan í óþarfa áhættu á því að smitast, eða smita aðra, af kórónaveirunni. Handbolti er mikilvægur en ekki mikilvægari en líf og heilsa fólks,“ segir í tilkynningunni. Valsmenn byrja 10. september í deildinni gegn FH, en þá mun ein- mitt ný auglýsing verða komin frá ráðuneytinu um hvort áhorfendum verði leyft að sjá þann stórleik. – bb Valur mun ekki leika í Evrópu Snorri Steinn Guðjónsson og Dagur Sigurðsson. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR COVID -19 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti á fundi ríkisstjórnarinnar í gær nýja aug- lýsingu um takmörkun á sam- komum vegna COVID-19 farald- ursins. Samkvæmt auglýsingunni verða áhorfendur ekki leyfðir á íþróttakappleikjum til 10. septem- ber hið minnsta. Töluverðar vonir voru bundnar við að áhorfendum yrði leyft að sjá fótbolta að nýju, en áfram verður bann við samkomum með fleiri en 100. Knattspyrna hefur verið leikin fyrir luktum dyrum að undanförnu en fyrsta umferðin í körfuboltanum er sett á 10. september, eins og fyrsta umferðin í handboltanum. Meist- arakeppnir KKÍ og HSÍ fara því fram án áhorfenda. – bb Áhorfendur áfram bannaðir Markverðir: Dean Henderson, Jordan Pickford, Nick Pope Varnarmenn: Trent Alexander- Arnold, Eric Dier, Joe Gomez, Mic- hael Keane, Harry Maguire, Tyrone Mings, Kieran Trippier, Kyle Walker Miðjumenn: Phil Foden, Mason Mount, Kalvin Phillips, Declan Rice, James Ward-Prowse, Harry Winks Framherjar: Tammy Abraham, Mason Greenwood, Danny Ings, Harry Kane, Marcus Rashford, Jadon Sancho, Raheem Sterling FÓTBOLTI Guðni Bergsson, formað- ur KSÍ, segir að eflaust væri betra að hafa fleiri hendur á skrifstofu sambandsins enda í mörg horn að líta, en starfsfólkið gangi þó í öll verk eftir bestu getu og reyni að vanda til verka. Frá því fótboltinn fór aftur af stað hefur borið á töluverðri gagn- rýni á sambandið. Nú síðast sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, að sambandið væri að einbeita sér um of að komandi landsleik gegn Englandi, en ekki í þágu íslenskra liða. Þar áður höfðu KR-ingar verið töluvert ósáttir við sóttkvína sem þeir voru skikkaðir í. Fyrrverandi framkvæmdastjóri sambandsins, Þórir Hákonarson, og Börkur Ed- vardsson, formaður knattspyrnu- deildar Vals, hafa báðir bent á að þeir hefðu viljað sjá einhvers konar krísuhóp í fyrri bylgju COVID, og svona væri hægt að halda áfram í nokkrar línur til viðbótar. Guðni skrifaði á heimasíðu sam- bandsins í gær pistil undir yfir- skriftinni Ósanngjörn gagnrýni. Þar fór hann yfir sviðið og segir orð Rúnars hafa verið ósanngjörn. „Við erum auðvitað á fullri ferð við að láta þetta allt saman ganga upp, eins og pistillinn minn bendir á, og það er ekki alltaf auðvelt eins og gefur að skilja. Okkar fókus hefur fyrst og fremst verið á fram- gang mótanna innanlands og núna á síðustu vikum Evrópuleiki félags- liðanna. Svo erum við auðvitað líka að skipuleggja landsliðsstarfið en minni tími hefur farið í það undan- farið vegna aðstæðna. Það væri of langt mál að telja upp allt það sem við gerum,“ segir Guðni. Á ríkisstjórnarfundi í gær var það kynnt að áhorfendabann verði alla- vega til 10. september. Guðni segir að vonandi fáist tilslakanir sem fyrst svo áhorfendur geti fengið að komast aftur á völlinn. „Við höfum lagt áherslu á að fá áhorfendur leyfða. Yfirvöld leyfðu áhorfendur í byrjun móts en nú virðist vera meiri varkárni almennt. Við reynum að vinna þetta mál með stjórnvöldum og sýna fram á að við förum eftir reglunum og pössum upp á sótt- varnir. Vonandi fást tilslakanir síðar í vikunni eða sem fyrst. Okkar vilji er alveg skýr í þessu og hefur verið komið vel á framfæri.“ Guðni segir að KSÍ hafi fundað margoft með aðildarfélögunum, sent út gögn og leitað að upplýsing- um frá félögunum til þess að greina stöðuna sem best til þess að nota í hagsmunagæslu sambandsins. Hann er ánægður með hvernig til hefur tekist eftir að boltinn fór að rúlla af stað að nýju og segir að sam- bandið hafi náð góðri lendingu á þessum stórfurðulegu tímum þegar fótboltinn var blásinn af að nýju. „Ég held að það hafi verið unnin mjög góð vinna af mörgum innan KSÍ og utan. Við leituðumst við að vinna okkar gögn vel með aðstoð lækna og þeirra sem þekkja vel til. Það er mjög mikilvægt að vera fagleg í svona stöðu og beita góðum rökum og vandaðri vinnu. Þessi mál eru mikið leyst af þeim aðilum sem hefur verið treyst til þessara verka. Eins og ég upplifi það þá er reynt að byggja þetta á faglegu mati sérfræð- inga fyrst og fremst. Nú er kannski pólitíkin að blandast aðeins meira inn í þetta við mat á aðgerðum. Ég tel að við höfum náð mörgu fram á erfiðum tímum.“ Þrátt fyrir háværar gagnrýnis- raddir segir Guðni að hljóðið í Laugardal sé gott. „Hljóðið er fínt hjá okkur. Það reynir auðvitað á okkur eins og aðra í þessum aðstæð- um en við erum vön að vinna undir pressu. Það er mikilvægt að halda sér jákvæðum og lausnamiðuðum. Við viljum ná árangri í því sem við gerum og vinna sem best fyrir félög- in í landinu,“ segir formaðurinn. benediktboas@frettabladid.is Áhersla KSÍ verður áfram á framgangi innlendra móta Formaður KSÍ, Guðni Bergsson, segir að knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, sé að pressa á að leyfa áhorf- endum að komast aftur á völlinn og er ánægður með hvernig til hefur tekist eftir að boltinn fór að rúlla af stað að nýju. Hann hefði alveg verið til í að hafa fleiri hendur en fókusinn sé á mótin hér innanlands. Eftir tæpan mánuð munu Breiðablik og Valur mætast í uppgjöri toppliðanna í Pepsi-deild kvenna. Þá verður von- andi búið að leyfa áhorfendur að nýju. KSÍ er að pressa á að tilslakanir verði leyfðar á völlunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Southgate valdi Maguire í upp- haflegan leikmannahóp sinn. Land- liðsþjálfarinn sagðist hafa rætt við leikmenninn sem héldi því fram sannleikurinn í málinu væri ekki í neinum takti við frásögn grísku lögreglunnar af atburðarrásinni. Þjálfarinn sagði hins vegar að ef það kæmi eitthvað annað upp úr krafs- inu þyrfti hann kannski að endur- skoða ákvörðunina og það varð síðan að lokum niðurstaðan. – bb ✿ Enski hópurinn 2 6 . Á G Ú S T 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.