Fréttablaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 30
Við erum öll með
kúlu á hausnum við
að reyna að fóta okkur á
þessum sérstöku óvissu-
tímum og því er mikilvægt
að sýna sér og öðrum mildi,
vera vakandi, opin fyrir
nýjungum og stunda upp-
byggilegt sjálfstal.
Helsta áskorunin núna er að vera skapandi jarðýta á nöglum, leyfa sér að gera
mistök og vona að bóluefni verði
aðgengilegt fyrir allan almenning
sem fyrst – því okkur liggur lífið á
í orðsins fyllstu merkingu! Já, hver
sagði að þetta ætti að vera auðvelt?
Þetta segir Andrea Róbertsdóttir,
framkvæmdastjóri Félags kvenna í
atvinnulífinu (FKA).
Hver eru þín helstu áhugamál?
Ég er virk manneskja í leik og
starfi, finnst gaman að vinna en
viðra útivistarfatnaðinn reglu-
lega. Útivist, tónlist, myndlist,
safnaheimsóknir og listasýningar
og umhverfismál eru mitt helsta
áhugamál. Ég næri mig á marga
vegu, til dæmis með því að sortera í
skúffum, en útivera og samvera með
mínum nánustu gefur mér mest og
íslensk náttúra og tónlist er mitt
hleðslutæki.
Hvernig er morgunrútínan þín?
Morgunrútína er vafalítið mikil
innspýting og steypustyrktar-
járn fyrir daginn og gott undirlag
fyrir lífið allt, en ég hef ekki þróað
ákveðna morgunrútínu en finnst
frábært þegar ég er komin fram úr.
Hvaða bók hefur haft mest áhrif
á þig?
Ég er farin að vaða ljóð upp að
mitti og það er þvílíka hlaðborðið
sem bíður mín því ég hef ekkert
verið að lesa ljóð af neinu viti hing-
að til. Knappur texti og húmor er í
uppáhaldi.
Hvers hlakkarðu mest til þessa
dagana?
Að halda áfram að styðja kven-
leiðtoga í að sækja fram og sameina
þær til aukins sýnileika og þátt-
töku, fá tækifæri til að leysa enn
frekari kraft úr læðingi hjá FKA og
þjónusta atvinnulífið. Það er svaka-
lega gaman að finna hve mikilvægt
félagið er konum og upplifa þá vigt
sem FKA hefur í samfélaginu. Það
er mikið leitað á skrifstofu félags-
Pössum að missa leikinn ekki úr lífinu
„Konur eiga að vera duglegar að setja sig í forgang, taka tíma frá fyrir sig og njóta góðs af öflugu tengslaneti athafnakvenna,“ segir Andrea. MYND/AÐSEND
Nám:
MS-gráða frá viðskipta- og hag-
fræðideild (Háskóli Íslands),
MA-diplóma í jákvæðri sálfræði.
BA-gráða í félags- og kynjafræði
(Háskóli Íslands).
Störf:
Starfar sem framkvæmdastjóri
Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA.
Áður starfaði hún sem fram-
kvæmdastjóri, forstöðumaður og
mannauðsstjóri RÚV.
Fjölskylduhagir:
Maki er Jón Þór Eyþórsson
framkvæmdastjóri/verkefna-
stjóri. Börn eru Dreki Jónsson (12
ára) og Jaki Jónsson (9 ára).
Svipmynd
Andrea Róbertsdóttir
ins þegar þörf er á sérþekkingu á
einhverju sviði, sem fer afskaplega
vel saman við þann metnað sem
ég hef fyrir hönd félagskvenna um
land allt. Það er ekki til eitthvert
eitt skapalón fyrir fjölbreyttan hóp
félagskvenna FKA en það er raun-
veruleiki þarna úti sem sameinar
konur og öf lugar deildir, nefndir
og ráð ásamt stjórn eru að leggja
línurnar um hvernig má uppfylla
þarfir á starfsárinu. Hugrekki er
smitandi og það er nóg af því innan
FKA, sem kemur sér vel á tímum þar
sem við lifum frasann: „Life is What
Happens to You While You're Busy
Making Other Plans“.
Hver eru helstu verkefni FKA?
Félag kvenna í atvinnulífinu,
FKA, er félag fyrir konur sem eru
stjórnendur og leiðtogar í íslensku
atvinnulífi og nú erum við að hefja
nýtt starfsár sem felst í að 1.200
félagskonur eru að bretta upp
ermar. Það hefur sýnt sig að þegar
vel gengur er tilefni og gefandi að
vera í FKA en ekki síður þegar á
móti blæs. Þegar konum finnst þær
hafa minnstan tíma til að setja sig á
dagskrá í lífinu þá er einmitt mesta
þörfin fyrir þær að fjárfesta í sér
með því að vera í félaginu. Konur
eiga að vera duglegar að setja sig í
forgang, taka tíma frá fyrir sig og
njóta góðs af öf lugu tengslaneti
athafnakvenna úr öllum greinum
atvinnulífsins sem hægt er að spegla
sig í hjá FKA.
Hverjar eru helstu áskoranir í
starfi FKA?
Margvísleg gögn og niðurstöður
rannsókna staðfesta valdamis-
ræmi kynjanna þannig að misréttið
hefur ekki tekið sér frí, því miður,
ekkert frekar en COVID-19. Það er
óvissa sem einkennir allt lífið, núið
er snúið og á sér enga hliðstæðu
og það er því í takt við nýja tíma
sem FKA heldur áfram að vinna
með tengslanet, sýnileika og að
vera alvöru hreyfiafl. Við erum öll
með kúlu á hausnum við að reyna
að fóta okkur á þessum sérstöku
óvissutímum og því er mikilvægt
að sýna sér og öðrum mildi, vera
vakandi, opin fyrir nýjungum
og stunda uppbyggilegt sjálfstal.
Skrítnir tímar kalla fram oft ýkt,
ofsafengin og furðuleg viðbrögð
sem verður að anda inn í en á tímum
sem þessum er mikilvægt að vera
kvikur, vera spíttbátur en ekki olíu-
skip, því eins og við sjáum þá er lífið
annað í dag en fyrir tveimur vikum
og svo verður einhver allt önnur
sviðsmynd komin eftir næstu tvær
vikur. Sumt er að fara að breytast
varanlega, annað tímabundið og
þörf er á að hugsa fjölmargt alveg
upp á nýtt til að sýna ábyrgð og
lágmarka hættu á smitum í sam-
félaginu. Það er mikilvægt að hugsa
stórt en á sama tíma sjá fegurðina í
einfaldleikanum og passa að missa
ekki leikinn úr lífinu. Helsta áskor-
unin núna er því að vera skapandi
jarðýta á nöglum, leyfa sér að gera
mistök og vona að bóluefni verði
aðgengilegt fyrir allan almenning
sem fyrst – því okkur liggur lífið á
í orðsins fyllstu merkingu! Já, hver
sagði að þetta ætti að vera auðvelt?
Samstarf tveggja íslenskra fyrir-tækja um framleiðslu á ilmandi handspritti hefur nú getið af sér
sókn á erlenda markaði. Um er að
ræða heilsuvörufyrirtækið Mulier
Fortis og áfengisframleiðandann
Foss Distillery. Mulier Fortis (sem
útleggst „sterk kona“ á íslensku)
hefur hingað til selt heilsuvörur
á borð við vítamínblöndur, ilm-
kjarnaolíur og krem unnið úr haf-
þyrnisolíu sem ætlað er að vinna
bug á óeðlilegum þurrki í leg-
göngum. Foss Distillery hefur fram-
leitt ýmsar tegundir sterks áfengis
sem einkum hafa höfðað til ferða-
manna, svo sem líkjörana Björk
og Birki, auk brennivíns og vodka
undir vörumerkinu Helvíti.
Eftir að áfengiskaup ferðamanna
drógust verulega saman seint í vetur
stóð Foss uppi með töluvert magn
etanóls, eða vínanda, sem ekki þótti
hyggilegt að nýta til áfengisfram-
leiðslu á þeim tímapunkti. Kom þá
til sögunnar áðurnefnd hafþyrnis-
olía sem er blandað út í vínandann,
auk glýseríns og vatns. Foss nýtir
þannig framleiðslulínu sína þessa
dagana til að framleiða handspritt
með 75 prósenta styrkleika.
„Einn af okkar erlendu sam-
starfsaðilum í Bretlandi hefur keypt
nokkuð magn af handsprittinu af
okkur og ætlar að selja undir eigin
vörumerki,“ segir Íris Gunnars-
dóttir, annar stofnenda og eigenda
Mulier Fortis. „Þetta byrjar auðvit-
að smátt en við erum nú þegar að sjá
töluverðan áhuga frá einni af stóru
dagvöruverslunarkeðjunum í Bret-
landi líka. Þetta hefur svo spurst út
og við erum núna í viðræðum við
kaupendur í Hollandi og á Spáni,“
bætir hún við.
Talið er að eftirspurn eftir hand-
spritti hafi sjöfaldast á heimsvísu
á árinu 2020 eftir að COVID-19-
heimsfaraldurinn hóf yf irreið
sína. Heilbrigðisyfirvöld um allan
heim hafa bent á að regluleg sótt-
hreinsun á höndum sé skilvirk leið
til að hamla útbreiðslu faraldursins,
enda eyðir etanól (og önnur alkó-
hólsambönd) próteinhjúp COVID-
19-veirunnar sem gerir henni kleift
að taka sér bólfestu í öndunarvegi
fólks og þannig dreifa sér.
Mikil vöruþróun um allan heim
hefur átt sér stað á skömmum tíma
í handsprittframleiðslu, en ekki eru
allar nýframkomnar vörur af sömu
gæðum. Matvæla- og lyfjastofnun
Bandaríkjanna (FDA) hefur þannig
varað neytendur við alls 115 vöru-
tegundum handspritts, en við-
komandi vörur voru ekki taldar
innihalda nægilegt magn alkóhól-
sambanda. Talið er að handspritt
þurfi að vera af að minnsta kosti 60
prósenta styrkleika til að virka sem
skyldi. – thg
Íslenskt handspritt hefur innreið sína á erlenda markaði
Handsprittið er samstarfsverkefni
Mulier Fortis og Foss Distillery.
Þetta byrjar auð-
vitað smátt en við
erum nú þegar að sjá tölu-
verðan áhuga frá einni af
stóru dagvöruverslunarkeðj-
unum í Bretlandi.
Íris Gunnarsdóttir, annar stofnenda
og eigenda Mulier Fortis
2 6 . Á G Ú S T 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R12 MARKAÐURINN