Fréttablaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 8 5 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 2 6 . Á G Ú S T 2 0 2 0 uppskera! Ný íslensk ... hjá ok ku r í d a g H já b ó nd a í gær ... Þessir kylfingar notuðu veðurblíðu gærdagsins til að taka hring á golfvellinum sem staðsettur er í hinu glæsilega landslagi við Gróttuvitann á Seltjarnarnesi. Svo virðist sem teighöggin hafi ekki gengið alveg sem skyldi hjá þeim þar sem draga má þá ályktun af myndinni að leit standi yfir að golf boltum þeirra sem lent hafi utan f latarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI VIÐSKIPTI Sala erlendra sjóðastýr- ingarfyrirtækja á íslenskum ríkis- skuldabréfum í síðustu viku knúði fram umfangsmestu gjaldeyrissölu Seðlabanka Íslands á einni viku frá fjármálahruninu. Töluverð velta var á gjaldeyrismarkaðinum í síðustu viku, alls 19 milljarðar króna, eftir að stjórnvöld tilkynntu um hertar aðgerðir á landamærunum. Til þess að sporna gegn veikingu krónunnar seldi Seðlabankinn gjaldeyri fyrir 10,7 milljarða, sem nemur yfir einni prósentu af gjaldeyrisforðanum. BlueBay Asset Management, eitt stærsta sérhæfða skuldabréfastýr- ingarfyrirtæki Evrópu, var á meðal þeirra sem seldu ríkisskuldabréf, samkvæmt heimildum. Fyrirtækið er þó enn með verulega stöðu í íslenskum ríkisskuldabréfum. Spurður hvernig fyrirtækið meti stöðuna á Íslandi segir Mark Dowd- ing, yfirfjárfestingastjóri BlueBay, að undirstöður hagkerfisins séu sterkar. „Traust hagstjórn hefur leitt til þess að Ísland hefur burði til að standa af sér COVID-krísuna betur en mörg samanburðarríki,“ segir Dowding. Horft til meðallangs tíma verði Ísland áfram álitlegur áfanga- staður fyrir fjármagn. Seðlabankinn mun gera grein fyrir vaxtaákvörðun peninga- stefnunefndar í dag. Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, býst við að bankinn muni einnig þurfa að gera grein fyrir gjaldeyrisinngripunum. „Miðað við hreyfingarnar undan- farna daga þá veltir maður fyrir sér hvort þetta sé stefnubreyting. Við fyrstu sýn lítur út fyrir að bankinn sé að sporna gegn frekari gengis- veikingu vegna versnandi verð- bólguhorfa. Krónan hefur gefið eftir, húsnæðismarkaðurinn er sterkur og verðbólgan hefur aukist hraðar og umfram væntingar,“ segir Erna Björg. Það sé á skjön við yfir- lýst markmið um gjaldeyrisinngrip til að koma í veg fyrir óhóf legar sveiflur og spíralmyndun á markað- inum. – hae / þfh / sjá Markaðinn Mesta gjaldeyrissala frá hruni Seðlabankinn seldi meira af gjaldeyri í síðustu viku en hann hefur gert á einni viku frá fjármálahruninu. Skuldabréfasala erlendra sjóða knúði fram inngrip bankans. Ísland hafi burði til að standa af sér krísuna. 10,7 milljarðar króna var um- fang gjaldeyrissölu Seðla- bankans í síðustu viku. VIÐSKIPTI Íslensk stjórnvöld settu það sem skilyrði fyrir ríkisábyrgð á 16,5 milljarða lána línu til Icelandair að gengið yrði sem lengst í að þynna út eignarhlut núverandi hluthafa í áformuðu útboði f lugfélagsins. Til að koma til móts við þau sjón- armið stjórnvalda var ákveðið að fjárfestum myndi bjóðast áskriftar- réttindi sem samsvari allt að fjórð- ungi af hinum nýju útgefnu hlutum. Sú ráðstöfun rýrir enn frekar virði hlutafjár núverandi hluthafa. Þá var einnig samþykkt að útboðsgengið yrði aðeins ein króna á hlut en það er nokkuð lægra gengi en stjórnendur Icelandair höfðu horft til að miða ætti við í útboðinu. – hae / sjá Markaðinn Hluthafarnir yrðu þynntir sem mest út  

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.