Fréttablaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 14
Fæst í öllum helstu matvöruverslunum, apótekum og heildsöluvöruverslunum. léttir að vita af hverju mér hafði liðið svona illa. Það var þá ekki per- sónulega ég sem manneskja heldur var eitthvað að gerast í kerfinu hjá mér og loksins hafði ég nafn yfir það,“ segir Halla, sem nú er 32 ára, tveggja dætra móðir og útskrifast í október sem kennari frá list- kennsludeild Listaháskóla Íslands. „Í lokaverkefni mínu við mynd- listardeild Listaháskólans árið 2013, sem ber titilinn „Tók ég eftir því þá eða tók ég eftir því eftir á?“ velti ég fyrir mér hvenær ég sjálf og aðrir áttuðu sig á að ég væri orðin geðveik. Ég spurði fjölskylduna og vini en enginn kvaðst hafa tekið eftir því meðan á því stóð en að eftir á gætu þau öll nefnt augna- blik þar sem hefði mátt sjá að ekki væri í lagi með mig. Eins og pabbi; þegar ég fór með honum á þorra- blót hjá karlakórnum og hann söng einsöng öðrum til skemmtunar. Þá settist hann hjá mér á eftir og fannst skrítið hvað ég talaði undarlega og úr samhengi án þess að hann tengdi það á neinn hátt við það að ég væri orðin geðveik,“ útskýrir Halla. Gott veganesti úr sveitinni Halla er uppalin á bænum Bakka á Kjalarnesi þar sem foreldrar hennar eru kúabændur. „Það var gott veganesti að alast upp í sveit hjá foreldrum sem eru sínir eigin atvinnurekendur. Ég mjólkaði kýrnar, keyrði traktor og kunni tökin á sveitalífinu en lærði líka snemma handtökin við að taka frumkvæði og vera sjálfstæð, sem skiptir miklu ef maður er listamað- ur,“ segir Halla, sem á æskuárunum var síteiknandi og skrifandi sögur. Hún lauk námi á listnámsbraut í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og fór þaðan í myndlistarnám við Listaháskóla Íslands, þar sem hún prófaði sig áfram með ýmsa miðla. „En eftir að ég útskrifaðist af geð- deild og einsetti mér að teikna eina mynd á dag til að koma mér í gírinn, fann ég að teikningar yrðu minn miðill,“ segir Halla, sem vinnur oftast með blýantsteikningar og stutt textabrot. „Það sem vakir fyrir mér er að snúa við upplifun fólks. Við bóklestur sér fólk fyrir sér myndir af sögupersónum og umhverfi í skáldskapnum en mig langar að vekja hugrenningar um söguþráð í hugum fólks þegar það skoðar teikningarnar mínar.“ Engin skömm né feimnismál Eftir að Halla læknaðist af geðrof- inu var hún greind með geðhvörf. „Í dag er ég í mjög góðu jafnvægi og hef verið það lengi. Ég fékk inni hjá geðhvarfateymi Landspítalans, sem er rosalega flott teymi og hefur hjálpað mér mikið. Hjá því fær maður fræðslu og verður sér- fræðingur í eigin sjúkdómi, lærir að þekkja einkennin og grípa inn í áður en sjúkdómurinn nær sér á strik,“ útskýrir Halla, sem gætir þess að hvílast vel og forðast of mikið álag til að sporna við sínum sjúkdómi. Hún kveðst lánsöm að eiga stórt og gott fjölskyldunet. „Viðbrögð minna nánustu við geðrofinu voru að gera allt sem þau gátu til að aðstoða mig. Ég var alin upp við að geðræn vandamál væru hvorki feimnismál né eitthvað til að skammast sín fyrir. Ég var því aldrei feimin við að ræða mína geðveiki, ég fór strax að vinna með veikindin í skólanum og talaði opinskátt um þau. Ég hef svo bara uppskorið þakklæti frá fólki þegar ég tala um geðrofið því það eru svakalega margir sem hafa upplifað eitthvað svipað eða eiga ættingja eða vini sem hafa lent í geðrofi.“ Líka ljós, fegurð og húmor Halla er nýbúin að gefa út sína fyrstu bók í fullri lengd og ber hún sama titil og lokaverkefni hennar við Listaháskólann, „Tók ég eftir því þá eða tók ég eftir því eftir á?“ „Bókin opinberar mína per- sónulegu reynslu af því að missa tökin á raunveruleikanum og getur vonandi orðið öðrum til hjálpar,“ segir Halla. Sem meistaraverkefni við list- kennsludeild Listaháskólans vann Halla að rannsókn sem ber heitið „Gluggi inn í reynslu annarra – persónuleg myndræn frásögn sem útgangspunktur fyrir samtal“. „Ég fékk sjö konur til að lesa bókina og spjalla við mig um hana í framhaldinu. Það sem kom út úr því er að umræða um slíka reynslu getur opnað augu fólks fyrir ólíkum sjónarhornum og því hvernig manneskja í geðrofi sér veröld- ina öðruvísi en manneskjan sem stendur fyrir utan. Sumar þessara kvenna eru aðstandendur og eiga mæður sem hafa verið í sömu sporum og ég og þeim fannst bókin hjálpa þeim að fá innsýn í það sem mæður þeirra gætu verið að upp- lifa. Það hefur hjálpað þeim að sýna meiri skilning og umburðarlyndi. Með því að tala meira um þessa hluti, því minni verða fordómarn- ir,“ segir Halla. Teikningar Höllu í bókinni sýna það sem hún sá og upplifði í geð- rofinu. „Myndirnar eru af sjálfri mér, alls ekki raunsæjar, en í hlutverki minnar nýju sjálfsmyndar sem er manneskja með geðsjúkdóm. Með því að teikna sjálfa mig er ég svolítið að sætta mig við þetta hlutverk og ég reyni að sjá þetta fallega. Svona lífsreynsla er rosa- lega erfið, bæði fyrir mann sjálfan en líka fyrir aðstandendur, en það er þó margt áhugavert og fallegt í þessari reynslu og ég reyni að sýna það. Ekki bara myrkur og vanlíðan, heldur líka fegurð, ljós og húmor. Þetta er lífsreynsla sem ég er stolt af og ég myndi ekki vilja breyta,“ segir Halla. „Bókin er líka mjög hjálpleg fyrir mig, því þegar ég er búin að koma lífsreynslunni frá mér og get virt hana fyrir mér úr fjarlægð, eins og gengur og gerist með listaverk, þá verður auðveldara að tala um hana en það sem er djúpt inni í mér.“ Halla verður með sýningu í Kling og Bang í lok nóvember og tekur þátt í útskriftarhátíð þar sem hún kynnir rannsóknina sína með lokaverkefninu við LHÍ þann 12. september. Bókina er hægt að panta í forsölu á iyfac.com en hún kemur í bókabúðir í september. Halla segir geðrof hafa verið erfiða lífsreynslu fyrir sig og aðstandendur en að hún innihaldi líka ljós, fegurð og húmor. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 6 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 M I ÐV I KU DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.