Fréttablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 10
Ef öllum einka- bílum landsins yrði ekið á rafmagni á morgun þá myndi það kalla á um það bil 3,5 prósent af því rafmagni sem við fram- leiðum í dag. Nú þegar eru 7,5 prósent af rafmagni í landinu á lausu og því engin þörf á að virkja til að knýja rafbíla. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR Raforkusamningar við stórnotendur á Íslandi sem hafa verið endur-nýjaðir á síðustu árum hafa gert það að verk-um að raforkuverð er ekki lengur samkeppnishæft við verð erlendis. Af þeim sökum er ein- sýnt að fleiri stórnotendur á Íslandi lendi í rekstrarvanda á næstunni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umsögn Bjarna Bjarnasonar, for- stjóra Orkuveitu Reykjavíkur, um kerfisáætlun Landsnets fyrir árin 2020-2029 sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Í umsögninni segir að bæði kísilverin á Íslandi, við Helguvík á Suðurnesjum og á Bakka við Skjálf- anda, hafi nýlega stöðvað starfsemi. Þar að auki hafi álver Rio Tinto við Straumsvík dregið mjög úr fram- leiðslu og að gagnaverin á Íslandi hafi dregið úr rafmagnskaupum sínum um þriðjung. Að þessu samanlögðu nemur samdráttur í raforkukaupum á Íslandi um 1,5 teravattstundum á ári, eða um 7,5 prósentum af árlegri vinnslugetu raforku á Íslandi. Bjarni bætir því jafnframt við í umsögn sinni að „ekki sé ólíklegt að álveri Rio Tinto verði lokað á næstunni“, en það myndi þýða að um 22 pró- sent af því rafmagni sem hægt er að vinna á landinu miðað við núver- andi uppsett af l verði hreinlega óseld. Í umsögn Bjarna segir jafnframt að „taumlaus uppbygging áliðn- aðar í Kína“ valdi því að alþjóð- legur álmarkaður sé afar erfiður um þessar mundir og að ekkert bendi til þess að landið fari að rísa í bráð. For- stjórinn nefnir einnig að áliðnaður á Vesturlöndum gæti hreinlega lagst af ef staða álmarkaða lagist ekki á næstu árum, og eigi það hugsanlega einnig við um álver Alcoa á Reyðar- firði og Norðurál við Grundartanga. Tilefni umsagnar Bjarna er fyrir- ætlan Landsnets um að fjárfesta fyrir um 90 milljarða króna í f lutn- ingskerfi raforku á Íslandi á næstu tíu árum. Bjarni segir í samtali við Fréttablaðið að þetta myndi þýða að efnahagsreikningur Landsnets myndi um það bil tvöfaldast. Flutn- ingskostnaður sem Landsnet rukk- ar viðskiptavini sína um ákvarðast aðallega af eignastofni fyrirtækisins og þar af leiðandi myndi flutnings- kostnaður viðskiptavina óum- flýjanlega hækka. „Sumir stórnotendur rafmagns á Íslandi eru þegar við sársaukamörk þegar kemur að raforkukostnaði og það er einsýnt að hækkandi f lutn- ingskostnaður myndi þýða minni kaup á raforku. Þá þarf Landsnet að hækka verðskrána sem myndi enn frekar draga úr eftirspurn. Þarna gæti myndast spírall sem ekki end- aði vel,“ segir hann og bætir við að fjárfestingaáætlun Landsnets bygg- ist á forsendum um vöxt sem ekki byggi á veruleikanum eins og hann blasir nú við. Allverulegar líkur séu á því að offramboð rafmagns verði á Íslandi til skamms eða langs tíma: „Það þýðir mikið tekjutap fyrir þjóðina því það getur tekið mörg ár að koma þessu rafmagni í vinnu aftur.“ Að mati Bjarna ættu fjárfestingar Landsnets að miðast við að bæta af hendingaröryggi til almenn- ings. Með því væri komið í veg fyrir aðstæður eins og mynduðust á Norðurlandi í vetur, þar sem mikið óveður sló út rafmagn á meðal ann- ars stórum svæðum í Eyjafirði. Kerfisáætlun Landsnets byggist meðal annars á spá Orkustofn- unar um þróun raforkunotkunar á Íslandi til næstu áratuga. Í nýjustu skýrslu orkuspárnefndar stofn- unarinnar mun aukin eftirspurn raforku kalla á nýjar virkjanir til ársins 2050, en árleg aukning eftir- spurnar raforku er talin munu verða um 1 prósent fram til ársins 2050. Í kerfisáætlun Landsnets eru dregnar upp nokkrar sviðsmyndir þar sem notkun á raforku á Íslandi er talin munu aukast um á bilinu 0,7 til 2,2 prósent á ári. Forsendur Landsnets um 2,2 pró- senta aukningu á ári miðast við að orkuskipti muni ganga hratt fyrir sig, meðal annars með örri fjölgun raf bíla. Bjarni bendir á að raf bílar kalli ekki á stórtækar fjárfestingar, hvorki í dreifikerfi né virkjunum. „Ef öllum einkabílum landsins yrði ekið á rafmagni á morgun þá myndi það kalla á um það bil 3,5 prósent af því rafmagni sem við framleiðum í dag. Nú þegar eru 7,5 prósent af raf- magni í landinu á lausu og því engin þörf á að virkja til að knýja raf bíla. Þar að auki eru raf bílar í langflest- um tilfellum hlaðnir á nóttunni, sem dregur úr álagi á f lutningskerfi Landsnets, og því þarf ekki að fjár- festa í f lutningskerfinu til að anna eftirspurn vegna raf bíla.“ thg@frettabladid.is Telur orkuverðið til stóriðju orðið of hátt Endurnýjaðir samningar við ákveðna stórnotendur raforku á Íslandi hafa gert það að verkum að raforkuverð til stóriðju á Íslandi er í einhverjum tilfellum orðið ósamkeppnishæft. 90 milljarða fjárfesting Landsnets sögð glórulaus. Forstjóri OR segir að staða álmarkaða þýði að orkuverð á Íslandi sé orðið ósamkeppnishæft. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN MARKAÐURINN 2 4 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð Þingstjórar: Kolfinna Tómasdóttir og Þorsteinn Víglundsson Dagskrá streymt frá Silfurbergi, Hörpu: Ávarp formanns Kosningu formanns, stjórnar og formanna málefnanefnda lýkur Kosning um varaformann Stjórnmálayfirlýsing Þingmenn sitja fyrir svörum Ávarp Nicola Beer, varaforseta Evrópuþingsins Góss leikur nokkur lög Atkvæðagreiðsla til allra embætta, utan varaformanns, stendur yfir á vidreisn.is frá kl. 8.00-16.30 LANDSÞING VIÐREISNAR 25. sept. kl. 16.00–18.30 fer fram á vidreisn.is Hægt er að skrá sig á landsþingið á vidreisn.is til kl. 7.00 að morgni föstudagsins 25. september.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.