Fréttablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 26
Tvær legudeildir
eru á Kristnesspít-
ala, alls 33 rúm. Önnur
er opin sjö daga vikunn-
ar en hin er fimm daga
deild.
FJARÞJÁLFUN – BAKLEIKFIMI
Leiðbeinandi: Dr. Harpa Helgadóttir, PhD. Sjúkraþjálfari og
sérfræðingur í greiningu og meðferð á hrygg og útlimaliðum.
Upplýsingar og skráning:
https://bakskolinn.com/
Sjúkraþjálfarar koma gjarnan snemma inn í endurhæf-ingarferlið. Þeir starfa meðal
annars á gjörgæslu sjúkrahúsanna
og koma að allt frá akút tilfellum
til langtímameðhöndlunar,“ segir
Unnur Pétursdóttir, formaður
Félags sjúkraþjálfara.
Hópurinn sem leitar til sjúkra-
þjálfara einhvern tíma á lífs-
leiðinni er glettilega stór. „Í fyrra
komu 55.092 einstaklingar í þjálf-
un eða meðferð til sjúkraþjálfara
sem er rúmlega 1/6 hluti þjóðar-
innar. Þá erum við eingöngu að
tala um almenning sem misstígur
sig, lendir í bílslysi eða finnur til
í bakinu. Þá eru ótaldir þeir sem
njóta þjónustu sjúkraþjálfara á
spítölum, öldrunarheimilum og
endurhæfingarstofnunum.“
Fagið hefur tekið breytingum
í áranna rás, en sjúkraþjálfunar-
fagið sem slíkt varð til í Evrópu við
lok seinni heimsstyrjaldarinnar
og á Íslandi í kjölfar mænuveiki-
faraldursins 1955. Gríðarmiklar
framfarir í læknisfræði endur-
speglast í sífellt vaxandi þörf fyrir
hágæða endurhæfingu og sérhæf-
ing er því talsverð innan fagsins.
„Þegar ég hóf störf sem sjúkraþjálf-
ari fyrir 30 árum var endurhæfing
þeirra sem læknuðust af krabba-
meini lítil. Þá var bara spurning
hvort sjúklingur lifði eða dó. En
í dag er endurhæfing þeirra sem
greinast með krabbamein gjarnan
lykilatriði í því að fólk öðlist lífs-
gæði á ný.
Það kemur einnig sífellt betur í
ljós að hugi og líkami eru síður en
svo aðskilin fyrirbæri. Afleiðingar
andlegra kvilla eru oft hreyfingar-
leysi og léleg líkamleg heilsa. Og að
kljást við stoðkerfis- og verkja-
vandamál getur hæglega valdið
Fylgja þér frá vöggu til grafar
Sjúkraþjálfarar fylgja okkur frá vökudeild inn á öldrunar-
heimilin og starfa með fólki á breiðu getusviði, allt frá
þeim sem geta vart hreyft sig til afburðafólks í íþróttum.
Unnur Péturs-
dóttir, for-
maður Félags
sjúkraþjálfara,
segir að nýjar
áskoranir hafi
komið upp í
kjölfar farald-
ursins.
slæmri andlegri líðan.“ Að sögn
Unnar eru stærstu heilbrigðis-
áskoranir framtíðarinnar af
völdum lífsstílssjúkdóma og öldr-
unar þjóðanna og í þeim efnum er
ljóst að gott aðgengi að þjónustu
sjúkraþjálfara mun verða lykilat-
riði í heilbrigðisþjónustu fram-
tíðarinnar. „Lykillinn í okkar starfi
er ekki endilega að bæta árum við
lífið heldur að bæta lífi við árin.“
Ný áskorun
Nýjasta áskorun stéttarinnar er
að taka á móti fólki sem nær sér
seint og glímir lengi við eftirköst
COVID-19 sjúkdómsins. „Einnig
hafa aukist tilfelli þar sem fólk þjá-
ist af stoðkerfisvandamálum vegna
hreyfingarleysis af völdum ýmist
endurtekinna sóttkvía eða lang-
vinnrar heimavinnu. Önnur tilfelli
stafa af því að þjónusta við fatlaða
og aldraða hefur fallið niður vegna
faraldursins, eða að einstaklingar í
áhættuhópum óttast smit og sækja
sér því ekki nauðsynlega þjónustu.
Það er ekkert verra fyrir líkamann
en hreyfingarleysi og rúmlega og
því brýnt að þeir sem eru þessa
dagana mikið heima við hugi vel
að því að stunda alla þá hreyfingu
sem þeir eiga kost á. Að sama skapi
að þeir sem hafa veikst hugi vel að
því að fara rólega af stað og ætli sér
ekki um of.
Arna Rún Óskarsdóttir, forstöðulæknir á endur-hæfingu og öldrunardeild
Sjúkrahússins á Akureyri, segir
að berklar hafi verið alvarlega
ógn á fyrri hluta síðustu aldar.
„Sem dæmi voru 75% þeirra 50
sjúklinga sem dvöldu á Sjúkrahúsi
Akureyrar árið 1925 berklaveikir.
Hornsteinninn að Kristneshæli var
lagður í maí 1926 og það var vígt 1.
nóvember 1927. Í árslok það ár voru
sjúklingar á Hælinu 47,“ segir Arna
Rún. „Árið 1976 útskrifaðist síðasti
berklasjúklingurinn og það ár tók
heilbrigðisráðherra ákvörðun um
að Kristneshæli yrði rekið sem
hjúkrunar- og endurhæfingarspít-
ali. Rekstur endurhæfingardeildar
hófst þó ekki fyrr en 1985 en síðan
þá hefur markvisst verið byggð
upp endurhæfingarstarfsemi og
árið 1994 var komið á öldrunar-
lækningadeild,“ bætir hún við.
„Í dag eru eru tvær legudeildir
á Kristnesspítala, alls 33 rúm.
Önnur er opin sjö daga vikunnar
en hin er fimm daga deild. Á
báðum deildum er veitt þjónusta
innan endurhæfingar- og öldrun-
arlækninga á vegum Sjúkrahússins
á Akureyri. Einnig eru starfrækt
fimm dagdeildarrými.
Á Kristnesspítala er útibú frá
Endurhæfing í fallegri sveit
Kristnesspítali hét áður Kristneshæli. Spítalinn er staðsettur 10 kílómetrum sunnan Akureyrar, í
Eyjafjarðarsveit. Hann á merkilega sögu, eða allt frá árinu 1927, byggður fyrir berklasjúklinga.
Kristnesspítali
hefur yfir sér
virðulegan blæ
enda hefur
húsið staðið í
Eyjafirðinum
frá árinu 1927.
Hjálpartækjamiðstöð Sjúkratrygg-
inga Íslands,“ upplýsir Arna og
bendir á að grunnur starfsins sé
þverfagleg teymisvinna meðferð-
araðila í samvinnu við sjúklinga
og fjölskyldur þeirra. „Læknar,
hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálf-
arar, iðjuþjálfar, félagsráðgjafi,
sjúkraliðar og aðstoðarfólk starfa í
teymum. Einnig koma inn í teymin
talmeinafræðingur og sálfræð-
ingur þegar við á. Samvinna við
þjónustuaðila utan stofnunarinnar
er mikilvægur þáttur í starfinu.
Má þar nefna heilsugæslu og þá
sérstaklega heimahjúkrun, ýmis
úrræði á vegum Akureyrarbæjar
auk Virk starfsendurhæfingar-
sjóðs.“
Arna segir að sjúklingar komi
víða að. „Innlögnum af bráða-
deildum sjúkrahússins á Akureyri
er forgangsraðað, til dæmis af
lyf lækningadeild og skurðlækn-
ingadeild í kjölfar veikinda og
slysa en einnig koma tilvísanir úr
heilsugæslu bæði frá Akureyri og
nærsveitum og í raun upptöku-
svæði Sjúkrahússins á Akureyri.
Sjúklingar fá einstaklingsbundna
þjónustu en einnig er áhersla
á hópastarf. Starfræktir eru
lífsstíls- og lungnahópar auk
virknihópa þar sem unnið er
með langvinna verki. Fræðsla er
mikilvægur þáttur í hópavinn-
unni. Einstaklingar sem taka þátt
í hópastarfi koma í skipulagða
dvöl en lengd endurhæfingar hjá
þeim sem koma beint af sjúkra-
húsinu er mislöng. Fjöldi beiðna
árið 2019 var 241 fyrir endurhæf-
ingarsvið og 147 fyrir öldrunar-
lækningasvið. Einstaklingar sem
fengu þjónustu innan öldrunar-
lækninga á árinu 2019 var 126 og á
endurhæfingarsviði 184. Komur á
dagdeild endurhæfingarlækninga
voru 289.“
Arna segir að starfsfólkið sjái
mjög oft góðan árangur. „Vissulega
birtist hann mishratt en batinn er
það sem gleður okkur og nærir alla
daga. Stöðugt viðhald á spítal-
anum er sömuleiðis endalaust
verkefni sem lýkur sennilega aldr-
ei enda er þetta gömul og merkileg
bygging.“
Síðumúli 31 - 108 Reykjavik - S: 562-9018 / 898-5618
info@arcticstar.is - www.arcticstar.is
SÆBJÚGNAHYLKI FYRIR HEILSUNA
Arctic star sæbjúgnahylki
innihalda yfir fimmtíu tegundir af
næringarefnum, og eru þekkt fyrir:
• Hátt próteininnihald og lágt fituinnihald
• Að minnka verki í liðum og liðamótum
• Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni
liðskemmda
• Að bæta ónæmiskerfið
• Að auka blóðflæði
• Að koma í veg fyrir æðakölkun
• Að auka orku líkamans, stuðla að
myndun húðpróteins og insúlins
ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA, Framleiðandi er
Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar
fást á www.arcticstar.is
Arctic Star sæbjúgnahylki
Varan fæst í flestum apótekum,
heilsubúðum og hagkaupum.
NÝJAR UMBÚ
ÐIR
4 KYNNINGARBLAÐ 2 4 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U RENDURHÆFING