Fréttablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 37
Á erfiðum tíma í endurhæf-ingunni á Grensási, birtist mér í einum svip fegurð lífsins og jarðarinnar okkar. Síðan þá hef ég meðvitað reynt að njóta lífsins og þess sem það hefur upp á að bjóða.“ Þetta segir tónlistarkennarinn Helga Þórarinsdóttir sem varð fyrir mænuskaða á hálsi þegar leið yfir hana fyrir utan veitingahús árið 2012 með þeim afleiðingum að hún féll í götuna og lamaðist fyrir neðan brjóst. „Yfirleitt er ég frekar létt í skapi en róðurinn er stundum þungur. Lífið á það til að vera ansi f lókið og erfitt en ég gleymi því jafnóðum þegar ég vel að gera eitthvað skemmtilegt. Ég er heppin að eiga góða vini og að hafa áhuga á mörgu, en sáttin tekur dálítið langan tíma. Ég er á leiðinni þangað,“ segir Helga. Hlustar, nýtur og ferðast Helga var víóluleikari hjá Sin- fóníuhljómsveit Íslands, þegar slysið breytti öllu. „Ég spila ekki meira á víóluna. Það er útilokað mál. Í staðinn er ég tónleikagestur númer eitt hjá Sinfó og bara alls staðar, því ég fer mikið á tónleika, hlusta og nýt tónlist- arinnar út í ystu æsar,“ segir Helga sem er líka mikill náttúruunnandi. „Ég geng ekki lengur um fjöll og firnindi, sem var mitt líf og yndi, en ég get enn notið náttúr- unnar og fer oft til Þingvalla, því þar kemst ég um á hjólastólnum. Ég fer líka norður og almennt mikið út, um göngustígana í Ell- iðaárdalnum og þótt þetta sé ekki beint torfæruhjólastóll hef ég farið á honum yfir hraun og inn í Skógarkot á Þingvöllum; auðvitað ekki ein en með hjálp vinar sem er stór og sterkur. Það er staður sem ég elska, ég finn fyrir mót- unarsögunni eins og Jónas lýsir í „Fjallið Skjaldbreiður". Fegurðin í mosanum og hrauninu – það er einhver helgi þarna.“ Á lúxusgræju um allar trissur Helga er nýkomin á splunkunýjan rafmagnshjólastól frá Stoð. „Nýi stóllinn er algjör lúxusgræja. Það vantar bara á hann fluggírinn en það kemur kannski í næstu útgáfu,“ segir Helga og hlær að öllu saman. „Í nýja stólnum get ég staðið upp. Þá set ég upp hnéhlíf og get staðið eins lengi og ég þoli og gert mig breiða. Það er dásamleg tilfinning og mikill léttir, því það er þreytandi fyrir bakið að sitja endalaust.“ Helga segir rafmagnshjólastól- inn hafa opnað sér dyr að lífinu. „Ég hef oft hugsað að hefði ég lam- ast fyrir uppfinningu rafmagns- hjólastólsins lægi ég mest bakk og ósjálf bjarga í rúminu. Stólinn gerir mig frjálsari, og gerir mér kleift að taka þátt í lífinu og vera á meðal fólks. Ég nota hjólastólinn til að rúnta um allar trissur því mér finnst nauðsynlegt að komast út undir bert loft og fer iðulega ferða minna um bæinn í stólnum til að fá frískandi vind í fangið, andlitið og hárið,“ segir Helga sem býr í miðbæ Reykjavíkur. „Þar eru upphitaðar gangstéttir og ég kemst leiðar minnar í búðir í snjó. Er svo enga stund að koma mér í Hörpu, Þjóðleikhúsið og Bíó Paradís. Ég fer auðvitað bara á staði þar sem er gott aðgengi, en það er bæði menningarlegt og nútímalegt að hafa gott aðgengi fyrir fatlaða og mikill doði að gera ekki úrbætur þar sem þarf.“ Unglingarnir yndislegir Helga starfar sem tónlistarkennari við Tónlistarskóla Seltjarnar- ness og Tónskóla Sigursveins og stjórnar þar strengjasveit elstu nemenda. „Við æfum vikulega og ungling- arnir kynnast tónbókmennt- unum. Af því leiðir yndisleg sam- vera og vinátta. Það er óskaplega gaman að vinna með unglingum,“ segir Helga. Strengjasveitin á vinahljóm- sveit í Ameríku og hefur Helga farið með henni vestur um haf í rafmagnshjólastólnum, rétt eins og þrumuguðinn Þór á sínum vagni sem hann beitti höfrunum Tanngrisni og Tanngnjóstri fyrir. „Ég hef ferðast mikið út fyrir landsteinana á hjólastólnum. Þannig hef ég meðal annars þvælst um Rómarborg og Vínarborg, en þegar ég kvaddi gamla raf- magnshjólastólinn minn í sumar hafði ég keyrt á honum yfir 9.000 kílómetra á fimm árum, sem sam- svarar þó nokkrum hringjum í kringum landið.“ Hlakkar til heimsókna í Stoð Á ferðalögum sínum um heiminn hefur Helga hvergi séð jafn flotta og fullkomna rafmagnshjólastóla og hún notar. Þeir eru sænskir, en Stoð flytur þá inn og sér um að breyta þeim og þjónusta. „Það gerir gæfumuninn að hafa svo góðan rafmagnshjólastól til umráða, því þótt ég hafi mátt í handleggjunum eru hendurnar og fingurnir kraftlitlir og ég get ekki ýtt mér áfram í venjulegum hjóla- stól svo vel sé. Þetta er mikil lömun en ég gleymi því þegar ég er í stólnum því þá get ég gert það sem ég vil og er andlega hress og klár á öllu,“ segir Helga, sem dásamar bæði starfsfólkið og þjónustuna í Stoð. „Þegar gamli stóllinn var að syngja sitt síðasta var ég eins og grár köttur í Stoð og í hvert sinn mætti ég sömu einstöku ljúf- mennskunni enda er starfsfólkið þar alveg sérstakt. Því er alltaf tilhlökkunarefni fyrir mig að fara í Stoð, ég er himinsæl með þjónust- una og samskiptin, og auðvitað með stólinn.“ Yfir hraun á helgan stað á hjólastólnum Mér hefur gengið vel að sættast við orðinn hlut enda ekki undan því skorist að halda áfram. Maður má ekki gleyma að lifa lífinu, það er svo dýrmætt,“ segir Hákon Atli Bjarkason, sem sofnaði undir stýri á leið úr sumarbústað árið 2009 og velti bílnum, með þeim afleiðing- um að þrír hryggjarliðir brotnuðu og hann lamaðist fyrir neðan mitti. „Þetta var um sjöleytið á sunnu- dagskvöldi og ég átti stutta leið eftir heim þegar mikil syfja sótti að mér. Ég lagði því bílnum við Skálafellsafleggjara og lagði mig í korter, eins og talað var um að gera á þeim tíma, en fór svo aftur af stað hálfsofandi og út af veginum. Þetta var auðvitað mikið áfall en það er ekki annað í boði en að takast á við það. Annars eyðileggur maður bara meira fyrir sjálfum sér.“ Gott að læra af reynslunni Hákon Atli er rekstrarstjóri Pizz- unnar, íþróttamaður og kennari í hjólastólafærni. „Þegar ég slasaðist var mér kennd hjólastólafærni af fullfrísk- um sjúkraþjálfurum á Grensási, en það er allt annað að læra þessa færni af kennara sem hefur reynt allar hindranirnar á eigin skinni. Þá er líka auðveldara að útskýra og sýna nemendum hvernig farið er að, og sá sem þarf að reyna sig við færnina trúir því betur að það sé hægt,“ segir Hákon Atli, sem hélt sitt fyrsta námskeið í hjólastóla- færni við Háskóla Íslands á dög- unum, en hefur áður haldið nám- skeið hér heima og í útlöndum. „Þeir sem sækja námskeið í hjólastólafærni eru nýlega slasað fólk með mænuskaða og þeir sem nota hjólastól en vilja læra að verða meira sjálf bjarga í sínu lífi. Það sem reynist erfiðast eru kantar á gangstéttum og tröppur, ekki síst þar sem ekkert handrið er til að halda í. Þetta lærist samt allt saman og maður getur orðið 100 prósent sjálf bjarga á f lestum stöðum. Það er alltaf hægt að læra grunninn, fara auðveldlega upp og niður kanta og takast á við langf lestar hindranir. Þá er ekkert mál að fara niður brattar brekkur í hjólastól við venjulegar aðstæður en erfiðara í rigningu og hálku, en þá reynir meira á þol en tækni.“ Það má ekki gleyma að lífa lífinu Hákon Atli Bjarkason er tvöfaldur Íslandsmeistari í borðtennis. Helga Þórarinsdóttir er sæl í nýja lúxushjólastólnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fékk borðtennisbakteríuna Hákon Atli smitaðist af borð- tennisbakteríunni þegar hann var í endurhæfingu á Grensási. „Þar er borðtennisborð og ég byrjaði að spila með fjölskyldunni til að leika mér. Svo kynntist ég Jóhanni Rúnari Kristjánssyni, margföldum Íslandsmeistara og Ólympíufara í borðtennis fatlaðra, og hann dró mig á æfingar. Þaðan í frá byrjaði ég að æfa á fullu og á meðan ég var enn á Grensási fór ég á borðtennisæfingar hjá ÍFR (Íþróttafélagi fatlaðra),“ upplýsir Hákon Atli, sem hefur síðan keppt innanlands og á alþjóðlegum vett- vangi þar sem hann hefur unnið til fjölda verðlauna og hann hefur nú unnið Íslandsmótið tvö ár í röð. „Já, það er mjög mikið að gera, enda er um að gera að nýta dagana sína vel. Ég starfa sem rekstrar- stjóri hjá Pizzunni og rek sjö staði. Þá er ég kominn í stjórn Borð- tennissambands Íslands, fyrir fatlaða og ófatlaða, og æfi aðallega með ófötluðum. Ég held í við flesta nema þá allra bestu, en í dag æfi ég aðallega með ófötluðum, þar sem ég er kominn á það stig að ég græði mun meira á því. Hér heima keppi ég á flestum mótum sem eru haldin hjá ófötluðum, síðustu tvö ár hef ég keppt með liði ÍFR í 2. deild Borðtennissambands Íslands en í vetur mun ég svo keppa með liði HK í 2. deildinni, sem er alveg ótengt fötluðum.“ segir Hákon Atli, um líf sitt og yndi eftir vinnu. „Ég er mikill íþróttaáhugamaður og elska fótbolta og körfubolta. Ég stofnaði lið í hjólastólakörfu árið 2013 og spilaði með því þar til í ár að ég þurfti að hætta vegna meiðsla. Ég fer svo á alla heimaleiki FH í fótbolta enda gallharður FH- ingur og held með Þór í Þorláks- höfn í körfunni, því ég er fæddur og uppalinn í Þorlákshöfn.“ Í góðu formi gengur betur Hákon Atli kveðst hafa verið óvenjufljótur að aðlagast því að vera orðinn lamaður. „Það gjörbreytir auðvitað lífi manns að fara í hjólastól. Ég var strax staðráðinn í að ganga á ný, en í endurhæfingunni aðlagaðist ég ástandinu fljótt og sá að það var ekki jafnmikið mál og ég hélt,“ segir Hákon, sem notar hefð- bundinn, handstýrðan hjólastól enda hefur hann mátt í höndum og skrokknum ofan mittis. „Ég nota hjólastól til daglegs lífs og er með annan keppnisstól frá Wolturnus, sem sérhanna stóla eftir þörfum hvers og eins og hentar mér betur í borðtennisinn. Þann hjóla- stól fékk ég hjá Stoð. Stólarnir veita mér allt það frelsi sem ég þarfnast til að lifa lífinu. Það er lykilatriði að hjólastóllinn sé léttur og meðfæri- legur svo auðvelt sé að taka hann inn og út úr bíl og auðvelt sé að fara upp og niður kanta og stiga,“ segir Hákon Atli, sem er einkar ánægður með þjónustu Stoðar við hjóla- stólinn sinn. „Samskiptin eru alltaf jafn gefandi og góð og þar er alltaf tekið vel á móti manni, með alúð og fag- mennsku.“ Að vera lamaður hefur engin áhrif á úthald og kraft Hákonar Atla, sem er öflugur og athafna- samur í meira lagi. „Ég held mér í líkamlega góðu standi til að geta tekist á við lömunina. Ég finn svo vel að þegar ég er í góðri æfingu er heilsan betri og orkan meiri og þá gengur allt betur.“ KYNNINGARBLAÐ 15 F I M MT U DAG U R 2 4 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 ENDURHÆFING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.