Fréttablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 30
Frá því fyrir tíu árum, skömmu eftir bankahrun árið 2010, hefur fjöldi umsækjenda um endur­ hæfingarlífeyri tvö­ faldast. TRYGGINGASTOFNUN TRAUST - SAMVINNA - METNAÐUR Við þökkum góðar undirtektir við aukinni fjarþjónustu TR á undanförnum vikum og hvetjum viðskiptavini til að halda áfram að nýta Mínar síður í samskiptum við okkur. Við veitum ráðgjöf og aðstoð í síma 560 4400, netfangið okkar er tr@tr.is. ALLTAF OPIÐ á Mínum síðum TR 8 KYNNINGARBLAÐ 2 4 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U RENDURHÆFING Meginskilyrði fyrir veitingu endurhæfingarlífeyris er að umsækjandi taki þátt í endurhæfingu í umsjón fagaðila með starfshæfni að markmiði. Reglugerð um framkvæmd endur- hæfingarlífeyris samkvæmt lögum um félagslega aðstoð var sett í júní 2020. Herdís Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri réttindasviðs Tryggingastofnunar, segir að til að geta sótt um endurhæfingarlífeyri þurfi að uppfylla viss skilyrði. „Umsækjendur þurfa að eiga lögheimili á Ísland og vera á aldrinum 18-67 ára. Einnig þurfa einstaklingar sem hyggjast sækja um endurhæfingarlífeyri að hafa lokið áunnum veikindarétti sínum frá atvinnurekanda og greiðslum sjúkra- eða slysadagpeninga frá stéttarfélagi og vátrygginga- félögum. Tilgangurinn er því að veita stuðning til einstaklinga sem hafa lokið öðrum réttindum í kjölfar veikinda eða sjúkdóma, til að ástunda í endurhæfingu í umsjón fagaðila með starfshæfni eða aukna færni að markmiði,“ útskýrir hún. Sótt er um endurhæfingarlíf- eyri með því að fylla út umsókn á Mínum síðum hjá TR. Með umsókn þarf að fylgja læknis- vottorð, endurhæfingaráætlun og tekjuáætlun. Endurhæfingará- ætlun er alltaf gerð í samvinnu við meðferðaraðila eða ráðgjafa, til dæmis hjá VIRK, starfsendurhæf- ingarstöðvum, sérfræðilæknum, sjúkraþjálfurum, sálfræðingum, starfsfólki heilbrigðisstofnana eða félagsþjónustu. Herdís útskýrir að áætlunin sé gerð og undirrituð af umsækjanda og þeim meðferðar- aðila sem heldur utan um endur- hæfinguna og veitir stuðning og eftirfylgd. „Í endurhæfingaráætlun þurfa að koma fram upplýsingar um langtíma- og skammtímamarkmið endurhæfingar, ásamt greinar- góðri lýsingu á innihaldi hennar. Mikilvægt er að starfshæfni eða aukin færni sé höfð að leiðarljósi í endurhæfingu og endurhæfingará- ætlun því byggð upp með áherslu á mögulega endurkomu á vinnu- markað,“ segir Herdís. Þróun í fjölda umsókna um endurhæfingarlífeyri Herdís segir að á síðastliðnum áratug hafi einstaklingum með nýgengi endurhæfingarlífeyris aukist um 143%, eða úr um 700 einstaklingum árið 2010 upp í 1.700 árið 2019. Á þessu ári stefnir í að ríflega 5.000 einstaklingar fái samþykktan endurhæfingarlíf- eyri. „Frá því fyrir tíu árum, skömmu eftir bankahrun, árið 2010, hefur fjöldi umsækjenda um endurhæf- ingarlífeyri tvöfaldast. Nú eru mun fleiri einstaklingar á vinnualdri, 18-67 ára, óvinnufærir af heilsu- farsástæðum en voru fyrir einum áratug. Miðað við núverandi spá fyrir árið 2020 stefnir í um 10 pró- senta aukningu í umsóknum um örorkulífeyri frá síðastliðnu ári. Þó ber að benda á að nýjum umsókn- um, sem og fjölda nýrra umsækj- enda um örorkulífeyri, er að fækka milli ára en umsóknum um endur- mat á örorku fjölgar. Árlegur vöxtur í fjölda endurhæfingarlífeyrisþega síðustu ár hefur verið á bilinu 15-20 prósent. Í ár er áætlað að um 42 prósentum fleiri einstaklingar fái samþykktan endurhæfingarlíf- eyri en á síðasta ári, sem er gífurleg fjölgun,“ upplýsir hún. „Mun fleiri konur en karlar þiggja réttindi vegna endur- hæfingar- og örorkulífeyris hjá Tryggingastofnun. Þegar skoðaðir eru sjúkdómar, hvort sem er hjá endurhæfingarlífeyrisþegum eða í nýgengishópi örorkulífeyrisþega, sést nú sem fyrr að geð- og stoð- kerfissjúkdómar eru langalgeng- ustu heilsufarsástæður fyrir því að missa starfshæfni. Ungt fólk með kvíða, þunglyndi, taugaþroska- frávik og vefjagigt er viðkvæmur hópur á vinnumarkaði og ljóst er að án sérhæfðra meðferðar- og endurhæfingarúrræða mun þessi sjúklingahópur fara stækkandi sem hlutfall óvinnufærra lífeyrisþega.“ Herdís segir athyglisvert að þegar kynjahlutfall yngsta aldurs- hópsins á vinnualdri, 18-29 ára, er skoðaður má sjá að karlar eru heldur fleiri en konur. „Helsta skýringin er að í yngsta aldurshópnum eru fleiri karlar en konur eru með alvarleg frávik eða fötlun og hafa hlotið mat fyrir örorku til frambúðar. Hinn hluti þessa unga fólks er í þeirri stöðu að hægt er að hafa áhrif á starfsgetu með meðferð og endurhæfingu þótt úrræði kunni að skorta, sér- staklega hjá þeim sem búa utan höfuðborgarsvæðisins. Veruleg fjölgun hefur orðið í umsóknum um endurhæfingarlífeyri fyrir yngstu aldurshópana. Það er því ljóst að fjöldi ungs fólks með skerta starfshæfni hefur margfald- ast á síðasta áratug.“ Árangurinn af endurhæfingarlífeyri Tryggingastofnun hefur undan- farin tvö ár tekið þátt í samvinnu- verkefni um að auka virknihlutfall og lífsgæði ungs fólks með skerta starfshæfni. Stefnt var að lækkun nýgengis örorku hópsins um fjórðung. „Það er ánægjulegt að greina frá því að það tókst. Enn er þó ekki komið á daginn hvernig lengri tíma áhrif átaksins skila sér, sérstaklega í ljósi þess að veruleg vöntun er á heppilegum og fjölbreyttum endurhæfingarúr- ræðum fyrir þennan afmarkaða hóp ungs fólks,“ segir Herdís. Hlutfallslega hefur fækkað meira í hópi þeirra sem fá sam- þykktan örorkulífeyri í saman- burði við þá sem fá samþykktan endurhæfingarlífeyri. Það er vísbending um aukna áherslu á að láta reyna á árangur af endur- hæfingu og auka þannig mögu- lega starfsgetu á ný, eða auka og viðhalda fyrri færni. Í yngsta aldursflokknum, 18-30 ára, hefur 24 prósentum umsókna verið synjað á þessari forsendu á þessu ári. Árið 2019 var hlutfallið 28 prósent og árið 2018 16 prósent. Þessar tölur endurspegla aukna áherslu Tryggingastofnunar á að endurhæfingarmöguleikar þess hluta ungra umsækjenda sem bætt getur stöðu sína með meðferð, hæfingu og endurhæfingu, verði fullnýttir áður en til örorkumats kemur. Einn liður í því er 4DX verkefni félagsmálaráðuneytisins, sem miðar að því að auka lífsgæði og virkni ungs fólks með skerta starfsgetu á aldrinum 18-29 ára með aukinni samvinnu þjónustu- kerfa. Auk Tryggingastofnunar taka Vinnumálastofnun, Heilsu- gæsla höfuðborgarsvæðisins, Félagsþjónustan í Reykjavík og VIRK þátt í verkefninu. Framtíðarsýn og stefna í málefnum endurhæfingar „Tryggingastofnun er ein sinnar tegundar á landinu, fer með ein viðkvæmustu mál einstaklinga og veltir stórum hluta af fjárlögum ríkisins. Verkefni TR eru vel skil- greind en mjög umfangsmikil þar sem við þjónum yfir 70 þúsund viðskiptavinum árlega. Mikil- vægt er að þjónustan sem snertir velferð og réttindi einstaklinga sé áreiðanleg og traust. Hjá TR starfar öflugur hópur sérfræðinga sem leggur metnað í að veita góða þjónustu. Við hjá TR erum í því vandasama hlutverki að upplýsa almenning um fjölbreytt réttindi sem honum stendur til boða. Við erum stöðugt að leita leiða til að bæta þjónustuna, miðla upp- lýsingum og auka samvinnu við okkar helstu hagsmunaaðila,“ segir Herdís. Hún segir afar mikilvægt að stofnanir og fagaðilar á sviði velferðar- og heilbrigðismála sam- þætti þjónustu til að styðja við þarfir ungra einstaklinga á vinnu- markaði sem og annarra er glíma við langvinn veikindi. „Slíkt samstarf er þegar hafið og ný stefna um endurhæfingu á vegum stjórnvalda er mikilvæg varða á þeirri leið. Jafnframt er mikið og gott samstarf milli aðila í velferðar- og heilbrigðisþjónustu lykillinn að því að bæta þjónustu við hóp einstaklinga er geta notið ávinnings af endurhæfingu.“ Stuðningur vegna endurhæfingar Endurhæfingarlífeyrir er stuðningur til endurhæfingar fyrir fólk sem er óvinnufært vegna sjúk- dóma eða fötlunar. Hann er ætlaður þeim sem hafa lokið öðrum réttindum í kjölfar veikinda. Herdís Gunnarsdóttir segir að mjög mikil aukning hafi orðið í umsóknum um endurhæfingarlífeyri á undanförnum árum. MYND/SVEINN SPEIGHT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.