Fréttablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 62
ÞAÐ VILL LÍKA OFT VERA GJÖFULL TÍMI HUGMYNDALEGA SÉÐ ÞEGAR MAÐUR LIGGUR EINN Á HÓTEL- HERBERGI Í SJANGHÆ. SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@ frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut og hringbraut.is Fylgstu með! Dagskráin á Hringbraut LÍFIÐ ER LAG Hefur göngu sína á ný! Ný þáttaröð af hinum geysivinsælu þáttum Lífið er lag hefst á Hringbraut þriðjudaginn 29. september kl. 20.30. Fjallað er um stöðu, hagsmuni og framtíðarsýn eldri borgara. Umsjónarmaður er Sigurður K. Kolbeinsson Þetta er smá blanda af öllu sem ég hef verið að gera, segir Hallgrímur Helgason, höfundur ljóðabókarinnar Við skjótum Títuprjónum, sem kemur út í dag. Bókin er eitt samfellt ljóð í tuttugu og tveimur köf lum sem tekur glettilega á vandamálum heimsins. Heimsmyndin á hótelinu Ljóðið kviknaði til lífsins í jóla- ferð Hallgríms og eiginkonu hans til Porto árið 2016. „Þetta var búið að vera þungt ár – Brexit, Trump, Erdogan, Panama-skjölin og sprungnar ríkisstjórnir,“ segir Hallgrímur. „Maður var orðinn ansi hvekktur á heiminum. Svo sáum við að vinkona okkar var að vinna í hræðilegum aðstæðum í f lótta- mannabúðunum á Lesbos, á sama tíma og við vorum að velja okkur veitingastaði á kvöldin. Manni fannst þetta hálfómerkilegt líf. Af hverju var maður ekki að berjast fyrir betri heimi? Mér fannst eins og ég væri að skjóta títuprjónum þegar ég skellti í einhver læk á Facebook.“ Í upphafi ætlaði Hallgrímur sér aðeins að skrifa eitt ljóð, en þegar í ljós kom að ástandið vatt aðeins upp á sig, hélt hann áfram. Ljóðið segir Hallgrímur að sé að mestu leyti ort á hótelum og f lugvöllum. „Þar birtist manni ástand heimsins hvað skýrast, auk þess sem ég var kannski með samviskubit yfir að fljúga svona mikið. Það vill líka oft vera gjöfull tími hugmyndalega séð þegar maður liggur einn á hótelher- bergi í Sjanghæ.“ Bókin er nú orðin að hálfgerðum sögulegum kveðskap, því hún fjallar að mestu um heimsmyndina fyrir kófið. „Ég var búinn með bók- ina áður en ástandið skall á, en fann samt að ég þyrfti að minnast aðeins á það. Lendingin varð að allra síð- asta ljóðið fjallar um kófið sem gæti verið efni í allt aðra bók.“ Undirliggjandi taktur Samhliða útgáf u bókar innar verður ljóðlistarmyndband tengt henni frumsýnt í dag. „Ljóðið er ansi frjálslegt í formi og mjög upp- lestrarvænt. Eftir því sem á leið fór ég að heyra einhvern trommutakt í því og fannst ég þurfa að gera eitt- hvað við hann,“ segir Hallgrímur, sem fékk trommuséníið Þorvald Þór Þorvaldsson til liðs við sig. „Ég var alveg grænn þegar kom að tónlistar- bransanum og vissi ekkert hvern ég ætti að tala við. Ég spurðist fyrir og fékk svör um að Þorvaldur væri eini maðurinn í djobbið.“ Listamaðurinn Kristinn Arnar Sigurðsson, betur þekktur sem Krassasig, heimsótti þá félaga á einni slíkri æfingu og fékk strax hugmynd um að það yrði að gera myndband við f lutninginn. „Það var gaman fyrir mig að fá að vinna með svona ungum töppum,“ segir Hallgrímur. Gert og græjað á Grandanum Eðlilega hefur verið lítið fararsnið á Hallgrími nýlega, sem hefur í nógu að snúast á vinnustofu sinni á Grandanum. „Ég er núna að vinna í framhaldinu af Sextíu kíló af sól- skini. Bókin er langt komin en það er líka heilmikil vinna eftir. Svo var samið við erlent fyrirtæki um að vinna sjónvarpsseríu eftir bókinni Tíu ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp. Ég kem aðeins að handritinu, hvort sem það verð- ur að veruleika eða ekki. Þar fyrir utan reyni ég svo að sinna mynd- listinni, ég leyfi mér að gera alltaf mynd í hverri hádegispásu.“ Útgáfuhóf bókarinnar fer fram í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhús- inu milli klukkan 17 og 19 í kvöld. Myndbandið verður síðan til sýnis alla helgina, út sunnudaginn, á opn- unartíma safnsins og er aðgangur að því ókeypis. Opið er til 22 í kvöld en 10-17 aðra daga. arnartomas@frettabladid.is Taktföst heimsádeila Við skjótum títuprjónum, ný ljóðabók Hallgríms Helgasonar, kemur út í dag, en þar er á ferðinni samfellt heimsádeiluljóð. Ljóðið, sem er í tuttugu og tveimur köflum, kviknaði í kjölfar válegra tíðinda ársins 2016. MYND/SIGTRYGGUR ARI 2 4 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R34 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.