Fréttablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 31
Fólk mætir í æfingar í OsteoStrong í venjulegum fötum, tekur á, svitnar ekki en getur
fylgst mjög vel með styrktaraukn
ingu. „Styrktaraukning er mjög
hröð hérna og fólk er að meðaltali
að bæta sig um 73% á ári. Eftir að
hafa gert æfingar í 10 mínútur er
fólki svo boðið að leggjast á PEMF
bekki í slökun, sem eykur blóð
flæði og dregur úr bólgum í líkam
anum,“ segir Örn Helgason, annar
eigandi OsteoStrong á Íslandi.
Daglegar árangurssögur
„Flestir koma til okkar af því að
þeir vilja losna við verki og styrkja
sig. Það er fátt jafn gefandi eins og
að heyra þær, að þetta hafi tekist
og hvernig æfingarnar hafa breytt
lífi fólks. Það er merkilegt hvað það
eru rosalega margir sem upplifa
mikla verki á hverjum degi en tekst
samt svo fallega að brosa framan í
lífið,“ segir Svanlaug Jóhannsdóttir,
hinn eigandi OsteoStrong. „Við
höfum tekið á móti 3.600 manns
hérna í Borgartúninu á árinu og
núna stunda 450 manns OsteoStr
ong vikulega. Sumir koma bara
í nokkra mánuði og þurfa ekki
meira, þeir sem vinna að uppbygg
ingu beina þurfa allavega að vera
hjá okkur í eitt til þrjú ár. Aðrir
hafa ákveðið að gera ástundun að
hluta af heilbrigðum lífsstíl. Það
hefur líka verið ánægjulegt hversu
mikið af fólki úr heilbrigðisgeir
anum hefur kynnt sér starfsemina,
eins og læknar, hjúkrunarfræðing
ar, sjúkraþjálfarar og aðrir sem láta
sig heilbrigði varða,“ bætir Örn við.
Hraðari uppbygging
Flestir geta nýtt sér það sem
OsteoStrong býður upp á, fólk á
öllum aldri, óháð líkamlegri getu.
Með því að setja álag á líkamann
hvetjum við hann til þess að
styrkja sig. Með ástundun þéttast
bein, vöðvar, sinar og liðbönd.
Tæki OsteoStrong gera meðlimum
kleift að ýta frá sér f leiri kílóum
en er mögulegt annars staðar.
„Þess vegna gerast hlutirnir oft
hraðar hérna heldur en við aðra
Ótrúlegur árangur á stuttum tíma
OsteoStrong er byltingarkennt kerfi sem hjálpar fólki að styrkja vöðva, minnka verki í liðum og
stoðkerfi, styrkja bein og auka jafnvægi með góðum árangri. Ástundun tekur 10 mínútur á viku.
Svanlaug Jó-
hannsdóttir og
Örn Helgason
eru eigendur
OsteoStrong
í Borgartúni.
Fólk á öllum
aldri hefur
notið þess að
áhrifaríkt kerfi
OsteoStrong
hjálpi því að
bæta sig í alls
kyns hreyfingu.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
Jafnvægi eykur lífsgæði
„Síðastliðin fimm ár hef ég lagt
mikið upp úr því að finna leiðir til
þess að bæta jafnvægið. Ég tók
meðal annars í fyrra þátt í rann
sókn á jafnvægi á Landakoti sem
stóð í þrjá mánuði. Þá gerði maður
sjálfur æfingar í 15 mínútur á dag
og fór vikulega til sjúkraþjálfara,
það reyndist mér vel. Ég er þess
vegna orðin mjög meðvituð um
virkni og áhrif jafnvægisæfinga. Ég
var því rosalega hissa eftir að hafa
farið í prufutíma hjá OsteoStrong
að finna að ég fann strax mun á
jafnvæginu! Einungis fjögur tæki
í stutta tíma með hlutfallslega
litlu átaki þrátt fyrir hámarksafls
beitingu. Ég fann einnig á örfáum
vikum hvernig þetta hafði jákvæð
áhrif á allt stoðkerfið. Það eru lífs
gæði að vera með gott jafnvægi,“
segir Magný Jóhannesdóttir.
Var búin að reyna allt
„Ég var búin að vera máttlaus í
hægri fætinum í fjögur ár. Ég var
búin að fara til ýmissa lækna
í sneiðmyndatöku, röntgen
mynd og ekkert sást. Ég er með
spengingu neðst í bakinu við
spjaldhrygginn og járnin trufla
myndirnar. Það sást ekkert og
ég fékk enga skýringu en var
bara sagt að þjálfa mig. Ég fór í
sjúkraþjálfun, nudd, stundaði
æfingar í tækjasal og fór upp alla
stiga sem ég komst í – en ekkert
hefur virkað, alltaf var ég jafn
máttlaus í fætinum. Svo kynntist
ég OsteoStrong og á nokkrum
vikum breyttist þetta bara – það
er magnað! Nú get ég gengið upp
stiga án þess að toga mig upp á
handriðinu. Svona vegferð fylgja
alls konar áskoranir og mér finnst
það hafa bjargað mér að koma
hingað vikulega. Ég get gert eitt
hvað fyrir mig – sem ég á að vera
að gera. Ég rækta sjálfa mig í ró
legheitunum og fæ þennan styrk
í leiðinni. Ég finn fyrir æfingunum
virka í öllum líkanum. Það er líka
rosalega gaman að koma í Osteo
Strong. Það eru allir svo þægilegir
í viðmóti, mér leið ekki eins og
ég væri að mæta ókunnugu fólki,
heldur að ég hefði alltaf þekkt
fólkið hjá OsteoStrong,“ segir Erla
Sigurðardóttir.
Meðlimir geta átt von
á að:
n Auka jafnvægi
n Auka styrk
n Minnka verki í baki og liða
mótum
n Lækka langtíma blóðsykur
n Auka beinþéttni
n Bæta líkamsstöðu
n Minnka líkur á álagsmeiðslum
Erla Sigurðardóttir finnur mikinn
mun á sér eftir að hún byrjaði
æfingar hjá OsteoStrong.
Magný Jóhannesdóttir við
æfingar hjá OsteoStrong.
hreyfingu. Fólk finnur í framhaldi
oft fyrir minni verkjum, betra jafn
vægi og meiri orku. Þá er svo miklu
skemmtilegra að vera til,“ segir
Svanlaug.
Betra jafnvægi
Það má búast við því að jafnvægið
batni hratt. Eftir aðeins fimm
skipti er fólk að meðaltali búið
að bæta sig um 77%. Fyrir suma
þýðir það að þeir eru betri í golfi,
eða stöðugri í jógatímum. Fyrir
aðra þýðir þetta að þeir geta sleppt
göngugrindinni, eða átt auðveld
ara með að ganga.
Miklu orkumeiri
„Ég greindist með vefjagigt um
tvítugt og er 48 ára í dag. Helstu
einkennin hjá mér hafa verið höf
uðverkjaköst sem líkjast mígreni
köstum, flensueinkenni eins og
beinverkir, svefnvandamál, þung
lyndi, orkuleysi og vægur hiti. Ég
hef farið í gegnum endurhæfingu
nokkrum sinnum hjá mismunandi
meðferðarstofnunum sem hjálp
uðu mér mikið. Það er full vinna
að halda heilsunni þokkalegri og
oft erfitt að halda áfram fullum
dampi í öllu því sem maður lærir
í endurhæfingunni þegar vinnan
bætist við. Ég næ að halda mörgum
einkennum töluvert niðri með
hreyfingu en orkuleysið háir mér
mikið og mig langar svo oft að gera
alls kyns hluti sem ég hef hreinlega
ekki orku til.
Ég var búin að sjá umfjöllun um
OsteoStrong nokkrum sinnum
í blöðunum og var nú ekki alveg
viss um að þetta virkaði, aðeins
1015 mínútur einu sinni í viku!
Ég ákvað samt að gefa þessu séns
og að ég kæmi þessum stutta
tíma sem þetta tekur örugglega
fyrir. Eftir tíma tvö fór ég að finna
breytingu. Ég var töluvert orku
meiri en vissi ekki hvort þetta
væru nokkrir góðir dagar hjá mér
eða að OsteoStrong væri að virka.
Núna er ég búin með fimm tíma
og orkan sem ég fann fyrir eftir
tímana tvo hefur haldið áfram. Ég
hef ekki átt svona marga góða daga
í mjög langan tíma.
Annað sem breyttist líka var
svefninn. Ég er f ljótari að sofna
og vakna úthvíldari og á því betra
með að vakna. Ég ætla því hiklaust
að halda áfram hjá OsteoStrong
og mæli með því að fólk prófi,“
segir Ingibjörg Eiríksdóttir sem er
ein þeirra fjölmörgu sem stunda
æfingar hjá OsteoStrong.
Einmitt það sem þarf
Fólk sem stundar OsteoStrong er á
öllum aldri og mjög mismunandi
á sig komið. Margir nota þetta sem
viðbót við aðra þjálfun, en fyrir
suma er þetta það eina sem þeir
geta stundað.
„Það er ekki meiningin að við
séum eina hreyfingin sem fólk
stundar. Við hvetjum fólk endi
lega til að gera allt sem því þykir
skemmtilegt. Fyrir suma erum við
það fyrsta sem þeir geta gert eftir
að hafa dottið út úr hreyfingu í
langan tíma eða lent í alvarlegum
áföllum. Fyrir aðra erum við ein
mitt hjálpin sem þarf, til þess að
ná markmiðum sínum í þríþraut
inni,“ bætir Örn við.
OsteoStrong býður upp á ókeypis
prufutíma á fimmtudögum og
föstudögum í Borgartúni 24.
Áhugasamir geta skráð sig á ost
eostrong.is eða í síma 419 9200.
XXXXXXXXXXXXXXXXXXXX 9 KYNNINGARBLAÐ 2 4 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U RENDURHÆFING