Fréttablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 56
Í ÞESSARI SÝNINGU LANGAÐI MIG TIL AÐ REYNA Á LJÓSMYNDAMIÐILINN OG SÝNA HVERNIG HANN GETUR BREYTT HLUTUM OG SKAPAÐ NÝJA SÝN. Katrín Elvarsdóttir Katrín Elvarsdóttir, Lilja Birgisdóttir og Nina Zurier sý na ný ljósmyndaverk í BERG Contemporary. Yfirskrift sýningar- innar er Gróður. Nina skiptir tíma sínum milli Íslands og Kaliforníu. Spurð hvers vegna hún hafi valið að setjast að á Íslandi svarar hún: „Fyrst var það vegna hestanna og svo vegna fólksins.“ Hluti af myndum Ninu á sýn- ingunni sýnir það sem hún kallar gervilandslag. „Ég hafði verið á Íslandi í nokkra mánuði og fór aftur til Kaliforníu. Þá datt mér í hug að búa til íslenskt gervilandslag í vinnustofu minni og mynda það. Blómin eru ekta en í bakgrunni er silfurpappír.“ Hún segist ekki vera vön að mynda blóm. „Venjulega tek ég nátt- úrumyndir og það að mynda blóm var eins konar æfing fyrir þessa sýningu.“ Skapar nýja sýn Fjólublár litur er áberandi í mynd- um Katrínar Elvarsdóttur. Meðal ljósmyndaverka hennar á sýning- unni eru myndir af bananaplöntum í Kína og úr gróðurhúsi í Hveragerði ásamt myndum af kaktusum frá Spáni. „Ég er mikil áhugamanneskja um umhverfismál og hef ferðast mikið. Á undanförnum árum hef ég fjallað æ meir um náttúruna í mínum verkum,“ segir Katrín. „Í þessari sýningu langaði mig til að reyna á ljósmyndamiðilinn og sýna hvernig hann getur breytt hlutum og skapað nýja sýn. Mögu- leikarnir eru óendanlegir. Á sýning- unni nota ég andstæða liti til að gera framandi heim enn meira fram- andi.“ Þannig verður bananaplanta á myndum hennar fjólublá og him- inninn grænn. Sýna alls kyns gróður í ljósmyndum sínum Katrín Elvarsdóttir, Lilja Birgisdóttir og Nina Zurier sýna ný ljósmyndaverk í BERG Contemporary. Gervi- landslag, eitraðar jurtir, rómantískt rjóður og fjólublá bananaplanta eru meðal þess sem þar er til sýnis. TÓNLIST Kristín Jónína Taylor og Bryan Stanley fluttu sónötur eftir Beet- hoven. Salurinn í Kópavogi Laugardagur 19. september Þetta voru undarlegir tónleikar. En kannski við hæfi, fyrst Beethoven var eingöngu á dagskránni. Í venjulegu árferði hefði verið mikið um dýrðir í tónlistarheimin- um, því um þessar mundir eru 250 ár síðan Beethoven fæddist. COVID hefur þó gert það að verkum að afmælispartíið hefur verið fámennt. Á laugardaginn byrjaði ný tón- leikaröð í Salnum í Kópavogi og, já, tónleikarnir voru undarlegir. Fyrir það fyrsta voru tónleikagestir greinilega óttaslegnir og pössuðu mjög vel upp á að næsti maður væri ekki of nálægt. Um helmingur tón- leikagesta var með grímur. Fjarlægir flytjendur Það var þó ekki hið undarlega. Nei, það var að f lytjendurnir, píanó- leikararnir Kristín Jónína Taylor og Bryan Stanley, voru ekki einu sinni á staðnum. Þau eru búsett í Bandaríkj- unum, og vegna COVID-19 komust þau ekki hingað til að spila. Í stað- inn var upptökum með leik þeirra varpað á tjaldið fyrir ofan sviðið. Ég sagði hér í upphafi að kannski hefði þetta verið við hæfi. Beet- hoven fór að þjást af sívaxandi heyrnarskerðingu þegar hann var á þrítugsaldri, og hún varð á end- anum alger. Hann lét þó ekki deigan síga, heldur hélt áfram að semja tónlist sem varð dýpri og magnaðri eftir því sem árin liðu. Hann, líkt og tónleikahaldarar í Salnum, létu ekkert aftra sér. Pistlar um tónskáldið Á efnisskránni voru tvær sónötur, nr. 2 og nr. 28, en Beethoven samdi alls 32 píanósónötur. Fyrirhugað er að þær verði allar f luttar af íslensk- um píanóleikurum í Salnum í vetur. Á tónleikunum nú las Arnar Jóns- son leikari pistla um tónskáldið á undan hverri sónötu. Hann gerði það skemmtilega. Kristín Jónína Taylor spilaði fyrri sónötuna. Hún var afar glæsileg í meðförum hennar. Tæknilega séð var hún af burðavel leikin, hröð hlaup og alls konar heljarstökk eftir hljómborðinu voru áreynslulaus og glæsileg. Skýrleiki og kraftur ein- kenndi túlkunina. Hún var í senn formföst og full af lífi. Ský á himni Bryan Stanley var nokkuð síðri í seinni sónötunni. Tónlistin ein- kennist af friðsælli náttúrustemn- ingu sem verður að fölskvalausri gleði, en hér var eins og ský væri fyrir himni. Túlkunin var ekki nógu afgerandi. Gleðin var ekki sérlega smitandi, friðurinn ekki heldur. Tæknilega séð var leikurinn fremur loðinn, og stundum óörugg- ur. Heildarútkoman var ekki mjög spennandi. Þau Kristín og Bryan léku sem aukalög þrjá dúetta eftir Beet- hoven og gerðu það ágætlega. Spila- mennskan var fjörleg og snörp, akk- úrat eins og hún átti að vera. Hins vegar var tónlistin sjálf ekki upp á marga fiska. Beethoven var snill- ingur, en hann átti sína slæmu daga líka. Þetta var því leiðinlegur endir á tónleikunum, og í rauninni hreinn óþarfi. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Píanóleikurinn var misjafn, en tónlistin sígild, með undan- tekningum. Undarlegheit á Beethoven-tónleikum Katrín, Lilja og Nina sýna ljósmyndaverk í BERG Contemporary. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fjólublá bananaplanta Katrínar Elvarsdóttur er á sýningunni. Kristín Jónína Taylor spilaði píanósónötu Beethovens afar glæsilega. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Eitraðar jurtir Meðal verka Lilju Birgisdóttur á sýningunni er handlituð ljós- myndaröð af eitruðum jurtum, sumar eru baneitraðar, aðrar brenna húðina við snertingu. „Ég geri þetta á gamla mátann, tek myndir á filmu og framkalla á pappír. Síðan handlita ég,“ segir Lilja. „Plönturnar eru allt öðruvísi á litinn á myndunum en í raunveru- leikanum. Til að auka ógnina gef ég þeim annan lit.“ Meðal annarra verka hennar á sýningunni er handlituð ljósmynd af rjóðri. Rómantísk mynd þar sem sköpuð er gamaldags stemning. „Rjóðrið er vinsælt í listasögunni og boðar von og fegurð. Í þessu rjóðri leynast hins vegar eitraðar plöntur,“ segir Lilja. Hún sýnir einnig ljósmyndaseríu sem byggist upp á fjórum myndum. „Í kringum risahvönn hafði vaxið villigróður, þarna voru mörg hundruð plöntur saman í haug. Ég myndaði fjórar, hverja fyrir sig og þá sér maður formin sem maður sér ekki þegar plönturnar eru allar þétt saman.“ Lilja vinnur mikið við að hand- mála ljósmyndir en hún vinnur einnig með ilm og skapaði sérstak- an gróðurilm fyrir þessa sýningu. 2 4 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R28 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.