Fréttablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 32
Mikil áhersla er lögð á hvatningu og ráðgjöf varðandi hreyfingu og líkams- þjálfun að endurhæfingu lokinni. Endurhæfing Reykjalundar einkennist af samvinnu margra fagstétta sem mynda átta sérhæfð meðferðarteymi. Markmiðið er að sjúklingar endur- heimti fyrri getu sína eða bæti heilsu sína. Umhverfi Reykjalund- ar, aðstaða og búnaður styður við að árangur endurhæfingarinnar verði sem mestur. Á Reykjalundi starfa tæplega 200 starfsmenn með mikla reynslu og 100-120 skjólstæðingar njóta þjónustunnar á degi hverjum. Nú eru um 1.500 á biðlista inn á Reykjalund en 1.000-1.200 manns fara í gegnum meðferð á ári. Flestir eru í fjórar til sex vikur í senn. Á Reykjalundi eru 60 gistirými í boði fyrir fólk af landsbyggðinni eða fólk sem af öðrum ástæðum kemst ekki heim til sín í lok dags. Reykjalundur er heilbrigðis- stofnun í eigu Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS). Á þessu ári fagnar Reykja- lundur fagnar 75 ára afmæli sínu en starfsemin hófst árið 1945. Fyrstu 15 árin dvöldu aðeins berklasjúklingar á Reykjalundi en um 1960, þegar berklaveikin fór að láta undan síga, varð ljóst að ekki væri lengur þörf á endur- hæfingu fyrir þennan sjúklinga- hóp í sama mæli og áður. Á næstu árum breyttist starfsgrund- völlur Reykjalundar og áhersla í endurhæfingu varð fjölbreyttari. Reykjalundur breyttist í alhliða endurhæfingarmiðstöð. Nýbygg- ingar og viðhald á húsnæði Reykjalundar eru að meginhluta fjármögnuð með hagnaði frá Happdrætti SÍBS. Í fararbroddi endurhæfingar í 75 ár Reykjalundur er stærsta endurhæfingarstofnun landsins og þjónar öllu landinu. Þar fer fram þverfagleg endurhæfing sem miðar að því að bæta lífsgæði, færni og sjálfsbjargargetu fólks. Sjúklingarnir fá margs konar þjálfun í færnisal sjúkraþjálfunardeildar. Á Reykjalundi er rekin heilsurækt þar sem meðal annars er sundlaug. Á Reykjalundi fer fram skjól-stæðingsmiðuð iðjuþjálfun. Það þýðir að einstaklingur- inn hefur áhrif á sína eigin þjálfun. Þeir sem koma til endurhæfingar í kjölfar veikinda eða slysa eiga oft erfitt að með að sinna sinni dag- legu iðju eins og áður. „Við reynum að mæta hverjum og einum einstaklingi og koma til móts við hann varðandi langanir, reynslu og það umhverfi sem hann kemur úr. Í upphafi er færnin metin. Þá notum við matstækin mæling á færni við iðju og/eða mat á eigin iðju. Þannig getum við greint hver iðjuvandinn er og einblínt á þau atriði sem skjól- stæðingurinn vill vinna með í endurhæfingu,“ útskýrir Bára Sigurðardóttir, deildarstjóri iðju- þjálfunar. Á Reykjalundi starfa um 19 iðjuþjálfar og þrír aðstoðarmenn, sem sinna þjónustu við öll teymi staðarins. Starfsaðstaðan er góð og meðferðarrýmin fjölbreytt. Iðju- þjálfun á Reykjalundi gengur út á að hjálpa einstaklingum að verða sjálf bjarga og ráðandi í eigin lífi. „Við erum með vinnutengd rými sem við köllum verkstæði, þar sem hægt er að vinna/leysa verkefni, leiðrétta vinnustöðu, skoða vinnu- lag/úthald og örva sköpun,“ segir Bára. „Við erum einnig með rými sem tengjast heimilum fólks. Flest eigum við heimili og þrátt fyrir veikindi, skerðingar og annað slíkt þurfum við að sinna ýmsum verkum sem tengjast því að reka heimili.“ Í endurhæfingu kemur sér- þekking iðjuþjálfa að gagni til að viðhalda og/eða auka færni viðkomandi, þannig að hann geti öðlast eins sjálfstætt líf aftur og mögulegt er. Jafnframt er oft þörf á að bæta og aðlaga umhverfið og iðjuna. Fólk fær fræðslu, ráðgjöf og þjálfun í ýmsum athöfnum daglegs lífs en einnig er boðið upp á starfsendurhæfingu. Í starfs- endurhæfingunni er unnið út frá því að einstaklingurinn sé að fara í nám eða starf eftir endur- hæfinguna. „Iðjuþjálfun er mjög stór hluti af endurhæfingu,“ útskýrir Bára. „Það er svo margt sem þú þarft að geta gert til að geta sinnt daglegri iðju og verið virkur þátttakandi í lífinu og mikilvægt að finna mis- munandi leiðir að því markmiði.“ Hún bætir við að iðja sé öllum nauðsynleg. „Líf mannsins hefur einkennst af þörf hans til að stunda iðju af margvíslegu tagi. Það að vera þátttakandi í iðju, það stuðlar að heilsu. Ef fólk getur ekki sinnt þeirri iðju sem það langar til og er mikilvæg fyrir það, þá hefur það áhrif á líðan og heilsu fólks.“ Að taka þátt í iðju stuðlar að heilsu Bára Sigurðardóttir deildarstjóri iðjuþjálfunar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Sjúkraþjálfarar á Reykjalundi eru í lykilhlutverki í með-ferð skjólstæðinga og starfa í þverfaglegum teymum með öðrum heilbrigðisstéttum. Sjúkra- þjálfarar veita skjólstæðingum þjónustu sem miðar að því að bæta, viðhalda og endurhæfa hreyfifærni til aukinna lífsgæða. Þjónustan felur í sér greiningu og meðferð líkamlegra einkenna, þjálfun og leiðsögn til sjálfshjálpar og vinnu við forvarnir gegn frekari heilsubresti. Sjúkraþjálfun er starfsgrein á heilbrigðissviði sem byggist á þekkingu á stoðkerfi og hreyfi- kerfi líkamans. Starfið felst í að koma í veg fyrir eða draga úr afleiðingum áverka, álagsein- kenna, sjúkdóma og lífsstíls, sem með truflun á hreyfingu getur raskað lífi einstaklingsins. Verk- efni sjúkraþjálfara eru fjölbreytt þar sem hreyfigeta líkamans, hreyfihegðun einstaklingsins og umhverfið sem sjúklingurinn hreyfir sig í er órjúfanleg heild. „Í upphafi meðferðar sjúkra- þjálfara er staðan tekin með ítar- legu viðtali, upplýsingaöflun um líkamlegt ástand, skoðun og mæl- ingum. Í samvinnu við skjólstæð- ing er svo gerð einstaklingsmiðuð áætlun um næstu skref. Markmið meðferðar sjúkraþjálfara getur verið að auka líkamsvitund, draga úr álagi á liði og vöðva, minnka verki, auka styrk og úthald, draga úr byltuhættu, viðhalda liðleika og mýkt vöðva,“ útskýrir Ásdís Kristj- ánsdóttir deildarstjóri sjúkraþjálf- unar á Reykjalundi. Meðferðin felur í sér ýmis handtök, notkun rafmagnstækja, fræðslu, sértæka þjálfun og til- sögn. Einnig almenna þjálfun til að draga úr áhrifum ólíkra sjúkdómseinkenna og veikinda og auka möguleika til þátttöku í daglegu lífi. Notast hefur verið við meðferðarformið hópþjálfun á Reykjalundi allt frá árinu 1980. „Meðferð í hópum er mjög mikilvæg og ekki síður skemmti- legt fyrir skjólstæðinga að fá að reyna sig með öðrum. Það eru Saga sjúkraþjálfunar á Reykjalundi spannar 60 ár Ásdís Kristjáns­ dóttir deildar­ stjóri sjúkra­ þjálfunar á Reykjalundi. margir þjálfunarhópar í boði á Reykjalundi svo sem vatnsleik- fimi, göngur, jafnvægis- og færni- þjálfun, líkamsvitund, hreyfiflæði og þrekþjálfun í hjólasal svo eitt- hvað sé nefnt,“ segir Ásdís. „Skjólstæðingar okkar eru oftast í meðferð á Reykjalundi fimm daga vikunnar í fjórar til sex vikur og lýkur endurhæfingunni með mati á árangri endurhæfingarinnar. Með þessu fyrirkomulagi næst oft góður árangur á stuttum tíma. Mikil áhersla er lögð á hvatningu og ráðgjöf varðandi hreyfingu og líkamsþjálfun að endurhæfingu lokinni.“ Hreyfiseðill hefur verið í boði á Reykjalundi síðan haustið 2015. Tveir hreyfistjórar vinna á Reykjalundi en þeir eru menntaðir sjúkraþjálfarar. Við útskrift af Reykjalundi fá skjólstæðingar oft hreyfiseðil, sem er einfalt meðferð- arúrræði sem styður við hvern og einn að halda sinni hreyfiáætlun áfram. Á Reykjalundi starfa alls 19 sjúkraþjálfarar í 22 stöðugildum og skiptast niður á átta meðferðar- svið. Aðstoðarfólk sjúkraþjálfara og sundlaugarverðir eru fimm. Að jafnaði eru á annað hundrað skjól- stæðingar í meðferð hjá sjúkraþjálf- urum Reykjalundar á degi hverjum, en einnig er þar rekin göngudeild og heilsurækt fyrir útskrifaða skjól- stæðinga Reykjalundar. 10 KYNNINGARBLAÐ 2 4 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U RENDURHÆFING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.