Fréttablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 24
Útgefandi: Torg ehf. Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumaður auglýsinga: Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5654. Dagendurhæfing Hrafnistu í Laugarási er endurhæfingar-deild fyrir eldri borgara. Áherslan er lögð á líkamlega þjálfun og félagslega virkni. Mark- mið hennar er að einstaklingurinn auki og/eða viðhaldi færni sinni til áframhaldandi sjálfstæðrar búsetu. Pláss er fyrir 30 gesti á dag. Hægt er að vera frá þremur til fimm daga vikunnar í allt að tíu vikur í senn. Senda þarf inn lækna/og eða hjúkrunarbréf til umsóknar. Eftir að tímabili við- komandi lýkur er reynt að finna viðeigandi úrræði sem hentar hverjum og einum til að viðhalda því sem hefur áunnist.“ Finnbjörg Skaftadóttir, deildar- stjóri dagendurhæfingar Mikið þakklæti Þetta segja skjólstæðinga dag- endurhæfingar: Hulda Guðrún, 96 ára, segist vera mjög þakklát fyrir þann tíma sem hún hefur fengið í dagendur- hæfingu. Hún lofar sjúkraþjálfun- ina og alla líkamlega þjálfun sem hún fékk sér til styrkingar. Félags- legi þátturinn er ekki síðri, hér hittast gamlir og nýir kunningjar. „Það er sannarlega ánægjulegt að geta þakkað því góða fólki á Hrafnistu sem hefur gert lífið miklu betra og þægilegra fyrir mig. Ég var svo óheppin að fara smátt og smátt að missa kraftinn í fótleggjum. Hér í dagendurhæfingu á Hrafnistu í Laugarási komst ég í hendurnar á góðu fólki sem hefur þjálfað mig og hjálpað að endurnýja og styrkja mig á allan hátt. Ég mun lengi búa að því að hafa notið þessarar þjónustu og á mér þá ósk að geta komið til ykkar aftur,“ segir Anna Tryggvadóttir McDonald. Viðey dagþjálfun „Viðey dagþjálfun á Hrafnistu í Laugarási tók til starfa 6. maí 2019. Dagþjálfun er ætluð fyrir einstakl- inga með heilabilun og er deildin með leyfi fyrir 30 einstaklinga á degi hverjum. Tilgangurinn með dagþjálfun er að styðja fólk til þess að geta búið sem lengst heima, viðhalda og/eða auka færni, rjúfa félagslega einangrun og létta undir með aðstandendum. Dagþjálfun felst meðal annars í samveru- stundum, þar sem boðið er upp á upplestur, söng, félagsstarf ýmiss konar, göngutúra, leikfimisæf- ingar, handavinnu og máltíðir, svo að eitthvað sé nefnt. Starfs- fólk deildarinnar leggur mikla áherslu á að eiga gott samband við aðstandendur skjólstæðinga sinna.“ Elínborg Jóna Ólafsdóttir, deildarstjóri Viðey, dagþjálfun Endurhæfing Hrafnistu í Laugarási Hrafnistu í Laugarási þekkja allir enda gamalgróið dvalarheimili aldraðra. Dagdvöl Hrafnistu, Röst, Sléttuvegi var opnuð 5. maí 2020. Gengið hefur mjög vel að fá fólk til að mæta í dagdvölina og greinilegt að margir hafa ríka þörf fyrir þetta úrræði. Markmið okkar í Röst er að auka og viðhalda færni og sjálfstæði ein- staklinga og rjúfa félagslega ein- angrun. Við leggjum mikla áherslu á jákvætt viðhorf og reynum að njóta hvers dags með skemmti- legum uppákomum, hlátri og léttleika. Það er virkilega gefandi að starfa í Röst og sjá hvernig ein- staklingar blómstra. Margir auka verulega við styrk og getu og ekki síður andlega vellíðan. Bryndís Rut Logadóttir, deildarstjóri dagdvalar Dagdvölin Röst Hrafnista við Sléttuveg. Vinaþing, dagdvöl Hrafnistu í Boðaþingi, er ætluð eldri Kópavogsbúum. Dagdvölin er opin alla virka daga. Boðið er upp á morgunmat, hádegismat og síðdegishressingu. Dagskráin er mismunandi eftir dögum, en fastir liðir eru blaða- lestur og fréttaspjall á morgnana. Yfir vikuna er meðal annars boðið upp á minningavinnu, spilahópa, handavinnu, bingó, söngstundir og lestur framhaldssögu. Skipu- lögð hreyfing er í boði alla daga eins og stólaleikfimi, píla, keila, og gönguferðir. Einnig njóta dagdvalargestir góðs af ann- arri þjónustu í húsinu, svo sem sjúkraþjálfun, hárgreiðslustofu og fótaaðgerðastofu, svo fátt eitt sé nefnt.“ Markmið dagdvalarinnar eru: n Að viðhalda sjálfstæði ein- staklingsins og rjúfa félagslega einangrun. n Að veita einstaklingnum stuðn- ing til áframhaldandi búsetu í eigin húsnæði. n Að viðhalda færni og örva ein- staklinga til betri andlegrar, líkamlegrar og félagslegrar heilsu. Lilja Kristjánsdóttir, deildar- stjóri dagdvalar Vinaþing, dagdvöl, er í Boðaþingi Hrafnista við Boðaþing. Í dagdvöl Hrafnistu, Ísafold í Garðabæ, eru 16 almenn rými og leyfi fyrir fjögur sértæk rými fyrir einstaklinga með heilabilun. Markmið með dagdvöl er að styðja fólk til þess að geta búið sem lengst heima, viðhalda og/eða auka færni, rjúfa félagslega einangrun og létta undir með aðstandendum. Í dagdvöl er boðið upp á sam- verustundir eins og upplestur, söng, klúbbastarf, göngutúra, leikfimisæfingar, handavinnu og ýmiss konar félagsstarf. Einnig er boðið upp á morgun- og hádegis- mat og miðdagskaffi. Reglulegir viðburðir, svo sem föstudagsfjör, bingó, sumar- grill, haustfagnaður og fleira, eru haldnir í samvinnu við hjúkrunar- heimilið. Einnig erum við í sam- vinnu við Garðasókn og einu sinni í mánuði fáum við leikskólabörn frá Sjálandi í heimsókn. Starfsfólk deildarinnar leggur mikla áherslu á að eiga gott sam- band við skjólstæðinga sína og aðstandendur þeirra.“ Svanhvít Guðmundsdóttir, deildarstjóri dagdvalar Dagdvöl á Ísafold í Garðabæ Hrafnista í Garðabæ. Á Hrafnistu, Hraunvangi í Hafnarfirði, er starfrækt dagdvöl fyrir 67 ára og eldri, fólk sem er búsett í Hafnarfirði og Garðabæ. Hjá okkur er fjölbreytt félagsstarf þar sem hver og einn ætti að finna eitthvað við sitt hæfi. Þar má til dæmis nefna pílukast, boccia, dansleikfimi, spilaklúbba, söngstund og bingó ásamt sívin- sæla harmonikkuballinu sem er alla föstudaga. Hjá okkur er líka starfrækt vinnustofa þar sem unnið er að hannyrðum og myndlist. Gestir dagdvalar hafa aðgang að tækjasal, sundlaug og ýmsu öðru – til dæmis púttvellinum í hrauninu. Laufey Sigrún Sigmarsdóttir, deildarstjóri dagdvalar Dagdvöl Hrafnistu í Hafnarfirði Hrafnista er í Hraunvangi. manns nýta sér þau úrræði á hverjum degi og er þetta með- ferðarform lykil atriði til að styðja við fólk sem vill búa lengur heima en það er stefna stjórnvalda,“ segir María Fjóla. Endurhæfing alla daga María Fjóla bendir á að ákveðin endurhæfing sé í gangi alla daga á Hrafnistu þar sem starfsfólkið aðstoði íbúa við hreyfingu ásamt því að viðhalda ákveðinni sjálfs- bjargargetu. „Það er sjúkra- og iðjuþjálfun á öllum Hrafnistu- heimilunum átta. Dagdvöl, dagendurhæfing og dagþjálfun eru sér deildir,“ bætir hún við. „Þeir sem geta nýtt sér endur- hæfinguna eru mjög þakklátir fyrir hana. Skjólstæðingar okkar finna mun á sér og starfsfólkið sér árangurinn. En færnin er f ljót að breytast um leið og þjálfun fellur niður af einhverjum orsökum. Mest er þörf á almennri virkni og styrktaræfingum en sömuleiðis ýmiss konar endurhæfingu eftir veikindi,“ segir hún. Mismunandi er hvernig sótt er um endurhæfingu á Hrafnistu. María segir að hægt sé að kynna sér þjónustuna inni á heimasíðu Hrafnistu. „Dagdvöl er hægt að sækja um beint í gegnum heimasíðu Hrafnistu en beiðni þarf frá lækni eða hjúkrunarfræðingi fyrir dagendurhæfingu. Minnismóttakan á Landakoti sér um f lestar tilnefningar í dagþjálfun fyrir einstaklinga með heilabilun.“ Viðkvæmasti hópurinn Þjónusta í dagdvöl, dagþjálfun og dagendurhæfing á Hrafnistu hefur ekki farið varhluta af heims- faraldri COVID-19. „Því miður finnum við fyrir honum. Starfs- fólk í ofantöldum úrræðum hefur lagt sig fram við að breyta verklagi þannig að hægt sé að halda uppi þjónustustigi eins vel og hægt er en jafnframt draga úr líkum á smiti. Aldraðir eru þeir sem við höfum mestar áhyggjur af þar sem reynslan hefur sýnt að þetta er viðkvæmasti hópurinn gagnvart COVID-19. Það var hins vegar mat samráðshóps innan Almannavarna að halda þessum úrræðum opnum þar sem það var metið alvarlegra að loka þjónustunni heldur en að halda henni opinni þrátt fyrir vírusinn.“ Á réttum stað María Fjóla er hjúkrunarfræð- ingur í grunninn og hafði starfað sem slíkur í 17 ár. „Ég ákvað árið 2014 að bæta við mig master í verkefnastjórnun (MPM) frá Háskólanum í Reykjavík sem var góð viðbót við hjúkrunarfræðina. Ég hef mestmegnis starfað í öldr- unargeiranum í þessi ár. Ég finn að framtíðin mín er í öldrun, þar sem mér finnst þetta fjölbreytt og skemmtilegt starf og ég vinn með ótrúlega faglegu og hæfileikaríku fólki. Sjómannadagsráð og dóttur- fyrirtæki þess eru að vinna frá- bært starf og það eru mörg stór tækifæri fram undan. Hrafnista rekur í dag stærstu öldrunar- þjónustu landsins og þjónustar yfir 1.000 manns á hverjum degi. Hjá okkur starfa um 1.500 manns og stöndum við frammi fyrir óplægðum akri er varðar þjónustu við aldraða. Það er mikill kraftur og metnaður hjá Hrafnistuhópn- um og við ætlum að sigla Hrafnis- tuskútunni stolt inn í framtíðina með það að markmiði að þjónusta eldra fólk og þá sem þurfa á hjúkrunarþjónustu að halda allan sólarhringinn,“ segir hún. Heimili að heiman Þegar María Fjóla er spurð hvort einhverjar breytingar verði á næstunni með nýjum forstjóra, svarar hún: „Það eru alltaf ein- hverjar breytingar í farvatninu þar sem menning Hrafnistu styður við breytingastjórnun. Hugmyndirnar eru margar, vandamálið er helst að við viljum byrja á öllu í einu. Sjómanna- dagsráð og Hrafnista hafa mikinn áhuga á því að ef la enn meira þjónustu til eldri borgara sem búa heima. Stefna stjórnvalda er jú að fólk búi heima sem lengst. Ef fólk þarf að fara inn á hjúkr- unarheimili er mikilvægt að umhverfið sé heimilislegt og hlýtt. Hugmyndafræði Hrafnistu, sem byggð er á Lev og bo, styður við þá hugsun. Stefna Hrafnistu er að skapa heimili að heiman. Við höfum mikinn metnað til að ef la þjónustuna með því að hlusta á hvað íbúar vilja og telja sig þurfa, hvort sem fólk sækir þjónustu til Hrafnistu eða býr á Hrafnistu.“ Framhald af forsíðu ➛ Þeir sem geta nýtt sér endurhæfingu eru mjög þakklátir fyrir hana. Skjólstæðingar okkar finna fljótt mun á sér og starfsfólkið sér árangur. Dagþjálfun felst meðal annars í samverustundum, þar sem boðið er upp á upplestur, söng, göngutúra og ýmiss konar félagsstarf. 2 KYNNINGARBLAÐ 2 4 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U RENDURHÆFING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.