Fréttablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 12
Fáir firðir hér á landi geta státað af jafn mörgum tignarlegum fjallstindum og Berufjörður, sem jafnframt er með fall­egri fjörðum á Austurlandi. Einn þeirra stelur athyglinni, en það er Búlands­tindur við sunnanverðan fjörðinn. Hann rís 1.069 m beint upp af Svarthamarsvík og hefur ísaldarjökullinn náð að slípa til nánast fullkominn píramída úr hraunlögum, sem aðeins halla nokkrar gráður. Þarna minnir Búlandstindur óneitanlega á hæsta og elsta Giza­píramídann í Egyptalandi, sem kenndur er við Keops og er 147 m hár og 230 m á breidd. Vestan Búlandstinds eru síðan tveir aðrir tindar, Sauðdalstindur og Dys, sem gætu allt eins verið píramídabræður hans á Giza, sem kenndir eru við Kefrens og Mýkeríonos. Píramídaþrenningin á Giza er eitt af sjö undrum veraldar og telst til mestu bygginga heimsins. Þeir eru tæplega 5.000 ára gamlir sem gerir þá að ungabörnum í samanburði við hraunlögin í Búlandstindi sem talin eru í kringum 10 milljón ára gömul. Í þeim er víða að finna geisla­ steina (zeolíta), sem eru steindir sem hafa orðið til í holum í berginu og sjást best í gömlum námum við Teigarhorn, steinsnar frá Búlandstindi. Það er frábær skemmtun að ganga á Búlandstind en nokkuð krefjandi. Tilvalið er að hefja gönguna í Svarthamarsvík, skammt frá Djúpavogi, og er Búlandsá fylgt inn Búlandsdal þar til komið er að suðurhlíðum fjallsins. Margir kjósa þó að aka jeppaveg inn eftir dalnum, sem styttir gönguna um rúma 2 km. Komist er yfir Búlandsá á stíflubrú og síðan er haldið upp grasi grónar hlíðar tindsins. Leiðin er stikuð og liggur meðfram skarði vestan megin hátindsins. Stöllóttar brekkurnar eru ská­ skornar uns komið er upp í klettaskarð þar sem skyndilega sést ofan í Berufjörð og stórkostlegt tindasafnið norðan hans. Síðasti hluti leiðarinnar liggur í gegnum klettabelti uns komið er upp að nokkurra metra klettavegg efst. Þar er gestabók, en fyrir þá sem ekki eru lofthræddir má príla upp vegg­ inn og horfa beint niður 1.000 metra þverhnípi ofan í Berufjörð. Útsýnið af þessu áttunda undri veraldar er frábært og sér yfir stóran hluta Austurlands og inn á hálendi þess. Áttunda undrið Tómas Guðbjartsson hjartaskurð- læknir og náttúruunnandi og Ólafur Már Björnsson augnlæknir og ljósmyndari Búlandstindur minnir á píra- mídana í Giza og gæti hæglega verið áttunda undur veraldar. MYND/TG Búlandstindur er með tignarlegri fjöllum og nánast lárétt hraunlögin innihalda geislasteina. MYND/ÓMB Á leiðinni upp Búlandstind opnast voldugt skarð, þar sem Berufjörður og fjöllin norðan hans blasa við. MYND/TG 2 4 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.