Fréttablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 50
Innilegar þakkir fyrir samúð
og hlýhug við andlát og útför
ástkærrar eiginkonu minnar, móður,
tengdamóður, dóttur,
systur og ömmu,
Guðnýjar Helgu
Guðmundsdóttur
löggilts endurskoðanda.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á krabbameins-
og líknardeildum Landspítalans fyrir hlýhug og
góða umönnun.
Friðrik Smári Björgvinsson
Andri Friðriksson Hrafnhildur Kristinsdóttir
Gunnar Helgi Friðriksson Svava Stefanía Sævarsdóttir
Alexander Elvar Friðriksson Bertha María Smáradóttir
Kristófer Máni Friðriksson Kristín Dís Árnadóttir
Inga Dóra Þorsteinsdóttir Guðmundur Helgi Guðjónsson
Ingigerður Guðmundsdóttir Kristín Hrönn Guðmundsdóttir
og barnabörn.
Ástkær maðurinn minn og besti vinur,
faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi ,
Hjálmar Gunnarsson
málarameistari, Hólabergi 84,
lést á Hrafnistu Skógarbæ að kvöldi
31. ágúst. Útförin hefur farið fram í
kyrrþey. Fjölskyldan vill koma innilegu
þakklæti til allra sem önnuðust hann síðastliðið hálft ár,
á erfiðum tímum – starfsfólks Landspítala Fossvogi á
deildum A-2, B-4, B-5, á Vífilsstöðum og Skógarbæ. Einnig
innilegustu þakkir til heimahjúkrunar fyrir umhyggju og
góða þjónustu fimm mánuðina þar á undan.
Guðrún Erla Melsted
Gunnar Hjálmarsson Erla Elíasdóttir
Hjálmar Hjálmarsson Berglind Ágústsdóttir
Halldór Óli Hjálmarsson
Ingólfur Hjálmarsson
Árni Hjálmarsson Ágústa Björk Svavarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Theodór S. Ólafsson
vélstjóri og fyrrv. útgerðarmaður,
Bessahrauni 6 í Vestmannaeyjum,
lést í faðmi fjölskyldu sinnar á
Heilbrigðisstofnun Suðurlands í
Vestmannaeyjum þann 16. september sl.
Útförin mun fara fram frá Landakirkju föstudaginn
2. október kl. 13.00.
Margrét Sigurbjörnsdóttir
Þorbjörg Theodórsdóttir Haukur Logi Michelsen
Hafþór Theodórsson Hanna R. Björnsdóttir
Júlíanna Theodórsdóttir Ingólfur Ingólfsson
Bára Theodórsdóttir Tommy Westman
Björk Theodórsdóttir
Harpa Theodórsdóttir Örvar G. Arnarson
og fjölskyldur.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Unnur Elísabet Gröndal
lést á Dalbæ, heimili aldraðra,
10. september.
Útförin fer fram frá Langholtskirkju
föstudaginn 2. október klukkan 13.
Í ljósi aðstæðna verður útförinni jafnframt
streymt á https://www.youtube.com/
watch?v=pFQyS9IfejY&feature;=youtu.be
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem
vilja minnast hennar er bent á Dalbæ, heimili
aldraðra, Dalvík.
Benedikt Björnsson Bjarman
Halldóra Gísladóttir Sigurður Ragnar Sverrisson
Gísli Sigurður Gíslason Karólína Gunnarsdóttir
Hólmfríður Amalía Gíslad. Júlíus Baldursson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi,
Kristján Kristjánsson
Sléttuvegi 3,
lést á Landspítala í Fossvogi,
þriðjudaginn 15. september.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Innilegt þakklæti til allra þeirra sem
önnuðust hann og studdu í gegnum tíðina.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á SEM samtökin,
kt. 5101820739, reikningsnr. 323-26-1323.
Fjölskylda hins látna.
Okkar elskaði og besti
Guðni Ólafur Guðnason
kennari,
sem lést á Landspítalanum Fossvogi,
fimmtudaginn 10. september,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
föstudaginn 25. september kl. 13.
Magnea Steiney Jónsdóttir
Guðrún Elín Guðnadóttir
Guðni Ólafur Guðnason
Margrét Steiney Guðnadóttir
Elsku pabbi minn,
Eiríkur Kristinn Þórðarson
lést 8. september sl.
Útförin hefur farið fram.
Þökkum öllum auðsýnda samúð og
hlýhug. Þeim sem vilja minnast hans er
bent á styrktarreikning í nafni sonar hans:
1187-05-251460, kt. 121206-3150.
Fyrir hönd aðstandenda,
Atli Gunnar Eiríksson
Það er stíll yfir Garðari og húsakynnum Söngskólans í Reykjavík – í hjarta borgarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR GÍSLASON
Stofnandi Íslensku óperunnar, stórsöngvari og skólastjóri Söngskólans í Reykjavík, Garð-ar Cortes, er áttræður í dag en gerir ekki mikið úr því. „Það verður ekkert merkisafmæli
fyrr en ég verð níræður,“ fullyrðir hann.
Segist vera alla daga í Söngskólanum
og hefur nýlokið kennslustund í ljóða-
deildinni þegar ég heyri í honum. „Það
er fullt af nýjum söngvurum og mikill
áhugi sem er bara dásamlegt,“ lýsir hann.
Prísar sig sælan að hafa hausinn í lagi.
„Auðvitað er maður aðeins farinn að lýj-
ast, lappirnar orðnar skakkar og svona,
en það kemur ekki að sök í kennslunni.
Annars er voða mikið af góðum kenn-
urum hérna.“
Nú vil ég vita um upprunann. Cortes-
nafnið, hvaðan er það? „Afi kom með
það frá Svíþjóð. Hann hét Emanúel
Cortes og var prentari. Ég hef ekkert
grennslast fyrir um skyldfólkið í Sví-
þjóð, frændur mínir og frænkur hafa
gert það. En ég er þjóðrækinn þegar
Ísland á í hlut og er stoltur af að vera
ættaður úr Sælingsdal í Dalasýslu. Svo
var ég svo heppinn að taka við Karlakór
Kópavogs, heldurðu að obbinn af félög-
unum sé þá ekki úr Dölunum? Það finnst
mér voða gaman.“
Þú náðir þér nú í konu erlendis, bendi
ég Garðari á. „Já, hún er ensk og heitir
Krystyna. Hún var til í að f lytja með
mér til Íslands og vann mikið með mér
sem konsertpíanisti og við Söngskólann
líka.“ Hann segir börn þeirra þrjú öll í
söngnum. „Nanna María er söngvari
við norsku óperuna. Garðar Thor er
hér, kennir við Söngskólann, og svo er
Aron Axel nýbúinn með söngnám í Sals-
burg en er veirufastur þar. Elsta dóttir
mín heitir Sigrún Björk, hún er kenn-
ari og býr hér í Reykjavík og svo ég segi
þér frá afabörnunum þá á Sigrún Björk
tvö, Nanna á eina stelpu úti í Noregi og
Garðar er með okkar Kormák.“
Lokaspurning: Heldurðu upp á
afmælið, þó það sé bara áttræðis? „Það
verður eitthvað voða lítið. Ég kalla í
Didda bróður og nánustu fjölskyldu og
við gerum okkur smá dagamun.“
gun@frettabladid.is
Ekki merkisafmæli strax
Garðar Cortes heldur sínu striki þó aldurinn hækki, stýrir Söngskólanum í Reykjavík
og kennir, auk þess að stjórna Karlakór Kópavogs, þar sem rétta blóðið rennur í æðum.
Ferillinn til þessa
n Garðar lauk einsöngvara- og söngkennaranámi í The Royal Academy of Music
og Watford School of Music í Englandi. Lærði líka söng hjá Linu Pagliughi á
Ítalíu og Helene Karusso í Vínarborg og ljóðatúlkun hjá dr. Erik Werba.
n Hann var skólastjóri Tónlistarskólans á Seyðisfirði 1969 – 1970.
n Stofnaði Íslensku óperuna 1979 og var óperustjóri til 2000.
n Hefur sungið tenórhlutverk hjá Íslensku óperunni, Þjóðleikhúsinu, Sinfóníu-
hljómsveit Íslands og í óperu- og tónleikahúsum í Bretlandi, Írlandi, öllum
Norðurlöndunum, Bandaríkjunum og Suður-Ameríku.
n Var stjórnandi Karlakórsins Fóstbræðra, Samkórs Kópavogs, Söngsveitarinnar
Fílharmoníu, Kórs Söngskólans og Kórs íslensku óperunnar. Auk þess gesta-
stjórnandi 300 manna kórs og hljómsveitar í Carnegie Hall í New York.
n Hefur verið hljómsveitarstjóri í Íslensku óperunni, Þjóðleikhúsinu og Sinfóníu-
hljómsveit Íslands og víða um heim, og skólastjóri og söngkennari við Söng-
skólann í Reykjavík frá 1973.
n Hlaut fyrstu Bjartsýnisverðlaun Bröste 1982 og var sæmdur fálkaorðu 1990.
2 4 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R22 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT