Fréttablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 55
BÍLAR Erum með mikið úrval af allskonar bílaverkfærum á frábæru verði! ViAir 12V loftdælur í miklu úvali. Hleðslutæki 12V 6A 6T Búkkar 605mm Par Jeppatjakkur 2.25t 52cm. Omega Viðgerðarkollur 4.995 9.999 17.995 7.495 Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Verkfæralagerinn MG HS er tengiltvinnútgáfa ZS EV rafbílsins sem kemur til landsins í janúar. Bílaframleiðandinn MG afhjúpaði á þriðjudag fyrstu ljósmyndirnar af annarri bílgerð sinni sem fram­ leiðandinn hyggst kynna í Evrópu. Um er að ræða tengiltvinnbíl sem verður viðbót við hinn 100% raf­ knúna ZS EV sem kom á markað á síðasta ári í völdum löndum Evrópu. Áætlað er að MG HS komi á Evrópumarkað á fyrsta ársfjórð­ ungi 2021. MG mun í desember veita frekari upplýsingar um þennan nýja tengiltvinnknúna sportjeppling samhliða áætlunum um tímsetningu markaðskynn­ ingar hans í Evrópu, sem verður mismunandi eftir löndum. Að sögn Hlyns Hjartarsonar hjá BL er HS væntanlegur til landsins í janúar á næsta ári en verð á HS verða kynnt í desember. Sama dag frumsýndi MG einnig MG 5 sem er rafdrifinn langbakur. Í grunninn er hann sami bíll og Roewe Ei5 sem er aðeins fram­ leiddur fyrir Kínamarkað en þessi verður aðeins í boði í Bretlandi til að byrja með. Það getur þó breyst eitthvað þegar líður á árið en það er þó ekki staðfest ennþá. Hann er með 52,5 kWst rafhlöðu og raf­ mótor fyrir framhjólin sem skilar 154 hestöflum og 260 newton­ metra togi. Upptakið í hundraðið er 7,7 sekúndur og drægnin 345 km samkvæmt WLTP staðlinum. Bíllinn mun vera rúmgóður og er farangursrýmið 578 lítrar sem dæmi. Næsti bíll frá MG verður svo rafdrifinn sportbíll í anda MG með fjórhjóladrifi en hans er að vænta seint á næsta ári. MG afhjúpar tengiltvinnbílinn HS Von er á verðum fyrir HS í desember en hann kemur til lands- ins í janúar 2021. Stórt grillið er áberandi á M3 og útlitið kraftalegt enda bíllinn 503 hestöfl. BMW hefur frumsýnt sjöttu kyn­ slóð hins vinsæla M3 sportbíls og sitt sýnist hverjum um framenda bílsins. Þar er komið svokallað nasagrill í yfirstærð en mestu breytingarnar eru samt undir niðri. Komin er ný línusexa og fjórhjóladrif en vélin er þriggja lítra með tveimur forþjöppum og kemur vélin í tveimur aflút­ færslum. Aflminni gerðin verður 473 hestöfl en Competition útgáf­ an verður með 503 hestöfl og 650 newtonmetra af togi sem dugar bílnum til að komast í hundraðið á aðeins 3,9 sekúndum. Á sama tíma frumsýndi BMW einnig M4 Coupe sem byggir á sama CLAR undir­ vagni og M3. Afltölur fyrir þann bíl eru þær sömu og í M3. Hvort þessir bílar verða boðnir á Íslandi er ekki talið líklegt nema með sér­ pöntun. BL hefur undanfarið lagt aðaláherslu sína á BMW merkinu á jepplinga merksins enda hafa þeir verið aðalsölubílarnir hérlendis. Sjötta kynslóð M3 frumsýnd Tesla Plaid er einungis undir 2 sekúndum að fara í hundraðið. Tesla frumsýndi á þriðjudaginn Model S Plaid sem er aflmikil útgáfa flaggskips merkisins. Bíll­ inn er með nýrri rafhlöðu með hvorki meira né minna en 837 km drægi sem er eins og í ágætum dísilbíl. Hámarkshraðinn er líka eftirtektarverður en bíllinn getur náð 322 km hraða sem er ansi gott fyrir raf bíl. Hröðunin er svo rúsínan í pylsuendanum en Model S Plaid er aðeins 1,9 sekúndur í hundraðið en það er það besta sem nokkru sinni hefur sést í fjölda­ framleiddum bíl. Mun hann einnig geta farið kvartmíluna á undir 9 sekúndum. Bíllinn er búinn þremur rafmótorum og fjórhjóla­ drifi. Tesla er þegar farið að taka við pöntunum í þennan bíl en hann kostar tæpar 19,5 milljónir króna í Bandaríkjunum. Tesla Plaid kemur með 837 km drægi Model S Plaid mun kosta undir 20 milljónum í Banda- ríkjnum og er þegar kominn í sölu. Einnig frumsýndi BMW M4 Coupe í Competition útgáfu með sömu kraftatölum. Njáll Gunnlaugsson njall@frettabladid.is Nú er skammt stórra högga á milli og Volkswagen frumsýnir nú ID.4 rafjepplinginn, en sala á honum hefst strax. Ætla má að fyrstu bílarnir komi í lok árs og verði tilbúnir til afhendingar í janúar. Volkswagen kynnti seinnipartinn í gær ID.4 sem er annar hreinrækt­ aði raf bíll framleiðandans sem hannaður er sem slíkur frá grunni. ID.4 er jepplingur en verður þó aðeins boðinn með afturhjóla­ drifi til að byrja með. Í þeirri útgáfu verður hann boðinn með 77 kWst rafhlöðu sem er með allt að 520 km drægi samkvæmt WLTP staðlinum. Rafmótorinn skilar 204 hestöflum og skilar bílnum í hundraðið á 8,5 sekúndum, en hámarkshraðinn verður 160 km á klst. Bíllinn verður með góða veg­ hæð en 210 mm eru undir lægsta punkt. Að sögn Gunnars Smára Egg­ ertssonar Claessen, merkjastjóra Volkswagen hjá Heklu verður bíllinn fyrst boðinn í svokallaðri 1st Edition útgáfu rétt eins og með ID.3, en nú með tvenns konar útfærslum í stað þriggja. „Verðið fyrir ID.4 1ST verður frá 6.490.000 kr. og ID.4 1ST MAX frá 7.990.000 kr. Síðan er hægt að bæta við dráttarbeisli á 170.000 kr. og hann má draga allt að 1.200 kg“ sagði Gunnar Smári. Fyrstu bílarnir eru væntanlegir til landsins í desem­ ID.4 frumsýndur hjá umboðsaðilum ID.4 verður aðeins boðinn með afturdrifi til að byrja með en GTX útgáfa með fjórhjóladrifi er á leiðinni næsta vor. Tveir upplýs- ingaskjáir verða allsráðandi í mælaborði en þar er margt raddstýrt. ber og hefjast afhendingar strax í byrjun janúar 2021. Að sögn Gunnar Smára er þetta eina útfærslan af ID.4 sem komið er verð á. „Eftir 1st Edition bílana munum við bjóða ID.4 í almennri útgáfu með tvenns konar raf­ hlöðum, ID.4 Pure með 52 kWst rafhlöðu og síðan ID.4 Pro og Pro Performance með 77 kWst rafhlöðu. Til viðbótar fáum við svokallaða GTX útgáfu næsta vor sem verður rúmlega 300 hestöfl og með fjórhjóladrifi“ sagði Gunnar Smári enn fremur. Verðin á GTX útgáfunni liggja þó ekki fyrir að svo stöddu. B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 27F I M M T U D A G U R 2 4 . S E P T E M B E R 2 0 2 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.