Fréttablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 57
ÁRIÐ 2016, ÞEGAR ÉG VAR STADDUR VIÐ NÁM Í ISTANBÚL, FÉKK ÉG ÞÁ HUGMYND AÐ NOTA ÍSLENSKA ÞJÓÐARARFINN OG SEMJA EIGIN LAGLÍNUR VIÐ HANN EN ÚTSETJA Í AUSTRÆNUM ANDA. LEIKLIST Polishing Iceland Tjarnarbíó Reykjavík Ensemble Theatre Company Leikarar: Magdalena Tworek, Michael Richardt, Pétur Óskar Sigurðsson Leikstjóri og höfundur leikgerðar: Pálína Jónsdóttir Dramatúrg: Angela Rawlings Tónlist og hljóð: Anna Halldórs- dóttir Ljósahönnuður: Juliette Louste Búningar: Pálína Jónsdóttir Sýningin fer fram á ensku, íslensku og pólsku. Reykjavík Ensemble var valinn Listhópur Reykjavíkur í byrjun árs og frumsýndi fjölþjóðlegi hópurinn Polishing Iceland fyrr í vor, áður en hann varð frá að hverfa vegna samkomubanns. Sýningin er byggð á smásagnasafni Ewu Marcinek, um reynslu hennar sem innf lytjandi á Íslandi, í leikstjórn Pálínu Jóns- dóttur, og var endurfrumsýnd um miðjan þennan mánuð í Tjarnarbíói. Efniviðurinn er svo sannarlega áhugaverður, enda löngu kominn tími til að raddir innflytjenda fái að heyrast á fjölunum. Áhorfendur fá innsýn í daglegt amstur ónefndrar pólskrar konu í Reykjavík, til dæmis ferð í hið pólska IKEA, öðru nafni Góða hirðinn, og daglega erfiðleika til dæmis í formi vinnustaðaáreitis. Tilraunir hennar með tungumálin (öll þrjú) dýpka frásögnina og gefa sýningunni ljóðrænan blæ. En upp- bygging handritsins er ekki nægi- lega góð, þá sérstaklega byrjunin sem skellir áhorfendum beint inn í áfall sem skilgreinir restina af sýningunni, en er ekki rannsakað frekar nema undir blálokin. Magdalena Tworek stendur sig með prýði í hlutverki nafnlausu pólsku konunnar, sem á harm að bera, en þrammar áfram veginn með bjartsýnina að vopni. Hún heldur sýningunni uppi með fals- lausri framkomu og húmor. Mic- hael Richardt á einnig fína, kómíska spretti, þá sérstaklega sem íslenska konan sem talar alla í kaf um það hversu skilningsrík hún er gagn- vart pólsku fólki. Pétur Óskar Sig- urðsson á erfiðara uppdráttar í röð smærri hlutverka, sem skilja fremur lítið eftir sig fyrir utan manninn frá Bíldudal sem kveinkar sér yfir for- dómum í garð landsbyggðarfólks. Senurnar eru örsögur, svip- myndir inn í líf einnar konu, en stöðugt rof verður á milli innihalds og úrvinnslu. Pálína leggur of mikla áherslu á að skreyta textann með táknrænum hreyfingum, í staðinn fyrir að leyfa frásögninni að njóta sín. Tilraunirnar skila ekki list- rænni heild heldur röð atriða sem stundum virðast koma úr annarri sýningu og þjóna þannig sjaldan textanum. Ekki veitir af meiri fjölbreyti- leika í íslenskum sviðslistum, og þó miklu fyrr hefði verið. Samkvæmt heimasíðu Tjarnarbíós mun fleira listafólk af pólskum uppruna stíga þar á svið á komandi mánuðum, sem er vel. Polishing Iceland er skref í rétta átt og verður forvitnilegt að fylgjast með Reykjavík Ensemble í framtíðinni því ferðalagið er rétt að byrja. Sigríður Jónsdóttir NIÐURSTAÐA: Ófullnægjandi listræn úrvinnsla hamlar annars áhugaverðri sögu. Alþjóðlegur bútasaumur Persian path er nýr geisla-diskur með gítar- og st reng ja lei k a r a nu m Ásgeiri Ásgeirssy ni. Þetta er fimmti sóló-diskur Ásgeirs og sá þriðji og síðasti í Þjóðlagaþríleikn- um, þar sem Ásgeir ferðast með íslenska þjóðlagið á framandi slóðir. Ótrúleg gestrisni „Þetta byrjaði fyrir tíu árum. Þá var ég beðinn um að spila hér á landi með búlgörskum harmoníkuleik- ara sem bauð mér að koma til Búlg- aríu og læra meira um austur-evr- ópska tónlist. Ég gerði það, var hjá vini hans í þrjár vikur og sá kenndi mér á hverjum einasta degi á hljóð- færi er nefnist tamboura, átta tíma á dag í 40 stiga hitakófi í Plóvdiv í Búlgaríu. Ég bjó heima hjá honum og gestrisnin var svo ótrúleg að eftir Íslenska þjóðlagið á framandi slóðum Ásgeir Ásgeirsson sendir frá sér geisla- disk sem hann vann ásamt nokkrum af fremstu hljóðfæraleikurum Írans. Efniviðurinn er svo sannarlega áhugaverður, segir gagnrýnandinn. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Ég hef lært ótrú- lega mikið á síð- ustu tíu árum, segir Ásgeir. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI dvölina ætlaði ég að gera upp við hann en hann tók það ekki í mál, sem er dæmigerð gestrisni fyrir fólk frá þessum slóðum. Frá þessum tíma hef ég stöðugt fetað mig lengra og sótt einkatíma í Grikklandi, Tyrklandi, Marokkó, Indlandi og Íran. Árið 2016, þegar ég var staddur við nám í Istanbúl, fékk ég þá hugmynd að nota íslenska þjóðararfinn og semja eigin laglínur við hann en útsetja í austrænum anda.“ Árið 2017 kom út diskurinn Two sides of Europe, unninn með nokkr- um af fremstu hljóðfæraleikurum Tyrkja. Árið 2018 kom út diskurinn Travelling through cultures, unninn með nokkrum af færustu hljóðfæra- leikurum Búlgaríu og gestalista- mönnum frá Indlandi, Grikklandi og Austurríki. Persian path, sem er nýkominn út, er unninn með nokkrum af fremstu hljóðfæraleik- urum Írans, undir stjórn Hamid Khansari. Diskurinn var tekinn upp í Teheran, Istanbúl og á Íslandi í fyrra og á þessu ári. Söngurinn er í höndum Sigríðar Thorlacius, en einnig syngja þau Samin Ghorbani og Egill Ólafsson gesta-dúó í einu laganna. Mikið lærdómsferli „Ég fór til Írans árið 2018 til að hitta hljóðfæraleikarana, en við sendum síðan efni milli landa. Ég vann alla grunnvinnu í stúdíóinu heima hjá mér, sendi þeim grunnupptökur sem þau spiluðu ofan á, fékk svo til baka og fínpússaði,“ segir Ásgeir. Um lögin segir hann: „Þau eru um það bil 70 prósent frumsamin undir áhrifum af námi mínu í austrænni tónlist og 30 prósent íslenskt þjóð- lag. Á Persian path eru einnig tvö alfrumsamin verk. Þjóðlögin valdi ég úr bók séra Bjarna Þorsteins- sonar, fann fallega texta og laglínur og notaði það sem innblástur fyrir mínar eigin laglínur. Sem dæmi um lög á plötunni eru Runnin upp sem rósin blá og Ó, Guð minn herra, aumka mig.“ Ásgeir segir þjóðlagaþríleikinn hafa verið mikið lærdómsferli. „Ég hef lært ótrúlega mikið á síðustu tíu árum og það má segja að það hafi orðið algjör u-beygja á ferlinum og gert hann fjölbreyttari og skemmti- legri.“ Útgáfutónleikar hans með hljóm- sveit fara fram í Flóa Hörpu mið- vikudagskvöldið 30. september klukkan 20.00. M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 29F I M M T U D A G U R 2 4 . S E P T E M B E R 2 0 2 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.