Fréttablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 48
Það virðist vera þverpólitísk sam- staða um að fara í þessar framkvæmdir á þessum tíma- punkti. Hannes S. Jóns- son, formaður KKÍ AÐSTÖÐUMÁL Fram kemur í skýrslu sem starfshópur um þjóðarleik- vang fyrir inniíþróttir hefur skilað að fyrsta val starfshópsins væri að sá leikvangur sem fyrirhugað er að byggja verði staðsettur í Laugar- dalnum. Enn fremur kemur fram í skýrsl- unni að sú staðsetning sem starfs- hópurinn hefur helst í huga sé vestan við svæði Þróttar. Þar gæti mannvirkið fallið inn í landslagið auk þess sem aðgengi að húsi á þeim stað væri mjög gott og bílastæði séu fyrir hendi að hluta. Þá má nefna lóð sem liggur sam- hliða Suðurlandsbraut, bæði austan við Laugardalshöll svo og lóð milli Suðurlandsbrautar og Laugardals- hallar. Rekstrarfélag Laugardals- hallar hefur gert uppdrátt af húsi á lóð sem liggur á milli Suðurlands- brautar og Laugardalshallar sem rekstrarfélag Laugardalshallar lét gera. Samkvæmt þeim teikningum myndi slíkt hús rúma 5.300 áhorf- endur. Hús á þeim stað gæti einnig samnýst Laugardalshöll sem sýn- ingarhöll. Kostir við framangreinda stað- setningu eru að góð aðkoma er frá Suðurlandsbraut og nálægð við Laugardalshöll, sem getur verið kostur ef samnýta þarf húsin í því að byggja leikvanginn í Laugardaln- um í kringum núverandi mannvirki sem til staðar eru við Laugardals- höllina. Mennta- og menningarmálaráð- herra skipaði starfshópinn til þess að afla upplýsinga um kröfur sem gerðar eru til mannvirkja sem hýsa alþjóðlega leiki og mót, auk þess að greina þarfir fyrir slíkt mannvirki hérlendis. Í starfshópinn voru skip- aðir aðilar úr ráðuneytinu, Reykja- víkurborg, Íþrótta- og Ólympíu- sambandi Íslands (ÍSÍ) auk fulltrúa Handknattleikssambands Íslands og Kör f u k nat t leik ssambands Íslands. Starfshópurinn af laði gagna frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ) og þeim sérsambönd- um sem mestra hagsmuna eiga að gæta við nýtingu þjóðarleikvangs. Skoðaðar voru alþjóðlegar kröfur sem eiga við um íþróttamannvirki í handknattleik og körfuknattleik og einnig skoðuð greining ÍSÍ og sérsambanda um æfingaþörf lands- liða Íslands í öllum aldursflokkum helstu boltagreina auk fimleika. Verkís verkfræðistofa var fengin til þess að gera kostnaðarmat á bygg- ingu mannvirkis ásamt því að leggja mat á rekstrarkostnað, þar sem mið var tekið af nýreistri íþróttahöll í Þrándheimi í Noregi sem tekur 8.600 manns í sæti. Verkís áætlar að byggingarkostn- aður húss sem tekur 8.600 áhorf- endur sé um það bil sjö milljarðar króna að meðtöldum virðisauka- skatti, en efri vikmörk eru 9,1 millj- arður króna og neðri vikmörk 6,3 milljarðar króna. Til viðbótar bæt- ist kostnaður við hönnun, ráðgjöf, umsjón og eftirlit upp á 1,7 millj- arða króna og er heildarkostnaður því samtals 8,7 milljarðar króna. Hús sem tekur 5.000 áhorfendur myndi hins vegar kosta 6,3 millj- arða króna að byggja að meðtöldum virðisaukaskatti. Efri vikmörk eru 8,2 milljarðar króna og neðri vik- mörk eru 5,7 milljarðar króna. Til viðbótar bætist hönnun, ráðgjöf, umsjón og eftirlit sem kostar 1.5 milljarða króna. Heildarkostnaður er því samtals 7,9 milljarðar króna. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir vinnu starfshópsins hafa gengið vel og hann finni fyrir mikl- um vilja ráðherra og borgarstjórnar að fara í framkvæmdir eins fljótt og auðið er. „Það virðist vera þverpólitísk samstaða um að fara í þessar fram- kvæmdir og ég finn fyrir því að mennta- og menningarmálaráð- herra sem og fulltrúar stjórnar- andstöðu eru á einu máli að það sé góður tímapunktur núna til þess að ráðast í að láta húsið rísa. Um þetta ætti því að vera samstaða,“ segir Hannes í samtali við Fréttablaðið. „Við vinnu starfshópsins var það haft að leiðarljósi að rekstrarkostn- aður hússins væri sem minnstur, auk þess sem nýtingarmöguleikar þess væru sem mestir. Þannig gætu allar inniíþróttir átt heimili þarna og þá gætu íþróttir á borð við bar- dagaíþróttir, dans og f leira fengið aðstöðu í húsinu. Hægt verður einn- ig að nýta höllina undir tónleika og aðra menningarstarfsemi,“ segir hann enn fremur. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir í frétt inni á vef Stjórnarráðsins að eftir að starfshópurinn hafi skilað af sér fyrrgreindri skýrslu sé bolt- inn nú hjá ríki og borg að tryggja fjármögnun verkefnisins og hefja í framhaldinu framkvæmdir. „Við horfum til þess að efla mjög innviðafjárfestingar og nú hafa starfshópar skilað greiningu á ólík- um sviðsmyndum fyrir bæði inni- íþróttir og knattspyrnu. Stór hluti undirbúningsvinnu er kominn vel á veg og mikilvægt að huga að næstu skrefum. Fram undan er að tryggja fjármögnun og samvinnu við okkar helstu samstarfsaðila, ráðast í hönnun og grípa skófluna og byggja framtíðarleikvanga fyrir landslið Íslendinga, íþróttaunn- endur og iðkendur á öllum aldri,“ segir Lilja um stöðu mála. Starfshópurinn mun starfa áfram og gera nákvæmari greiningu á rekstri og tekjumöguleikum fyrir þjóðarleikvang inniíþrótta. hjorvaro@frettabladid.is Ráðherra vill að skóflan fari á loft í Laugardalnum sem fyrst Góður gangur virðist vera í undirbúningsvinnu fyrir framkvæmdir vegna nýs þjóðarleikvangs fyrir inniíþróttir. Starfshópur hefur skilað skýrslu um málið og ríkan framkvæmdahug má merkja á mennta- og menningarmálaráðherra.  Kostnaður við að reisa höllina er áætlaður um það bil átta til níu milljarðar. Hugmyndir eru um að ný þjóðarhöll verði byggð sem tengibygging við Laugardalshöll. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Helstu niðurstöður skýrslunnar eru: n Engin mannvirki á Íslandi upp- fylla þær kröfur sem gerðar eru til sérsambanda vegna alþjóð- legra keppna eða landsleikja í handknattleik og körfuknatt- leik. Til að uppfylla alþjóðlegar kröfur verður að byggja nýtt mannvirki. n Starfshópurinn var sammála um Laugardal sem fyrsta val fyrir staðsetningu Þjóðarleik- vangs. Um staðsetningu innan Laugardals og aðra möguleika er fjallað í skýrslunni. n Mikilvægast að mati starfs- hópsins er að mannvirkið nýtist fyrst og fremst sem íþróttahús enda yrði það byggt sem þjóðarleikvangur. Ef horft er til möguleika á margþættri notkun hússins mun það auka tekjumöguleika við rekstur. Þá mun slíkt mannvirki vera hvatning til almennrar lýð- heilsu og gefa öllum tækifæri til að stunda hreyfingu. Þá er horft til þess að mannvirkið geti hýst stóra tónleika eða aðra menningarviðburði.  ENSKI BOLTINN José Mourinho, k nattspy r nustjór i Tottenham Hotspur, kveðst sannfærður að Dele Alli muni ekki yfirgefa herbúðir félagsins í félagaskiptaglugganum sem lokar í október næstkomandi. Þessi 24 ára gamli leikmaður hefur verið verið orðaður við brott- för frá Tottenham en hann var utan hóps hjá liðinu á móti Lokomotiv Plovdiv í Evrópudeildinni og svo í deildarleiknum gegn Southampton um síðustu helgi. Þessar sögusagnir fengu byr undir báða vængi þegar Mourinho sagði í heimildaþáttaröðinni All or Nothing að Alli væri allt of latur á æfingum liðsins. Alli er hins vegar í leikmannahópnum hjá Tottenham sem sækir Shkendija heim til Make- dóníu í Evrópudeildinni í kvöld. „Alli hefur átt hæðir og lægðir síðan hann kom til Tottenham Hotspur. Ég er sannfærður um að við munum halda honum í okkar röðum. Svo er það undir honum komið að sanna það fyrir mér á æfingum og í leikjum að hann eigi skilið sæti í liðinu,“ segir Mourinho um stöðu mála hjá Alli. – hó Vill halda Alli hjá Tottenham Alli er í hóp hjá Tottenham í kvöld. Hér má sjá hvernig höllin í Þrándheimi í Noregi lítur út í fullri notkun. ÍSLENSKI BOLTINN Tvö efstu lið Íslandsmótsins í knattspyrnu karla, Valur og FH, leiða saman hesta sína í Kaplakrika í dag. Fyrir þennan leik er Valur á toppi deildarinnar með 37 stig eftir að hafa spilað 15 leiki og FH í öðru sæti með 29 úr þeim 14 leikjum sem liðið hefur leikið. Liðin eiga eftir að mætast á Vals- vellinum síðar á mótinu og því gætu FH-ingar hleypt spennu í mótið með sigri í þessum leik. Vinni Valur eru þeir komnir langleiðina að því að tryggja sér Íslandsmeistaratitil- inn í 23. skipti í sögu félagsins og í þriðja skipti á síðustu fjórum árum. Bæði lið koma með blússandi sjálfstraust í þennan leik, en Valur gjörsigraði Stjörnuna í síðustu umferð á meðan FH vann sann- færandi sigur í leik sínum við Fylki. Valur hefur ekki beðið lægri hlut í deild og bikar í síðustu 13 leikjum sínum en liðið hefur í þeim leikjum haft betur í 12 leikjum og gert eitt jafntef li. Síðasti tapleikur Vals- manna var þegar liðið laut í lægra haldi fyrir ÍA í byrjun júlímánaðar. Síðan Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen tóku við stjórn- artaumunum hjá FH-liðinu hefur liðið borið sigur úr býtum í sjö deildarleikjum, gert eitt jafntefli í deildinni og látið einu sinni í minni pokann. Þá hefur liðið sömuleiðis borið sigurorð í tveimur bikarleikj- um undir stjórn þeirra félaganna. Vefsíðan 433.is greinir frá því að FH-ingar þurfi að greiða Val fimm milljónir króna, ætli þeir að láta hann spila í leiknum í dag. Hjá Val koma Haukur Páll Sigurðsson og Kristinn Freyr Sigurðsson aftur inn í hópinn eftir að hafa tekið út bann í leiknum á móti Stjörnunni. – hó Valur getur sett níu fingur á bikarinn 2 4 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R20 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.