Fréttablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 35
Fíknisjúkdómur-
inn er langvinnur
og er ekki leystur með
einni afeitrun. Það þarf
heilmikla vinnu til að
breyta lífi sínu og mik-
inn stuðning.
SÁÁ sinnir mikilvægu hlut-verki í meðferð þeirra sem glíma við fíknisjúkdóm, fyrst
og fremst vegna áfengis og vímu-
efna, en þar er líka veitt meðferð
við spilafíkn. Hjá samtökunum
starfar sérhæft heilbrigðisstarfs-
fólk og háskólamenntað fagfólk
sem nota gagnreyndar aðferðir og
þar er fólk stutt í gegnum langa og
þverfaglega meðferð, sem eykur
mjög líkurnar á árangri.
„SÁÁ er mjög stórt fyrirbæri
en það snýst um að hjálpa fólki
með fíknisjúkdóm og fjölskyldum
þeirra að öðlast betra líf, veita
bestu meðferð sem völ er á og
standa vörð um hagsmuni þessa
fólks,“ segir Ingunn Hansdóttir,
doktor í klínískri sálfræði og yfir-
sálfræðingur hjá SÁÁ. „Við erum
með heildræna þjónustu og við
fylgjum fólki frá A-Ö, allt frá því
að upp kemur grunur um vanda
og þar til eftirfylgni eftir meðferð
er lokið.“
Ekki leyst með einni afeitrun
„Við erum með göngudeild þar sem
fólk getur pantað viðtal ef grunur
er um vanda og fengið ráðgjöf,
síðan erum við með spítalaþjón-
ustu á Vogi til að veita afeitrunar-
meðferð og hjálpa fólki að öðlast
innsæi í vanda sinn og áhuga á að
gera breytingar í lífinu,“ útskýrir
Ingunn. „Svo hefst mánaðarlöng
sálfélagsleg meðferð í Vík á Kjalar-
nesi þar sem fólk hefur næði til að
átta sig á hlutunum. Í kjölfar þess
erum við með göngudeild sem
fylgir fólki eftir, fyrst tvisvar í viku
og svo einu sinni eftir það. Þannig
að meðferðarsamfellan er alveg
heilt ár.
Fíknisjúkdómurinn er langvinn-
ur og er ekki leystur með einni
afeitrun. Það þarf heilmikla vinnu
til að breyta lífi sínu og mikinn
stuðning. Til þess er SÁÁ,“ segir
Ingunn. „Við horfum líka ekki bara
á einstaklinginn sem er veikur
heldur líka umhverfi hans, þannig
að við erum með sálfræðiþjónustu
fyrir börn sem búa við fíknisjúk-
dóm og fjölskyldudeild sem sér
um fræðslu fyrir foreldra sem eru
með ungmenni með fíknisjúkdóm.
Í dag hefst einmitt nýtt námskeið
þar sem við hjálpum foreldrum
að takast á við ungmenni með
fíknivanda. Svo erum við með
aðstandendanámskeið þar sem við
hjálpum fjölskyldunni í heild að
ná betri lífsgæðum og ná böndum
utan um sína líðan.“
Erfið verkefni en lítil hæfni
Víðir Sigrúnarson er yfirlæknir á
Vogi, en þangað fer fólk í afeitr-
unarhluta meðferðarinnar.
„Oft kemur fólk í meðferð af því
að afleiðingar neyslunnar eru það
miklar að það sér ekki annan kost
en að takast á við vandann,“ segir
hann. „Við undirbúum fólk fyrir
þetta langa verkefni, að takast á
við afleiðingarnar, halda sig frá
vímugjöfum og byggja lífið upp
eftir langa og afdrifaríka sjúk-
dómsgöngu.
Flestir þeirra sem koma inn á
Vog eiga börn og á hverju ári fara
foreldrar yfir 1.000 barna inn á
Vog. Þannig að meðferðin hefur
áhrif á mun fleiri en bara þá sem
sækja hana og er mikilvægt barna-
hagsmunamál,“ segir Víðir.
„Ein aðal afleiðing mikillar og
langvinnar neyslu er að tauga-
kerfið verður mjög vanhæft til
að takast á við mikið álag og það
tekur oft langan tíma að jafna
sig. Þannig að fyrstu vikurnar og
mánuðina er hættan á bakslagi
mest, því álagsþolið er minnst. En
Erfitt að hætta án stuðnings
Hjá SÁÁ getur fólk fengið langvinna og þverfaglega meðferð og endurhæfingu eftir áfengis- og
vímuefnavanda og spilafíkn. Þar starfa sérfræðingar sem fylgja fólki í gegnum allt ferlið.
Ingunn Hansdóttir, doktor í klínískri sálfræði og yfirsálfræðingur hjá SÁÁ, segir að í meðferðinni sé fólki fylgt frá
A-Ö, allt frá því að upp kemur grunur um vanda og þar til eftirfylgni eftir meðferð er lokið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Torfi Hjaltason, dagskrárstjóri í Vík, segir að meðferðin
sé stöðugt að þróast og að það sé aukin áhersla á að
taka tillit til áfallasögu skjólstæðinga.
Víðir Sigrúnarson, yfirlæknir á Vogi, segir að þegar fólk
hætti neyslu fylgi því mikið álag og því sé hættan á bak-
slagi mikil. Því er mjög erfitt að hætta án stuðnings.
á sama tíma og fólk er hvað minnst
hæft til þess er það að takast á við
stærstu verkefni lífsins, atvinnu-
mál, fjárhaginn, fjölskyldumál og
heilsufarsvanda,“ útskýrir Víðir.
„Þessar aðstæður eru mjög erfiðar
og gera það mjög erfitt að hætta
neyslu án stuðnings. Þess vegna er
svo mikilvægt að fólki fari í með-
ferð og eftirmeðferð.“
Stöðug þróun
„Allt þetta starf byggir á gagn-
reyndum meðferðum og við
vinnum þverfaglega í síauknum
mæli,“ útskýrir Ingunn.
„Við horfum mikið til fram-
tíðar og það er margt nýtt að
gerast,“ bætir Víðir við. „Við erum
með aukna barnaþjónustu og
meiri áherslu á sálfræðiþjónustu
og erum að auka og þróa ýmsa
þjónustu. Við erum að nútíma-
væða þjónustuna í takt við kröfur
samfélagsins.“
Undir þetta tekur Torfi Hjalta-
son, dagskrárstjóri í Vík, með-
ferðarstöð SÁÁ á Kjalarnesi.
„Það er stöðug þróun og við
fylgjumst vel með því sem er að
gerast erlendis í þessum efnum,
sérstaklega í Bandaríkjunum, en
það er hefð fyrir heilmiklu sam-
starfi við fagfólk þar,“ segir hann.
„Á síðustu árum hefur líka verið
mikil umræða um áföll í tengslum
við fíknisjúkdóma og meðferðin
okkar miðast nú við að skjólstæð-
ingar hafi oft langa og erfiða áfalla-
sögu að baki sem er tekið tillit til.“
Læra að takast á við lífið
„Í Vík starfa sálfræðingur og
áfengis- og vímuefnaráðgjafar og
hingað koma karlar og konur í
kynjaskipta 28 daga meðferð, en
það hafa alltaf verið færri konur
sem leita sér meðferðar en karlar,“
segir Torfi. „Hér fer fram fræðsla
um viðfangsefnið, sem er nokkuð
fjölþætt. Það eru beinar líkamlegar
og andlegar afleiðingar af neyslu
og gjarnan líka félagslegur vandi
sem fólk glímir við. Hér fær fólk
verkfærin til að takast á við lífið án
þess að nota vímuefni.“
„Það má segja að sálfélagslega
endurhæfingin í Vík sé okkar
áhersla, hún snýst um að hjálpa
fólki að ná utan um tilfinn-
ingarnar sínar, breyta viðhorfum
og átta sig á hvað það þýðir að
lifa edrú lífi. Við reynum líka að
koma til móts við þarfir hvers og
eins til að stuðla að betri bata,“
segir Ingunn. „Við hjálpum fólki
að greina þröskulda í batanum og
leggjum líka mikla áherslu á sam-
skipti og tjáningu í hópmeðferð.
Fólk í fíknivanda notar efni til að
slá á slæmar tilfinningar og takast
á við vandamál, þannig að oft þarf
það að læra að takast á við lífið.
Við viljum auka færni fólks til að
taka þátt í samfélaginu og vinnu og
til þess þarf að læra ýmislegt.
Meðferðin snýst að miklu leyti
um að koma í veg fyrir bakslög
og að gera fólk undirbúið fyrir
bakslög ef þau koma, sem er ekki
óalgengt,“ segir Ingunn.
Vilja hjálpa fólki
að fá betra líf
„Við viljum ná til þeirra sem
þurfa hjálp, hvort sem það er
aðstandandi eða sá sem er með
fíknisjúkdóm. Við vitum að neysla
á vímuefnum er alltaf til staðar
í samfélaginu og á tímum eins
og núna, þegar það er aukið álag
og erfiðleikar, þá þarf fólk oft að
endurskoða batann sinn og fá
stuðning áfram,“ segir Ingunn.
„Við viljum að fólk leiti til okkar
og líti á okkur sem sína „heilsu-
gæslu“. Við viljum líka að þau sem
eru að glíma við þetta í einangrun
muni eftir okkur. Það er allt opið
hjá okkur eins og hægt er og við
bjóðum líka upp á aukna fjar-
þjónustu vegna COVID. Við viljum
hvetja fólk til að koma til okkar og
öðlast betra líf.“
KYNNINGARBLAÐ 13 F I M MT U DAG U R 2 4 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 ENDURHÆFING