Fréttablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 17
Þorsteinn
Pálsson
AF KÖGUNARHÓLI
Og ekki má gleyma því, að fiskveiðarnar verða ekki reknar eða áhersla lögð á
þær nema að því leyti, sem hinn
atvinnuvegurinn fær stutt þær.“
Þetta er tilvitnun í ritið Um
viðreisn Íslands eftir Pál Vídalín
og Jón Eiríksson, sem fyrst kom
út 1768. Tilvitnunin segir ekki
aðra sögu en þá að á þessum tíma
gátu frjálslyndustu og framfara-
sinnuðustu menn landsins ekki
ímyndað sér að sjávarútvegur
þrifist hér án stuðnings land-
búnaðarins.
Tvöfalt Evrópumet
og enginn ráðherra
Nýlega var frá því greint að verð
á íslensku kjöti væri það hæsta í
allri Evrópu. Jafnframt var hermt
að íslenskir bændur fengju lægri
laun fyrir kjötframleiðslu sína en
bændur á nokkru öðru byggðu bóli
í Evrópu.
Ísland setti þarna tvö Evr-
ópumet á einum og sama deg-
inum. Fátítt er að Íslendingar slái
alþjóðleg met án þess að menn
fagni og ráðherra beri lof á þá sem
lyfta nafni landsins. Í þetta sinn
steig þó enginn ráðherra á stokk.
Enginn barði sér á brjóst.
Vel hefði hins vegar farið á því
að landbúnaðarráðherra hefði gert
þessi einstöku tíðindi að umtals-
efni. Hann á nefnilega sjálfur allan
heiðurinn. Þetta er árangur af
miðstýrðum áætlunarbúskap, sem
hann ber pólitíska ábyrgð á.
Vandinn er ekki hjartalag
heldur pólitík
Flestir Íslendingar hafa sterkar
taugar til landbúnaðarins. Senni-
lega nær engin önnur atvinnugrein
með sama hætti inn að hjarta-
rótum fólks.
Margir eru þess vegna fúsir að
greiða hátt verð, jafnvel hæsta verð
í Evrópu, fyrir íslenskar land-
búnaðarafurðir og að auki mestu
styrkina í gegnum skattkerfið. En
að sama skapi nístir það flesta inn
að beini að fyrir þær krónur fái
íslenskir bændur lægstu laun allra
bænda í Evrópu.
Þess vegna eru Evrópumetin
óásættanleg. Þau lýsa einfaldlega
kerfi, sem hefur brugðist bændum
og neytendum.
Ekki er ástæða til að ætla annað
en að hjarta ráðherra standi jafn
nærri bændum og hjörtu ann-
arra landsmanna. Vandinn er því
ekki hjartalag ráðherra, heldur sú
stjórnmálaskoðun að landbúnað-
ur þrífist ekki í landinu nema með
ríkjandi óbreyttum kerfisbúskap.
Leiðandi í heiminum
Landbúnaðarstefnan byggist
á opinberum markmiðum og
styrkjum í áætlun til tíu ára. Á
fundi Bændasamtakanna fyrr
á þessu ári sagði ráðherra að til
greina kæmi að stytta áætlunar-
búskapstímann niður í fimm ár til
að auka sveigjanleika.
Þetta er eina kerfisbreytingin,
sem ráðherra hefur boðað. En
skömmu eftir að Evrópumetin
tvö voru kynnt skipaði ráðherra
verkefnisstjórn um ný markmið
í kerfinu þar sem líta á til þess
að Ísland verði leiðandi í fram-
leiðslu á heilnæmum og sam-
keppnishæfum landbúnaðaraf-
urðum.
Þetta eru ekki smáleg markmið:
Ný heimsmet í heilnæmi og sam-
Hæsta verð og lægstu laun
keppnishæfni. Stefnan á að vera
tilbúin í mars. Ekkert kemur hins
vegar fram í tilkynningu ráðherra
á hvaða efnahagslegu forsendum
eigi að ná þessum nýju heims-
metum
Krafan um samkeppnishæfni
þýðir þó væntanlega að í mars eigi
að liggja fyrir hvernig Evrópu-
titlinum í hæsta kjötverði verður
skilað. Hins vegar er ekki orð um
að skila eigi bikarnum fyrir lægstu
laun í Evrópu.
Tvær þekktar leiðir
eða nýtt lögmál
Í landbúnaði eins og annarri
atvinnustarfsemi eru þekktar tvær
leiðir til að hagræða og ná fram
meiri framleiðni, sem er forsenda
hærri launa. Önnur er sú að fækka
framleiðendum. Hin er sú að fram-
leiða meira og stækka markaðinn.
Kjarninn í ríkjandi áætlunar-
búskap hefur verið stöðug fækkun
bænda, án árangurs í samkeppnis-
hæfni og launum. Með nýju
stefnunni verður fækkun bænda
úr sögunni því ein af forsendum
hennar er byggðafesta.
Eftir venjulegum lögmálum þarf
þá að brjóta nýju forystulandi í
landbúnaði heimsbyggðarinnar
leið inn á nýja markaði til þess að
ná markmiðinu um samkeppnis-
hæfni. Enga vísbendingu í þá átt er
þó að finna í tilkynningu ráðherra.
Verkefnisstjórnin þarf kannski
að finna upp nýtt hagfræðilögmál
fyrir fyrsta apríl.
BÓNUS
NETTÓ
KRÓNAN
FLY OVER
ICELAND
LÖÐUR
ÍSPINNAR FYRIR BÖRNIN
MARK AÐURINN ER LÍK A Á NETINU: W W W.FORL AGID. IS | GJÖF F YRIR ALL A SEM KOMA
OPIÐ ALLA DAGA kl. 10–19
Á FISKISLÓÐ 39
1.490 kr.
2.990 kr. 490 kr. 690 kr.
990 kr.
1.490 kr.
Lee Child pakki
1.490 kr.
690 kr.
SPRITT,
GRÍMUR OG
HANSKAR
Á STAÐNUM
NÓG AF FRÍUM BÍLA- STÆÐUM
2.990 kr.
690 kr. 1.990 kr.
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17F I M M T U D A G U R 2 4 . S E P T E M B E R 2 0 2 0