Fréttablaðið - 09.10.2020, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 09.10.2020, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 1 7 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F Ö S T U D A G U R 9 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 Nýr e-up! Sparaðu pening og umhverfið HEKLA · Laugavegur 170 · Sími 590 5000 · www.hekla.is/volkswagensalur *m.v. bílalán í reiknivél Arion banka, 08.10.2020, 20% útborgun 678.000 kr. eða í formi uppítökubíls og láns til 84 mánaða Frá 39.353 kr. á mánuði* 260 km. drægni! VIÐSKIPTI Auðvelda þarf f leiri atvinnugreinum en ferðaþjónust- unni að leggjast í híði þegar hert er á sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda, að mati Konráðs Guðjónssonar, aðstoðarframkvæmdastjóra Við- skiptaráðs. „Það þarf að endurhugsa aðgerðir stjórnvalda til fyrirtækja í vanda vegna faraldursins. Staðan í dag er allt önnur en fyrir einungis tveimur vikum,“ segir Konráð. Líkt og greint var frá í blaðinu í gær útilokar fyrir- komulag lokunarstyrkja bætur til fjölmargra fyrirtækja og er óljóst hvort þjónustuiðnaður á Íslandi komi til með að þola aðra umferð takmarkana. „Þegar við nálguðumst þetta í vor þá virtust f lestir búast við því að þetta yrði vont högg í skamman tíma. Núna horfir þetta öðruvísi við því að þetta gæti verið viðvarandi og sveif lukennt ástand í marga mánuði. Það kallar á aðra nálgun,“ segir Konráð. „Það er vonandi enginn að tala um að opna ríkissjóð upp á gátt, það þarf að fara vel með almannafé. Það eru færri skot eftir í byssunni núna en í vor. Það sem við þurfum nú er að skerpa á áherslum og aðgerðum.“ Konráð telur að stjórnvöld þurfi að þróa áfram úrræðin sem hafa verið í boði, þar á meðal hlutabóta- leiðina, brúarlánin og lokunar- styrki. „Þegar hlutirnir verða betri þá þurfa að vera forsendur fyrir því að hægt sé að opna á ný staði sem þurfti að loka. Þeir þurfa að geta haldið ráðningarsambandi við starfsfólk til dæmis, þannig að þegar við komumst út úr þessu séum við með fyrirtæki sem séu ekki hálf lömuð og geti ekki veitt þjónustuna sem við þurfum frá þeim, sama í hvaða geirum það er,“ segir Konráð. „Það hefur verið talað um að ferðaþjónustan þurfi að leggjast í híði, það þarf kannski að horfa sömu augum á fleiri geira.“ Hann telur að grípa megi tæki- færið nú þegar ríkisfjármálin eru í deiglunni og vinna við fjárlög í fullum gangi til að líta til þess þar sem líklegt sé að meiri hömlur verði á næsta ári en margir héldu fyrir stuttu. „Ein stærsta aðgerðin hefur verið hlutabótaleiðin, það er búið að skala hana niður og búið að draga lærdóm af henni. Augljósast er að fara í einhvers konar útvíkkun á því úrræði fyrir fyrirtæki sem lenda hvað verst í þessari bylgju.“ Fram kom í gær að dæmi væru um að minni fyrirtæki hefðu þurft að verja stórum hluta lokunarstyrks- ins í lögmannskostnað til að harka út styrkina frá skattinum. „Ef rétt er þá er úrræðið fallið um sjálft sig. Það þurfa að vera skýr skilyrði fyrir styrkjum, ef kerfið er orðið of f lókið þá erum við ekki að nýta peninga skattgreiðenda vel. Þetta þarf að vera einfalt og sveigjanlegt til að styrkirnir renni til sjálfra fyrirtækjanna og starfs- fólks þeirra.“ – ab Fleiri atvinnugreinar þurfa í híði Fleiri atvinnugreinar en ferðaþjónustan þurfa að leggjast í híði þegar hert er á sóttvarnareglum að mati aðstoðarframkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Staðan sé önnur en fyrir stuttu og telur hann að stjórnvöld þurfi að aðlaga úrræðin sem standi fyrirtækjum til boða. Það eru færri skot eftir í byssunni núna en í vor. Það sem við þurfum nú er að skerpa á áherslum og aðgerðum. Konráð Guðjónsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslendingar unnu glæsilegan 2-1 sigur á Rúmenum í undanúrslitum umspils fyrir EM 2020. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í fyrri hálf leik en Rúmenar minnkuðu muninn í síðari hálf leik úr umdeildri vítaspyrnu. Sigurinn þýðir að Íslendingar mæta Ungverjum í hreinum úrslitaleik um sæti á EM þann 12. nóvember næstkomandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.